Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR
54 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Markús GrétarGuðnason fædd-
ist í Kirkjulækjarkoti
í Fljótshlíð 9. febrúar
1921. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut hinn 3.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðni Markússon, f.
23. júlí 1893, d. 4.
mars 1973, og Ingi-
gerður Guðjónsdóttir
frá Brekkum í Hvol-
hreppi, f. 1. maí 1897,
d. 19. febrúar 1984,
en þau voru ábúend-
ur í Kirkjulækjarkoti. Systkini
Grétars voru: Guðni, f. 30. júlí
1918, Magnús, f. 25. september
1919, d. 23. desember 2000, Guð-
rún, f. 14. maí 1922, Guðbjörg
Jónína, f. 30. apríl 1924, Oddný
Sigríður, f. 12. apríl 1926, Mar-
grét, f. 9. janúar 1930, Þuríður, f.d
19. apríl 1936, d. 13. júlí 1999, og
Guðný, f. 12. apríl 1937.
Hinn 31. desember 1944 kvænt-
ist Markús Grétar eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Þóru Gunnarsdóttur
frá Moshvoli í Hvolhreppi, f. 19.
ágúst 1919. Börn þeirra eru:
Hjörtur, f. 10. júlí 1945, Guðrún, f.
31. desember 1947,
Ester, f. 23. desem-
ber 1950, Davíð, f.
20. ágúst 1952,
Gunnar S., f. 7. des-
ember 1953, Anna
María, f. 5. febrúar
1955, Margrét, f. 13.
september 1957, og
Gylfi, f. 8. september
1959. Þóra átti fyrir
einn son, Þóri Rúnar
Jónsson, sem ólst
upp elstur í stórum
systkinahópi, en
hann er fæddur 26.
janúar 1941.
Markús Grétar lagði stund á
rafvirkjun á yngri árum, hann bjó
alla sína ævi í Kirkjulækjarkoti.
Þar stundaði hann búskap framan
af ævi. Samhliða búskapnum vann
hann við smíðar út starfsævina
ásamt ýmsum öðrum störfum. Um
1950 gekk hann til liðs við Hvíta-
sunnuhreyfinguna sem átti hug
hans allan eftir að hann eignaðist
ævilanga persónulega trú á Jesúm
Krist
Útför Markúsar Grétars Guðna-
sonar fer fram frá Hvítasunnu-
kirkjunni Fíladelfíu í dag og hefst
athöfnin klukkan. 13.30.
Nú hefur hann kvatt okkur hann
tengdapabbi minn. Hann er farinn
heim til Drottins frelsara síns, sem
hann setti alla sína von á og helgaði líf
sitt frá því hann var ungur maður.
Það var hans gæfa og gleði og mér
finnst sem ég heyri þróttmikla rödd
hans og sjái bjartan svipinn þegar
hann söng og lofaði Drottin á sam-
komunum í Kirkjulækjarkoti í Fljóts-
hlíð. Hann var meðal brautryðjenda
hvítasunnuhreyfingarinnar á Íslandi
með foreldrum sínum og bræðrum.
Og hann stóð ekki einn. Hún tengda-
mamma mín, Þóra Gunnarsdóttir, var
hans styrkur og þegar annað þeirra
er nefnt, kemur hitt upp í hugann.
Ég sá hann tengdapabba fyrst fyrir
40 árum þegar ég var 17 ára. Glaður
og opinn persónuleiki hans var það
fyrsta sem ég tók eftir – og hláturinn.
Hvað hann gat hlegið dátt. Hann naut
sín vel sem gestgjafi, vildi allt fyrir
alla gera og það var svo gaman að tala
við hann. Það var líka mikið skrafað á
Njarðargötunni í gamla daga þegar
hann gisti hjá okkur. Hann sáði fræi
lifandi trúar í hjarta mitt og blessa ég
hann fyrir það.
Hann unni lífinu og að yrkja jörð-
ina. Hann var garðyrkjumaður og
smiður og lék allt í höndum hans. Já,
það er eins og Fljótshlíðin verði ekki
söm í okkar augum þegar Grétar er
horfinn.
Og nú eru leiðarlok. Aðskilnaður-
inn er sár og okkur finnst hann alltaf
ótímabær. Birta og gleði einkenndi
tengdapabba fram á hinsta dag, er
englar Drottins báru hann heim.
Drottinn varðveiti elskulega
tengdamóður mína, umvefji hana
kærleika sínum og þannig varðveiti
hann alla ástvini Grétars Guðnasonar
þar til...
Ó, er okkar vinir, allir mætast þar,
ganga’ á geislafögrum grundum eilífðar.
