Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 41
NÚ ER flestum orð-
ið ljóst að aðalágrein-
ingurinn um stjórn
fiskveiða snýst um
eignarhaldið á auðlind-
inni. Þrátt fyrir stöðug-
an áróður stjórnvalda
hefur þeim ekki tekist
að hagga þjóðinni frá
andstöðu sinni gegn
því jafngildi einkaeign-
arréttar sem núgild-
andi skipan er. Sátt í
þessu mikla deilumáli
getur aldrei orðið
nema með því að af-
létta einkaréttinum og
tryggja sameign þjóð-
arinnar á auðlindinni
og jafnræði í framtíðinni til að nýta
hana.
Loforð um þjóðarsátt
Í aðdraganda síðustu kosninga
voru sjávarútvegsmálin mjög í um-
ræðunni. Gagnrýni á gildandi eign-
arhaldsfyrirkomulagi var afar há-
vær og þeir stjórnmálamenn og
stjórnmálaflokkar sem undanfarin
ár hafa varið þessa skipan mála, það
er þáverandi og núverandi stjórnar-
flokkar, áttu undir högg að sækja
vegna málsins. Samfylkingin hafði
þá mótað sína stefnu í grundvallar-
atriðum. Sem er að áfram verði
byggt á aflamarkskerfinu en veiði-
heimildir verði kallaðar kerfisbundið
inn og aðgangur að þeim verði á
jafnræðisgrundvelli. Þetta mál var
mikilvægasta kosningamál Samfylk-
ingarinnar. Frjálslyndi flokkurinn
kom inn á sjónarsviðið með það sem
aðalgrundvöll að fyrirkoma bæði
eignarhaldinu og aflamarkskerfinu
sem fiskveiðistjórn. Um vinstri
græna vissu menn ekkert í eignar-
haldsmálinu og vita ekki enn en þeir
vilja hins vegar umfangsmiklar
breytingar á stjórnkerfinu.
Um tíma virtist stefna í að kosn-
ingarnar myndu snúast um þetta
mál að það miklu leyti að það gæti
laskað stjórnarflokkana verulega.
Þeir brugðust við með því að lýsa því
yfir að þeir myndu beita sér fyrir
þjóðarsátt í þessu máli. Þeir höfðuðu
til kjósenda og sögðu að þeim væri
einum treystandi til að leiða fram
slíka sátt. Þeir bentu mjög á svokall-
aða auðlindanefnd sem þá var að
störfum og hennar umfjöllun um
hvernig farið skuli með nýtingu auð-
linda í þjóðareign sem skyldi verða
grundvöllur að sáttinni.
Leiðirnar tvær og
þjóðarsátt við hvern?
Niðurstaða auðlindanefndar ligg-
ur fyrir og nú er farið að reyna á
hvort einhver innistæða hafi verið
fyrir yfirlýsingunum um að menn
vilji leita sátta. Það er
reginmunur á þeim
tveimur leiðum sem
auðlindanefndin bendir
á. Önnur þeirra leysir
úr aðalágreiningnum
sem er eignarhaldið á
auðlindinni og afléttir í
framtíðinni séraðstöðu
þeirra sem fyrir eru í
útgerð en hin leiðin við-
heldur ástandinu með
auðlindagjaldi sem
stjórnvöld ákveða á
hverjum tíma. Það er
auðvitað hverjum
manni ljóst að eigi að
leita sátta við þjóðina
um málið er fyrningar-
leiðin það ráð sem þarf að grípa til.
Ef sáttin á hins vegar að vera við
LÍÚ er veiðigjaldsleiðin vænlegri.
Það hefur verið að koma í ljós að
undanförnu hvaða afstöðu stjórn-
málaöflin í landinu hafa til þeirra
leiða sem auðlindanefnd lagði til.
Frumvarp Samfylkingarinnar
með útfærðum tillögum hefur legið
fyrir frá því í fyrravetur en þar er
gert ráð fyrir fyrningarleið sem er í
fullu samræmi við tillögur auðlinda-
nefndar. Í umræðum um þetta frum-
varp Samfylkingarinnar nú í vikunni
kom fram að frjálslyndir telji að sátt
geti fundist á grundvelli fyrningar-
leiðarinnar. Framsóknarmenn, með
formann þingflokks Framsóknar-
flokksins í fararbroddi, berjast fyrir
fyrningarleið innan flokksins. Það
mun koma í ljós á flokksþingi þeirra
á næstunni hvaða leið verður ofan á.
Vinstri grænir tóku ekki þátt í
þeirri umræðu en það hefur áður
komið fram að þeir vilja skoða lausn
á grundvelli fyrningarleiðarinnar.
En það hefur hins vegar komið
skýrt fram með ýmsum hætti að for-
ysta Sjálfstæðisflokksins vill fara
veiðigjaldsleiðina. Sjálfstæðisflokk-
urinn vill greinilega ná sátt við LÍÚ
en ekki þjóðina en margir kjósendur
hafa áreiðanlega misskilið þessa
stefnu flokksins í aðdraganda kosn-
inga.
