Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 35

Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 35 FYRSTA friðlýsing náttúru-vættis í hafi var gerð meðundirritun þess efnis ísamkomusal Grenivíkur- skóla í gærmorgun en þar ritaði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra undir friðlýsinguna. Áður hafði Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra undirritað friðlýsinguna en hann átti ekki heimangengt í gær. Það eru hverastrýtur á botni Eyjafjarðar sem friðlýstar voru og er markmiðið að vernda þessi ein- stöku náttúrufyrirbrigði, sem felast í myndun hverastrýtanna, efnasam- setningu, útliti og lögun ásamt ör- veruvistkerfi sem þar þrífst við þessar óvenjulegu aðstæður. Hve- rastrýturnar eru staðsettar á u.þ.b. 65 metra dýpi og nær önnur í u.þ.b. 33 metra hæð en hin í um 15 metra, en sérstaða þeirra er m.a. fólgin í hæð þeirra sem er óvenjumikil. Úr strýtunum kemur um 72° heitt vatn og í kringum þær er fjölbreytt lífríki að því er fram kom í máli Karls Gunnarssonar hjá Hafrann- sóknarstofnun. Hann sagði mikinn gróður utan á strýtunum, m.a. þör- ungar og einnig bakteríugróður af ýmsu tagi en hann er einkum kring- um opið þar sem heitt vatnið streymir upp. Þá má í kringum strýturnar finna einstöku rándýr eins og krossfiska. Karl sagði að um einstakt nátt- úrufyrirbæri væri að ræða og hefði tekið árhundruð eða -þúsund að myndast. Vatnið um 11 þúsund ára gam- alt og kemur af hálendinu Til eru sagnir um hverina á botni Eyjafjarðar en sjómenn og aðrir höfðu tekið eftir heitu uppstreym- inu. Það var hins vegar ekki fyrr en um og upp úr 1990 sem farið var að rannsaka þá og kortleggja og í lok þess áratugar höfðu nokkrir rann- sóknarleiðangrar verið farnir niður að þeim, en fremstan í flokki á þeim vettvangi má nefna Erlend Bogason kafara á Akureyri. Við undirritun friðlýsingarinnar sýndi hann stutta mynd sem hann hefur tekið af hve- rastrýtunum og umhverfi þeirra. Jakob Kristjánsson prófessor við Háskóla Íslands lýsti því yfir í við- tali við Morgunblaðið í júní árið 1997 að hann vildi láta friða þessar hverastrýtur og hefur honum nú orðið að ósk sinni. Hann hélt stutt erindi í Grenivíkurskóla um hvera- strýturnar en fyrir fjórum árum fór hann ásamt fleirum í kafbátnum Jago niður að strýtunum þar sem ýmsar mælingar voru gerðar. Vatnið sem kemur úr strýtunum kemur ofan af hálendi Íslands að sögn Jakobs, í um 100 kílómetra fjarlægð, og er það 11 þúsund ára gamalt. Um ferskvatn er að ræða. Hann telur strýturnar hafa orðið til eftir lok ísaldar og að þær hafi myndast á um 10 þúsund árum. Alls búið að friðlýsa 84 náttúrusvæði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði að rætt hefði verið um nokkurt skeið að friða hverastrýt- urnar vegna þess hve sérstæðar þær væru, þær væru einstakar og ekki vitað um náttúrufyrirbæri af sama toga annars staðar í heimin- um. Hún líkti strýtunum við tröll- karl og tröllkerlingu og vildi Björn Ingólfsson, skólastjóri Grenivíkur- skóla, gefa þeim nöfnin Siv og Árni en einnig kom fram tillaga um að gefa karlinum nafnið Ármann, í höf- uðið á aðstoðarmanni sjávarútvegs- ráðherra, Ármanni Ólafssyni sem þarna var í forföllum hans. „Það er mikilvægt fyrir okkur að friða nátt- úrufyrirbæri,“ sagði Siv, en alls eru nú 83 svæði á Íslandi friðlýst, sam- tals um 10% landsins og er það hlut- fall með því hæsta í heiminum að sögn ráðherra. Hverastrýturnar í Eyjarfirði eru því 84. náttúrufyrir- bærið sem friðlýst er hér á landi en það fyrsta í sjó. Siv sagði að þó að menn sæju þetta fyrirbæri ekki væri ekki síður mikilvægt að frið- lýsa það. Gjörbreytt aðstaða til kortlagningar á hafsbotni Ármann Ólafsson, aðstoðarmað- ur sjávarútvegsráðherra, nefndi að líklega yrði vaxandi þrýstingur á að friða náttúrufyrirbæri í sjó til að vernda fjölbreytileika í lífríki og landslagi. Hann sagði nákvæma kortlagningu hafsbotnsins við Ís- land hafna og tilkoma nýs öflugs fjölgeisladýptarmælis um borð í Árna Friðrikssyni hefði gjörbreytt aðstöðunni til að vinna að kortlagn- ingu búsvæða á hafsbotni. Friðlýsing hverastrýtnanna þýð- ir m.a. að togveiðar, netalagnir og línuveiðar eru bannaðar við þessi náttúruvætti. Kafa má niður að strýtunum en tilkynna ber hafnar- yfirvöldum á Akureyri um slíkt fyr- ir fram, einungis má skoða hverina en ekki hrófla við neinu eða valda spjöllum. Þá er óheimilt að kasta akkeri innan marka náttúrvættisins sem og að setja hvers konar fest- ingar eða merki við strýturnar. Fyrsta friðlýsing náttúruvættis í sjó Hverastrýturnar á botni Eyja- fjarðar friðlýstar Morgunblaðið/Kristján „Þetta er bara eins og í barnaafmæli,“ sagði Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra er hún skar niður tertu handa grunnskólabörnum á Grenivík eftir að samningurinn hafði verið undirritaður. Hverastrýta á botni Eyjafjarðar. Aðeins eru tæpir 16 metrar niður á hverastrýtuna. umræða um innri málefni hluta- félags hlyti að skaða hagsmuni þess og rýra verðgildi eignarhluta. Bún- aðarbankinn hafi þó staðið þessa umræðu ótrúlega vel af sér vegna þess hve traust í garð hans og starfs- manna hans eigi sér djúpar rætur. „Allt er varðar innri starfsemi bank- ans hefur verið afgreitt en þær nið- urstöður eiga ekkert erindi í fjöl- miðla,“ sagði Pálmi. Hann lýsti þeirri skoðun að Bún- aðarbankinn væri ekki á flæðiskeri staddur þótt ekki hafi orðið af sam- einingu við Landsbankann. Styrkur bankans fari vaxandi og sé marg- þættur. Eitt af því sem hann nefndi í því sambandi var að skipulagsmál verðbréfasviðs hefðu verið endur- skoðuð þannig að þar sé mætt ströngustu kröfum um aðskilnað verksviða með svokölluðum „Kína- múrum“, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmuna- árekstra. Hann sagði bankann nú hafa á að skipa öflugu innra eftirliti. Bankaráðsmenn verðskuldað endurkjör fyrir störf sín Loks ræddi Pálmi um þær breyt- ingar sem væru að verða á bankaráði og yfirstjórn en við lok fundarins létu Stefán Pálsson aðalbankastjóri og Jón Adólf Guðjónsson banka- stjóri af störfum að eigin ósk. Á sama tíma tók Árni Tómasson við sem bankastjóri við hlið Sólons R. Sigurðssonar bankastjóra. Pálmi sagðist láta af störfum formanns bankaráðs með gleði yfir því hversu margt hefði vel tekist, síðast ráðning nýs bankastjóra og þar með nýskip- an bankastjórnar. Þá þakkaði hann öðrum bankaráðsmönnum sérstak- lega „fyrir drengskap í störfum og sterka samheldni við að verja hags- muni bankans og framtíðarheill á þeim óróatímum sem bankinn hefur búið við. Störf þeirra hefðu verð- skuldað það að þeir væru allir endur- kjörnir á þessum fundi.“ Útlánaeftirspurn enn of mikil Stefán Pálsson, fráfarandi aðal- bankastjóri Búnaðarbankans, flutti skýrslu sína á fundinum. Hann ræddi stöðu þjóðarbúsins og taldi hagstæða þróun efnahagsmála hafa styrkt þjóðarbúið en því væri þó ekki að leyna að mikill vöxtur í efnahags- lífinu hefði reynt verulega á hagkerf- ið og nefndi hann verðbólgu og við- skiptahalla í því sambandi. Þá sagði hann vaxtamun við útlönd ekki hafa verið meiri í seinni tíð en nú þegar hann stæði í 6,5%. Millibankavextir séu rétt um 12% sem svari til þess miðað við 4-5% verðbólgu að raun- vextir á millibankamarkaði séu um 7% en ekkert atvinnulíf standist slíka vexti til lengdar. Því sé ákaf- lega mikilvægt að ná vaxtastiginu niður, án þess þó að gengi krónunnar fari af stað. Þetta sé ekki mögulegt nema hægi á þenslunni og meira jafnvægi komist á utanríkisviðskipt- in. „Sem betur fer eru farin að sjást merki þess að byrjað sé að draga úr þenslu,“ sagði Stefán, „en spurn eftir útlánum er hins vegar enn of mikil þótt þar sé nú einnig farið að gæta ákveðins samdráttar. Enn er því gerlegt að ná jafnvægi án áfalla.“ Áætlanir gera ráð fyrir 900 m.kr. hagnaði á þessu ári Stefán sagði afkomu Búnaðar- bankans á síðasta ári endurspegla tvennt; annars vegar þá uppsveiflu og góðæri sem ríkt hefði og kæmi fram í góðri afkomu af almennum viðskiptabankarekstri og hins vegar mjög erfiðar aðstæður á innlendum sem erlendum fjármálamörkuðum sem hefði slæm áhrif á tekjur bank- ans af verðbréfaviðskiptum. Í ræðu Stefáns kom enn fremur fram hver áætlaður hagnaður yfir- standandi árs væri. Fyrir skatta er gert ráð fyrir að bankinn hagnist um 1.200 milljónir króna en eftir skatta verði hagnaðurinn 900 milljónir. Til samanburðar má nefna að hagnaður síðasta árs var rúmar 200 milljónir króna sem er lækkun um einn millj- arð frá árinu 1999. Hann gerði þann fyrirvara varðandi áætlun fyrir yf- irstandandi ár, að aðstæður á fjár- málamörkuðum geti haft mikil áhrif á afkomuna eins og sjá megi á af- komu síðasta árs. meiri- nkaráðs Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson ri, Stefán Pálsson aðalbankastjóri, Valgerður óri og Pálmi Jónsson, formaður bankaráðs. gerði viðskiptaráðherra til- anna stjórn bankans og var ðherra sagði of mikið hafa li sín og fráfarandi banka- i á fundinum þeirri skoðun tarfað í bankaráðinu hefðu r fyrir störf sín. s hf. var haldinn um helgina áðið og hefur Magnús nnsku í laðið ankann teinum ngan stendur um í ís- n er nki,“ ið að jur af a að óðu sam- g starfs- ann hef- ur verið frekar nei- kvæð síðustu mán- uðina,“ sagði Magnús, „en það breytir því ekki að bankinn stend- ur mjög traustum fót- um sem fjármálastofn- un. Ég held að það sé ljóst að Búnaðarbank- inn verði kjölfestan að þriðju stóru fjár- málastofnuninni í land- inu, þegar búið er að fara í gegnum sölu á bankanum eins og um er talað.“ Spurður að því hvort hann hefði sérstakar hugmyndir varð- andi hugsanlega sameiningu bankans við aðra fjármálastofn- un vísaði Magnús til þess sem kemur fram í frumvarpi til laga um sölu bankans, þar sem meðal annars væri talað um að leita mögulega eftir erlendum sam- starfsaðila. Hann sagði þetta mjög opið en gæti farið út í samstarf við aðrar fjár- málastofnanir í einu eða öðru formi. Magnús sagði að það sem mestu skipti væri að efla bank- ann og auka verðmæti hans fyr- ir eigendurna og ef samvinna við aðra þjónaði þeim tilgangi væri hann hlynntur henni. narsson, verðandi formað- Búnaðarbanka Íslands hf. Magnús Gunnarsson latriði að ka verð- i hlutafjár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.