Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. inu á þann hátt að vatnið sígi hrað- ar niður í hraunbergið. Kristjana G. Eyþórsdóttir, jarð- fræðingur hjá Vatnamælingum, segir að mjög þurrt sé á þessu svæði og vatnsyfirborðið sé óvenju lágt núna. Mælitækin sem mæla vatnsyfirborðið eru komin á þurrt land og er nú verið að undirbúa að lengja rör í tækjunum þannig að það komist aftur í vatn. Hún segir ekkert stökk sjáanlegt í vatnslækk- un í kringum jarðskjálftana í fyrra- sumar og segist telja að lækkunin YFIRBORÐ Kleifarvatns hefur lækkað mikið frá því síðasta sumar og er nú svo komið að mælitæki Vatnamælinga eru komin á þurrt land. Hverir við suðurenda vatnsins sem áður voru undir vatni tugum metra frá landi eru komnir á þurrt og hafa verið að koma í ljós síðustu dagana. Lítil úrkoma og snjóléttur vetur hefur áhrif á vatnsstöðuna en sá möguleiki er einnig fyrir hendi að jarðskjálftahrinan síðasta sumar hafi haft áhrif á jarðlög undir vatn- stafi frekar af þurrkum enda sé hraunið þarna hriplekt og fljótt að lækka í vatninu þegar úrkoma sé lítil. Aldrei áður séð vatnsyfirborð- ið svo lágt á þessum tíma Þorgeir Ólason, forstöðumaður Krýsuvíkurskóla, hefur undanfarin ár ekið nánast daglega frá Hafn- arfirði framhjá Kleifarvatni að Krýsuvíkurskóla. Hann segist aldr- ei hafa séð vatnsyfirborðið svona lágt á þessum tíma. Það hafi verið mun hærra í fyrravor og síðasta sumar en síðan hafi það lækkað jafnt og þétt. Nú eru komnar undan vatninu stórar sandfjörur og hverir sem áður hafa verið undir vatni. Meðal annars hafa komið í ljós hverir sunnanmegin í vatninu síð- ustu daga sem voru alveg undir vatni í síðustu viku. Þeir eru nú við fjöruborð tugi metra frá fjöruborð- inu sem veiðimenn stóðu við í fyrra- sumar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorgeir Ólason, forstöðumaður Krýsuvíkurskóla, skoðar hverina sem komið hafa undan Kleifarvatni undanfarna daga. Vatnsborð Kleifarvatns hefur lækkað umtalsvert  Rjúkandi hverir/6 TÆPLEGA helmingur þeirra sem segjast styðja Vinstrihreyfinguna – grænt framboð í dag kaus Samfylk- inguna og Framsóknarflokkinn í síð- ustu kosningum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði í síðasta mánuði. Samkvæmt könnun Gallup er fylgi Vinstrihreyfingarinnar núna um 22%. Um 40% þeirra sem segjast ætla að kjósa flokkinn nú kusu hann í síðustu alþingiskosningum. Tæplega 30% fylgisins koma frá þeim sem kusu Samfylkinguna 1999. Tæplega 20% þess koma frá þeim sem kusu Framsóknarflokkinn 1999 og um 10% þess koma frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosn- ingum. Samkvæmt könnun Gallup segjast 63% þeirra sem kusu Samfylkinguna í síðustu kosningum styðja flokkinn nú. Af þeim sem sögðust hafa kosið Framsóknarflokkinn í síðustu kosn- ingum ætluðu 64% að kjósa hann nú. Tæplega 90% þeirra sem kusu Sjálf- stæðisflokkinn segjast ætla að kjósa hann aftur nú. Um 86% þeirra sem kusu vinstri-græna segjast styðja þá núna og um 50% þeirra sem sögðust hafa kosið Frjálslynda flokkinn styðja hann núna. Helmingur fylgis VG frá Sam- fylkingu og Framsókn  Fjórflokkurinn/38 LÍFEYRISSKULDBINDINGAR vegna grunnskólakennara hækka um tæpa 22 milljarða kr. á gildistíma nýrra kjarasamninga þeirra til marsloka árið 2004 eða um 48,89%. Þetta kemur meðal annars fram í svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn Péturs Blöndals alþingis- manns um kjarasamning sveitar- félaga við grunnskólakennara. Fyrirspurnin er í nokkrum liðum og kemur meðal annars fram að áfallin heildarskuldbinding vegna grunn- skólakennara, núverandi og fyrrver- andi, er áætluð tæpur 61 milljarður kr. í árslok 2001 og hefur þá verið tekið tillit til þeirra breytinga sem verða á kjarasamningi kennara 1. ágúst næstkomandi. Hækkun um tæpa 22 milljarða Lífeyrisskuld- bindingar vegna grunnskólakennara UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur falið einkavæðingarnefnd ríkis- stjórnarinnar að annast sölu á 20% hlutar af heildarhlutafé í Íslenskum aðalverktökum hf., en ríkið á nú 39,85% hlut í félaginu. Stefnt er að því að sala geti hafist fyrri hluta sumars. Þetta kom fram í ræðu Jóns Sveinssonar, stjórnarformanns Ís- lenskra aðalverktaka, á aðalfundi félagsins í gær. Ein tillaga kom fram á aðalfund- inum um fimm menn í aðalstjórn félagsins og var hún samþykkt sam- hljóða. Tveir viku úr stjórninni, Sveinn R. Eyjólfsson varaformaður og Bjarni Thors. Í þeirra stað voru kjörnir Vilberg Vilbergsson, sem var áður í varastjórn félagsins, og Jón Ólafsson Friðgeirsson, stjórnarfor- maður Norðurljósa. Félög í eigu hans og Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns keyptu nýlega tæplega 10% hlut í Íslenskum aðalverktökum af Íslandsbanka-FBA, eða tæplega 140 milljónir króna að nafnvirði. Gengi bréfa í Íslenskum aðalverk- tökum er 3,4 og markaðsvirði hlut- arins er því um 475 milljónir króna. Í aðalstjórn voru endurkjörnir Jón Sveinsson, Árni Grétar Finnsson og Tryggvi Þór Haraldsson. Aðalfundur Íslenskra aðalverktaka hf. Ríkið ætlar að selja helming hlutafjár síns ♦ ♦ ♦ MITT í umræðunni um að flytja norska fósturvísa úr kúm til Ís- lands hefur bóndinn að Bakkakoti í Meðallandi, Guðni Runólfsson, farið aðra leið og sent eina kúna sína til Danmerkur. „Já, ég sá auglýsingu í fréttabréfi Bún- aðarsambandsins þar sem óskað var eftir kvígum til útflutnings til Danmerkur. Nú, það var sér- staklega óskað eftir bröndóttri kvígu og þar sem ég átti eina slíka sem ég gat séð af þá varð það úr að sú bröndótta fór utan á sunnu- dag,“ sagði Guðni í samtali við Morgunblaðið. Bröndóttar kýr eru afar fáséðar í Danmörk og sagðist Guðni telja að danski starfsfélagi hans, sem rekur lífrænan búskap, hygðist þannig auðga litróf danska stofnsins með íslenskum kynbótum. Guðni fylgdi kúnni út á flugvöll á sunnudag þar sem flutn- ingsaðilar danska bóndans tóku á móti henni og fylgdu til nýrra heimkynna. Spurður hvort hann vissi eitt- hvað um afdrif kýrinnar í nýju landi sagðist Guðni hafa frétt að kvígan væri komin á básinn sinn og æti hey með góðri lyst. Kvíga með flugi til Danmerkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.