Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 61

Morgunblaðið - 13.03.2001, Síða 61
It’s A Wonderful Life (1946) EF Charles Dickens bjó til hina klassísku jólasögu með „Christmas Carol“ gerði Capra hina klassísku jólamynd með þessu unaðslega æv- intýri um lífsferil manns (James Stewart) og allt það góða sem hann lætur af sér leiða en til einskis að því er virðist. Þegar hann ætlar að fremja sjálfsmorð kemur til hans engill sem sýnir honum hvernig smábærinn hans liti út ef hans hefði ekki notið við. Notalegar, ljúf- ar tilfinningar skína úr hverjum ramma þessarar einstöku myndar um sigur litla mannsins á ofurefl- inu. Lýstar með töfrabrögðum og einstakri frásagnargáfu Capra og góðum leik Stewarts. You Can’t Take It With You (1938) SÍGILD og síung gamanmynd sem hlaut Óskarinn sem besta mynd ársins, ásamt Frank Capra fyrir leikstjórnina. Segir af við- skiptum Vanderhof-fjölskyldunnar (höfuð hennar leikur Lionel Barry- more), er elsta dóttirin (Jean Arth- ur) fellur fyrir ungum manni (Jam- es Stewart), syni auðmanns sem ásælist eigur hinna sérvitru Vand- erhofa. Þegar þessar ólíku fjöl- skyldur ná að lokum saman, verður það til hins góða. Meðlimirnir fara að sjá út fyrir naflann sinn og verða að betri mönnum fyrir bragðið. Ósvikinn Capra, einsog honum tekst best upp. Mr. Deed Goes To Town (1936) EIN vinsælasta gaman- og al- vörumynd Capra, er ótrúlega góð skemmtun enn þann dag í dag og boðskapurinn jafnsígildur. Gary Cooper leikur sveitamann sem erfir offjár og heldur í bæinn. Jean Arth- ur leikur harðsnúna blaðakonu sem leggur sig fram við að finna veikar hliðar á hrekklausu góðmenninu og gantast að barnslegri framkomu hans í illvígum greinaskrifum. Mik- il skemmtun, ein af hinum sígildu gamanmyndum, kenndum við Capra. Stjörnurnar skína skært og aukaleikarar, einsog Lionel Stand- er, gefa þeim lítið eftir. SÍGILD MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2001 61 Prag 26. mars frá kr. 13.950 Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til að heimsækja þessa heillandi borg á verði sem hefur aldrei sést fyrr. Þú bókar 2 sæti til Prag, en greiðir bara fyrir 1, og kemst til fegurstu borgar Evrópu á frábærum kjörum. Hjá Heimsferðum get- ur þú valið um gott úrval 3 og 4 stjörnu hótela og farar- stjórar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Farið verður út 26. mars, og komið heim 29. mars. Verð kr. 13.950 Flugsæti p. mann, m.v. 2 fyrir 1. 27.900/2 = 13.950. Skattar kr. 2.820, ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald kr. 1.800. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Fáðu bæklinginn sendann! Í ÆVISÖGU sinni, The Name Above the Title, fer Capra mörgum orðum um vandamálin við að koma næsta verkefni á tjaldið. Hét upphaflega Night Bus, og fjöldi stjarna á borð við Myrnu Loy, Margaret Sullivan og Constance Bennett, gáfu það frá sér. Handritið var að vísu eitthvað betrumbætt áður en Claudette Col- bert tók það að sér, einkum þar sem Harry Cohn borgaði henni tvöföld laun. Hætt er við að Myrna og hinar leikkonurnar, hafi nagað á sér hand- arbökin þegar myndin, sem fékk endanlega nafnið It Happened One night (’34), varð sú mest sótta um árabil og tímamótamynd sem varð fyrst til að hirða öll, helstu Ósk- arsverðlaunin. Clark Gable var í ónáð hjá húsbonda sínum, Louis B. Mayer, hjá MGM. Þess vegna lánaði hann ofurstjörnu sína til dvergrík- isins Columbia, sem þótti hálfgerð hneysa fyrir Gable. Þetta reyndist engu að síður ein mesta gæfa í lífi leikarans, sem