Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hefur verið stríðsárastemmn- ing í Samkomuhúsinu á Akureyri síðustu vikur, en Leikfélag Akur- eyrar er að setja þar upp leikritið Ball í Gúttó eftir Maju Árdal. Hún á rætur sínar að rekja norður í land, en hefur búið í Skotlandi og Kanada frá tveggja ára aldri. Hún er leikkona, hefur starfað við leik- stjórn og stýrt leikhúsi í Toronto, en nú síðustu ár hefur hún einbeitt sér að því að skrifa leikrit með góð- um árangri. Eitt þeirra, Söngleikur um þunglyndi, verður sett upp í Þjóðleikhúsinu næsta haust. Maja Árdal er fædd á Siglufirði árið 1949, en tveggja ára að aldri fluttist hún með foreldrum sínum, Páli S. Árdal og Hörpu Ásgríms- dóttur, út til Edinborgar í Skot- landi þar sem Páll stundaði nám næstu árin. Fríða, eldri systir hennar, var einnig með í hópnum, en bræðurnir tveir, Steinþór og Grímur, fæddust á meðan fjöl- skyldan bjó í Edinborg. Páll er fæddur á Akureyri en ólst upp á Siglufirði en Harpa fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Bæði áttu þau nokkur systkin sem mörg hver búa norðan heiða sem og börn þeirra, þannig að Maja á stóran frændgarð þar um slóðir. Fjölskyldan bjó í Edinborg þar til Maja var um tvítugt en hún sagði að þau hefðu komið heim öll sumur og það hefði verið dásam- legt. „Við komum alltaf heim, pabbi og mamma unnu fyrstu árin í Keflavík, þau þurftu að vinna sér inn næga peninga fyrir náminu hans pabba, en við systurnar vor- um sendar norður í land. Við vor- um ýmist á Akureyri eða þá að við vorum í sveit þar sem við pöss- uðum börn. Meðal annars vorum við dálítið hjá Hervöru systur mömmu og manni hennar Gísla Jónssyni sem bjuggu á Akureyri en ættingjar Gísla bjuggu í Svarf- aðardal og þar vorum við líka stundum. Eitt sumarið, þegar ég var 17 ára, vann ég sem leiðsögu- maður hjá ferðaskrifstofu og var þá mikið í Mývatnssveit. Mér fannst það skemmtilegt starf og ég passaði vel í það, því ég talaði ensku, þýsku og frönsku. Þetta var síðasta sumarið mitt á Íslandi, ég kom ekki aftur fyrr en ég var orðin um fertugt,“ segir hún. Fjölskyld- an var gjarnan á Íslandi frá því í júní og fram í september og Maja segir að sér hafi ávallt liðið vel hér á landi, „mér fannst Ísland vera heima,“ segir hún. Þar voru allir ættingjarnir, og þær systur féllu vel inn í stóran hóp systkinabarna sem voru á svipuðum aldri. „Á þessum tíma fannst mér Edinborg vera svart/hvít borg og ég man alltaf eftir því að þegar við sigldum heim með Gullfossi og ég sá Ísland þá varð lífið í lit, birtan var einstök og húsin máluð í glaðlegum litum. Það var sérkennileg upplifun. Mið- nætursólin á Íslandi er líka ógleymanleg þeim sem séð hafa.“ Dreymdi þetta skrýtna og fallega land Meira en tuttugu ár liðu frá því Maja vann sem leiðsögumaður á Íslandi og þar til hún kom næst til Íslands, en hún var á þeim tíma störfum hlaðin, vann mikið og var komin með fjölskyldu. „Ég saknaði þess að komast ekki heim til Ís- lands. Mig dreymdi um þetta skrýtna og fallega land sem hafði sérstöðu í huga mínum. Í þessum draumum mínum sá ég fyrir mér Ásbyrgi og Goðafoss, en þeir staðir eru mér kærir. Þegar ég loksins kom svo aftur og var á leið til að skoða þessa staði að nýju óttaðist ég að þeir væru ekki eins fallegir og þeir voru í draumum mínum. Sem betur fer varð ég ekki fyrir vonbrigðum, mér fannst til að mynda Ásbyrgi enn tilkomumeira en ég hafði ímyndað mér í draum- um mínum,“ segir Maja. Á þeim rúmu tuttugu árum sem liðu milli Íslandsferða Maju týndi hún niður tungumálinu og fannst henni afar einkennilegt að koma til gamla landsins síns og geta ekki tjáð sig á tungu innfæddra. Ákvað hún síðar að gera þar bragarbót á og þegar hún dvaldi á Akureyri í fyrravor fór hún í kennslu og lærði málið að nýju. „Ég hætti að tala ís- lensku við mömmu og pabba þegar ég var 8 til 9 ára gömul, ég vildi hafa þetta eins og hjá öðrum krökkum í Skotlandi, sem töluðu ensku við foreldra sína. En þegar ég var á Íslandi á sumrin talaði ég íslensku eins og hinir krakkarnir.