Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 39

Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 39 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að komast í sólina á hreint ótrúlegu verði. Nú er 25 – 28 stiga hiti á Kanarí, frábært veðurfar og þú getur notið frábærra aðstæðna á Kanarí. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra farar- stjóra okkar allan tímann. Stökktu til Kanarí 27. mars frá 49.985 Verð kr. 49.985 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, flug og skattar. 27. mars - 2 vikur. Verð kr. 59.930 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 27. mars - 2 vikur. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Miðvikudaginn 7. mars skrifar Skúli Guðbjarnarson grein í Morgunblaðið og kall- ar hana: „Fluga og stöng eru merki mitt.“ Höfundur titlar sig náttúrufræðing og ætti sem slíkur að hafa ein- hverja lágmarks- kunnáttu í rökrænni framsetningu. Þess sé ég þó lítil merki og virðist mér greinin ein- kennast af lítt eða ekki rökstuddum fullyrð- ingum. Einkum virðist honum uppsigað við Norður-Atlantshafs- laxasjóðinn. Grein sína hefur Skúli á stóryrtri yfirlýsingu – orðrétt þannig: ,,Norð- ur-Atlantshafs laxasjóðurinn er ekki náttúruverndarsamtök eins og hann reynir að telja almenningi trú um, heldur öfgakennt sérhagsmunafélag manna sem telja sig vera að þjóna hagsmunum stangaveiðimanna.“ Mér virðist að annaðhvort halli Skúli þarna vísvitandi réttu máli eða að hann hafi ekki hirt um að afla sér nauðsynlegra upplýsinga um sjóð þennan. Að svo komnu mun ég gera ráð fyrir að hann skrifi frekar af vanþekkingu en að um viljandi blekkingartilraun sé að ræða. Þá skoðun byggi ég á því að hann hefur að minnsta kosti ekki leitað til skrifstofu laxasjóðsins eftir upplýsingum um starfsemina, sem þó hefði verið auðvelt. Honum til fróðleiks verð ég því að gera stutta grein fyrir Norður-Atlantshafslaxa- sjóðnum (hér eftir skammstafað NASF). Orri Vigfússon stofnaði þennan sjóð árið 1993 í þeim tilgangi að gera allt, sem í hans valdi stæði til að stöðva veiðar á laxi af óaðgreind- um stofnum í Norður-Atlantshafi. Á þessum tíma töldu hann og ýmsir aðrir slíkar veiðar vera hvað hættu- legastar laxastofnunum á þessu svæði. Tilgangur Orra var ekki að „þjóna hagsmunum stangaveiði- manna“ heldur að forða Atlants- hafslaxinum frá útrýmingu. Hans verklag hefur verið að semja beint við veiði- menn um að þeir láti af veiðum sínum gegn sanngjörnum bótum. Þessar staðreyndir standa óhaggaðar þótt Skúli kjósi að lýsa því einhliða yfir að NASF sé ekki náttúruvernd- arsamtök. Skoðum nú hverju NASF hefur áorkað hingað til. Samið var við fær- eyska línuveiðimenn um að hætta laxveið- um í norðaustanverðu Atlantshafi með afrétt- arsamningi. Nú standa yfir samn- ingaviðræður um framtíðarlausn á þessu máli. Samið var við Grænlendinga um uppkaup á kvóta og hrundið af stað nýjum atvinnuskapandi verkefnum þar. Diplómatískir samningar tókust sem bundu enda á ólöglegar lax- veiðar á alþjóðahafsvæðum. Árið 1998 var samið við þá land- eigendur á Vesturlandi, sem rétt höfðu til netaveiða á laxi í sjó um að þeir afsöluðu sér þessum réttindum gegn umsömdum bótum. Unnið er að svipuðum samningum við þá landeigendur austanlands, sem eiga samskonar veiðirétt. Haustið 2000 náðust heildar- samningar við þá veiðimenn sem leyfi höfðu til reknetaveiða á laxi í sjó fyrir ströndum Wales. Þar er um endanlegt afsal veiðiréttindanna að ræða. Nýlega veitti breska ríkisstjórin NASF styrk, sem svarar til 100 milljóna íslenskra króna til þess að kaupa upp netaveiðiréttindi á laxi í sjó við strendur Englands norð- austanverðar. Framlagið er bundið því skilyrði að NASF – ásamt öðr- um laxavinum – útvegi að minnsta kosti jafn háa upphæð á móti. Einmitt þessa dagana á Orri í viðræðum við stjórnvöld á Norður- Írlandi, í írska lýðveldinu og þar- lenda netaveiðimenn um svipaðar aðgerðir þar í landi. Fleira mætti telja, en