Lofa Guð og Lambið, lífið sem oss gaf.
Sorgin dvín. Sólin skín. Sjá Guðs náðarhaf.
(Sigríður Halld.)
Ég kveð tengdaföður minn með til-
vitnun í 103. Davíðssálm, en þann
sálm valdi hann sjálfur á hinsta degi
sínum hér á jörðu.
Dagar mannsins eru sem grasið,
hann blómgast sem blómið á mörkinni;
þegar vindur blæs á hann, er hann horfinn
og staður hans þekkir hann ekki framar.
En miskunn Drottins við þá, er óttast hann,
varir frá eilífð til eilífðar.
Kristín S. Pjetursdóttir.
Þegar ég leystur verð þrautunum frá
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnarans hjá,
það verður dásamleg dýrð handa mér.
Þessar ljóðlínur koma upp í huga
mér þegar ég hugsa um hann Grétar
bróður minn en hann lést úr krabba-
meini 3. apríl sl. eftir mjög erfið veik-
indi. Það var hans sterka trú á Guð og
sú vissa um eilíft líf sem hjálpaði hon-
um að takast á við þennan illvíga sjúk-
dóm. En nú hefur hann verið leystur
frá allri þjáningu og kominn þangað
sem engin þjáning er; til þeirra sem á
undan honum eru farnir. Við trúum
því og treystum að þau sem á undan
eru farin taki á móti honum með út-
breiddan faðminn.
Það er sárt að sjá á eftir sínum en
það er huggun í harmi að við eigum öll
eftir að hittast aftur.
Grétar var smiður góður og vand-
virkur. Það var sama hvað hann gerði,
hvort sem það var við húsasmíði,
rokkasmíði, að smíða klukkur eða að
renna skálar svo eitthvað sé nefnt.
Tók hann sér jafnvel efnivið úr eigin
garði. Hann kenndi smíðar í Fljóts-
hlíðarskóla mörg undanfarin ár á
meðan heilsa hans leyfði. Það eru því
orðin mörg börnin í Fljótshlíðinni
sem notið hafa tilsagnar hans í smíð-
um.
Ég vil þakka honum bróður mínum
fyrir allar góðu samverustundirnar á
okkar æskuheimili og allar bænir
hans til mín og minna gegnum árin og
ég þakka fyrir að hafa fengið að vera
með honum á áttatíu ára afmælisdeg-
inum hans, 9. febrúar sl. Það var svo
gaman að sjá hann svona glaðan, eins
sjúkur og hann var orðinn. Þótt þetta
hafi ekki verið skipulögð gestamót-
taka höfðu komið til hans um 70
manns sem dreifðust á vikuna.
Fannst honum það svo gott að ekki
komu allir í einu, hann gat þá notið
þess meira að tala við sína gesti. Það
var hans yndi gegnum árin að fá gesti
og bjóða upp á góðu kökurnar hennar
Þóru sinnar.
Ég bið Guð að blessa minningu
bróður míns og gefa henni Þóru mág-
konu minni styrk og allri fjölskyld-
unni til að takast á við sorgina.
Margrét Guðnadóttir.
Elsku bróðir okkar, nú ert þú horf-
inn yfir móðuna miklu. Við Bagga
vöknuðum hressar og glaðar í morg-
un en svo hringdi síminn kl. 13.30 með
þessa sorgarfrétt, að þú værir farinn.
Ég var svo viss um að ég mundi hitta
þig aftur þegar ég kæmi frá Ameríku
og þú varst svo viss líka að Guð mundi
lækna þig en Guð hafði aðra áætlun
með þig. Ég veit að þú vildir ekki snúa
aftur þótt þú gætir. Við vitum að við
eigum ekki að vera hryggar því við
vitum hvar þú ert og nú er þér batnað
og allar þrautir þínar á enda.
Grétar minn, þú varst ekki ríkur af
veraldarauði, en þú varst ríkur að
eiga Jesús í hjarta þínu og það er
meira virði en gull og gimsteinar.
Aldrei kom til greina hjá þér að taka
neitt fyrir það sem þú smíðaðir fyrir
okkur, þú varst alltaf boðinn og bú-
inn. Mér er minnisstæðast borðið sem
ég bað þig að saga borðplötuna á en
hitt ætlaði ég að gera sjálf. Þú hristir
bara höfuðið, brostir og hugsaðir
ábyggilega: Það verður nú ekki mikil
mynd á því. Ég sagði honum að það
þyrfti ekki að vera vandað því ég ætl-
aði að nota það á þannig stað. En
bróðir okkar kastaði ekki höndunum
til neins, borðið kom með renndum
fótum og vel pússað. Svona var allt
sem hann gerði, það lék allt í höndum
hans. Hann var í nokkur ár handa-
vinnukennari og það starf átti vel við
hann, að segja börnunum til við smíð-
ar.
