Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ 8 SÍÐUR Sérblöð í dag www.mb l . i s Afturelding og KA í undanúrslitum/C2 Grindvíkingar fara til Aserbaídsjan/C1 4 SÍÐUR Í VERINU í dag er m.a. fjallað um þátttöku Íslendinga í sjávarútvegi í Malasíu, útflutning á þorski til Bret- lands og hremmingar togarans Baldurs Árna RE í hafís við Nýfundnaland. Morgun- blaðinu í dag fylgir blaðið „Vika bók- arinnar 2001“. INGIBJÖRG Pálma- dóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra segist hafa tekið þá ákvörðun fyrir um hálfum mánuði að óska eftir að láta af ráðherraembætti. Hún ætlar líka að hætta þingmennsku. Hún segist hafa áhuga á að takast á við ný verk- efni. „Ég er búin að vera heilbrigðisráðherra í sex ár og er raunar búin að vera í þessu embætti samfleytt lengur en nokkur ann- ar. Ég hef kynnst mörgum heil- brigðisráðherrum á ferli mínum. T.d. hafa á þeim tíma sem ég hef verið ráðherra setið fimm heil- brigðisráðherrar í Danmörku. Starfsaldur minn sem heilbrigð- isráðherra er því orðinn langur hvort sem ég horfi til nágranna- landanna eða forvera minna hér á landi.“ Ingibjörg veiktist í vetur þegar hún fékk aðsvif í beinni sjón- varpsútsendingu. Hún sagði að ákvörðun sín um að hætta tengd- ist ekki veikindunum. „Ég fékk góðan og fljótan bata og lifi eins og blómi í eggi. Ég er nú ekki enn orðin gömul kona og hef áhuga á að finna mér nýja vinnu. Mig langar til að spreyta mig á nýjum verkefnum.“ Ingibjörg sagði að hún hefði fyrir nokkru tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér í næstu alþing- iskosningum. Hún sagðist telja gott að sá sem tæki við af sér fengi tækifæri og tíma til að kynna sig í kjördæminu. Ingibjörg sagðist þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að starfa í heil- brigðisráðuneytinu. „Þetta er afar krefj- andi ráðuneyti en um leið mjög gefandi. Í þessu ráðuneyti erum við að fjalla um verkefni sem snúa að manneskj- unni frá vöggu til grafar. Þessi þjónusta kemur við alla og af þeim sökum er hún viðkvæmari en önnur þjónusta sem við veitum. Þess vegna tel ég mikilvægt að þessi samfélagsþjónusta sé veitt óháð efnahag fólks og það er það sem ég hef leitast við að hafa að leiðarljósi í starfi mínu. Mér finnst mikils virði að um það hef- ur verið sátt,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg er 52 ára gömul. Hún var kjörin á þing fyrir Framsókn- arflokkinn á Vesturlandi árið 1991 og tók við embætti heil- brigðis- og tryggingaráðherra 1995. Hún var áður um langt skeið bæjarfulltrúi á Akranesi. Magnús Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahússins á Selfossi, sest á Alþingi þegar Ingi- björg hættir, en hann sat á Al- þingi á síðasta kjörtímabili. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um hver tekur við heilbrigð- isráðuneytinu. Þingflokkur fram- sóknarmanna kemur saman til fundar á morgun og er gert ráð fyrir að ríkisráðsfundur verði nk. laugardag og þá taki nýr heil- brigðisráðherra formlega við embættinu. Eins og Morgunblaðið sagði frá í frétt í gær er talið lík- legast að Jón Kristjánsson, þing- maður Austfirðinga og formaður fjárhagsnefndar Alþingis, verði valinn til að taka við embættinu. Engar breytingar í ráðherra- liði sjálfstæðismanna Davíð Oddsson forsætisráð- herra er staddur í Brussel. Hann sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær að ekki yrðu gerðar neinar breytingar á ráðherraliði sjálfstæðismanna að þessu sinni. Aðspurður hvort mögulegt væri að það yrði gert innan tíðar svaraði Davíð því til að hann og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, hefðu rætt um það á sínum tíma að þeir myndu velta fyrir sér mögulegri uppstokkun um og eft- ir mitt kjörtímabil. „Þó að við höf- um ekki farið yfir það síðan er það alltaf opið,“ sagði Davíð. Ingibjörg Pálmadóttir hættir sem heilbrigðisráðherra „Langar að spreyta mig á nýjum verkefnum“ Ingibjörg Pálmadóttir „FRAMSÓKNARMENN í Reykja- vík telja eðlilegt að setja fram þá kröfu að þingmaður úr Reykjavík verði ráðherra nú þegar Ingibjörg Pálmadóttir hættir sem heilbrigðis- ráðherra,“ sagði Guðjón Ólafur Jónsson, formaður fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík. Guðjón Ólafur sagði að það væri eftirsjá að Ingibjörgu sem hefði staðið sig vel þau sex ár sem hún hefði gegnt ráðherraembætti. „Ég tel að ef þingmaður úr Reykjavík verður ráðherra sé það til þess fallið að efla fylgi Framsókn- arflokksins í kjördæminu, en á því þurfum við að halda.