þetta ætti að nægja til þess að sýna hverju NASF hefur áorkað. Eitt af því sem NASF hefur látið til sín taka undanfarið eru áætlanir um stórfellt sjókvíaeldi á norskætt- uðum laxi hér við land og hefur sjóðurinn barist fyrir að þar verði gætt fyllstu varkárni strax í upphafi og settar verði viðunandi reglur um starfsemina. Þær reglur verða að byggjast á „varúðarreglunni“ svo- kölluðu, sem við Íslendingar höfum undirgengist að fylgja, með aðild okkar að NASCO-stofnuninni. Sú regla kveður á um að vegna slæmr- ar stöðu villilaxastofnanna verði að gæta sérstakrar varúðar í um- gengni við þá og ekkert gera, sem mögulega geti teflt framtíð þeirra í hættu. Nú er það almennt vitað og viðurkennt að stórfellt sjókvíaeldi á laxi hefur neikvæð áhrif á villta stofna laxfiska í grennd við kvíarn- ar. Lengi vel neituðu eldismenn þessum staðreyndum, en það er tæpast gert lengur. Vegna alls þessa hafa einstakir veiðiréttareig- endur, veiðifélög, landssamtök veiðiréttareigenda og stangaveiði- manna, ásamt NASF andæft fram- komnum eldishugmyndum eftir megni. Stjórnvöld hafa þó ekki orð- ið við óskum okkar um frestun á veitingu rekstrarleyfa, þar til nauð- synlegri undirbúningsvinnu sé lok- ið. Því hefur undanfarið verið lögð aðaláhersla á að þannig verði geng- ið frá lagaramma og reglugerðum að þessu lútandi, að áhætta af eld- inu sé lágmörkuð. Vonandi verður þannig að málum staðið. Skúli Guðbjarnarson er greini- lega ósáttur við þessa afstöðu. Hann fullyrðir að stangaveiðimenn séu að búa til nýjan óvin – „til þess að breiða yfir eigið getuleysi“. Þarna finnst mér Skúli enn vera of fullyrðingagjarn. Hættan af sjókvía- eldinu er hvorki ný né tilbúin. Um það vitna greinar og erindi fjölda vísindamanna, nú síðast kom þetta glöggt fram á ráðstefnu Veiðimála- stofnunar fyrr í vetur, um framtíð villtra laxastofna og fiskeldi á Ís- landi. Þess vegna er ótti okkar, sem efla viljum villta laxastofna, ekki ástæðulaus. Fyrir um það bil 15 ár- um var sjókvíaeldi allmikið stundað hér við land. Skemmst er frá að segja að dæmið gekk ekki upp og fjöldagjaldþrot varð í greininni. Því miður grunar mig að enn muni svo fara. Of mikil hætta er þó á, að áður en svo er komið verði skaðinn skeð- ur og okkar einstæðu villistofnum spillt með erfðablöndun og aðflutt- um sjúkdómum. Er nema von að við krefjumst fyllstu varúðar? Undir lok greinar sinnar ræðir Skúli nokkuð um urriða. Ef ég skil hann rétt telur hann það skemmd- arverk að sleppa 30.000 til 60.000 laxaseiðum í Skógaána, því það kunni að koma niður á staðbundn- um urriðastofni. Ekki sé afsakan- legt að leggja í þá áhættu, einungis vegna aukinnar gróðavonar. Vel get ég tekið undir þetta sjónarmið Skúla – urriðinn á að fá að njóta vafans. En við verðum að vera sjálf- um okkur samkvæmir, Skúli. Það er ekki heldur réttlætanlegt að leggja hér út í stórfellt sjókvíaeldi, sem vissulega getur valdið útrýmingu okkar villtu laxastofna, einungis vegna aukinnar gróðavonar. Látum okkur víti annarra til varnaðar verða. Enn um sjókvíaeldi á laxi Þorsteinn Þorsteinsson Lax Það er almennt vitað og viðurkennt, segir Þor- steinn Þorsteinsson, að stórfellt sjókvíaeldi á laxi hefur neikvæð áhrif á villta stofna laxfiska í grennd við kvíarnar. Höfundur er formaður Veiðifélags Grímsár og Tunguár. „ÁSTFANGINN blær í grænum garði svæfir“ orti borgar- skáldið Tómas um Vatnsmýrina og Sigfús, sem ólst upp í nálægð mýrarinnar, samdi frá- bært lag við kvæðið, sem síðan hefur verið mikið sungið. Ég ólst einnig upp við Vatnsmýrina og hef þekkt hana aðeins leng- ur en heiðni stýrði Al- þingi á Þingvöllum. Það er að vísu ekki langur tími, en þó sæmilegur mannsaldur. Flugvöllinn hef ég þekkt jafnlengi, fyrst á Briemstúni og síðar, þar sem hann nú er og verður um sinn. Minn bernskuleikvangur var Vatnsmýrin, en á flugvellinum lærði ég, eins og flestir félagar mínir, flug og án hans hefði orðið lítið um flug á Íslandi og sú grein