“ Maju hafði frá unga aldri dreymt um að verða leikkona og sá draum- ur rættist, en hún lærði við „Royal Scottish Academy of Music and Drama“ í Glasgow og lauk þar námi um tvítugt. „Ég var alltaf að búa eitthvað til úr hugmyndum mínum og mér fannst það hlyti að vera yndislegt að vinna í leikhúsi og stefndi að því strax frá unga aldri,“ segir hún. Öll fjölskyldan í leiklistinni Skömmu eftir að Maja lauk námi sínu hélt fjölskyldan enn á nýjar slóðir og settist að í Kanada, en Páll fékk þá stöðu við Queens Uni- versity í Ottawa. Maja kaus að búa í Toronto þar sem leiklistin blómstraði og sagði að vel hefði gengið að fá hlutverk og hún hefði strax fengið heilmikla vinnu við fag sitt. Hún kynntist eiginmanni sín- um, Jeff Braunstein á sviði, en saman eiga þau tvö börn, Paul sem heitir eftir afa sínum, Páli, og Ingu. Börnin fetuðu í fótspor foreldra sinna og eru bæði leikarar, en Paul er einnig trommuleikari og Inga söngkona. Jeff starfar nú sem framleiðandi. Maja starfaði um margra ára skeið sem leikari í Tor- onto og einnig leikstjóri og loks varð hún leikhússtjóri næst stærsta leikhússins í borginni og gegndi því starfi á árunum 1990 til 1998. Á sama tíma lék hún einnig hlutverk Klöru Potts í sjónvarps- þáttunum Leiðin til Avonlee. „Ég hafði mjög mikið að gera, var alltaf á fullu og varð mjög þreytt á þessu þannig að ég ákvað að hætta í þessu starfi og einbeita mér að því að vinna úr mínum eigin hugmynd- um og tók því til við skriftir. Mér finnst það svo gaman að ég ætla alltaf að vera leikritahöfundur.“ Íslensk jól með laufabrauði og hrísgrjónagraut Foreldrar Maju búa enn í Kings- ton en þangað er um þriggja tíma akstur frá Toronto, en systkini hennar eru líkt og hún búsett í borginni, utan eitt sem býr rétt ut- an við hana. Maja segir hópinn samhentan og þau haldi að nokkru í íslenskar hefðir m.a. haldi þau ævinlega íslensk jól saman. „Þá bökum alltaf saman laufabrauð og svo búum við til hrísgrjónagraut og setjum í hann möndlu. Svo vill systir mín alltaf að við göngum kringum jólatréð. Við höldum jólin saman á líkan hátt og var þegar við ólumst upp,“ segir Maja en hún segir að öllum líki það vel og mað- ur hennar kunni að segja gleðileg jól upp á íslensku og sé stoltur af. Jeff hefur tvívegis komið til Ís- lands og m.a. hafa þau farið í ferð um hálendið og þótti mikið til koma. Þau dreymir um að fara þar um að nýju og þá á hestbaki. „Hann kann mjög vel við sig hér á Íslandi, það á bæði við um landið og fólkið. Hann segir að hann sjái andlitið mitt í svo mörgu fólki hér. Það er kannski ekki skrýtið því hér á ég fjölda ættingja,“ segir Maja. Jeff er fæddur í Egyptalandi, móðir hans er gyðingur frá Tyrk- landi og faðir hans gyðingur frá Rúmeníu, en hann ólst upp í Eng- landi. „Þannig að hann er ekta Kanadabúi.“ Hún segist alltaf hafa reynt að tengja börn sín Íslandi, þau hafi alist upp við íslenskt jóla- hald og þá hafi hún sungið fyrir þau íslensk lög, einkum vögguvísur sem þau enn þann dag í dag þekki mætavel þótt ekki skilji þau text- ann. Paul hefur dvalið á Íslandi og m.a. unnið á Akureyri að sumar- lagi. Fetaði í fótspor langafa síns Tildrög þess að Maja er nú á Ak- ureyri, í heimabæ forfeðra sinna, má rekja til þess að Akureyring- urinn Hreinn Skagfjörð vann um skeið í leikhúsinu sem hún stjórn- aði. Hann sagði Sigurði Hróarssyni leikhússstjóra Leikfélags Akureyr- ar frá henni og það varð til þess að hann hélt utan til Toronto og sá uppfærslu á leikriti hennar, Mid- night Sun, sem Valgeir Skagfjörð síðar þýddi og heitir nú Ball í Gúttó. „Það var alveg yndislegt að heyra verkið á íslensku, einhvern veginn eins og að koma heim,“ seg- ir hún og þá þykir henni ekki síðra að fá nú tækifæri til að dvelja í landinu og leikstýra á nýjan leik. Leikritið skrifaði hún að nokkru leyti á meðan hún dvaldi við skrift- ir í Davíðshúsi á Akureyri í fyrra- vor. Hún segir það hafa verið góð- an tíma og gaman hafi verið að feta Stríð úti í heimi og annað í bænum Leikfélag Akureyrar frumsýnir Ball í Gúttó eftir Maju Árdal í Samkomuhúsinu í kvöld. Margrét Þóra Þórsdóttir hitti höfundinn sem jafnframt leikstýrir sýningunni. Morgunblaðið/Kristján Maja Árdal, höfundur og leikstjóri leikritsins Ball í Gúttó, sem Leik- félag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í dag, miðvikudag. Saga Jónsdóttir, Þóranna Kristín Jónsdóttir og Sigríður E. Friðriksdóttir í hlutverkum sínum. Hinrik Hoe Haraldsson og Þóranna Kristín Jónsdóttir í hlutverkum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.