Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 26

Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR Kvaran listfræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður Astrup-Fearnley-listasafnsins í Ósló. Hann hefur störf við safnið 1. september nk. en síðastliðin fjögur ár hefur hann veitt Lista- safninu í Bergen forstöðu. Gunnar kveðst í samtali við Morgunblaðið mjög spenntur að takast á við nýja starfið. „Astrup- Fearnley-listasafnið er einkasafn sem einbeitir sér að alþjóðlegri myndlist, sérstaklega samtímalist. Safnið var opnað árið 1993 og á síðastliðnum árum hefur það markað sér sérstöðu með mjög metnaðarfullum alþjóðlegum sýn- ingum en það hefur haft mögu- leika á að kaupa inn myndlist sem varla nokkur önnur listasöfn í Skandinavíu hafa getað leyft sér. Markmið safnsins er að betrum- bæta safneignina og styrkja hana, með séráherslu á bandaríska og evrópska samtímalist, og fylgja því eftir með sýningum. Þetta hefur gengið mjög vel hjá safninu síðast- liðin ár. Mér er boðið að taka við stjórn safnsins og þróa það, bæði hvað varðar innkaup og sýning- arstefnu. Þetta er mjög spennandi verkefni, sérstaklega vegna þess að Astrup Fearnley er safn sem beinir sjónum sínum fyrst og fremst að því nýjasta eða síðast- liðnum tveimur áratugum í sam- tímalistinni – og hefur líka mögu- leika á að gera það að raunveruleika,“ segir Gunnar. Safnið er í eigu Astrup Fearn- ley-fjölskyldunnar í Ósló, sem rek- ur samnefnt fyrirtæki. „Þetta er mjög gamalgróið fyrirtæki í Ósló og fjölskyldan hluti af gömlu norsku borgarastéttinni. Þetta fólk hefur alla tíð verið í mjög nánum tengslum við listheiminn. Í dag eru þetta fyrst og fremst skipa- miðlarar og fjármálamenn. Nú er aðeins einn eigandi að þessu stóra fyrirtæki og hann er jafnframt stjórnarformaður safnsins, þannig að þetta er mjög sérstök staða,“ segir Gunnar og bætir við að segja megi að Astrup Fearnley liggi á sama metnaðarplani og söfnin Louisiana í Danmörku og Moderna Museet í Svíþjóð. Þó að Gunnar sé fullur tilhlökk- unar að takast á við nýja starfið kveðst hann hafa átt góð ár í Bergen. „Þetta er búið að vera mjög spennandi hérna líka, ég hef fengið mjög góða vinnuaðstöðu og hér ríkir mikill metnaður varðandi safnið. Hér er feykilega gott safn af alþjóðlegri myndlist, alveg frá tólftu öld og fram til samtímans, þó að samtíminn sé kannski veik- asti hlekkurinn í keðjunni,“ segir hann. Gunnar mun starfa við safn- ið í Bergen til ágústloka og verður áfram ráðgjafi við safnið. Gunnar Kvaran ráðinn forstöðumaður Astrup Fearnley-safnsins Ljósmynd/Scanpix Gunnar Kvaran listfræðingur færir sig senn frá Bergen til Óslóar. MJÖG góð aðsókn var að fræðslu- og skemmtidegi Listasafns Reykja- víkur á sunnudaginn, þar sem gest- um og gangandi var boðið upp á skoðunarferðir undir yfirskriftinni Lifandi leiðsögn – Sunnudags- listauki í Listasafni Reykjavíkur. „Mestur fjöldinn mætti í Ásmund- arsafn, eða um 300 manns, nærri því eins margir og komu á opnunardag- inn,“ segir Soffía Karlsdóttir, kynn- ingarstjóri Listasafns Reykjavíkur. Í Ásmundarsafni stendur nú yfir sýningin Fjöll rímar við tröll, með verkum Páls Guðmundssonar frá Húsafelli og höggmyndum Ásmund- ar Sveinssonar. Sérstaka athygli vakti þegar leikið var á steinhörpu sem Páll hefur gert úr líparíthellum úr bæjargilinu í Húsafelli. „Einnig var mjög góð þátttaka í vísbendingaleiknum á Kjarvals- stöðum og margir tóku þátt í leið- sögn um gullpenslana. Í Hafnarhús- inu var svo mikið fjölmenni að nauðsynlegt var að skipta hópnum í tvennt. Við erum mjög ánægð með að geta vakið athygli á þessari leið- sögn, sem er alltaf í söfnunum á sunnudögum, og vonum svo sann- arlega að fólk viti af þessu, taki við sér og haldi áfram að nýta sér sunnudagsleiðsögnina,“ segir Soffía. Hún leggur áherslu á að leið- sögnin sé „ekki bara eintal einhvers spekings,“ heldur samræða gesta og leiðsögumanns og í sumum til- fellum einnig listamannanna. Hún segir að mikið hafi komið af fjöl- skyldufólki og telur það afar já- kvætt. Hún kveðst vita af því að margir gestanna þennan sunnudag hafi slegið tvær flugur í einu höggi og mætt í skoðunarferðir í tveimur safnanna og einhverjir jafnvel farið á þau öll þrjú. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Frá sýningunni Heimskautslöndin unaðslegu í Hafnarhúsinu. Fjöldi manns nýtti sér leiðsögn Listasafns Reykjavíkur um helgina Í ODDA, húsnæði heimspekideild- ar Háskóla Íslands, er nú haldin sýn- ing á ljósmyndum eftir þýska ljós- myndarann Till Mayer. Mayer er fréttaljósmyndari sem hefur sérhæft sig í myndatökum á átaka- og ham- farasvæðum. Í fyrra unnu ljósmynd- arinn og Andri Lúthersson, sendi- fulltrúi Rauða kross Íslands, fyrir alþjóða Rauða krossinn í Makedón- íu. Þar kynntust báðir þeim hörm- ungum sem nú blasa við gestum Odda, á annarri hæð hússins. Það verður ekki annað sagt en sjón sé sögu ríkari. Það er engan veginn vert, né mögulegt, að lýsa sýningunni. Til þess er hún of átak- anleg en jafnframt mannleg. Mayer tekst það sem góðum ljósmyndara sæmir, að ná hinu fullþroskaða augnabliki þegar svipbrigði lifna og breytast, og bros bægir frá harmi eða grátur slekkur gleði. Svipbrigði fólksins í myndum Mayers eru ekki svo frábrugðin íslenskri birtu. Þau sýna hvernig fórnarlömb Balkan- stríðsins þreyja þorrann í skini og skúrum, oft á barmi örvæntingar. Það er áberandi hve margt af fólk- inu í myndum Mayers er af þeirri tegund manna sem gegnum aldirnar hafa verið á hrakhólum með sam- félagslegt skjól. Þetta eru sígaunar og geðfatlaðir, en þótt slík mengi eigi fátt sameiginlegt – annað sé þjóð- flokkur en hitt tegund sjúklinga – hafa hvorir tveggju mátt þola smán og ofsóknir frá meðbræðrum sínum. Svo eru það blessuð börnin, og gamalmennin – aldraðar konur fremur en karlar, því þeim hefur oft- ar verið komið fyrir kattarnef – sem gjarnan eru uppistaðan í flótta- mannabúðunum í Dare Bombol og Stenkovec. Ófáar myndir sýna hve sterkir þessir einstaklingar eru í eymd sinni, eða hve stutt er í vinátt- una og verndarhvötina, þær kenndir sem stríðandi aðilar hefðu betur ræktað en vopnaburðinn. Sígaunadrengirnir tveir í sam- vinnubúðum Rauða krossins í Dare Bombol og vistmennirnir á geð- sjúkrahúsinu í Demir Kapija eru von þessa heims; sannir sólargeislar í ósómanum. Þeir sanna að ekki þarf mikla burði til að auðsýna ómælda mennsku og kærleika. Hér er vissu- lega frábær sýning fyrir alla, unga sem aldna, karla sem konur. Heimsósómi MYNDLIST O d d i , H á s k ó l a Í s l a n d s Til 16. mars. LJÓSMYNDIR TILL MAYER Halldór Björn Runólfsson Ljósmynd/Till Mayer Ein af eftirminnilegum ljósmyndum Till Mayer á annarri hæð Odda. ÞRIÐJU burtfararprófstónleikar þessa árs frá Tónlistarskólanum í Reykjavík verða haldnir í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20 en þá þreyt- ir Freyr Guðmundsson trompet- leikari burtfararpróf sitt frá skól- anum. „Þetta er allt að smella saman,“ segir Freyr þegar hann er spurður hvort hann sé tilbúinn að ganga á svið í Salnum. Á efnisskránni eru Fanfare for St. Edmundsbury fyrir þrjá tromp- eta eftir Benjamin Britten, Let the Bright Seraphim, aría úr Samson eftir Georg Friedrich Händel, Concertino eftir André Jolivet, Svíta fyrir þrjá trompeta eftir Henri Tomasi, Impromptu eftir Jacques Ibert og Divertimento fyr- ir trompet, básúnu og píanó eftir Boris Blacher. Kristinn Örn Krist- insson leikur með á píanó og einnig koma fram Margrét Sigurðardóttir sópran, trompetleikararnir Eiríkur Örn Pálsson og Ásgeir H. Stein- grímsson, Sigurður Þorbergsson básúnuleikari og strengjasveit. „Ég reyndi að hafa efnisskrána fjölbreytilega. Ég var orðinn svolít- ið leiður á því að hafa heila tónleika þar sem væri bara trompetinn og píanó, þannig að ég ákvað að hafa tríó, strengjasveit og söng,“ segir Freyr og lofar skemmtilegum upp- ákomum en þvertekur þó fyrir að ljóstra upp í hverju þær uppákom- ur felist. „Aðalatriðið er náttúru- lega að fólkið úti í salnum skemmti sér,“ segir Freyr. Hann segist hafa reynt að velja saman verk frá mörgum mismunandi tímum til þess að sýna breidd. Flest þeirra hefur hann verið að æfa frá því í janúar í fyrra. „Nei, væntanlega ekki,“ svarar hann þegar hann er spurður hvort hann hyggist leggja trompetleikinn fyrir sig. „Ég er í námi í tölvunar- fræði við Háskólann í Reykjavík og held áfram í einkatímum hér heima meðan ég er að klára það nám – til þess að halda því opnu ef ég skyldi skipta um skoðun. Aðalástæðan er auðvitað sú að það er svo rosalega erfitt að lifa af því að vera tónlist- armaður á Íslandi,“ segir Freyr. „Aðalatriðið að fólkið úti í salnum skemmti sér“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Freyr Guðmundsson þreytir burtfararpróf í trompetleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í Salnum í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.