Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 53 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ✝ Ágústa Tómas-dóttir fæddist í Vík í Mýrdal 3. ágúst 1906. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. apríl sl. Foreldrar hennar voru hjónin Tómas Jónsson frá Skammadal í Mýr- dal, f. 14.12. 1866, d. 13.3. 1948 í Vík, og Margrét Jónsdóttir frá Breiðuhlíð í Mýr- dal, f. 12.9. 1867, d. 25.12. 1950. Tómas og Margrét eignuð- ust 16 börn og voru þær tvíbura- systur Ágústa og Lilja fjórðu yngstu af barnahópnum. Ágústa giftist 20.9. 1930 Hermanni Ein- arssyni frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, f. 27.1. 1903, d. 6.3. 1941. Börn Ágústu og Hermanns eru: 1) Halldór verkfræðingur, f. 14.1. 1931, kvæntur Ingveldi Hösk- uldsdóttur, f. 10.10. 1937. 2) Guð- laug framhaldsskólakennari, gift Brynjari Skarphéðinssyni skóg- ræktarfræðingi, f. 18.11. 1931. og reiðkennari, f. 27.8. 1973. Sig- rún stundar háskólanám í Banda- ríkjunum. Þegar Ágústa var eins árs göm- ul veiktist móðir hennar alvarlega og tvíburasystrunum Lilju og Ágústu var komið fyrir til bráða- birgða hjá hjálpsömu fólki. Ágústu var komið fyrir í Suður-Vík hjá þeim feðginum Guðlaugu og Hall- dóri Jónssyni kaupmanni og þar var Ágústa til heimilis þangað til hún gifti sig. Ágústa var einn vet- ur í Reykjavík ásamt Margréti systur sinni við saumanám og átti það eftir að koma henni til góða, þegar hún missti eiginmann sinn. Hermann fórst í lendingu í Vík 6. mars 1941. Eftir lát Hermanns vann Ágústa ýmis störf, en fljót- lega varð saumaskapurinn hennar ævistarf. Hún var með saumanám- skeið víða á vegum Kvenfélaga- sambands Suðurlands, eða þangað til hún fékk lömunarveiki 1946. Næstu árin var hún á Farsóttar- húsinu í Reykjavík og kom ekki aftur í Víkina fyrr en á vordögum 1950. Ágústa var mikil félagsmála- manneskja og var hún m.a. heið- ursfélagi í kvenfélaginu í Vík og stórstúku Íslands. Þá var Ágústa stofnfélagi í Sjálfsbjörg. Útför Ágústu fer fram frá Vík- urkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Börn Guðlaugar og Brynjars eru a) Harpa, útskrifast sem leikskólakennari frá Háskólanum á Akur- eyri í vor, f. 5.11. 1957. Fyrri maður Hörpu er Magnús M. Þorvalds- son arkitekt, f. 11.1. 1958, börn þeirra eru Brynjar Már náms- maður, f. 5.3. 1980, hann á einn son, Alex- ander Mána, f. 30.10. 2000, með sambýlis- konu sinni Margréti Jónsdóttur, f. 29.9. 1981; og Tinna Dögg nemi, f. 15.7. 1985. Seinni maður Hörpu er Æv- ar Austfjörð kjötiðnaðarmaður, f. 15.11. 1968. Dætur þeirra eru Elsa Lind, f. 22.6. 1993, og Kolfinna Mist, f. 30.10. 1996. b) Hermann Ágúst viðskiptafræðingur, f. 15.6. 1960. Hermann var kvæntur Mar- gréti Víkingsdóttur ferðamála- fræðingi, f. 4.8. 1956, og eiga þau eina dóttur, Guðlaugu nema, f. 6.10. 1981, sem er búsett í Svíþjóð. 3) Sigrún María, tamningamaður Tengdamóðir mín, Ágústa Tómas- dóttir, er látin, 94 ára að aldri. Kynni okkar hófust fyrir réttum 45 árum, þegar ég fór að venja komur mínar í Víkina til að hitta Gullu. Það var nota- legt að koma í litla húsið þeirra mæðgnanna undir bökkunum og þar var bæði nóg hjarta- og húsrými. Tengdamóðir mín hafði ekki farið varhluta af erfiðleikum og sorgum þessa lífs, en mér er óhætt að segja að engum hef ég kynnt sem var gæddur slíku æðruleysi sem hún. Hennar ein- falda lífsspeki var „það skiptir ekki máli hvað lífið úthlutar þér, heldur hvernig þú bregst við því.