Morgunblaðið - 13.03.2001, Side 46
MINNINGAR
46 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Vigdís Jakobs-dóttir fæddist á
Seyðisfirði 14. des-
ember 1906. Hún
lést 27. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Anna
Magnúsdóttir barna-
kennari, f. 29. apríl
1879 í Reykjavík, d.
4. janúar 1937, og
Jakob Magnússon
útgerðarmaður, f.
13. apríl 1877, d. 8.
apríl 1909. Þau áttu
eina dóttur auk Vig-
dísar, Guðrúnu Wat-
son, f. 29. júní 1908. Guðrún flutt-
ist ung til Skotlands og giftist
skoskum lögfræðingi Alistair Wat-
son, og bjó þar, hún lést árið 1972.
Þau eignuðust þrjú börn sem öll
búa í Bretlandi. Jakob dó þegar
Vigdís var tveggja ára og fluttist
hún þá með móður sinni og systur
til Reykjavíkur. Móðir hennar
setti á stofn einkabarnaskóla þeim
til viðurværis, sem fékk nafnið
„háskólinn“, vegna þess að hann
var til húsa á efstu hæð að Tún-
götu 2 í húsi afa og ömmu Vigdís-
ar. Þar ólust þær systur upp með
móður sinni. Snemma vaknaði hjá
henni tónlistaráhugi og stundaði
hún nám í píanóleik hjá Ástu Ein-
freð, f. 1975. Stjúpbörn Gísla eru
þau Helga Elísabet, f. 1956, Úlfar
Ingi, f. 1959, Einar Sveinn, f. 1961,
og Þórður Jón, f. 1963. Faðir
þeirra var Þórður Jón Úlfarsson,
f. 14. júní 1939, d. 18. mars 1963.
Einnig á Gísli dóttur, Aldísi Elfu, f.
1955. Móðir hennar er Svana Guð-
mundsdóttir. Árið 1968 giftist
Anna Finni Björgvinssyni, f. 18.
september 1946, og eiga þau þrjú
börn, Björgvin, f. 1972, Vigdísi, f.
1973, og Alfreð Örn, f. 1980. Fljót-
lega eftir komu þeirra til Keflavík-
ur hóf Vigdís píanókennslu og síð-
ar stofnaði hún Tónlistarfélag
Keflavíkur og var formaður þess í
22 ár. Hún var einnig fyrsti skóla-
stjóri Tónlistarskólans, en síðar
fékk hún Ragnar heitinn Björns-
son til þess starfa. Vígdís tók mik-
inn þátt í félagslífi bæjarins, beitti
sér fyrir stofnun Sjálfstæðis-
kvennafélagsins og var fyrsti for-
maður þess og einnig vann hún
mikið við Kvenfélagið. Hún rak
auk þess kvenfataverslunina Eddu
í mörg ár ásamt Þórunni Ólafs-
dóttur. Árið 1973 fluttu þau hjónin
til Reykjavíkur en Alfreð lést
1976. Eftir það bjó Vigdís að heim-
ili sínu að Miklubraut og stundaði
píanókennslu þar til sjón hennar
fór að gefa sig. Þrátt fyrir háan
aldur og bilaða sjón og heyrn,
kaus hún að búa ein á Miklubraut,
þar sem hún naut aðstoðar heim-
ilshjálpar hin síðustu ár.
Útför Vigdísar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
arsson og síðar Emil
Thoroddsen, hún spil-
aði m.a. á dansæfing-
um í MR, en hún lauk
gagnfræðaprófi það-
an 1924. Síðan fór hún
til náms til Kaup-
mannahafnar og lærði
hjá hinum þekkta pí-
anóleikara prófessor
Haraldi Sigurðssyni.
Að námi loknu kom
hún heim og starfaði í
Hljóðfærahúsinu og
auk þess stundaði hún
undirleik og kenndi á
píanó, en píanó-
kennslu stundaði hún nær alla ævi.
Hinn 13. september 1931 giftist
Vigdís Alfreð Gíslasyni lögfræð-
ingi, síðar bæjarfógeta og sýslu-
manni í Keflavík, f. 7. júlí 1905, d.
