Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ég rita þessar línur til þess að kveðja móð- urafa minn Benedikt Einarsson, sem andað- ist á Hrafnistu í Reykjavík aðfaranótt 1. apríl síðast- liðins. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég kveð þig, nafni. Fyrst og fremst eru það þó ferða- lögin og veiðiferðirnar. Ég gleymi aldrei síðustu veiðiferðinni í Híta- rvatn sumarið 1994, sem ég fór með þér, ömmu og Jóni frænda. Eftir ævintýralega bílferð upp í Borgar- fjörð lentum við heilu og höldnu innst inni í fögrum Hítardal. Allt var eins og í gamla daga nema ef vera skyldi að þú varst orðinn rólegri og leikaraskapurinn, kímnin og stríðnin var ekki eins áköf og oft áður. Það BENEDIKT EINARSSON ✝ Benedikt Einars-son, fyrrum húsasmíðameistari, fæddist á Ekru á Stöðvarfirði 7. mars 1918. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 1. apríl síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 10. apríl. kætti hins vegar okkur frændurna í hvert sinn sem þú skaust að okk- ur eitruðum mein- fyndnum orðaskeytum þegar að þér var sótt. Við frændurnir geng- um á fjallið og hittum ykkur hjónin daginn eftir. Allt var eins og vanalega þegar við komum aftur. Amma hafði veitt einhver lif- andis ósköp af urriða og þú varst búinn að fá einn. Þegar amma lýsti samviskubiti sínu yfir því að „þurfa að vera að taka lífið af þessum greyjum“ leist þú til himins í bakgrunninum og muldraðir eitt- hvað í þá átt að það hefði verið ann- að hljóð í blóðþyrstum veiðimann- inum henni konunni þinni fyrr um daginn. Eftir að við komum heim á Íra- bakkann náðum við frændurnir þér einum í sjónvarpskróknum. Um margt var ekki rætt en við nutum stundarinnar. Eftir langa þögn sagðir þú: „Ég sé á eftir ykkur út.“ Þessi setning verður mér lengi minnisstæð. Í hvert skipti sem við frændurnir höfum hist hér landi á sumrin til þess að veiða saman höf- um við rifjað upp þessa stund og þýðingu þessara orða þinna. Lang- dvalir í öðrum löndum eru ævintýri sem við vildum ekki vera án, en af þeim lærir maður þó að enginn er sá staður til í veröldinni sem jafnast á við heimahagana og að engin tóg eru jafn sterk og fjölskyldubönd. Ég mun minnast þín fyrir fjörið, stríðnina, vísurnar, ferðalögin, heið- arleikann, karlmennskuna og allt það sem gerði þig að því stórmenni, sem þú varst alla tíð í mínum huga. Sú ímynd stendur eftir óflekkuð þó að árin hafi litað glansmynd bernsku minnar meira raunsæi. Sem barn kunni ég af þér ótal sögur. Meðal annarra söguna af því þegar þú stökkst á milli stafna á skólahús- inu á Laugum, sem ég hef sagt hundrað sinnum. Ég þreyttist seint á að lýsa því hversu mikil hetja þú værir og að þú værir ekki bara afi minn heldur héti ég í höfuðið á þér. Þú lætur eftir þig eiginkonu, börn, barnabörn og barnabarnabörn sem öll kveðja þig með söknuði. Ást og hlýju áttir þú nóg af og deildir henni bróðurlega á milli okkar allra, en ég held að þér hafi tekist að láta okkur öllum líða eins og við værum í uppáhaldi hjá þér. Hinsta kveðja, Benedikt Helgason. Benedikt Einarsson, Benni frændi, var fæddur á Ekru í Stöðv- arfirði, sonur Guðbjargar Erlends- dóttur og Einars Benediktssonar, ömmu og afa míns. Hann ólst þar upp í firðinum fríða og var undir handleiðslu sinna góðu foreldra, sem tóku sitt hlutverk alvarlega, trúðu á Guð og gáfu sínum börnum allt það bezta sem þau áttu. Benni tók með sér sitt dýrmæta veganesti og hélt út í veröld með fallegt bros og hjartahlýju. Hvar sem hann kom var hann hrókur alls fagnaðar og hafði þann eiginleika að lýsa upp þann stað sem hann kom á. Ég var ein af þeim mörgu sem dáðust að Benna frænda. Hann var hógvær maður og hjartahreinn, óeigingjarn og óspilltur á allan hátt. Hann var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd og sýna öðrum hlýju og nærgætni. Það er mikill missir fyrir heiminn þegar maður eins og Benni frændi fellur frá. Hann var einn af þessum fágætu gimsteinum sem gera lífið gott og fallegt. Það verður erfitt að feta í fótspor hans en ég býst við að við verðum að reyna okkar allra bezta að líkja eftir hans góðu eig- inleikum og byggja upp heiminn að nýju. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum og átt hann fyrir frænda. Hann var bróðir mömmu minnar og hann giftist systur pabba míns, Margréti Stefánsdóttur, henni Möggu frænku. Magga og Benni áttu einstaklega hlýlegt og gott heimili, þar sem alltaf var tekið á móti manni með opnum örmum. Þau höfðu bæði alltaf tíma til að gefa barni og unglingi hlýju og bros. Það var gaman og notalegt að heim- sækja þau. Benni og Magga eign- uðust tvíburana Elsu og Ragnheiði, Ásdísi og Stefaníu og þau gerðust foreldrar Steina, sem hafði misst foreldra sína í Þýskalandi og gáfu honum kærleik og öryggi. Brosið hans Benna er mér minnisstætt. Það var svo gaman að fá þetta bros. Ég var eitt sinn fyrir þrjátíu árum að ráfa um ókunnar götur í Reykja- vík, hálfvillt og hálfeinmana. Enginn var á ferli, þótt um miðjan dag væri. Allt í einu rennir upp að mér bíll og þar var Benni frændi kominn, átti leið þar um. Hann skrúfaði niður rúðuna, heilsaði og gaf mér sitt fal- lega og hlýja bros. Deginum var bjargað. Hverjir hafa tíma eða hæfi- leika til að skyggnast inn í sál barna og unglinga? Ég býst ekki við að við getum færst undan ábyrgðinni leng- ur, þótt það sé léttara að láta aðra um góðverkin. Röðin er komin að okkur. Hvers vegna hafði hann þessa góðu eiginleika og þroska? Það reyndi meir á hann í bernsku og æsku, hann varð ekki spilltur af ríki- dæmi og dekri, hann læði að vinna mikið og gera sitt bezta. Foreldrar hans, Guðbjörg og Einar, gáfu hon- um gott veganesti, það bezta sem hægt er að fá, kærleiksfullt og kristilegt uppeldi, siðfræði, kennslu í að umgangast annað fólk, heiðar- leika og ráðvendni. Þrátt fyrir að menn séu sér svo meðvitandi um, hve þýðingarmikil menntun sé í dag og þeir gangi skóla úr skóla, með mikil próf, fara menn oft á mis við siðfræði, góða hegðun og framkomu. Benni var lifandi kennslubók í slík- um fræðum. Góði Guð, við þökkum þér fyrir Benna og allar góðar manneskjur honum líkar. Hjálpaðu okkur til að geta tekið við og orðið góð fyrir- mynd. Elsku Magga, Ragnheiður, Elsa, Ásdís og Stefanía. Innilegar sam- úðarkveðjur! Í Guðs friði. Guðbjörg Ólöf Björnsdóttir-Larsson. ✝ Sigríður G.Steindórsdóttir fæddist á Litlu-Ás- geirsá í Húnavatns- sýslu 23. september 1917. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 4. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Vilhelmína Vil- hjálmsdóttir frá Bakka í Svarfaðar- dal, f. 26.5. 1887, d. 28.10. 1963, og Steindór Björnsson, bóndi á Litlu-Ás- geirsá í Húnavatnssýslu, f. 7. maí 1885, d. 28. september 1961. Hálfsystir Sigríðar, sammæðra, var Svava Godskesen, f. 27. maí 1914. Eiginmaður hennar var Er- ik Godskesen frá Danmörku. Synir þeirra eru Leif og Thor bú- settir í Danmörku. eru tvö, Guðjón Magnússon, f. 16. maí 1960, og Katrín Sif Ragn- arsdóttir, f. 13. ágúst 1966. 2) Steindór V. Guðjónsson, kennari, f. 31. desember 1941, eiginkona hans er Erla María Eggertsdótt- ir, aðstoðarskólastjóri, f. 25. september 1948. Börn Steindórs frá fyrra hjónabandi eru tvö, Margrét, f. 16. maí 1962, og Guð- jón Snær, f. 25. júní 1966. 