“ Ágústa var alin upp hjá heiðurs- fólkinu Guðlaugu og föður hennar Halldóri Jónssyni, kaupmanni í Suð- ur-Vík og það kom í hennar hlut, kornungrar stúlkunnar, að annast þau á banasænginni. Þau vitjuðu síð- an bæði nafns hjá henni og heita börn Ágústu því nöfnum þeirra. Ég man að hún sagði mér að sér hefði fundist þetta svolítið skrítið og verið hálf- feimin við þetta þar sem hún hefði ekki verið blóðskyld þeim. En hvað kom fram, þessi nöfn hafa aðeins varðveist hjá afkomendum Ágústu. Ágústa fékk gott uppeldi í Suður-Vík, hjá Guðlaugu fóstru sinni lærði hún alls konar handavinnu og saumaskap, þá lærði hún líka að spila á orgel. Þó að tengdamamma væri ekki alin upp hjá foreldrum sínum og systk- inum var alltaf afar kært með henni og þeim, en þó fann ég það oft að hún saknaði þess að hafa ekki getað verið meira hjá þeim þegar hún var barn. Einkum voru það þó samvistirnar við Lilju tvíburasysturina sem hún sakn- aði mest, en strax og þær byrjuðu skólagöngu sína tókst með þeim ein- læg systraást, enda voru þær ótrú- lega líkar til líkama og sálar. Eftir að Ágústa gifti sig og flutti niður í þorpið fjölgaði ferðunum í foreldrahúsin og ómetanlegt fannst henni að geta haft Margréti móður sína síðustu mánuð- ina sem hún lifði. Margrét dó á heim- ili Ágústu á jólanóttina 1950. Ágústa og Lilja tvíburasystir hennar voru báðar mjög tónelskar eins og reyndar flest Tómasarbörn og höfðu fallegar söngraddir og mér er sagt að þær hafi ekki verið meira en tólf ára og þegar þær fóru að syngja í Víkurkirkjukór og þar söng Ágústa þar til lömunarveikin batt enda á það, eins og margt annað. Ágústa gekk í unglingaskólann í Vík og lærði þar ýmislegt gagnlegt s.s dönsku, sem hún hafði alla tíð mik- ið gagn og yndi af. Þær systur Margrét og Ágústa voru einn vetur í Reykjavík undir verndarvæng Sigríðar systur sinnar og lærðu og unnu á stóru saumaverk- stæði. Ágústa lærði þar að taka mál og sníða og kom þetta nám í góðar þarfir þegar hún var orðin ein með börnin. Þau Ágústa og Hermann giftu sig 30. september 1930 og fluttu strax í húsið Nausthamar undir bökkunum í Vík. Hermann var bílstjóri hjá Hall- dórsverslun og vann svo á vetrarver- tíð hjá Gunnari á Tanganum í Vest- mannaeyjum. Hermann og Ágústa létu mikið til sín taka í félags- og menningarlífi Víkurkauptúns og Hermanns er minnst sem afburða leikara og hagyrðings. Hermann drukknaði í brimlendingu í Vík ásamt fimm félögum sínum 6. mars 1941, að- eins 38 ára að aldri, en Ágústa var 34 ára. Halldór var þá 10 ára og Guðlaug 5 ára. Í hönd fóru erfiðir tímar. Í þá daga var ekkert tryggingakerfi, annað hvort varðstu að standa sig og vinna fyrir fjölskyldunni eða segja þig til sveitar og það var fjarri skapi tengda- mömmu. Hún vann fyrst allt sem til féll, var t.d. ráðskona í brúarvinnu, vann í sláturhúsinu á haustin og svo stundaði hún saumaskap. Fljótlega fór hún að halda sauma- námskeið víða um Suðurland og í Vestmannaeyjum fyrir Kvenfélaga- samband Suðurlands, og var hún alls staðar aufúsugestur bæði vegna hæfni sinnar og mannkosta. Eignað- ist hún marga ævilanga vini á þessum ferðum sínum. Ég spurði hana eitt sinn hvernig þessi námskeið hefðu verið og sagði hún mér að konurnar hefðu komið með fataefni á alla fjölskylduna á námskeiðið og að hún hefði síðan sniðið og komið undir mát alls konar fatnaði, allt frá karlmannafötum til fíngerðustu