Það undrar marga að sjá að sjálf-
stæðismenn sem telja sig helstu tals-
menn markaðar og samkeppnis-
lausna skuli vilja niðurnjörfuð
einkaleyfi og ríkisforsjá í stað frjáls-
ræðis og jafnræðis.
Þeim sem þetta ritar er þó kunn-
ugt um marga sjálfstæðismenn sem
eru vægast sagt óhressir með af-
stöðu forystunnar í þessu máli. Sú
óánægja á örugglega eftir að koma
upp á yfirborðið ef ekki verður
breyting þar á.
Nú reynir á sáttaviljann
Það er ekki hægt að spá um það
nú hvort einhver niðurstaða næst í
þessum málum nú í vetur en sú nið-
urstaða, hver sem hún verður, mun
ekki skapa sátt nema að hún tryggi í
framtíðinni sameign þjóðarinnar á
auðlindinni og jafnræði til að nýta
hana. Slíkt jafnræði er hægt að
tryggja með lausn á grundvelli fyrn-
ingarleiðarinnar ef forystumenn
stjórnarflokkanna standa við þjóð-
arsáttarloforðin.
Fyrningarleið-
in getur leyst
vandann
Jóhann
Ársælsson
Kvótinn
Jafnræði er hægt að
tryggja, segir Jóhann
Ársælsson, með lausn á
grundvelli fyrningar-
leiðarinnar.
Höfundur er alþingismaður og
fulltrúi Samfylkingarinnar
í sjávarútvegsnefnd Alþingis.
NÝTT
SÍMANÚMER
511 3000
FAX 511 3001
ÞAÐ hlýtur að vera
öllum ljóst, að flugvöll-
ur verður að vera í
Vatnsmýri, en hann er
úr sér floginn og far-
lama. Þess vegna hend-
um við honum og búum
til nýjan. Þeir sem eru
þessu andvígir vilja að
Tjörnin þorni upp. Þeir
vita ekki hvað það verð-
ur notalegt að eiga tvo
stóra flugvelli með 50
kílómetra millibili, og
einn pínulítinn mitt á
milli fyrir æfinga-
snertilendingakennslu-
flug, hvað sem það nú
er. Flugvöllur verður að vera í
Vatnsmýri af því að spítali er við
Hringbraut, og höfuðstöðvar ríkis-
spítala verða að vera við Hringbraut
af því að flugvöllur er í Vatnsmýri.
Þess vegna er líka bráðnauðsynlegt
að færa Hringbrautina. Er ekki
kjánalegt að vera með beina braut
alveg frá sjónum vestast í Vestur-
bænum og upp í sveit? Er ekki miklu
flottara að láta Hringbrautina
hlykkjast svolítið svo að hún verði al-
veg við flugbrautarendann þar sem
flugvélin fórst hér um árið? Þá fær
starfsfólk spítalans fáein bílastæði í
viðbót. Þetta kostar að vísu sitt, en
hvað með það? Því miður er Land-
spítalinn orðinn svo stór, að vinstri
höndin veit ekki hvað sú hægri gjör-
ir, og eru þó báðar góðar. Það er út í
hött, að höfuðstöðvar ríkisspítalans
verði framvegis að Vífilsstöðum.
Þar er hundgamalt hús og alltof
mikið pláss. Starfsfólk og sjúklingar
gætu fengið víðáttubrjálæði. Það
kemur heldur ekki til greina að búa
til flugvöll þarna rétt hjá, landið er
svo dýrmætt og landrými allt of mik-
ið. Þar eru engin hús til að fljúga yf-
ir, og ekki heldur miðbær eða Öskju-
hlíð. Þar gætu alls konar flugvélar
lent og hafið sig til flugs í allar áttir
hvenær sem er sólarhringsins. Þar
er alltaf rok, sem sérfræðingar hafa
mælt og vegið. Var veðrið þar 4–11%
verra en í Vatnsmýrinni fyrir 30 ár-
um. Við vitum, að veðrið fyrir sunn-
an Hafnarfjörð breytist ekki þótt
það hafi breyst annars staðar í heim-
inum síðustu misserin. Nýjustu
fregnir frá Þýskalandi herma, að
hliðarvindur sé 1,5% meiri í hraun-
inu en í Vatnsmýrinni, og hallar á
hraunið um önnur 1,5% í samanburð-
inum vegna minna skyggnis og lægri
skýjahæðar, að sögn þýðverskra.
Ekki var þess getið hvaðan vindur-
inn blæs, frá vinstri eða hægri.
