Morgunblaðið - 13.03.2001, Side 58

Morgunblaðið - 13.03.2001, Side 58
DAGBÓK 58 ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Flutningaskipið Haukur kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Kaldbakur, Dimas og Lagarfoss komu í gær. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–16.30 opin handavinnustofan, áhersla á bútasaum, kl. 9–12 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans- kennsla, Sigvaldi, kl. 13– 16.30 opin smíðastofa, trésmíði/útskurður, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Aflagrandi 40. Enska kl. 10 og kl. 11. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna og fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13–16 leirlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Leikfimi í íþróttasal á Hlaðhömrum, þriðjud. kl. 16. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014 kl. 13– 16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fótanuddi, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 hárgreiðsla og böðun, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handa- vinna. Kl. 14.45 söng- stund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer, 565 6775. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Brids og saumur kl. 13.30. Línudans í fyrra- málið kl. 11, byrjendur velkomnir. Á fimmtudag verður aðalfundur kl. 14 í Hraunseli. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi, mæting kl. 9.45. Leik- hópurinn Snúður og Snælda sýnir „Gamlar perlur“, sem eru þættir valdir úr fimm gömlum, þekktum verkum. Sýn- ingar eru á mið- vikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17 í Ás- garði, Glæsibæ. Ath. síðustu sýningar. Miða- pantanir í símum 588 2111, 568 9082 og 551 2203. Silfurlínan op- in á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12. Ath.: Skrifstofa FEB er opin frá kl. 10– 16. Upplýsingar í síma 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður og fleira, kl. 9– 17 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bón- usferð. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Aðstoð við skattframtal verður 14. mars. Tímapantanir og uppl. í sl. 553 6040. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 13 boccia, veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Aðstoð frá skattstofunni verður veitt miðvikud. 21. mars, skráning hafin. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 9.30 silkimálun, handa- vinnustofa opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 14 boccia, kl. 14.30 enska, þriðju- dagsganga fer frá Gjá- bakka kl. 14. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 jóga og ganga, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 14 boccia. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna og hárgreiðsla. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 postulínsmálun, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 9– 12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–16.30 myndlist, kl. 13–17 hár- greiðsla. Fulltrúi frá skattinum verður með aðstoð við skattframtöl miðvikudaginn 14. mars uppl. í s. 587 2888 Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 9–16.45 opin handavinnustofan, tré- skurður. Aðstoð við skattframtal verður miðvikudaginn 21. mars. Þeir sem voru búnir að panta tíma halda tím- unum, nánari uppl. í s. 568 6960. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 bútasaumur, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 bútasaumur, tréút- skurður og frjáls spila- mennska. Fulltrúar frá skattstjóranum í Reykjavík veita fram- talsaðstoð miðvikudag- inn 14. mars. Upplýs- ingar og skráning í síma 562 7077. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, myndlist og morgunstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og keramik, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað í kvöld kl. 19. Allir eldri borgarar velkomnir. Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fundartíma. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Eineltissamtökin halda fundi að Túngötu 7 á þriðjudögum kl. 20. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum, Laugardalshöll, kl. 12. Rauðakrossdeildin, Kópavogi. Aðalfund- urinn verður í kvöld kl. 20.30 í Sunnuhlíð. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi verður með kynningu á orlofsmögu- leikum sumarsins á veit- ingastaðum Kaffi Katal- ínu (Mama Rósa), Hamraborg, fimmtud. 15. mars kl. 20. Árshátíð Stokkseyr- ingafélagsins í Reykja- vík verður að þessu sinni haldin í íþróttahús- inu á Stokkseyri laug- ardaginn 24. mars og hefst kl. 20. Nánari upp- lýsingar og tilkynning um þátttöku í s. 553 7495, Sigríður; s. 553 7775, Lilja; s. 567 9573, Einar. Vin- samlega skráið ykkur sem fyrst. Sinawik heldur hlátur- og hattafund í kvöld kl. 20 í Sunnusal Hótels Sögu. Gestur kvöldsins er Örn Árnason. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Félagsfundur með fulltrúum frá öllum stjórnmálaflokkum verður í kvöld kl. 20. Allir velkomnir. Kvennadeild Flugbjörg- unarsveitarinnar heldur fund miðvikudaginn 14. mars kl. 20. Spilað verð- ur bingó. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Í dag er þriðjudagur 13. mars, 72. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Jesús sagði við þá: „Ef þér væruð blindir, væruð þér án sakar. En nú segist þér vera sjáandi, því varir sök yðar.“ (Jóh. 9, 41.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 kvenkyns folald, 8 frá, 9 róin, 10 ótta, 11 magrir, 13 hagnaður, 15 ís, 18 skrá, 21 svelgur, 22 hreysið, 23 ber, 24 órétt- látir. LÓÐRÉTT: 2 deilur, 3 útlimir, 4 fisk- ur, 5 landið, 6 reiðir, 7 kvenfugl, 12 reið, 14 sefi, 15 árás, 16 kirtla, 17 fim, 18 á, 19 poka, 20 kven- dýr. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 nýtni, 4 húmar, 7 fólin, 8 lærin, 9 afl, 11 röng, 13 arga, 14 ættin, 15 fals, 17 nefs, 20 man, 22 lygna, 23 iðjan, 24 arnar, 25 týnir. Lóðrétt: 1 næfur, 2 tólin, 3 iðna, 4 holl, 5 múrar, 6 renna, 10 fitla, 12 gæs, 13 ann, 15 fulla, 16 lygin, 18 eljan, 19 synir, 20 maur, 21 nift. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. ÉG er að velta því fyrir mér hvort Umferðarráð geti beitt sér fyrir því að búa til stuttar sjónvarps- myndir sem birtar væru t.d. í auglýsingatíma sjón- varpsstöðvanna um atriði sem betur mega fara í umferðinni. Þá er ég m.a. að tala um hvernig gatna- mótin á Bústaðarvegsbrú virka þegar beygt er nið- ur á Kringlumýrarbraut til suðurs (í átt að Kópa- vogi), einnig hvernig bílar geta vikið yfir á vinstri akrein á tvíbreiðum vegi ef bíll er að koma inn á þá hægri, o.s.frv. Því miður eru alltof margir Íslendingar svo dofnir og tregir í umferð- inni að það þarf virkilega að sýna þeim hvernig er hægt að láta hlutina ganga betur, allavega finnst mér ekki veita af því. Reynir B. Egilsson. Ástþór Magnússon og Friður 2000 MIG langar til að fá svar við eftirfarandi spurningu frá Ástþóri Magnússyni og Friði 2000. Af hverju birtir þú ekki mánaðarlega vinnings- númer úr milljónapottin- um, eins og gert er í öllum öðrum happdrættum? Það eru gefin upp símanúmer frá þessum aðilum, en það er sama í hvaða númer hringt er, engin svör fást. Ef allt er á hreinu hjá þér, Ástþór Magnússon, og Friði 2000, þá ætti ekki að vera neitt mál að birta vinningsnúmerin. Svar óskast. Kt. 171123-4459. Ægisíðan og Klassík FM 100,7 ÆGISÍÐAN er ein af náttúruperlum Reykjavík- ur, göngustígar meðfram sjávarsíðunni alla leið út á Seltjarnarnes. Hefur fólk gert sér grein fyrir því að hugmynd sú sem fram hefur komið um flugvöll á Lönguskerjum gerir ráð fyrir að flugvöllur rísi skammt frá landi við Æg- isíðuna og meðfram henni langleiðina að Seltjarnar- nesi? Getum við fallist á að þar verði búin til löng eyja úr grjóti og stein- steypu og getum við ímyndað okkur þann há- vaða og mengun sem það- an bærist? Er hugsanlegt að slík framkvæmd á þessum stað slyppi í gegn um umhverfismat? 8. mars sl. skrifar maður í Velvakanda og fagnar nýrri djassrás á FM og er sjálfsagt að samgleðjast honum með það. Hann er orðinn leiður á „síbylju- poppinu“ á hinum stöðv- unum og „steinrunnu menningarbaulinu á sov- étrásinni“ (hlýtur að eiga við Gufuna). Ef maðurinn á við klassíska tónlist er ég ekki sammála honum því að þar er klassískri tónlist smeygt inn í stöku sinnum, stutta stund í einu, og ekkert á því að byggja nema vera með dagskrána uppi alla tíð. Það er ótrúlegt að RÚV skuli ekki getað rekið klassíska rás með allt það efni sem þar er inni og alla aðstöðu. Ég skora á forráðamenn RÚV að taka þetta til rækilegrar athug- unar. Ein klassísk rás er þó rekin – FM 100,7 – allan sólarhringinn (ókynnt) sem bjargar því sem bjargað verður og er hún hvorki rekin með afnota- gjöldum né auglýsingum. Ég veit hreint ekki á hverju hún lifir en alla vega TAKK. Vesturbæingur. Tapað/fundið Reiðhjól hvarf við Þjóðleikhúsið REIÐHJÓLIÐ mitt hvarf frá vinnustað mínum, Þjóðleikhúsinu, aðfaranótt mánudagsins 6. mars sl. en þar stóð það læst síð- ast um kl. 2 þá sömu nótt. Hjólið sjálft er auðþekkj- anlegt, grasgrænt með grasgrænu framdekki en svörtu afturdekki og hvít- um framdempara. Þrí- hyrnd toppslá er á hjólinu og eru gular og rauðar rendur á henni, sem og annars staðar á hjólinu. Einnig voru bretti og ljós á hjólinu. Þar sem ég fer nánast allra minna ferða á reiðhjóli, er þetta sár missir og vona ég því að einhver góðborgarinn hafi rekist á það og láti mig vita í síma 863-0413, ell- egar lögregluna. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn til Umferðarráðs Víkverji skrifar... FRÁ því var sagt hér í blaðinu ádögunum að hópur starfsmanna hugbúnaðarfyrirtækisins Þróunar hefði sótt dönskunámskeið í Háskóla Íslands, sem var sérsniðið með þarfir fyrirtækisins í huga. Þetta vakti at- hygli Víkverja, sem er ákafur tals- maður kennslu í dönsku eða öðrum norrænum tungumálum á Íslandi. Sérstaklega þótti Víkverja athyglis- vert að sjá að þarna var á ferð fólk í tölvugeiranum, þar sem enska er ráðandi samskiptamál. Margir þeir sem hafa verið hvað ákafastir í and- stöðunni við kennslu dönsku í ís- lenskum skólum hafa meðal annars beitt þeim rökum að enska sé al- heimsmálið í tölvu- og netheimum og þar liggi jú tækifæri framtíðarinnar. Því sé það tímaeyðsla að kenna ís- lenskum börnum dönsku. x x x NÚ BER alls ekki að skilja Vík-verja svo að hann hafi eitthvað á móti enskukennslu, síður en svo. Hann er þvert á móti á þeirri skoðun að alla tungumálakennslu beri að efla, á öllum skólastigum og á öllum brautum, ekki bara málabrautum. Og ekki einungis á hinu evrópska tungumálaári, sem nú er nýhafið, heldur öll ár. Ef eitthvað er ætti að byrja heldur fyrr, því rannsóknir hafa sýnt að því fyrr sem börn hefja tungumálanám þeim mun móttæki- legri eru þau. x x x Í VIÐTALI við Katrínu Guð-mundsdóttur, ráðgjafa og náms- stjóra Þróunar, kom fram að aukin umsvif þess í dönskumælandi lönd- um, þ.e. Danmörku, Færeyjum og Grænlandi, hefðu leitt í ljós þörf fyrir að geta átt tjáskipti við erlenda sam- starfsmenn og viðskiptavini á Norð- urlandamáli. Ennfremur kom fram sú skoðun að fyrirtækið myndi án efa eiga greiðari aðgang að markaði ef starfsfólkið gæti notað dönsku sem samskiptatungumál. Því var leitað til Háskóla Íslands með það í huga að fá sérsniðið námskeið. Þar á bæ voru viðbrögðin góð, þarfir fyrirtækisins voru greindar og útkoman var nám- skeið sem heimspekideild Háskóla Íslands hannaði og hélt í samvinnu við Endurmenntunarstofnun og Tungumálamiðstöð HÍ. Tæknin var nýtt til hins ýtrasta við skipulagn- ingu námskeiðsins, en kennslan fór að mestu fram innan veggja fyrir- tækisins sjálfs. Nemendur heimsóttu þó einnig Tungumálamiðstöðina, þar sem þeir gátu nýtt sér kennslugögn og tækjabúnað, t.d. myndbandsefni, beinar útsendiungar danskra sjón- varpsstöðva og tölvuforrit til dönsku- náms. Námið byggðist að miklu leyti á upplýsingatækni, bæði með áhorfi og hlustun og gagnvirkum æfingum í gegnum tölvupóst og síma. Netið var óspart notað, ekki síst vefir danskra fjölmiðla og var þá sérstaklega litið á umfjöllun um dönsk fyrirtæki í tölvu- iðnaði. Áhersla var lögð á málnotkun sem tengdist daglegum samskiptum, meðal annars kurteisisvenjur. Einn- ig var lögð áhersla á að þátttakendur næðu betra valdi á tal- og ritmáli og á fagorðaforða á því sviði sem fyrir- tækið sérhæfir sig á. x x x FRAM kom í greininni að nám-skeiðið hefði í alla staði heppn- ast vel og haft var eftir Auði Hauks- dóttur, lektor í dönsku við HÍ, sem skipulagði námskeiðið, að það hefði verið bæði ögrandi og skemmtilegt verkefni. „Fyrir okkur sem skipu- leggjum tungumálanám við Háskól- ann skiptir miklu máli að kynnast af eigin raun þörfum atvinnulífsins fyr- ir tungumálakunnáttu,“ sagði hún. Á hátíðarstundum er gjarnan farið fögrum orðum um tengsl Háskólans og atvinnulífsins og er óhætt að segja að umrætt dönskunámskeið sé gott dæmi um slík tengsl eins og þau ger- ast best. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.