Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 39 mfylkingin gi á seinni tíma jókst gt. Í nóv- sta skipti ngarinnar, ænir með skiptar ngarinnar ra í stofn- ru þeirrar ynsamlegt nauðsyn- r tíma í að lum. Það m tíma til ningu að fuðu ekki i að verða arnar var ákvörðun fna form- k. fylkingar- Morgun- verið mis- ax nýjan tri-grænir m.a. við að Á sama regin upp ar væri á sem væri rtist Sam- vopnum ró heldur Samfylk- að stjórn- og þá var osinn for- íma hafði verið tals- r, en hún inni kosn- mældist % fylgi í ar í fyrsta ldist með kosning- Samfylk- di verið að ænna hef- u tveimur ænir verið kingin. hefur síð- st á bilinu fur fylgi 22%. ylkingu kki hjá Gallup hreyfingu oðaði sér- í síðasta na fylgi en m. Fram- t þá með í síðustu mældist 6,8% í síð- ur sagði í að af þeim Samfylk- jósa hana na og um jósa aðra ðust hafa n í síðustu að kjósa græna og að kjósa s vegar og . rannsókn eirra sem 1999 segj- ast ætla að kjósa hann í dag. Þetta hlutfall er 86% hjá vinstri-grænum. Þorlákur skoðaði einnig hvernig fylgi vinstri-grænna er samsett í dag. Niðurstaða hans er sú að um 40% þess kemur frá þeim sem kusu vinstri-græna í kosningunum 1999. Tæplega 30% þess kemur frá þeim sem kusu Samfylkinguna 1999. Tæplega 20% þess koma frá þeim sem kusu Framsóknarflokkinn 1999 og um 10% þess koma frá þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum. Með öðrum orðum kaus tæplega helmingur þeirra sem lýsa nú yfir stuðningi við vinstri-græna Samfylkinguna eða Framsóknar- flokkinn í síðustu kosningum. Rétt er að ítreka að þessar tölur eru byggðar á skoðanakönnun sem gerð var í síðasta mánuði. Meira fylgi en Alþýðu- bandalagið hafði Ýmsir hafa haldið því fram að gamla Alþýðubandalagið sé endur- borið í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Það er hins vegar nauð- synlegt að hafa í huga að VG hefur undanfarið verið að fá mun meira fylgi en Alþýðubandalagið fékk á sínum tíma. Alþýðubandalagið fékk t.d. í kosningunum 1995 14,3% at- kvæða. Þess ber þó að geta að Al- þýðubandalagið fékk stundum mjög góða útkomu í skoðanakönnunum þó að það skilaði sér ekki til flokks- ins í kosningum. Viðmælendur blaðsins voru sammála um að óraunhæft væri að gera ráð fyrir að vinstri-grænir héldu til langframa öllu því fylgi sem flokkurinn hefur verið að fá að undanförnu. Það er hins vegar augljóst mál að vinstri-grænir hafa verið að fá fylgi víðar að en frá gamla Alþýðubanda- laginu. Flokkurinn fékk strax í upp- hafi stuðning úr Kvennalistanum, en nokkrar af fyrrverandi þingkon- um flokksins gengu í flokkinn á stofnfundi. Kristín Halldórsdóttir, sem sat á þingi fyrir Kvennalistann, var t.d. í efsta sæti flokksins á Reykjanesi í alþingiskosningunum 1999. Það er líka enginn vafi á því að vinstri-grænir hafa verið að höggva skörð í raðir framsóknarmanna, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið sterkur. Þetta kemur raunar skýrt fram í rannsókn Þor- láks Karlssonar. Sumir stuðningsmenn Fram- sóknarflokksins hafa talið að flokk- urinn hafi færst of langt til hægri undir forystu Halldórs Ásgrímsson- ar. Þeir hafa verið óánægðir með sum verk ríkisstjórnarinnar. Einnig hefur verið óánægja í Framsóknar- flokknum með áherslur formanns flokksins í Evrópumálum. Þessi óá- nægja braust fram á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir nokkr- um vikum. Nokkrir þingfulltrúar skömmuðu Halldór