Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 53

Morgunblaðið - 13.03.2001, Page 53
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 53 SR. BRAGI Skúlason sjúkrahús- prestur mun fjalla um missi, sorg og sorgarviðbrögð og lýsa starfi umönnunarhópa í safnaðarheim- ilinu Strandbergi miðvikudags- kvöldið 14. mars n.k. kl. 20.30 og svara fyrirspurnum um efnið sem er einkar þýðingarmikið og sam- ræmist vel boðskap föstunnar um von og trú í raun og þraut og upp- risuboðskap páska. Allir eru vel- komnir sem áhuga hafa á að fræð- ast um þetta þýðingarmikla efni í Strandbergi. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa í neðri safnaðarsal kl. 10– 14 í umsjá Þórönnu Þórarinsdótt- ur. Skemmtiganga kl. 10.30. Júlí- ana Tyrfingsdóttir leiðir gönguhópinn. Bæna- og fyrir- bænastund í kirkjunni kl. 12 í umsjá Guðrúnar K. Þórsdóttur djákna. Léttur hádegisverður á vægu verði eftir stundina. Sam- vera foreldra ungra barna kl. 14– 16 í neðri safnaðarsal. Tólf spora hóparnir hittast kl. 19 í neðri safn- aðarsal. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritning- arlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu eftir stundina. Æfing barna- kórs kl. 17–19. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguð- sþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Passíusálmalestur kl. 12.15. Háteigskirkja. Fermingarfræðsla kl. 16. Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 20. Almoust famous. Námskeið Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeg- inu. Nærhópur um úrvinnslu sorg- ar hittist kl. 20 í Guðbrandsstofu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Sóknarprestur fræðir um trú. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvald- ur Halldórsson leiðir söng við und- irleik Gunnars Gunnarssonar og sr. Bjarni Karlsson flytur Guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunn- ar. Neskirkja. Tíðasöngur kl. 12. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30–18. Stjórnandi Inga J. Back- man. Foreldramorgunn miðviku- dag kl. 10–12. Fræðsla: Slysavarn- ir barna. Herdís Storgaard, fulltrúi hjá Heilbrigðisráðuneyt- inu. Seltjarnarneskirkja. Foreldra- morgunn kl. 10–12. Kaffi og spjall. Verið öll hjartanlega velkomin. Fríkirkjan í Reykjavík. Bæna- stund í kapellunni í safnaðarheim- ilinu 2. hæð kl. 12. Koma má bæn- arefnum á framfæri áður en bænastund hefst eða með því að hringja í síma 552-7270 og fá bæn- arefnin skráð. Safnaðarprestur leiðir bænastundirnar. Að bæna- stund lokinni gefst fólki tækifæri til að setjast niður og spjalla. Allir eru hjartanlega velkomnir til þátt- töku. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu kl. 10–12. Föndurdagur með börnunum. Hittumst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sókn- arprests í viðtalstímum hans. Æskulýðsstarf á vegum K.F.U.M. & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Leikfimi Í.A.K. kl. 11.20. Samvera, léttur máls- verður og kaffi. Sr. Frank M. Hall- dórsson og litli kór Neskirkju koma í heimsókn. Æskulýðsstarf KFUK og Digraneskirkju fyrir 10–12 ára stúlkur. kl. 17.30. Fella- og Hólakirkja. Foreldrast- undir kl. 10–12. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Grafarvogskirkja. „Opið hús“ fyr- ir eldri borgara kl. 13.30. Helgi- stund, handavinna, spil og spjall. Alltaf eitthvað gott með kaffinu. „Kirkjukrakkar“ í Engjaskóla kl. 18–19 fyrir börn á aldrinum 7–9 ára. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorg- unn í dag kl. 10–12 í safnaðarheim- ilinu Borgum. Seljakirkja. Foreldramorgnar. Op- ið hús milli kl. 10–12. Kaffi og spjall. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára börn. Vídalínskirkja. Helgistund í tengslum við félagsstarf aldraðra kl. 16. Starf fyrir stúlkur 10–12 ára í samstarfi við KFUK kl. 17.30 í safnaðarheimilinu. Lágafellskirkja. Fjölskyldumorg- unn í safnaðarheimili, Þverholti 3, 3. hæð frá kl. 10–12. Fundur hjá kirkjukrökkum frá kl. 17.15–18.15. Safnaðarheimilið opnað kl. 17. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur opinn kl. 13–16 með aðgengi í kirkjuna og Kapellu vonarinnar eins og virka daga vikunnar. Gengið inn frá Kirkjuteig. Starfsfólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT, tíu–tólf ára starf, alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Útskálakirkja. Safnaðarheimilið Sæborg. NTT-starf (9–12 ára) er hvern þriðjudag í vetur kl. 17. All- ir krakkar 9–12 ára hvattir til að mæta. Hvalsneskirkja. Safnaðarheimilið Sandgerði. NTT-starf (9–12 ára) er hvern þriðjudag í vetur kl. 17 í safnaðarheimilinu. Allir krakkar 9–12 ára hvattir til að mæta. Ytri-Njarðvíkurkirkja. TTT-starf í dag kl. 17 í umsjá Ástríðar Helgu Sigurðardóttur og undirleikari er Tune Solbakke. Starfið er ætlað 10–12 ára börnum. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10–12. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30: KKK – KrakkaKlúbb- urinn Kirkjuprakkarar, 7–9 ára. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20 í Hrakhólum. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Boðunarkirkjan. Námskeið dr. Steinþórs Þórðarsonar, Lærum að merkja Biblíuna, kl. 20 miðviku- dagskvöld. Mörg spennandi efni verða tekin fyrir. Efni hvers kvölds er sjálfstætt og því hægt að byrja hvenær sem er. Biblían verður aðgengilegri. Allir vel- komnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. KEFAS, Kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20.30. KFUK, aðaldeild. Fundur í kvöld kl. 20. Biblíulestur í umsjá Höllu Jóndóttur. Kynnt verða bygging- aráform í Vindáshlíð. Allar konur velkomnar. Safnaðarstarf Fjallað um áföll og missi í Hafn- arfjarðarkirkju FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGAR ÝMISLEGT ■ www.nudd.is KENNSLA Keramiknámskeið Þú getur byrjað þegar þú vilt. Opið hús fyrir alla á miðviku- dagskvöldum kl. 20—23. Keramik fyrir alla, Laugavegi 48b, s. 552 2882. FÉLAGSLÍF I.O.O.F.Rb.1  1503138-9.I*  EDDA 6001031319 I  HLÍN 6001031319 IV/V  FJÖLNIR 6001031319 III KR-konur KR-konur Munið styrktarfundinn miðviku- dagskvöldið 14. mars kl. 20.15. Mætum allar. Stjórnin. AD KFUK, Holtavegi 28 Fundur í kvöld kl. 20.00 Halla Jónsdóttir sér um biblíu- lestur. Fulltrúar úr stjórn Vindás- hlíðar kynna byggingaráform í Vindáshlíð. Allar konur velkomnar. www.kfuk.is Þriðjudagur 13. mars: Í kvöld kl. 20.00 Vakningaherferðin held- ur áfram með ofurstunum Inger og Einari Høyland. Katrín Eyj- ólfsdóttir stjórnar. Allir hjartanlega velkomnir. www.vegurinn.is . Myndasýning í FÍ-salnum 14. mars kl. 20.30. Helgi Arn- grímsson o.fl. Borgfirðingar sýna myndir frá Víknaslóðum, milli Borgarfjarðar og Seyðis- fjarðar. Gerður Steinþórsdóttir sýnir myndir úr ferð norður og vestur fyrir Langjökul. Allir velkomnir, aðgangseyrir kr. 500, kaffiveitingar. www.fi.is . Textavarp RUV. bls. 619. Útivist Föstudagur 16. mars: Útivistarskrall í Húnabúð, Skeifunni 11. Diskótekið Ó. Dollý sér um fjörið frá kl. 10—03. Fjölmennið! Sunnudagsferð 18. mars kl. 13.00. Krýsuvík — Sveiflu- háls. Gönguferð. Jeppaferð 17. mars fellur niður vegna snjóleysis. Jeppadeild auglýsir eftir undanförum og fararstjórum. Heimasíða: utivist.is og textavarp bls. 616. Sími 533 1777 ---------------------------------------------- Ráðstefnan Hærra minn Guð til þín ---------------------------------------------- Robert Maasbach frá Englandi á Hótel Sögu: Þri. 13. mars kl. 20 - mið. 14. mars kl. 20. Einnig verður Chris Vigil með okkur á mið- vikudagskvöldið. ------------------------------ Chris Vigil frá Banda- ríkjunum í Verzlunar- skóla Íslands: Fös. 16. mars kl. 20 - sun. 18. mars kl. 17. ---------------------------------------------- Komdu og vertu með! frelsi.com STAÐLARÁÐ heldur námskeið um CE-merkingu véla 21. og 22. mars. Markmiðið er að þátttakendur verði færir um að greina hvort vörur falli undir vélatilskipun ESB og læri hvernig á að CE-merkja slíkar vörur. Óheimilt er að markaðssetja vörur án CE-merkis á Evrópska efnahags- svæðinu, heyri þær undir svokallað- ar nýaðferðartilskipanir Evrópu- sambandsins. Því er brýnt fyrir framleiðendur og innflytjendur að gæta að því hvort vörur þeirra heyri undir tilskipanirnar og uppfylli kröf- ur þeirra. Framleiðendur og innflytj- endur bera sjálfir ábyrgð á að vörur þeirra séu CE-merktar, ef við á. Eft- ir að varan hefur verið CE-merkt má markaðssetja hana án hindrana í öll- um löndum EFTA og ESB. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 manns. Nánari upplýsingar og skráning hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178. Námskeið fyr- ir innflytjend- ur og fram- leiðendur véla NEISTINN, styrktarfélag hjart- veikra barna, stendur að átaki til styrktar hjartveikum börnum 14. mars, á blóðgjafardaginn. Átakið ber heitið Gefum þeim von og hægt er að leggja hjartveik- um börnum og aðstandendum þeirra lið með fjárstuðningi eða blóðgjöf. Tvö söfnunarnúmer verða opin frá 13. mars. Með því að hringja í 907-2005 er hægt að gefa 500 krónur og 1.000 krónur með hringingu í síma 907-2001. Blóð- bankinn verður opinn frá 8-17 mið- vikudaginn 14. mars. Á Íslandi greinast árlega um 40- 50 hjartveik börn eða um 1% allra fæddra barna hér á landi. Um 30 þeirra verða að gangast undir hjartaaðgerð, sum oftar en einu sinni. Að jafnaði eru 7 af hverjum 10 aðgerðum framkvæmdar hér á landi en 10-15 börn eru með svo erfiðan hjartasjúkdóm að þau þarfnast aðgerða erlendis. Átak til styrktar hjartveikum börnum Rangt starfsheiti Rangt var farið með starfsheiti vinningshafa í fréttatilkynningu um vinningshafa á bás Morgunblaðsins á íslenska markaðsdeginum en það var Jóhann Fr. Ragnarsson sem vann ferð fyrir tvo á einhvern af áfangastöðum Flugleiða og gegnir starfi markaðsstjóra hjá Austur- bakka en ekki sölu- og markaðs- starfi fyrir Nike hjá Austurbakka eins og stóð í fréttatilkynningunni. Sá sem gegnir því starfi hjá Aust- urbakka er Björn L. Þórisson. Listasafn Reykjavíkur Í umfjöllun um sýninguna Heim- skautslöndin unaðslegu í Lesbók var ranglega sagt að hún væri í Listasafni Íslands – Hafnarhúsi. Hið rétta er að sýningin er í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Beðist er velvirðingar á þessu. Talibanar og konur Þau mistök urðu við vinnslu á Viðhorfsgrein Hönnu Katrínar Friðriksson sl. laugardag, Líkneski og konur, að merking einnar máls- greinar breyttist til baga. Þar stóð: „Alþjóðasamfélagið hefur reyndar hrist höfuðið yfir ofstækinu í tali- bönum og vissulega hefur fram- koma þeirra við konur vakið athygli þó hún hafi skánað, enda svo margt annað sem glepur.“ Rétt er máls- greinin svona: „Alþjóðasamfélagið hefur reyndar hrist höfuðið yfir of- stækinu í talibönum og vissulega hefur framkoma þeirra við konur vakið athygli þó úr henni hafi dreg- ið, enda svo margt annað sem glep- ur.“ Framkoma talibana við konur hefur sumsé ekki skánað, að mati höfundar, heldur hefur dregið úr þeirri athygli, sem hún vakti. Leiðbeiningarstöð heimilanna Mistök urðu varðandi greinina „Veldu af vandvirkni og skynsemi“ sem birt var í Morgunblaðinu föstu- daginn 9. mars 2001 og skrifuð var af Hjördísi Eddu Broddadóttur, framkvæmdastjóra Leiðbeininga- stöðvar heimilanna. Þar féll niður texti varðandi það að Leiðbeininga- stöð heimilanna er rekin af Kven- félagasambandi Íslands og Hjördís Edda er jafnframt starfsmaður þessara samtaka. LEIÐRÉTT LAGÐAR hafa verið fram nýjar tillögur um bryggjuhverfi í Arn- arnesvogi í Garðabæ. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig bryggjuhverfið gæti litið út. Svarta línan sýnir nú- verandi strandlengju og ljósbláu línurnar fyrri hugmyndir um stærð landfyllingar, en nú hefur verið fallið frá þeim. Þessi mynd er end- urbirt vegna þess að í blaðinu á sunnudag birtist kort, sem sýndi umfang landfyllingar miðað við fyrri hugmyndir, en ekki nýju til- lögurnar. Bryggjuhverfi í Arnarnesvogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.