Já, það er margs að minnast á
langri lífsleið, en hér látum við staðar
numið. Hafðu þökk fyrir allt, elsku
bróðir. Við vottum þér, elsku Þóra,
börnum og barnabörnum dýpstu
samúð, og biðjum Guð að styrkja ykk-
ur. Við kveðjum þig, elsku bróðir,
með söknuð í hjarta með versi úr 23.
Davíðssálmi:
Þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Oddný Guðnadóttir,
Guðbjörg Guðnadóttir.
Það er með skrítinni tilfinningu
sem ég sest niður til að rita minning-
argrein um föðurbróður minn, Grétar
Guðnason. Aðeins er rúmt ár síðan
faðir minn lést og nú eins og þá kem-
ur sama tilfinningin, það er einhvern-
veginn óraunverulegt að hann sé far-
inn. Grétar hefur alltaf verið einn af
föstu punktum tilverunnar, alltaf til
staðar í Kotinu og einhvernveginn
eins og hann yrði þar alltaf.
Á bernskuárum mínum í sveitinni
man ég eftir Grétari á kafi í Steypirí-
inu að steypa hellur og milliveggja-
steina og síðar í kjúklingaframleiðslu,
og enn síðar í kartöflurækt. Grétar
hefur einnig smíðað marga kostagripi
en hann var handlaginn með afbrigð-
um. Í huga mínum eru margar góðar
minningar tengdar þessum starfs-
greinum hans.
Þegar ég lít til baka yfir farinn veg
þá er það samt trúmaðurinn Grétar
Guðnason sem stendur ofar öðru í
mínum huga. Hann ásamt föður sín-
um og tveimur bræðrum var frum-
kvöðull að því fjölþætta kristilega
starfi sem nú er í Kirkjulækjarkoti. Í
því starfi skyldi aldrei slegið af eða
hörfað undan straumnum. Í gegnum
árin hefur oft gefið á bátinn og ým-
islegt gengið gegn því starfi sem þeir
stóðu fyrir en elja og trúfesti við
djúpa sannfæringu hefur gefið af sér
ríkulegan ávöxt, sem er blómlegt
starf, enn í örum vexti.
Í Grétari er farin trúarhetja sem
aldrei lét efast í afstöðu sinni til Guðs
síns. Þar var hann á heimavelli og þar
kom enginn að tómum kofunum. Af-
staða hans var skýr og klár. Fagn-
aðarerindið um Jesú Krist var ástæða
til fagnaðar og ég sé enn fyrir mér
gleðina og fjörið sem færðist yfir and-
lit Grétars þegar talið barst að trú-
málum. Þar fór fölskvalaus og einlæg
elska til Drottins sem hafði gefið hon-
um allt. Sú fyrirmynd er sennilega
stærsta gjöf sem Grétar gat gefið fjöl-
skyldunni sinni og nú þegar hann hef-
ur fullnað skeiðið, varðveitt trúna og
er kominn heim þá er það einnig sú
gjöf sem gefur von og huggun á sorg-
arstundu. Vonin felst í því að aðskiln-
aðurinn er ekki varanlegur, huggunin
að hann lifir. Illvígur sjúkdómurinn
sem lagði hann að velli hrjáir hann
ekki lengur, honum líður vel. Hann er
kominn þangað sem hugurinn stefndi,
að gullnum ströndum í himins dýrð-
arsal, í faðm frelsarans sem hann
kaus að þjóna.
Mér veittist tækifæri til að heim-
sækja Grétar og kveðja hann aðeins
einni klukkustund áður en hann lést.
Þá eins og alltaf skein í gegn gestrisni
og hlýja þegar við tókumst í hendur
og hann þakkaði mér fyrir komuna og
kvaddi.
Eftirlifandi ættingjum og vinum
votta ég mína innilegustu samúð.
Erling Magnússon.
Nú er hann afi dáinn. Það er ein-
hvern veginn svo erfitt að skilja það.
Hann sem alltaf var svo hress og
glaður og spjallaði við okkur um
heima og geima.
Eitt var þó afa hugleiknast, en það
var bjargföst trú hans á Jesú Krist og
þreyttist hann aldrei á að segja okkur
að Jesús elskaði okkur. Við kveðjum
þig, afi minn, með þessu ljóði og
huggum okkur við að nú ert þú kom-
inn heim:
Ó, undur lífs, er á um skeið
að auðnast þeim, sem dauðans beið –
að finna gróa gras við il
og gleði’ í hjarta að vera til.