Ásgrímsson, sem svaraði fyrir sig með því að gagnrýna vinstri-græna harðlega. Hann kallaði flokkinn afturhald og varaði framsóknarmenn við að láta Steingrím J. hrekja sig af leið. Gagnrýni Halldórs vakti tals- verða athygli, kannski öðrum þræði vegna þess að fram til þessa hefur stefna vinstri-grænna ekki verið gagnrýnd með jafn afgerandi hætti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrst og fremst verið upptekinn við að gagn- rýna Samfylkinguna. Þetta er að sumu leyti skiljanlegt í ljósi þess að samfylkingarmenn stefna ákveðið að því að taka forystuna í íslenskum stjórnmálum og velta sjálfstæðis- mönnum úr valdastólunum. Stuðn- ingsmenn Samfylkingarinnar segja raunar að sjálfstæðismenn og ekki síst Davíð Oddsson reyni að grafa undan Samfylkingunni með því að tala vel um vinstri-græna og Stein- grím J. Samfylkingarmenn hafa verið hikandi við að gagnrýna vinstri- græna þrátt fyrir að flokkarnir séu að einhverju leyti í samkeppni um fylgi. Ástæðan er m.a. sú að þrátt fyrir allt stefna þessir flokkar að því að mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar og margir telja þess vegna óskynsamlegt að vinstrimenn séu að „klóra augun hver úr öðrum“. Þeir eigi að sameinast um að gagn- rýna ríkisstjórnina og koma henni frá völdum. Um þetta eru reyndar skiptar skoðanir innan Samfylking- arinnar. Þar heyrast þær raddir að það sé löngu tímabært að Samfylk- ingin svari vinstri-grænum og sýni kjósendum fram á „hvers lags aft- urhald þessi flokkur er“ svo vitnað sé til orða eins viðmælanda blaðsins. Vinstri-grænir lausir við fortíðina Segja má að meðan Alþýðubanda- lagið var og hét hafi flokkurinn oftar en ekki logað af deilum um menn og málefni. Mikill ágreiningur var um utanríkismál og sjávarútvegsmál svo dæmi séu tekin. Ástæðan fyrir þessu var að nokkru leyti sú að inn- an flokksins tókust á „vinstrimenn“ og „frjálslyndir jafnaðarmenn“, sem í reynd áttu meira sameiginlegt með krötum en þeim hluta Alþýðubanda- lagsins sem stundum var kallað „flokkseigendafélagið“. Með þeirri uppstokkun sem orðið hefur á vinstri væng stjórnmálanna hefur orðið til flokkur sem er miklu heilsteyptari en gamla Alþýðu- bandalagið. Segja má að vinstri- grænir séu lausir við drauga fortíð- arinnar. Þar deila menn ekki um af- stöðuna til NATO eða Evrópusambandsins. Samfylkingarmaður sem Morg- unblaðið ræddi við sagði furðulegt hvernig Steingrími J. hefði tekist að draga upp þá mynd af Vinstrihreyf- ingunni – grænu framboði að þar væri á ferðinni heilsteyptur flokkur sem hefði skýra stefnu í öllum mál- um. Stefna flokksins væri ekki alls skýr í ýmsum málum. Engu máli virtist skipti fyrri afstaða Stein- gríms J. til umdeildra mála eins og stóriðju og kvótakerfisins. Hann hefði t.d. á sínum tíma stutt upp- byggingu stóriðju á landsbyggðinni og hann hefði alla tíð stutt kvóta- kerfið. Viðmælandi blaðsins benti á að raunar væri bullandi ágreiningur innan flokksins í sjávarútvegsmál- um og afstaða Steingríms J. og Ög- mundar Jónassonar til kvótakerfis- ins væri mjög ólík. Að mörgu leyti er Samfylkingin hins vegar stöðugt að berjast við fortíðina. Hún hefur alla tíð verið í þeirri stöðu að þurfa að leita að málamiðlun milli stuðningsmanna Svavars Gestssonar í Alþýðubanda- laginu og frjálslyndra jafnaðar- manna eins og Ágústs Einarssonar. Innan Samfylkingarinnar deila menn um NATO, hvort flokkurinn