fékk Óskarinn í fyrsta og eina skiptið. Þau Colbert eru óaðfinnanleg saman og myndin frábær skemmtun enn þann dag í dag. Hver Óskarinn á fætur öðrum It Happened One Night gerði bet- ur en að vinna öll aðalverðlaunin og moka inn peningum. Hún lagði grundvöllinn að því að gera Col- umbia að alvörukvikmyndaveri og Capra að einum eftirsóttasta og virt- asta leikstjóra sögunnar. Hann var kjörinn forseti kvikmyndaakadem- íunnar, stöðu sem hann hélt næstu fjögur árin. Capra hélt áfram á sigurbraut- inni. Áður en fjórða áratugnum lauk hafði hann hlotið tvenn Óskars- verðlaun til viðbótar, fyrir leikstjórn Mr Deeds Goes To Town (’36) og You Can’t Take It With You (’38). Þrír Óskarar á fimm árum. Enginn leikstjóri hefur nálgast slíkt afrek, fyrr né síðar. Auk þess fékk hann og allar þessar myndir hin eftirsóttu verðlaun samtaka gagnrýnenda í New York. Inn á milli kom Horfin sjónarmið – Lost Horizon (’37), enn eitt snilldarverkið. Síðustu gamansömu ádeilurnar sem Capra leikstýrði áður en Banda- ríkin héldu í seinna stríðið, Mr. Smith Goes To Washington (’39) og Meet John Doe (’41), báru þess merki að hann væri farinn að end- urtaka sig, jafnvel taka sig full al- varlega. Kvikmyndagerð leikritsins Blúndur og blásýra – Arsenic and Old Lace (’42) – en ekki frumsýnd fyrr en ’44), boðaði afturhvarf til fyrri velgengnistíma gamanmynd- arinnar. Í þjónustu hersins Capra tók því feginshendi að geta kvatt Hollywood um sinn og lagt lóð sitt á vogarskálir stríðsátakanna með stjórn raðar heimildarmynda sem heita Why We Fight, og gerðar voru á vegum stjórnvalda. Capra hafði aldrei komið nálægt slíkum störfum áður, en tókst, ásamt mögn- uðu astoðarmannaliði, sögulega vel upp og vann Óskarsverðlaunin fyrir fyrstu mynd raðarinnar; Prelude to War (’42). Í kjölfarið fylgdu World at War (’42), Battle For Russia, The Battle of Britain, The Nazi Strike, Tunisian Victory (allar ’43); The Battle of China og Negro Soldier (’44). Bálknum lauk 1945, með D- Day and The Normandie Invasion, Appointment in Tokyo og War Com- es to America, sem var lokapunkt- urinn. Eftir stríðið tók Capra upp þráð- inn þar sem frá var horfið, með hinni metnaðarfullu og tilfinn- ingaþrungnu gamanmynd, It’s a Wonderful Life, sem færði leikstjóranum og mynd- inni Óskarsverðlaunatilnefn- ingar. Hún vann hinsvegar í þessum flokkum hjá hinum kröfuhörðu gagnrýnenda- samtökum í New York. Mynd- inni var ekkert of vel tekið hjá almenning, sem hefur síðar sett hana á stall með bestu myndum sögunnar og er sannarlega síðasta stórvirki meistarans. Næst leikstýrði Capra þeim Spencer Tracy og Katherine Hep- burn í State of the Union (’48). Töfr- arnir fóru hverfandi, líkt og kom glögglega fram í Riding High (’50) og Here Comes the Groom (’51), tveimur myndum með Bing Crosby. Síðan liðu átta ár að frumsýningu A Hole in the Head (’59) og lokamynd- in, A Pocketful of Miracles, kom á markaðinn ’62. Ágæt gamanmynd með Glenn Ford og Bette Davis, en frumleikann skorti og svanurinn þagnaði. Capra, sem gæti kallast konungur fjórða áratugarins, og er tvímælalaust í hópi 10 bestu leik- stjóra allra tíma, lést 1991, á 95. ald- ursári. Úr You Can’t Take It With You: Edward Arnold og hver annar en uppá- hald Capra, sjálfur James Stewart. Lionel Stander, Jean Arthur og Gary Cooper fara á kostum í hugsjónamynd- inni Mr. Deed Goes To Town. James Stewart og Donna Reed í jólamynd allra jólamynda, It’s A Wonderful Life. FRANK CAPRA II

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.