“ Taldar eru mestar líkur á að Jón Kristjánsson taki við af Ingibjörgu. Guðjón Ólafur sagði að ef það gengi eftir yrðu allir þrír þingmenn flokks- ins í norðausturkjördæminu ráð- herrar. Flokkurinn myndi hins veg- ar ekki eiga neinn ráðherra í Reykjavík, stærsta kjördæmi lands- ins. Vilja að ráðherra komi úr Reykjavík FORELDRAR þriggja barna hafa lagt fram kæru á hendur rúmlega þrítugum karlmanni vegna meintra kynferðisbrota hans gegn börnun- um. Þau eru þriggja og fjögurra ára gömul, tvær telpur og drengur. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu barst kvörtun vegna ölvaðs manns í Breiðholti mánudaginn 2. apríl síðastliðinn. Þegar lögreglan var að svipast um eftir manninum barst önnur tilkynning. Að þessu sinni var tilkynnt að karlmaður hefði áreitt börn kynferðislega í stigagangi fjölbýlishúss. Lögreglan handtók manninn fyr- ir utan húsið en hann var mjög ölv- aður. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi frá 3.–9. apríl. Lögreglan segir að rannsókn málsins sé langt komin og að málsgögn verði brátt send til ákæruvaldsins. Lögreglan segir manninn ekki hafa hlotið dóm fyrir kynferðis- brot. Kærður fyrir kynferð- isbrot gegn börnum TVÆR konur deildu með sér að- alvinningi þegar dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands í gærkvöldi. Þar sem báðar áttu miða með aðalvinningsnúmeri kvöldsins deila konurnar með sér níu milljónum króna en þar sem önnur konan átti tvo miða með númerinu happasæla fékk hún sex milljónir króna í sinn hlut. Hún er búsett í Breiðholti í Reykjavík en hin, sem hlaut þriggja milljóna króna vinninginn, býr á Seltjarnarnesi. Deila með sér hæsta vinningi í Happdrætti HÍ NOKKUR brögð eru að því að fiskiskipum sé haldið til veiða þrátt fyrir verkfall sjómanna. Kristinn Arnar Pálsson, formaður verkfallsnefndar sjómannasamtak- anna, segir að margir telji sig í rétti til þess og gefi á því ýmsar skýringar. Kristinn segir að í lok verkfalls- ins verði tekið saman hve brotin eru mörg og hvers eðlis þau eru. Til dæmis geti verið misjafnt hvort brotið sé á öllum þrennum sjó- mannasamtökunum í einu. Sekt fyrir hvert brot er 311 þúsund krónur og sé brotið á öllum sam- tökunum í einu sé sektin því sam- tals rúmar 930 þúsund krónur. „Það eru brögð að því að verið sé að setja í land sjómenn og ráða aðra í staðinn, gjarnan fjölskyldu- meðlimi eða eigendur. Það er ólög- legt því þar er verið að ganga í störf sjómannanna. Einnig eru dæmi um að útgerðarmenn reyni að skrá málamyndaeignarhlut á skipverja og telji sig þannig vera í rétti til að halda skipinu til veiða.“ „Kaldhæðnin er síðan sú að LÍÚ hefur sett verkbann á umbjóðend- ur sína og þegar útgerðarmenn róa eru þeir um leið að brjóta á eigin félagi,“ segir Kristinn. Hann segir að í verkfallinu, sem frestað var hinn 19. mars sl. og stóð í þrjá daga, hafi sektar- greiðslur til verkfallsbrjóta numið á bilinu 10 til 12 milljónum króna. Sjómenn segja marga róa í verkfallinu MENNTASKÓLINN á Akureyri bar sigurorð af Versl- unarskóla Íslands í Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna sem fram fór fyrir troðfullu Há- skólabíói í gærkvöldi. Sigurinn var nokkuð öruggur því munurinn á liðunum nam 212 stigum, MA fékk 1.487 stig en Verslunarskólinn 1.275. Ræðumaður kvöldsins kom jafnframt úr liði MA, Hjálmar Stefán Brynjólfs- son, og hlaut hann þar með titilinn ræðumaður Íslands. Morgunblaðið/Jón Svavarsson MA sigraði í Morfís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.