3) Jó- fríður Guðjónsdóttir, fulltrúi á Veðurstofu Íslands, f. 28. október 1946, eiginmaður hennar er Gunnar Randver Ingvarsson verkstjóri, f. 31. mars 1944. Börn þeirra eru Sigurður Freyr, f. 31. mars 1967, Guðni Þór, f. 7. mars 1968, Frosti Viðar, f. 5. mars 1972, og Gunnar Hrafn, f. 20. desember 1983. Langömmubörn- in eru orðin 13. Sigríður útskrifaðist frá Kvennaskólanum á Blönduósi 1935, en flutti þá til Reykjavíkur. Hún vann lengst af við sauma- skap og var trúnaðarmaður starfsmanna um árabil. Útför Sigríðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sigríður ólst upp á Ásgeirsá. Fósturfor- eldrar hennar fyrstu níu árin voru Guð- björg Símonardóttir, f. 16. 2. 1873, d. 3.12.1957, og Sigurð- ur Jónsson, hálfbróð- ir Steindórs föður hennar, f. 19.3.1864, d. feb. 1948, en eftir það dvaldist Sigríður hjá föður sínum til sautján ára aldurs. Hinn 15. apríl 1939 giftist Sigríður Guð- jóni J. Brynjólfssyni blikksmíðameistara, f. 16. des- ember 1916, d. 4. september 1992. Börn þeirra eru: 1) Bryndís Guðjónsdóttir, bankafulltrúi, f. 9. október 1939, eiginmaður henn- ar var Hafsteinn Þór Stefánsson, skólameistari, f. 26. janúar 1936, d. 21. maí 2000. Börn Bryndísar Í dag kveðjum við kæra tengda- móður mína, Sigríði G. Steindórs- dóttur, með margar góðar minningar í huga. Ég minnist þess hve vel hún tók á móti mér þegar ég kom fyrst inn í fjölskylduna fyrir sautján árum. Við Steindór fórum í nám út til Dan- merkur þetta ár og þegar við fluttum heim aftur keyrði Sigríður ásamt Guðjóni manni sínum alla leið til Seyðisfjarðar til að taka á móti okk- ur. Við keyrðum síðan saman norður fyrir landið og komum við á æsku- slóðum Sigríðar í Húnavatnssýslu. Þar sýndi hún okkur jörðina sem hún ólst upp á og var henni greinilega mjög kær. Þetta var ekki eina ferðalagið sem við áttum eftir að fara í saman, því nokkrum árum síðar ferðuðumst við saman um Danmörku og heimsóttum systursyni Sigríðar í Skive á Jótlandi og sonardóttur hennar í Sönderborg. Ferð þessi var mjög eftirminnileg og voru þau hjón Sigríður og Guðjón einstaklega skemmtilegir ferðafélag- ar. Heimili Sigríðar var í Kópavogi síðari hluta ævinnar. Þangað var gott að koma því Sigríður var mjög gest- risin og heimilið bæði smekklegt og hlýlegt. Þegar hún flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði lagði hún ríka áherslu á að hafa allt sem heimilislegast. Það var ekki síður skemmtilegt að heim- sækja hana þangað, því hún lagði sig alla tíð fram um að bjóða upp á góðar veitingar þegar við komum og hélt uppi fjörugum samræðum. Sigríður fylgdist vel með þjóðmálum og hafði ákveðnar skoðanir á flestu því sem gerðist í þjóðfélaginu. Hún las alla tíð mikið eða hlustaði á lesnar sögur á meðan hún vann handavinnu, en hún var afar laghent kona. Elsku Steindór, Bryndís, Fríða og aðrir fjölskyldumeðlimir, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur, en veit að Sigríði líður vel núna, þar sem hún hvílir hjá Guði ásamt manni sín- um. Blessuð sé minning þeirra. Erla María Eggertsdóttir. Í dag verður til moldar borin amma mín og langamma barnanna minna. Amma, sem alltaf hefur verið fast- ur punktur í tilverunni með sitt virðu- lega, stolta og hnarreista fas. Með henni er ekki aðeins farin sú góða tilfinning, sem fylgir því að eiga ömmu og langömmu, heldur einnig tengsl við fortíðina, sem okkur er öll- um hollt að vita af og muna. Bernska hennar var ekki alltaf auðveld, líkt og margra af hennar kynslóð. Gaman var og fróðlegt að spjalla við ömmu um lífshlaup hennar og frásagnir af æskustöðvunum hafa fest sig í huga