Hve björt og óvænt skuggaskil!
Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr.
Mér skilst, hve lífsins gjöf er dýr
– að mega fagna fleygri tíð
við fuglasöng í morgunhlíð
og tíbrá ljóss um loftin víð.
Ég svara, Drottinn, þökk sé þér!
Af þínu ljósi skugginn er
vor veröld öll, vort verk, vor þrá
að vinna þér til lofs sem má
þá stund, er fögur hverfur hjá.
(Þorsteinn Vald.)
Guðmunda, Þóra Gréta,
Valgerður, Þórir Kr.
og Sigurður.
Fyrir rúmum 20 árum varð fjöl-
skylda mín þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast Grétari Guðnasyni. Hann
kom þá bláókunnugur inn á heimili
okkar til að vinna verk sem sannar-
lega óx okkur í augum en það var að
skipta um þak á húsi okkar. Grétari
reyndist þetta ekki stórmál því að
hann var ekki verkkvíðinn og treysti
Guði fyrir öllu sínu lífi. Þakið var
mjög bratt og ekki unnt að vinna við
það nema í þurru veðri. Í fyrstu
rigndi meðan vinnupallur var reistur
og útlitið ekki bjart. Allan tímann sem
verið var að vinna verkið á þakinu
hékk rigningin yfir og veðurspáin var
jafnan óhagstæð. Samt var þurrt all-
an tímann sem við vorum á þakinu.
Svo fór að þegar búið var að reka síð-
asta naglann fór að hellirigna og
rigndi bæði mikið og lengi.
Þegar hugsað er til Grétars kemur
í hugann það sem einhvers staðar
stendur skrifað að sannleikurinn sé í
mönnum sem hafa gott hjartalag.
Slík voru áhrifin sem geisluðu út
frá honum að í nærveru hans var
óhugsandi að nokkuð illt kæmist að,
heldur ríkti þar heiðríkja, mannkær-
leikur og bjartsýni sem allt virtust
geta sigrað. Grétar hafði mannbæt-
andi áhrif á alla sem hann umgekkst.
Þessa eiginleika hafði hann til að bera
í svo ríkum mæli að ljóst er að slíkir
menn eru næsta fágætir. Hann dvaldi
á heimili okkar allan tímann sem tók
að vinna verkið að undanskildum
helgum sem hann fór heim á gamla,
rauða Skódanum sínum sem fljótt á
litið virtist vera ógangfær með öllu,
en Skódinn brást ekki eiganda sínum.
Í Kirkjulækjarkoti var Grétar einn
burðarásinn í samstiga hópi Hvíta-
sunnumanna ásamt sinni góðu konu
Þóru. Þessi tími sem Grétar dvaldi
með okkur er tími ógleymanlegrar
samveru. Börnin á heimilinu hændust
strax að honum og þegar hlé var gert
á vinnunni við máltíðir eða í kaffitím-
um voru þau óðara komin til hans og
vildu fá að sitja á hnjám honum. Þau
kölluðu hann Grétar frænda og það
var eins og hann hefði alltaf verið með
þeim frá fyrstu tíð. Slík áhrif hefur
hann haft á öll börn sem hann kom
nærri.
Ógleymanleg er veiðiferð og úti-
lega sem við fórum saman í Þjórsár-
dal. Árin liðu og heimsóknirnar til
Grétars frænda í Kirkjulækjarkoti og
Þóru voru orðnar margar.
Nú að leiðarlokum er efst í huga
þakklæti fyrir að hafa fengið að kynn-
ast og eiga fyrir vin, Grétar Guðna-
son. Þóru eiginkonu hans og öðrum
ástvinum eru sendar einlægar sam-
úðarkveðjur. Guð blessi minningu
hans.
Gunnar Grettisson.
Það eru hamingjuríkir dagar í lífi
hvers manns, þegar spekin tekur að
opna sér leið inn í hugskot hans og
upplýkur fyrir honum margslungn-
um, dulúðugum, leyndardómum
Guðs.
Þegar viskan tekur sér bólstað í
hjarta einstaklings, andar í mildi inn í
rætur þess og endurnýjar hið undur-
samlega upphaf. Þegar sálin fæðist að
nýju, eftir reik um vatnslausa staði og
hvíslar í auðmýkt: Minn Drottinn.
Minn Guð. Þegar maðurinn skilur
smæð sína og mætir meistaranum frá
Nasaret, lýtur honum í auðmýkt og
hlýðir á orðin um ríki föðurins, tign og
elskunnar eilífa veldi. Þegar maður-
inn krýpur, í vaxandi þrá eftir lifandi
vatni og biður, og biður, og lærir að
bænin er einasta leið hins gagn-
kvæma samtals milli anda og anda, þá
eru hamingjuríkir dagar í lífi hvers
manns.
Af þessum rótum var andinn í
Kirkjulækjarkoti fyrir mörgum,
mörgum árum, þegar undirritaður
kom þar í fyrsta sinn ásamt eiginkonu
sinni og spurði eftir Guði. Mörgum
var ljóst að heimilisfólkið þar á bæ
hafði vikið af alfaraleið í kjölfar þess
að ættfaðirinn Guðni Markússon, og
allt hans hús, tók trú og hlýddi kalli
Krists um að fylgja sér. Á sama hátt
og fyrstu lærisveinarnir.
Það er mikið í húfi hverju menn
svara þegar spurt er eftir Guði. Guðni
Markússon svaraði með elsku Krists
og sýndi hana með útbreiddum faðmi,
samúð, mildi og yndisleika. ,,Guð er
kærleikur,“ sagði hann og ,,Kristur er
kærleikurinn. Hið innra með hverjum
manni. Hann finnst í blænum. Ekki í
storminum. Ekki í landskjálftanum.“
Og undirritaður settist hljóður og
hlustaði.
Það er ekki eins einfalt mál og
margir telja nú á dögum að finna fót-
um sínum stiklur þegar tekið er að
fikra trúarinnar slóð. Alltof mikið er
um vegagerðarmenn sem leggja mest
upp úr hamarshöggum og vélagný.
Því er mikilsvert að hafa fordæmi
manna sem unna fyrirmyndinni
miklu og skilja: að spekin er mann-
elskandi andi sem gengur um kring
og leitar þeirra sjálf, sem hennar eru
verðugir. Og kallar til þeirra: Komið
til mín, ófróðu menn, dveljið í
menntahúsi mínu.
Grétar, eins og hann var ætíð kall-
aður á þeim árum, var einn þessara
lærisveina sem gott var að leita til
þegar hjarta manns var hvað minnst í
sniðum. Hógværð hans og lítillæti
áttu auðvelt með að svara hikandi
spurningum, á jafnréttisgrundvelli.
Án orðagnóttar, sem margir temja
sér og kaffæra viðmælendur sína. Og
aðdáun hans á Jesú Kristi smitaði frá
sér og vakti von. Þannig var andinn í
Kotinu. Góður andi.
Grétar gróðursetti tvær aspir í
garðinum við húsið sitt á upphafsár-
um vináttu okkar. Bera þær nöfn okk-
ar hjónanna, Óli og Ásta. Þær höfðu
skjól af nálægum húsum. Húsi Grét-
ars og Þóru og samkomuhússins
gamla. Grétars og Þóru. Þau voru oft-
ast nefnd í sömu andrá. Þóra, þessi
þolgóða hetja sem tók æðrulaus á
móti öllum tilbrigðum lífsins. Hún
minnir á miklar hetjur ritninganna.
Þessar sem stóðu fastast með orði
Guðs, lifðu í orði Guðs og treystu á orð
Guðs. ,,Það er nú líkast til,“ sagði hún
einhverntíma þegar ég sagði þeim
hjónum frá einni trúarreynslna
minna sem mér þótti mikið til koma.
Það var svo sjálfsagt mál fyrir henni.
,,Það er nú líkast til.“ Og nú er andi
Grétars farinn aftur til Guðs sem gaf
hann. Laus frá þjáningum líkamans
og væntanlega hvíldinni feginn.
Skarðið sem hann skipaði sér í verður
aldrei fyllt. Það er enginn annar
,,Grétar í Kotinu“. Ótal minningar
fara um hugann. Allar góðar. Og þótt
ekkert sé eðlilegra en að aldrað fólk
hverfi frá þessari tilveru, þá er ætíð
sárt að missa góða vini.
Með þessum fátæklegu orðum vilj-
um við Ásta þakka fyrir einlæga vin-
áttu og velvilja Grétars og Þóru. Vott-
um við börnum þeirra, tengdabörnum
og barnabörnum innilega samúð við
fráfall Grétars. Þóru biðjum við hug-
hreystingar Guðs yfir þessa daga og
blessunar um ókomna tíð með orðum
Samúels Hönnusonar: ,,Hingað til
hefir Drottinn hjálpað oss.“ Guð
blessi minningu Markúsar Grétars
Guðnasonar.
Óli Ágústsson.
MARKÚS GRÉTAR
GUÐNASON