barnafata. Á þessum tíma voru nánast engar fatabúðir á Íslandi og flestur fatnaður var saum- aður heima. Það sem mér blöskraði mest var að hún sagðist oft hafa haft bæði dag- og kvöldnámskeið á sama tíma, með upp undir tuttugu konur á hvoru námskeiði og sniðið allt fyrir þær og haft eftirlit með öllu sauma- ferlinu. Má þá nærri geta að svefn- og hvíldarstundir hafa orðið fáar. En þakklæti kvennanna átti sér engan endi og gáfu þær Ágústu alltaf rausn- arlegar gjafir í námskeiðslok. Hún tengdamamma var ekki bara afkastamikil við saumaskap heldur var hún vandvirk og listræn svo af bar og féll aldrei verk úr hendi. Handavinnan hennar vakti alltaf óskipta athygli á handavinnusýning- um Dvalarheimilisins Hlíðar á Akur- eyri, en þar dvaldi hún síðustu árin og má segja að hún hafi unnið í hönd- unum til síðasta dags. Tengdamamma fékk lömunarveiki 1946 og bar þess alltaf merki, en þó að líkaminn væri orðinn lélegur var sálin ung og frjó til hinstu stundar og minnið óbilað. Um áramótin 1956–57 flutti tengdamamma með okkur Gullu norður til Akureyrar og má segja að hún hafi verið fasti punkturinn í lífi fjölskyldunnar alla tíð síðan. Bjó hún mjög ár á neðri hæðinni í húsi okkar á Lögbergsgötu 7 og þar áttu börnin okkar alltaf athvarf þegar við foreldr- arnir vorum önnum kafin í íslenska „lífsgæðakapphlaupinu“. Með virðingu og væntumþykju kveð ég tengdamóður mína í þeirri fullvissu að hún sé komin til betri heima. Guð blessi minningu hennar. Brynjar Skarphéðinsson. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pétursson.) Elsku amma og langamma. Okkur langar til að þakka þér fyrir öll góðu árin sem við áttum saman, alla ást, þolinmæði og umhyggju sem þú áttir alltaf nóg af handa okkur. Þraut- seigja þín og dugnaður verður okkur að leiðarljósi í framtíðinni, baráttu- vilji þinn var ótrúlegur, hvað sem á bjátaði lést þú ekki bugast. Við minnumst þín sitjandi við borð- ið þitt í svefnherberginu þínu saum- andi eða heklandi, þér féll aldrei verk úr hendi. Þau eru ófá sporin sem þú hefur sett í dúka, púða og myndir gegnum árin og ekki eru þær færri flíkurnar sem þú hefur saumað á okk- ur. Þú varst alltaf fastur punktur í til- veru okkar, hvert sem við fórum viss- um við alltaf hvar þig var að finna. Það var alltaf notalegt að vita af þér heima þegar við komum úr skólanum, þá var gott að fá kakó og brauð hjá ömmu. Ekki reyndist þú börnunum okkar síður vel eftir að þau fæddust, þau voru löngum stundum hjá þér í litlu íbúðinni þinni og undu sér vel. Þau voru heppin að fá að kynnast lang- ömmu sinni svona vel. Þau hafa líka lært mikið af þér og ber t.d. orðaforði sumra þeirra merki um það. Við söknum þín en ennfremur vit- um við það að þú ert í góðum höndum og þér líður vel. Við biðjum guð að vernda þig og erum innilega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur, að fá að vera svona mikið hjá þér hefur gert okkur að betri manneskjum. Hermann, Harpa, börn og barnabarn. Hún Ágústa amma mín er farin. Hún er farin burt úr þessum heimi en hún mun alltaf lifa í hjarta mér. Hún amma var hugrakkasta, blíðasta, duglegasta og yndislegasta mann- eskja sem ég hef kynnst. Fyrstu minningarnar mínar af henni ömmu eru frá því að ég var smástelpa í Lögbergsgötunni og amma bjó á neðri hæðinni. Amma ilmaði alltaf eins og nýskorin blóm og hjá henni var líka þessi einstaka ömmulykt sem mun fylgja mér í framtíðinni. Ég man