langömmubarnanna. Amma var vinnusöm og einbeitt. Þótt heilsan færi þverrandi sló hún ekki slöku við; það átti ekki við hana að sitja aðgerðarlaus. Til vitnis um það er handavinnan, sem hún gaf okkur barnabörnunum og öllum barnabarnahópnum sínum. Þessa fallegu hluti ásamt öllum góðu minningunum geymum við. Guð blessi minningu hennar. Margrét og börn. Með örfáum orðum langar mig að minnast ömmu minnar, sem ég var svo lánsamur að hafa átt yfir 40 ár. Þegar ég hugsa til baka kemur fyrst upp í hugann hlýja og tryggð sem amma sýndi mér alltaf. Ég naut þeirra forréttinda að fá að dvelja hjá afa og ömmu í fjóra vetur á mínum uppvaxtarárum. Sá tími er mér mjög minnisstæður og verð ég þeim æv- inlega þakklátur fyrir þeirra leiðsögn og ráðleggingar sem hafa nýst mér í gegnum lífið. Heimili afa og ömmu var mjög hlý- legt og fór ég ekki varhluta af þeirri hlýju þegar ég heimsótti þau eða dvaldi hjá þeim. Amma sýndi mikla tryggð við sitt fólk og þá sem voru henni nákomnir. Hún lá ekki á skoð- unum sínum hver sem átti í hlut, en var jafnframt mjög réttsýn og benti sínu fólki á ef henni fannst það ekki hafa rétt fyrir sér. Amma var mjög staðföst kona og framkvæmdi þá hluti sem hana lang- aði til og lét ekki slæma heilsu hin síð- ari ár aftra sér frá því að gera það sem hugurinn stóð til. Sem dæmi um það tók hún sig til fyrir nokkrum ár- um og fór í útreiðatúr. Þegar við fréttum af þessu uppátæki hennar spurðum við hana hvort heilsa henn- ar leyfði slíkan glannaskap. Hún svaraði að bragði: „Það þýðir ekkert að hugsa um það, þá geri ég aldrei neitt og sit bara heima.“ Frá ömmu er nú kominn dágóður hópur afkomenda. Þegar við komum í heimsókn leyndi sér ekki hvað hún var stolt af öllum sínum afkomendum og var augljóst að hún fylgdist mjög vel með hvernig þeim vegnaði í lífinu. Einhvern veginn tekur maður suma hluti sem gefna, það að eiga ömmu sem alltaf er hægt að leita til er bara ekki sjálfsagður hlutur og allt tekur enda. Sá tími er kominn og ég horfi um öxl og á þá minningar sem ekki verða frá mér teknar. Minningar um hlýja og trygga ömmu sem aldrei brást. Guðjón Magnússon. Mín kæra frænka Sigga er látin. Andlát hennar var óvænt þó svo að hún væri orðin fullorðin og búin að ganga í gegnum veikindi á síðari ár- um. Það eru aðeins um þrjár vikur síðan við áttum saman ánægjulega kvöldstund. Eins og svo oft áður var tekið í spil og sátum við saman fjögur við líflega og hressilega spila- mennsku. Fyrir þessa síðustu sam- verustund okkar er ég mjög þakklát og gott að eiga minningar um hana ásamt svo mörgum öðrum góðum stundum. Sigga var ákaflega mikilhæf og stórbrotin kona í öllum sínum verk- um. Heimili hennar var eitt það allra fallegasta sem ég hef séð. Hún var mikil hannyrðakona, heklaði, saum- aði og föndraði og eru þau ófá rúm- teppin og barnateppin sem hún hefur gert í gegnum tíðina. Sigga tilheyrði frænkuhópi sem átti rætur að rekja norður í Svarf- aðardal. Við vorum allar systkina- dætur og hittumst reglulega. Í gegn- um tíðina hefur þessi hópur átt saman skemmtilegar stundir þar sem mikið hefur verið skrafað og hlegið. Nú er Sigga horfin úr hópnum okkar og verður hennar sárt saknað. Ég mun minnast Siggu með virð- ingu í huga og það verður aldrei full- þakkað hvað hún reyndist mér og fjölskyldu minni vel þegar við geng- um í gegnum erfiða tíma. Þá komu þau hjónin Sigga og Guðjón með hjálpandi hendur og styðjandi á alla lund. Ég votta börnum Siggu og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu hennar. Eva Þórsdóttir. SIGRÍÐUR G. STEINDÓRSDÓTTIR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.