30. maí 1976. Þau fluttust til Kefla-
víkur 1938, þar sem Alfreð tók við
starfi lögreglustjóra. Eignuðust
þau tvö börn, Gísla Jakob, leikara
og fyrrverandi þjóðleikhússtjóra,
f. 24. janúar 1933, og Önnu Jó-
hönnu, ferðafræðing, f. 15. júní
1948. Árið 1962 kvæntist Gísli Juli-
ane Alfreðsson, f. 26. janúar 1943,
d. 1968, þau skildu. Árið 1967
kvæntist hann Guðnýju Árdal, f.
18. mars 1939, og eiga þau tvö
börn, Önnu Vigdísi, f. 1967, og Al-
Amma var mér kærust af öllum.
Hún var mín fyrirmynd frá því ég var
lítil stelpa og bjó hjá henni og afa í
Keflavík. Hún var alltaf svo góð við
mig. Hún var alltaf svo fín. Hún var
frú.... bæjarfógetafrú og allir virtu
hana. Ég var nýorðin sex ára þegar
ég flutti til ömmu og afa. Ég bjó hjá
þeim í þrjú ár. Amma átti þá búðina
Eddu. Hún var einnig formaður tón-
listarskólans sem hún hafði sjálf átt
þátt í að setja á stofn. Hún var virt
kona, létt í lund. Það voru margir
hlutir sem hún tók alvarlega, en ekki
sjálfa sig. Hún sá oft léttu hliðina á
hlutunum og gat hlegið manna mest
að sjálfri sér. Hún þorði að fara sínar
eigin leiðir. Hún elskaði tónlist. Hún
kenndi á píanó alla sína tíð. Ég átti
þann kost í mörg ár að sitja í stofunni
og hlusta á hana spila á píanó. Hún
spilaði þangað til hún dó. Ég mun
sakna hennar mikið. Við amma höfð-
um alveg sérstakt samband. Við gát-
um talað saman um hluti sem við vild-
um engum öðrum segja. Þegar ég bjó
á Íslandi kom ég til hennar daglega.
Ég var með lykil að heimili hennar,
því hennar heimili var alltaf mitt
heimili. Okkar líf var mjög storma-
samt í mörg ár og við tókum öldunum
saman.
Ég kom til Ísland aftur 18 ára göm-
ul og bjó þá aftur hjá afa og ömmu.
Afi var mjög veikur, með krabba-
mein. Við horfðum saman á þennan
stolta mann veslast upp og deyja.
Þetta þriggja ára tímabil batt okkur
en sterkar saman. Á sama tíma var ég
í leiklistarskóla og ég átti einnig við
önnur sálarstríð að glíma. Systkini
mín og móður sem bjuggu í Banda-
ríkjunum. Ég kláraði skólann og gift-
ist Kristjáni Karlssyni Víkingssyni.
Við eignuðumst einn son, Karl Axel
Kristjánsson. Fjölskylda mín í
Bandaríkjunum flutti til Íslands og
voru systkini mín daglegir gestir á
okkar heimili. Svo dó Kristján eftir
fjögra ára samveru og ég fór harmi
slegin til ömmu og var hjá henni þá
fyrstu nótt. Það var viðeigandi því ég
var hjá henni þegar afi dó. Og svona
lék lífið okkur, einn stormur á eftir
öðrum og alltaf héldum við sambandi
og studdum hvor aðra.
Ég fluttist út til að átta mig á lífi
mínu. Púsla því saman og fyrir mig
þýddi það að ég varð að flytja af landi
brott og byrja upp á nýtt einhvers
staðar annars staðar. Amma reyndi í
mörg ár að fá mig til að flytja aftur
heim. Hún vildi einnig að ég fyndi
draumaprinsinn. Hún trúði alltaf að
það væri draumaprins fyrir mig ein-
hvers staðar. Hún trúði því í bæði
skiptin sem ég gifti mig á Íslandi og
syrgði það jafn mikið og ég þegar illa
fór. Öll árin höfðum við reglulegt
samband. Hún fylgdist með öllu í
mínu lífi þangað til hún dó.