Það sem skiptir þó mestu máli er,
að það er svo spennandi að hafa flug-
völlinn þar sem hann er. Þegar flug-
slys verða gerist eitthvað, sem á ekki
að geta gerst. Við vit-
um, að spurningin er
ekki hvort, heldur hve-
nær, flugvél hrapar í
miðbæinn. Hún gæti þá
lent á Alþingi eða Arn-
arhvoli, Hæstarétti eða
Hafnarhvoli, Seðla-
banka eða súlustöðum,
leikskóla eða leikhús-
um, fuglum eða forseta,
styttum eða Stjórnar-
ráði, Ráðhúsi eða rík-
inu, skólum eða Skatt-
stofu, bönkum eða
börum, kirkjum eða
kaffihúsum. Aðflugs-
lína er mitt á milli Ráð-
húss og Alþingishúss. Þar eru
spennufíklar, sem bjóða hættunni
heim. Sssssss, við skulum ekki rifja
upp hörmuleg slys og fjöldamörg
óhöpp, sem orðið hafa á og við flug-
völlinn, og ekki heldur tilvik þegar
litlu hefur munað, að stórslys yrðu.
Aðrar þjóðir öfunda okkur af því
að eiga flugvöll í hjarta höfuðborg-
arinnar.
Þær eiga bara járnbrautarstöðv-
ar, og járnbrautir geta ekki flogið.
Það er bagalegt, að flugtak er tak-
markað yfir miðbæinn, og furðulegt,
að það megi ekki lenda að nóttu til,
en þær reglur eru gamlar og úreltar
og tími til kominn að leyfa það sem
sjálfsagt er. Það er líka hallærislegt,
að þotur megi ekki lenda í Reykja-
vík. Að vísu veitti Flugmálastjórn
Flugmálastjórn undanþágu fyrir
þotu sína fyrir nokkrum árum, og fá-
einir vinir mega lenda þotum sínum
við Loftleiðahótelið því að þeim
finnst það svo gott.
Flugmálastjóri hefur réttilega
bent á þá staðreynd, að engin þróun
verður í smíði flugvéla, sem þurfa
púkalega stuttar brautir. Þess vegna
notum við almennilegar þotur fram-
vegis.
Hvað er þessi Stefán Ólafsson að
vilja upp á dekk, einhver prófessor í
Háskóla Íslands, skrifar heilmikla
skýrslu um málið, fullyrðir að flug-
völlur geti verið annars staðar en í
mýri? Setji hann upp á sér stýri. Veit
hann ekki, að málið er afar flókið,
umfangsmikið og margslungið?
Hvernig leyfir hann sér að skipta sér
af því, sem honum kemur ekkert við?
Við erum örfáir hollvinir hagsmuna,
sem höfum vit á þessu máli.
Það yrði ömurlegt ef fyrirhugaður
æfingasnertilendingakennsluflug-
völlur mætti verða svolítið stærri
strax, ef arkitektar, verkfræðingar
og flugáhugafólk fengi tækifæri til
að búa til nýja miðstöð fyrir innan-
landsflug og kennsluflug í hrauninu
fyrir sunnan Hafnarfjörð. Svæðið
gæti orðið álíka viðurstyggilegt og
Bláa lónið, sem ferðamenn forðast
og hafa ímugust á. Úr hrauninu er
fimmtán mínútna akstur til höfuð-
borgarinnar þar sem Þjóðmenning-
arhúsið er. Sveitarstjórnarmenn
þyrftu þá að breyta áætlunum sín-
um, þegar þeir skreppa suður á fund,
og fara í bíó um leið.
Ferðamennska mun hrynja.
Grænlandsflug og Færeyjaflug mun
leggjast af.
Hættum þessum deilum sí og æ.
Allir kostir hafa sína kosti, og galla
líka.
Tryggjum að flugvöllurinn verði
áfram þar sem hann er. Þar eru ræt-
ur flugs á Íslandi og vagga. Þar eru
Rauðhólar grafnir og ljúfar minning-
ar um indælt stríð. Eyðum mörgum
miljörðum í hann svo að engum detti
í hug að leggja hann niður næstu
þúsöldina. Fjarlægjum strax norður-
suður brautina og leggjum nýja áður
en mönnum snýst hugur. Komum í
veg fyrir, að Vatnsmýrin breytist í
fallega viðbót við gamla miðbæinn.
Þar gæti jafnvel komið breiðgata
eins og í útlöndum. Þar gæti Hljóm-
skálagarðurinn hríslast áfram suður
í Nauthólsvík.
Reykjavík gæti orðið alvöru höf-
uðborg, sem landsmenn allir yrðu
stoltir af.
Það yrði ekki gott. Tryggjum að
Vatnsmýri verði Þotumýri með þýð-
um þotuhljómum til eilífðarnóns.
Þotumýri
Jón Krisjánsson
Flugvöllur
Tryggjum að Vatnsmýri
verði Þotumýri, segir
Jón Kristjánsson, með
þýðum þotuhljómum til
eilífðarnóns.
Höfundur er kaupmaður, lög-
fræðingur og sjálfstæðismaður
í Reykjavík.
verslunarmiðst. Eiðstorgi,
sími 552 3970.
Stretchbuxur
St. 38–50 - Frábært úrval