litlu mjúku hendurnar hennar sem héldu utan um mig og aldrei hef ég fundið annað eins öryggi og hlýju. Með einni mjúkri stroku yfir ennið og nokkrum hlýlegum orðum gat amma látið allt vont hverfa. Þeg- ar ég var veik skreið ég upp í rúm til ömmu og hún hélt utan um mig og sagði mér sögur. Hún amma kunni svo margar skemmtilegar sögur. Á jólunum kveiktum við á kerti og hún las fyrir mig jólasögur. Hún amma var snillingur í hönd- unum og hvert listaverkið á fætur öðru sá dagsins ljós. Mikið reyndi hún amma mín að kenna mér útsaum og alls konar handavinnu, en þar sem ég gat ekki setið kyrr í meira en eina mínútu í senn, gekk það hálf brösug- lega. En við amma gerðum aðra hluti saman því að hún hafði alltaf tíma fyr- ir mig. Við spiluðum á spil, fórum í labbitúra niður í búðina á horninu og alltaf laumaði hún að mér smánammi. Amma var einstök manneskja og ég held að ég eigi varla eftir að hitta hennar jafningja. Þegar ég var þriggja ára fór ég að eiga erfitt með að ganga, vildi t.d. ekki ganga stigana heima og allir á heimilinu töluðu um letina í krakk- anum, nema amma. Ég man það eins og það hefði gerst í gær, þegar amma settist efst í stigann og bauð mér að setjast á bakið á sér og þannig bar hún mig á bakinu hvert sem ég vildi, jafnvel niður í búðina á horninu. Þannig sá hún um að ég missti ekki af öllu gamninu. Amma vissi nefnilega á undan öllum, jafnvel læknunum að eitthvað var að fætinum á mér. Þetta var amma, alltaf að hjálpa öðrum og jafnvel fórna sér fyrir haga annarra. Amma fékk lömunarveiki sem ung kona og læknarnir sögðu henni að hún gæti sennilega aldrei gengið framar, en hún sætti sig ekki við það og með tímanum tókst henni að læra að ganga, þótt hún yrði nú aldrei neinn göngugarpur aftur hún amma mín. Amma gekk við staf þegar hún var að bera mig á bakinu um allar trissur og ég veit það núna, þó að ég skildi það ekki þá, að þetta var mjög erfitt fyrir hana en amma lét það ekki á sig fá. Hún hafði gengið í gegnum mikla erfiðleika um ævina en var allt- af svo bjartsýn og jákvæð og oft sagði hún að Guð legði aldrei meira á neina manneskju en hún gæti borið. Ég kann svo margar sögur um góð- mennsku ömmu að þær myndu fylla heila bók. Núna er ég við háskólanám í Bandaríkjunum og ég skrifaði ný- lega ritgerð um hana ömmu sem ég nefndi: „Amma gefur mér innblást- ur“. Amma fór aldrei í háskóla vegna peningaskorts en hún var án efa ein greindasta manneskja sem ég hef kynnst. Ég var mikið hjá ömmu þegar ég var að alast upp og hún kenndi mér svo margt. Hún kenndi mér merk- ingu orða eins og örlæti, styrkur, bar- áttuvilji, hreinskilni, jákvæði og ótal margt annað. Amma hvatti mig alltaf og fyrir það er ég henni ævinlega þakklát. Elsku amma mín, ég mun aldrei gleyma því sem þú hefur gert fyrir mig og ég vona að þegar ég eignast dóttur, sem mun bera þitt nafn, að hún muni erfa þó ekki væri nema brot af persónuleika þínum, þá yrði hún heppnasta manneskja í heimi. Elsku amma mín, ég mun alltaf elska þig og þú munt alltaf lifa í hjarta mér. Nú ertu komin til Guðs og til afa og ég veit að þú ert ánægð með það. Þú kenndir mér að biðja þegar ég var barn og nú langar mig að biðja með þér bænina sem við báðum svo oft saman. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Sigrún María Brynjarsdóttir. Látin er í hárri elli Ágústa móð- ursystir mín. Hún var síðust til að kveðja af stórum hópi systkina frá Vík í Mýrdal. Ágústa var uppalin í Suður-Vík og í Vík dvaldist hún að mestu í nærri hálfa öld og giftist góð- um manni, Hermanni Einarssyni, og eignaðist með honum tvö mannvæn- leg börn, Halldór og Guðlaugu, sem uxu úr grasi í þessu sérstæða og fal- lega byggðarlagi. Skyndilega knúði sorgin dyra, er heimilisfaðirinn fórst í sjóróðri á opnum báti í mars 1941. Ágústa hélt heimili í Vík eftir slysið, þar til hún fluttist til Guðlaugar dótt- ur sinnar og Brynjars, tengdasonar- ins, norður til Akureyrar. Á Akureyri undi hún sér vel alla tíð síðan. Allt frá bernsku minni á fjórða tug síðustu aldar hefur Gústa frænka skipað vissan heiðurssess í frænd- garðinum og liggja til þess ýmsar or- sakir. Frænka kom nærri árvisst í heimsókn á æskuheimili mitt, Breiða- bólstað á Síðu, ásamt börnunum. Hermann keyrði vörur fyrir Hall- dórsverslun allt frá Reykjavík og austur í Fljótshverfi eða eins langt austur og bílfært var. Ferðin frá Vík að Kirkjubæjarklaustri tók þá 4-5 tíma eftir ástandi vega og vatna. Það fylgdi því jafnan tilhlökkun hjá ung- um sem öldnum á Breiðabólstað þeg- ar von var á Gústu með börnin, og ánægja með dvöl hennar þar. Það var viss heimsborgarabragur yfir frænku, hún var ófeimin og hress í bragði, kunni skil á flestum málum og þekkti allt og alla í Vestur-Skafta- fellssýslu, og minnið nánast óbrigð- ult. Hún var forkur duglegur og mikil saumakona enda fengin til að kenna saumaskap í sýslunni og víðar á Suð- urlandi. Hún var söngelsk og söng í kirkjukór og minnist ég þess sérstak- lega í æsku þegar flestir hlustuðu á allt sem kom úr útvarpstækinu, að nær án undantekningar þekkti hún sönglög, söngvaraog höfund lags og ljóðs. Mér þóttu gáfur Gústu frænku með ólíkindum þegar ég var barn og hún hélt þeim sessi í huga mínum og margra annarra vina og vandamanna alla tíð. Frænka fékk lömunarveiki á fimmta áratugnum og var lengi mikið veik en með óbilandi kjarki og bjart- sýni sýndi hún og sannaði að fólk get- ur verið heilsuveilt en lifað skemmti- legu og árangursríku lífi ef skaphöfnin er í lagi. Til marks um það er fjöldi útsaumsmynda, dúka, sæng- urvera og púða sem hún bjó til á sinn listræna hátt, oftast til að gefa öðrum. Ekki bilaði minnið við veikindin og minnist ég þess er hún fór með okkur hjónum frá Akureyri að Mývatni á sjöunda áratugnum að hún var eins og alfræðibók um leiðarlýsingu og nöfn á bæjum og ábúendum. Þetta lék hún eftir er hún var orðin níræð og fór með okkur ferð fram í Leyni- ngsdal vestan Eyjafjarðarár og síðan norður með byggðinni austan árinn- ar, þá tíundaði hún nöfn á flestum bæjum og ábúendum. Ágústa var ættrækin og vinamörg og ræktaði samskipti við fólk af kost- gæfni. Hún var síðustu áratugina í skjóli dóttur sinnar Guðlaugar og Brynjars, sem var henni kær tengda- sonur. Halldór sonur hennar og Inga kona hans komu reglulega í heimsókn til hennar frá Svíþjóð, þar sem þau eru búsett, og einnig var stöðugt símasamband þar á milli. Þetta skipti frænku verulegu máli því hún lifði líf- inu lifandi og vildi fylgjast daglega með sínu fólki. Við fjölskyldan, frændfólk og vinir kveðjum í dag óvanalega litríka og góða konu sem var ætt okkar, Tómasarættinni, til mikils sóma, sem og sameiningar- tákn. Guð blessi börn hennar, tengda- börn, barnabörn og langömmubörn. Far þú í friði, kæra frænka. Guðmundur Snorrason. ÁGÚSTA TÓMASDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.