Ég var að undirbúa brúðkaup vit-
andi af henni veikri. Það var mér
mjög erfitt því ég vildi gjarnan vera
hjá henni. En hún vildi ekki heyra
það. Hún trúði því að eiginmaður
minn, sem ég giftist tveimur dögum
áður en hún dó, væri draumaprinsinn
mikli. Hún var svo hamingjusöm fyrir
mína hönd og ég veit að hún var
ákveðin í að haldi lífi þangað til brúð-
kaupsdagurinn væri um garð geng-
inn. Þrátt fyrir að ellin væri að gera
út af við hana og ekkert annað væri
eftir að lifa fyrir. Hún lifði til að sjá
fyrsta og uppáhalds ömmubarnið sitt
í góðum höndum með góðum manni.
Ég veit að hún var og er og verður
með okkur alla tíð. Pabbi og Guðný
voru hjá mér, í brúðkaupsveislunni
minni að hennar ósk því hún vildi
heyra allt í smáatriðum og átti Guðný
að taka eftir öllu. Anna frænka ætlaði
að koma, amma vildi það. En sem bet-
ur fer var Anna hjá ömmu því það var
dagaspursmál um hvenær amma
færi. Anna sagði henni allt, þótt
amma væri í dái. Anna, einkadóttir
ömmu, var svo góð við hana og var
henni alltaf stoð og stytta.
Nú munum við fjölskylda ömmu
sitja saman við útför hennar og minn-
ast hennar. Alveg eins og hún óskaði.
Ég mun alltaf sakna ömmu. Ég mun
alltaf biðja fyrir henni, eins og hún
gerði alltaf fyrir okkur í fjölskyld-
unni. Hún sagði mér að hún bæði
bænar á hverju kvöldi fyrir okkur öll-
um því það skaðaði engan. Hennar
bænir hafa bjargað mér. Meir en
nokkur getur vitað.
Elfa Gísladóttir.
Við systkinin urðum fyrir undar-
legri lífsreynslu í síðustu viku, þegar
elsku amma okkar, sem alltaf hefur
verið til staðar, kvaddi. Þar með
misstum við einstaka manneskju sem
hefur reynst okkur svo vel, að því fá
engin orð lýst.
Þótti okkur alltaf gaman að fara í
heimsókn til ömmu enda var hún svo
hress og vel með á nótunum, fylgdist
vel með vinum okkar og hafði hún
gríðarlegan áhuga á því sem við vor-
um að gera hverju sinni. Til að mynda
fannst henni gaman að fylgjast með
íþróttunum og skólanum, og var það
sérstakt metnaðarmál að standa sig
fyrir ömmu. Það var einstakt hvað
amma var alltaf hress þegar við kom-
um, jafnvel þótt hún væri eilítið
þreytt, ljómaði hún öll og gaf okkur
ómetanlegan tíma til samræðna,
píanóspils, o. fl. Þessum stundum
gleymum við ekki. Í heimsóknum
okkar til ömmu ræddum við ýmis mál
og lumaði hún oft á skemmtilegum
sögum og var það hlýlegt að heyra
þær aftur þegar hún sagði lang-
ömmubörnum sínum þær núorðið.
Því sögurnar stóðust tímans tönn eins
og amma sjálf. Hún var fín frú með
góðan en jafnframt sérstakan smekk,
myndaði hún sér ákveðnar skoðanir á
öllum heimsins málum og fylgdist vel
með öllu til síðasta dags.
Eitt sinn voru Björgvin og Vigdís í
bíltúr með ömmu að vetrarlagi. Þegar
bíllinn staðnæmdist á gatnamótum
komu þar að tveir strákar sem ætluðu
að hanga aftan í bílnum og dragast
með í snjónum. Björgvin benti ömmu
á þetta og bað hana að gefa í botn,
dæmigert fyrir ömmu þá gerði hún
það, svo strákarnir náðu ekki taki.
Vorum við einnig sammála um það
að amma virtist finna marga hluti á
sér og hafði hún býsna oft rétt fyrir
sér, þegar hún tjáði hugsanir sínar,
m.a. tengdum okkur systkinunum.
Ekki alls fyrir löngu var Alfreð upp
á spítala hjá ömmu og las fyrir hana
ritgerð úr skólanum um stjórnmál.
