Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 70
FÓLK Í FRÉTTUM 70 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fiðrildi (Butterfly) D r a m a Leikstjóri: José Luis Cuerda. Hand- rit: Rafael Azcona, byggt á bókinni Qué me Quieres, Amor? Aðal- hlutverk: Fernando Ferna Gomes, Manuel Lozano. (97 mín.) Spánn 2000. Skífan. Öllum leyfð. ÉG ÞEKKTI engin deili á henni þessari þegar ég fékk hana í hendur og verður að segjast eins og er að það er nákvæm- lega út af svona sendingum sem maður glápir og glápir. Það er hrein og bein leitun á myndum sem þess- ari sem er allt í senn fyndin, spennandi, ljóð- ræn, rómantísk, lærdómsrík, dramatísk, átakanleg, söguleg og harmræn. Þetta er ein af þessum mögnuðu uppvaxtarsögum og lýsir sambandi ungs drengs og aldraðs lærimeistara og vinar. Sögusviðið eru síðustu dag- arnir fyrir spænska borgarastríðið og þrátt fyrir léttleikandi yfirborðið blundar undir niðri ólga sem bíður þessa að losna úr læðingi. Eini gallinn við þessa annars frá- bæru mynd er heldur snubbótt loka- sena sem hefði getað orðið mun átak- anlegri með betri úrvinnslu. Nýliðanum Cuerda hefur samt tekist að laða fram allt hið yndislega í suð- ur-evrópskri kvikmyndagerð og ættu allir þeir sem kunna að meta slíkt ekki að hika stundinni lengur við að næla sér í hana. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Lognið á undan storminum Kynlegir kvistir (Soft Fruit) G a m a n / d r a m a  Leikstjórn og handrit: Christina Andreef. Aðalhlutverk: Jeanie Drynan, Linal Haft o.fl. Ástralía, 1999. (101 mín) Góðar stundir. Öllum leyfð. HÉR er á ferðinni nokkuð athygl- isverð kvikmynd sem segir frá því þegar meðlimir ástralskrar fjöl- skyldu koma sam- an á ný eftir langan aðskilnað við dán- arbeð móðurinnar. Við tekur grátbros- legt sorgarferli sem blandið er gömlum fjöl- skylduerjum sem misvel gengur að vinna úr. Persónu- flóran er litrík og skemmtileg, frá- sögnin er laus við þá tilgerð sem maður er næstum farinn að líta á sem óhjákvæmilegan fylgifisk mynda af þessu tagi ef þær eru fram- leiddar í Hollywood. Málum er allt öðruvísi farið hér þar sem nokkuð gott jafnvægi er milli gamanleiksins og fjölskyldudramans og útkoman er ágætis tilbreyting frá klisjunni. MYNDBÖND Ástralskt fjölskyldu- drama Heiða Jóhannsdótt ir ♦ ♦ ♦ LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur frumsamdi á dögunum nýtt íslenskt leikrit í Tjarn- arbíói. Það heitir Víst var Ingjaldur á rauðum skóm og er eftir Hjördísi Hjart- ardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttir og Ingi- björgu Hjartardóttur. En þar segir frá þremur systrum á efri árum sem eru með matsölu. Sýningar verður haldið áfram fram í miðjan maí og ef eitthvað er að marka undirtektir frumsýningargesta ætti að- sóknin að verða góð. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Jóhann Ómarsson, Þórunn Hafstað og Hildur Haf- stað kunna að meta íslenska leiklist. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Aðalleikararnir Fríða Anderssen og Jóhann Davíð Snorrason þóttu standa sig með prýði. Frumsýning í Tjarnarbíói Ingjaldur og systur þrjár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.