samgangna Íslands því næsta töturleg. Hvað Vatnsmýrina snertir hafa borgaryfirvöld að jafnaði sýnt henni fullt tómlæti. Hún var lengi notuð fyrir ösku- hauga, en flugvöllurinn hefur, sem betur fer, varið hana að nokkru fyrir ásælni úr ýmsum áttum, því ef hann hefði ekki verið þar þarf aðeins að líta á Landspítalatúnið til að sjá, hvernig annars væri líklega umhorfs í Vatns- mýrinni í dag. Í umræðunni í dag hef- ur svo komið fram, að þeir galvösk- ustu vilja reisa á flugvellinum skýjakljúfahverfi. Svo eru það kenn- arar listaháskólans sem ekki þykir fullnægjandi kaffiaðstaða í nýsettum listaháskóla í Laugar- nesi og vilja umyrða- laust leggja flugvöllinn niður og byggja þar nýjan skóla. Þaðan væri styttra að labba í bæinn og þar með kaffihúsin. Kannski tekur þeirra kennsla meira mið af kaffisopanum og skruminu, heldur en ræktun á fegurðar- smekk, enda sá smekk- ur víst úreltur í listum. Hætt er við að Reykjavík yrði nokkuð halaklippt, sem höfuðborg, ef flugvöllurinn hyrfi og því styttra í að raunveruleg höfuðborg landsins yrði Brussel. Borgarskáldið Tómas, sem fyrstur orti um fegurð borgarinnar og breytti ímynd bæjarins úr hallærisþorpi í perlu norðursins, orti einnig um Austurstræti og þar við götu var hon- um reyndar reistur minnisvarði. Af einhverri ástæðu fór þessi höggmynd af borgarskáldinu í útlegð austur í Grímsnes, stendur nú þar undir mýr- arbarði. Þetta hefur ef til vill verið gert af samúð með skáldinu, svo hann ekki bráðnaði af blygðun, þegar hann vissi strætið sitt, sem og allan miðbæ- inn, keppa við St. Pauli um saurlifnað, í skjóli borgaryfirvalda, en Vatns- mýrinni ætlað að lokast af einskonar Manhattan. En þar sem sú mýri er aðaluppspretta og hjarta tjarnar- svæðisins mundu tjarnirnar þar með deyja og þorna. Þeim, sem svo ein- blína á hagræðinguna kæmi væntan- lega malbikið til bjargar og tjörnin gerð nýtileg sem bílastæði fyrir inn- búa rándýrabúrsins við norðurenda hennar. Þegar svo yrði komið held ég, að mál væri, eins og skáldið segir: „að hljóður draga tjöldin fyrir gluggann“. Vatnsmýrin og flugvöllurinn Ragnar G. Kvaran Höfundur er fyrrverandi flugstjóri hjá Loftleiðum, Cargolux og víðar. Flugvöllur Reykjavík yrði hala- klippt, sem höfuðborg, segir Ragnar G. Kvaran, ef flugvöll- urinn hyrfi. STÖNDUM vörð um að Reykjavík haldi stöðu sinni sem ótví- ræð höfuðborg Íslands með því að tryggja að miðstöð innanlands- flugs verði ekki hrakin úr Vatnsmýrinni. Veð- urfars- og landfræði- lega er ekkert sam- bærilegt svæði til á höfuðborgarsvæðinu, utan Bessastaðaness, sem vegna náttúru- verndarsjónarmiða kemur aldrei til með að náist samstaða um að nýta sem flugvall- arsvæði. Flugmiðstöð Nú þegar er langt komið að end- urnýja brautir vallarins og er áætl- aður kostnaður þess þáttar u.þ.b. 1,5 milljarður króna. Brýn þörf er á að samgönguyfirvöld ráðist sem fyrst að láta hanna og byggja glæsilega flugmiðstöð á flugvallarsvæðinu. Önnur nýting Vatnsmýrar Vegna fyrirhugaðr- ar samþjöppunar flug- vallarsvæðisins má ráðstafa stærstum hluta svæðisins sem losnar undir íbúðar- og atvinnuhúsnæði, án þess að ganga of nærri því stórglæsi- lega útivistarsvæði, sem til staðar er í næsta nágrenni flugvallarins. Þróun flugtækni Mikil breyting mun eiga sér stað í flugtækni á næstu 20 árum, sem leiða mun til þess að enn frekar má þrengja að flugvellinum til fram- tíðar litið. Af þessum sökum verður því nóg rými fyrir íbúa 102 Reykjavík í framtíðinni í nálægð hljóðlátrar flugumferðar. Flugvöllurinn mun þannig um ókomna tíð nýtast landsmönnum sem mikilvæg þungamiðja í sam- göngu- og öryggiskerfi lands- manna. Samgöngumiðstöð til framtíðar Sveinn Aðalsteinsson Flugvöllur Flugvöllurinn mun þannig um ókomna tíð nýtast landsmönnum, segir Sveinn Aðal- steinsson, sem mikilvæg þungamiðja í sam- göngu- og öryggiskerfi landsmanna. Höfundur er viðskiptafræðingur og einkaflugmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.