Daginn eftir var amma búin að ráða í
ritgerðina og ákveða að Alfreð ætti að
fara í stjórnmál og helst verða þing-
maður.
Amma fór oft á seinni árum til
Danmerkur með mömmu, vinkonum
sínum og fengu Vigdís og Alfreð
stundum að fara með. Í Danmörku
var amma í essinu sínu, þar gat hún
verslað, notið góða veðursins og rifjað
upp gamla tíma. Iðulega fékk hún
hálfgert kaupæði og var síðan að
hneykslast á sjálfri sér lengi eftir að
við vorum komin heim aftur.
Þrátt fyrir að amma væri orðin 94
ára gömul og við hefðum reynt að
undirbúa okkur fyrir óumflýjanlega
burtför hennar, þá brá okkur vissu-
lega mikið þegar kallið kom. Einfald-
lega vegna þess að hún kenndi okkur
svo margt er varðar lífið, var hún ein-
staklega góður og skemmtilegur vin-
ur sem hægt var að treysta á. Við
munum sakna ömmu okkar og minn-
ingin um hana mun lifa í hjörtum okk-
ar að eilífu.
Með virðingu og þakklæti kveðjum
við þig, elsku amma.
Þín ömmubörn
Björgvin, Vigdís og Alfreð.
Við kveðjum í dag ömmu okkar,
Vigdísi. Amma var alltaf til staðar
fyrir okkur og fylgdist vel með hvað
við vorum að sýsla hverju sinni enda
stór systkinahópur til að fylgjast með
og fá nýjustu fréttir af hverju sinni.
Það var mjög gott að koma til hennar
og spjalla við hana, var þá aðallega
spjallað um fjölskyldu og fjölskyldu-
vini og alltaf rifjaðir upp afmælisdag-
ar en þá mundi hún alla upp á tíu til
þess dags er hún kvaddi.
Amma var mikil fróðleikskona og
alltaf þegar við kynntum hana fyrir
nýjum vinum, spurði hún hverra
manna þeir væru og oftar en ekki gat
hún rakið ættir þeirra til einhvers
sem hún þekkti. Ættfræðingur var
hún, þó ekki væri menntuð sem slík
og fróðleiksnáma um margt. Hún var
vel kynnt og alltaf vorum við að hitta
fólk sem mundi eftir Dídí í Keflavík,
því voru ófáar kveðjurnar sem við
skiluðum til ömmu þegar við komum
til hennar frá fólki víðsvegar að sem
við hittum. Oft þegar maður kom á
Miklubrautina var erfitt að ná tali af
ömmu enda stoppaði ekki síminn hjá
henni, vinir að skiptast á sögum um
allt og alla, hún var mikill húmoristi
og gaman að heyra hana segja sögur
um allt það sem gerðist á hennar
yngri árum.
Allt iðaði af lífi í kringum ömmu.
Ein af þeim föstu venjum sem amma
kom á var jólaboðið hjá henni á jóla-
dag en þar hittist öll fjölskyldan og
borðaði á sig gat og hlustaði svo á
ömmu spila jólalög á flygilinn sinn.
Minningarnar frá jólaboðum ömmu
gleymast okkur aldrei.
Ömmu var mikið kappsmál að allir
í kringum hana menntuðu sig vel,
enda kenndi hún nær öllum barna-
börnum sínum og barnabarnabörn-
um undirstöðuatriðin í reikningi (Óli
á þrjú epli. . .). Það kemur að vísu ekki
á óvart enda var hún píanókennari í
tugi ára. Og ófá voru þau skiptin sem
hún bauð upp á kökur, litla kók í gleri
og spilaði svo á píanóið fyrir okkur.
Stelpurnar, Guðný Ósk og Guðrún
Helga, höfðu alltaf gaman af því að
heimsækja langömmu sína og var það
orðin sérstök hefð að koma við í
sjoppu á leiðinni til hennar og kaupa
eitthvert góðgæti handa þeim frá
henni. Hefðin var orðin mjög sterk og
aldrei mátti breyta út af venjunni.
