Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 70
FÓLK Í FRÉTTUM
70 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fiðrildi
(Butterfly)
D r a m a
Leikstjóri: José Luis Cuerda. Hand-
rit: Rafael Azcona, byggt á bókinni
Qué me Quieres, Amor? Aðal-
hlutverk: Fernando Ferna Gomes,
Manuel Lozano. (97 mín.) Spánn
2000. Skífan. Öllum leyfð.
ÉG ÞEKKTI engin deili á henni
þessari þegar ég fékk hana í hendur
og verður að segjast eins og er að
það er nákvæm-
lega út af svona
sendingum sem
maður glápir og
glápir. Það er hrein
og bein leitun á
myndum sem þess-
ari sem er allt í
senn fyndin,
spennandi, ljóð-
ræn, rómantísk,
lærdómsrík, dramatísk, átakanleg,
söguleg og harmræn.
Þetta er ein af þessum mögnuðu
uppvaxtarsögum og lýsir sambandi
ungs drengs og aldraðs lærimeistara
og vinar. Sögusviðið eru síðustu dag-
arnir fyrir spænska borgarastríðið
og þrátt fyrir léttleikandi yfirborðið
blundar undir niðri ólga sem bíður
þessa að losna úr læðingi.
Eini gallinn við þessa annars frá-
bæru mynd er heldur snubbótt loka-
sena sem hefði getað orðið mun átak-
anlegri með betri úrvinnslu.
Nýliðanum Cuerda hefur samt tekist
að laða fram allt hið yndislega í suð-
ur-evrópskri kvikmyndagerð og
ættu allir þeir sem kunna að meta
slíkt ekki að hika stundinni lengur
við að næla sér í hana.
Skarphéðinn Guðmundsson
MYNDBÖND
Lognið á
undan
storminum
Kynlegir kvistir
(Soft Fruit)
G a m a n / d r a m a
Leikstjórn og handrit: Christina
Andreef. Aðalhlutverk: Jeanie
Drynan, Linal Haft o.fl. Ástralía,
1999. (101 mín) Góðar stundir.
Öllum leyfð.
HÉR er á ferðinni nokkuð athygl-
isverð kvikmynd sem segir frá því
þegar meðlimir ástralskrar fjöl-
skyldu koma sam-
an á ný eftir langan
aðskilnað við dán-
arbeð móðurinnar.
Við tekur grátbros-
legt sorgarferli
sem blandið er
gömlum fjöl-
skylduerjum sem
misvel gengur að
vinna úr. Persónu-
flóran er litrík og skemmtileg, frá-
sögnin er laus við þá tilgerð sem
maður er næstum farinn að líta á
sem óhjákvæmilegan fylgifisk
mynda af þessu tagi ef þær eru fram-
leiddar í Hollywood. Málum er allt
öðruvísi farið hér þar sem nokkuð
gott jafnvægi er milli gamanleiksins
og fjölskyldudramans og útkoman er
ágætis tilbreyting frá klisjunni.
MYNDBÖND
Ástralskt
fjölskyldu-
drama
Heiða Jóhannsdótt ir
♦ ♦ ♦
LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur frumsamdi á
dögunum nýtt íslenskt leikrit í Tjarn-
arbíói. Það heitir Víst var Ingjaldur á
rauðum skóm og er eftir Hjördísi Hjart-
ardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttir og Ingi-
björgu Hjartardóttur. En þar segir frá
þremur systrum á efri árum sem eru með
matsölu.
Sýningar verður haldið áfram fram í
miðjan maí og ef eitthvað er að marka
undirtektir frumsýningargesta ætti að-
sóknin að verða góð.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Jóhann Ómarsson, Þórunn Hafstað og Hildur Haf-
stað kunna að meta íslenska leiklist.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Aðalleikararnir Fríða Anderssen og Jóhann
Davíð Snorrason þóttu standa sig með prýði.
Frumsýning í Tjarnarbíói
Ingjaldur og
systur þrjár