eigi að lýsa stuðningi við inngöngu Íslands í ESB og hvort hann eigi að styðja einkvæðingu ríkisstjórnar- innar. Samfylkingin hefur t.d. ekki treyst sér til að lýsa yfir stuðningi við inngöngu Íslands í ESB eins og Alþýðuflokkurinn gerði fyrir kosn- ingarnar 1995. Afstaða flokksins til varnarliðsins og NATO hefur einnig verið óskýr í huga margra. Flosi Eiríksson, oddviti Kópa- vogslistans, kom inn á þetta nýlega í pistli á kreml.is, en þar segir hann: „Samfylkingunni hefur tekist með undraverðum hætti að hrekja frá sér fjölmenna stuðningshópa. Ýmislegt kemur til, en utanríkismál vega þar þungt. Einföld síbylja um nauðsyn þess að ganga í Evrópu- sambandið, og gagnrýnislaus stuðn- ingur við allar aðgerðir NATO vega þar þyngst.“ Æ fleiri alþýðubanda- lagsmenn leita „heim“ Það vakti talsverða athygli þegar Ragnar Arnalds, fyrrverandi for- maður Alþýðubandalagsins, lýsti því yfir að hann væri genginn til liðs við vinstri-græna. Ragnar hafði, eins og Svavar Gestsson, efasemdir um að rétt væri að stefna að sameig- inlegu framboði vinstrimanna í síð- ustu kosningum. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að afstaðan til Evrópusambandsins væri ein helsta ástæðan fyrir því að hann hefði sagt skilið við Samfylkinguna. Segja má að stór hluti þeirra al- þýðubandalagsmanna sem studdu sjónarmið Svavars Gestssonar hafi smám saman verið að hverfa yfir til vinstri-grænna. Sumir gengu í flokkinn strax fyrir alþingiskosn- ingarnar vorið 1999. Aðrir ákváðu að sjá til. Einn viðmælandi blaðsins sem gengið hefur til liðs við vinstri- græna eftir að hafa stutt Samfylk- inguna um tíma sagði að hann hefði á sínum tíma ákveðið að gefa þessari tilraun tækifæri. Sagt hefði verið við þá sem voru með efasemdir um að rétt væri að stefna að sameiginlegu framboði að þeir yrðu að bíða eftir því sem kæmi út úr málefnavinn- unni. Ágreiningur hefði áfram verið til staðar og þá hefði verið sagt að menn ættu að bíða eftir stofnfund- inum. Hann sagðist ekki sjá að nein breyting hefði orðið. Samfylkingin væri enn ósamstæður flokkur með óskýra stefnu. Stuðningsmenn Samfylkingar- innar sem Morgunblaðið ræddi við vísuðu því algerlega á bug að Sam- fylkingin væri sundurlaus flokkur með óljósa stefnu. Þingmenn flokks- ins gerðu sér mæta vel grein fyrir því að andstæðingar flokksins héldu þessu ákaft fram og þess vegna legðu forystumenn flokksins sig fram um að ná samstöðu innan hópsins. Samstaðan innan þing- flokks Samfylkingarinnar væri meiri en í öðrum þingflokkum. Það væri vissulega rétt að menn hefðu verið talsvert uppteknir af „upprun- anum“ þ.e. hvort þeir kæmu úr Kvennalistanum, Alþýðubandlaginu eða Alþýðuflokknum, en þetta væri breytt. Viðmælendum blaðsins varð nokkuð tíðrætt um forystumál flokkanna. Mönnum bar saman um að Steingrímur J. hefði „blómstrað“ sem formaður vinstri-grænna. Vel- gengni flokksins væri að nokkru leyti stuðningur við hann persónu- lega. Þegar verið var að ná samkomu- lagi um Samfylkinguna var forystu- leysi flokksins oft nefnt sem skýring á því að illa gengi að afla honum fylgis. Allgóð samstaða tókst um að kjósa Össur Skarphéðinsson for- mann Samfylkingarinnar á stofn- fundi fyrir tæpu ári. Honum hefur hins vegar ekki tekist að auka fylgi flokksins. Hver sem skýringin er á því má vera ljóst að Össur er um- deildari stjórnmálamaður en Stein- grímur. Átök í sveitarstjórnar- kosningum að ári? Eftir rúmlega eitt ár fara fram sveitarstjórnarkosningar. Fyrir síð- ustu sveitarstjórnarkosningar, sem haldnar voru 1998, buðu A-flokkanir víðast hvar fram sameiginlega. Í Hafnarfirði náðist ekki samkomulag um framboð flokkanna og bauð Al- þýðuflokkurinn fram í eigin nafni og mátti þola mikinn ósigur í sínu sterkasta vígi. Óljóst er hvernig framboðsmál á vinstri væng stjórnmálanna verða leyst fyrir þessar kosningar, en lík- legt þykir að í smærri sveitarfélög- um kjósi menn að vinna saman eins og þeir gerðu í síðustu kosningum. Meiri spenna ríkir um hvað gerist í stærstu sveitarfélögunum eins og Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri. Vinstri-grænir hafa sagt að þeir séu að vinna að málefnaskrá og byrji ekki að ræða um framboðsmál fyrr en seinna í vor. Óformlegar þreif- ingar eru þó hafnar í Reykjavík. Viðmælendur Morgunblaðsins úr röðum Samfylkingar og vinstri- grænna töldu allar líkur á að þessir flokkar myndu ná samkomulagi um að standa saman að framboði R- listans í Reykjavík. Það væri hins vegar ekki endilega víst að það yrði auðvelt að ná slíku samkomulagi. Báðir flokkarnir teldu sig þurfa að sýna ákveðinn styrk í samskiptum hvor við annan. Þess má geta að í byrjun þessa mánaðar var samþykkt á félags- fundi í Samfylkingunni í Hafnarfirði að hefja undirbúning að því „að velja framboðslista félagsins vegna bæjarstjórnarkosninga næsta vor.“ Í ályktuninni er ekkert að finna um hugsanlegt samstarf við aðra flokka um framboðsmál. Einn viðmælandi blaðsins sagði að það mætti kannski lýsa samskipt- um þessara flokka á þann hátt að samfylkingarmenn væru vonsviknir en vinstri-grænir hefðu ofmetnast af góðu gengi í skoðanakönnunum. jórflokkurinn ifir góðu lífi kosningar var gerð tilraun til að sameina vinstrimenn í einn stjórnmála- aun tókst ekki og skoðanakannanir benda til að til hafi orðið tveir álíka r á vinstri væng stjórnmálanna. Egill Ólafsson rekur þróunina og veltir vers vegna vonir stuðningsmanna Samfylkingarinnar hafa ekki ræst. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, gagnrýndi vinstri-græna harðlega á flokksþingi framsókn- armanna. Skoð- anakannanir sýna að vinstri-grænir hafa verið að höggva skörð í raðir framsóknarmanna. Margrét Frímanns- dóttir barðist fyrir því innan Alþýðubandalags- ins að flokkurinn tæki þátt í sameiginlegu framboði. Hún var fyrir síðustu kosningar skip- aður talsmaður Sam- fylkingarinnar og er nú varaformaður flokksins. Steingrímur J. Sigfús- son hefur náð að efla flokk vinstri-grænna en flokkurinn nýtur yfir 20% fylgis. Að margra mati geta flokksmenn þakk- að gott gengi öflugri for- ystu Steingríms J. Svavar Gestsson var tal- inn ráða miklu um hvort samkomulag tækist um sameiginlegt framboð. Hann tók ákvörðun um að hætta þátttöku í stjórnmálum. Mjög margir stuðningsmenn Svavars hafa gengið til liðs við vinstri-græna. Ögmundur Jónasson gekk strax til liðs við Steingrím J. þegar hann sagði sig úr Alþýðu- bandalaginu. Hann er harður talsmaður þeirrar vinstristefnu sem VG stendur fyrir. Össur Skarphéðinsson var kosinn formaður Samfylkingarinnar á stofnfundi fyrir einu ári. Honum hefur ekki enn tekist að efla flokkinn eins og stuðningsmenn hans vonuðust eftir.    ! " # $   %  & '   '  ()) * )+   )       8 $ "  " 8 8     8 $ "  " 8 8     8 $ "  ;   egol@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.