Það var byrjað í eldhúsinu þar sem
allir fengu kók í lítilli flösku og eitt-
hvert góðgæti með og síðan var farið
inn í stofu þar sem annaðhvort stelp-
urnar sungu, dönsuðu eða Guðný Ósk
spilaði á fiðluna sína fyrir ömmu og
síðan spilaði amma á flygilinn fyrir
þær. Aldrei mátti breyta út af venj-
unni og munu stelpurnar sakna þess-
ara stunda með langömmu sinni.
Amma fylgdist alltaf vel með og
vildi alltaf vita hvað allir væru að gera
og aðhafast. Hún hafði mikinn metn-
að fyrir hönd allra aðstandenda sinna.
Stelpurnar syrgja nú langömmu
sína og þeirra missir er mikill.
Við fengum líka að kynnast Gíbu-
sögunum og öllum hinum sögunum
sem amma sagði okkur í æsku í eld-
húsinu um leið og hún gaf okkur dí-
sætt skyr eða flauelsgraut og kleinur.
Æskuminningarnar lifa og ylja okkur
barnabörnunum um ókomna tíð-
.Minning um glæsilega konu, sem
hélt sér alltaf vel til, fór í greiðslu á
hverjum föstudegi eins lengi og heils-
an leyfði, mun lifa í hjörtum okkar
barnabarnanna og barnabarna-
barnanna.
Anna Vigdís Gísladóttir,
Alfreð Gíslason.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. E.)
Sumir hafa mikið að gefa sam-
ferðamönnum sínum, svo mikið að
þegar þeir kveðja þennan heim skilja
þeir eftir stórt skarð sem ekki verður
auðveldlega aftur fyllt. Þegar slíkra
er minnst fyllist hugur manns gleði
og hlýju og maður verður þakklátari
fyrir þær stundir sem maður átti með
viðkomandi.
Þannig hugsa ég þegar ég minnist
Vigdísar Jakobsdóttur sem kvaddi
þennan heim eftir langa ævi. SÞó að
kynni okkar hafi verið stutt voru þau
góð og mér mjög dýrmæt. Það er ekki
á hverjum degi sem maður kynnist
manneskju sem er komin yfir nírætt
en fer samt í hárgreiðslu, fer í betri
fötin og mætir í boð eða spilar eitt tvö
lög á flygilinn eins og hún gerði næst-
um fram á síðasta dag.
Dýrmætustu stundirnar sem ég
geymi eru heimsóknirnar á Miklu-
brautina, sem voru því miður mun
færri en ég hefði viljað sökum búsetu
minnar. Yfir kaldri kók í gleri spjöll-
uðum við um gamla daga, þegar hún
var upp á sitt besta að spila á dans-
leikjum og kenna fínum konum að
dansa lanciers og þegar hún var að
passa barnabörn sín þegar þau voru
lítil. Vigdís var mjög áhugasöm um
allt sem viðkom barnabörnunum og
var alltaf með á hreinu hvar hver var
staddur í leik og starfi og fylgdist
mjög vel með því sem þau voru að
gera hvort sem það var á Íslandi eða á
erlendri grundu.
Okkur er skammtaður tími í þessu
jarðlífi og hennar tími var kominn,
hún hafði lifað tímana tvenna og búin
að miðla sínu til afkomenda sinna.
Samt er það oft einhvern veginn
þannig að þó að maður fái tíma til
þess að undirbúa sig undir dauðann
er skilnaðurinn alltaf erfiður.
Þessi tími sem ég var svo heppin að
fá að vera í samneyti við jafn full-
orðna vel erna konu eins og Vigdísi
var einstakur og lærdómsríkur og ég
ætla að varðveita hann ásamt minn-
ingunni um stutt en góð kynni við
yndislega og merka konu.
Elsku Anna, Gísli og fjölskyldur,
innilegar samúðarkveðjur.
Jenný Steinarsdóttir.
VIGDÍS
JAKOBSDÓTTIR
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Á heimasíðu okkar utfarir.is
má finna:
Undirbúningur á útför.
Myndir af kistum.
Myndir af kórum og söngvurum.
Listi yfir sálma.
Verð á öllu sem lýtur að útför.
Símar 567 9110 og 893 8638
runar@utfarir.is
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri