Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ögmundur Jóns-son fæddist að Vorsabæ í Ölfusi hinn 1. ágúst 1907. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Ási í Hveragerði hinn 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Ögmundsson frá Bíldsfelli í Grafningi, lengst af bóndi að Vorsabæ, f. 19.7. 1874, d. 15.1. 1964, og kona hans, Sól- veig Diðrika Nikulás- dóttir frá Kröggólf- sstöðum, f. 13.6. 1875, d. 13.3. 1958. Ögmundur var sjötti í röð tólf barna þeirra hjóna. Eitt þeirra systkina er enn á lífi, Guð- rún frá Lágafelli í Hveragerði, 97 ára, og dvelur á hjúkrunarheim- ilinu Ási. Ögmundur kvæntist hinn 15.5. 1956 Judith Guðjónsson frá Klakksvík í Færeyjum, f. 28.11. 1922, dóttur Marínós Guð- jónssonar frá Búastöðum í Vopna- firði og konu hans, Anne Marie fædd Joensen. Judith kom að Vorsabæ 1947 ásamt dóttur sinni, Hjördísi Hjaltadóttur leikskóla- stjóra í Reykjavík, f. 19.9. 1945, maki Svavar Sigurðsson fv. úti- bússtjóri, skildu, dætur þeirra eru Íris Judith sjúkraþjálfari, f. 3.10. 1967, sambýlismaður Kristján Karl Gunnarsson bóndi, sonur Dagbjartur f. 21.2. 2000; Ninna Sif guðfræðinemi, f. 20.4. 1975, maki Daði Sævar Sólmundarson mál- aranemi, sonur Svavar, f. 13.6. 1999. Sambýlismaður Hjördísar er Gunnlaugur Kristjánsson sjómað- ur. Börn Ögmundar og Judithar eru: 1) Sólveig Diðrika bókasafnsfræðingur í Reykjavík, f. 30.12. 1948, maki Bjarni Frímann Karlsson viðskiptafræðingur, synir Ögmundur lög- fræðingur, f. 24.1. 1974, Bjarni Frí- mann, f. 26.8. 1989, og Karl Jóhann, f. 20.9. 1991. 2) Anna María kennari í Reykjavík, f. 12.9. 1956, maki Guðmundur Gylfi Guðmundsson hagfræðingur, dætur Arndís Jóna, f. 5.9. 1989, og Kristín Anna, f. 16.5. 1993. 3) Jón bóndi að Króki í Ölfusi, f. 12.9. 1956, k. Guðrún Sigurðardóttir, synir Ögmundur húsasmiður, f. 5.10. 1979, unnusta Ida Løn; Þorbjörn, f. 10.3. 1984, unnusta Vigdís Anna Kolbeins- dóttir. Ögmundur ólst upp á búi for- eldra sinna að Vorsabæ. Stundaði sjómennsku á togurum á yngri ár- um. Nam við Bændaskólann á Hvanneyri 1935. Reisti bú að Frið- arstöðum hjá Hveragerði á fimmta áratugnum, en tók svo við búi foreldra sinna að Vorsabæ og bjó þar alla tíð, þar til fyrir rúm- um tveimur árum, er hann brá búi fyrir aldurs sakir. Judith lifir mann sinn og býr nú í Reykjavík. Útför Ögmundar verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi. Nú er komið að skilnaðarstundu. Dýrðlegt er að sjá, eftir dag liðinn, haustsól brosandi í hafið renna. Hnígur hún hóglega og hauður kveður friðarkossi og á fjöllum sezt. Gráti því enginn göfugan föður, harmi því hér enginn höfðingja liðinn. Fagur var hans lífsdagur, en fegri er upp runninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda. Stríð er starf vort í stundarheimi, berjumst því og búumst við betri dögum. Sefur ei og sefur ei í sortanum grafar sálin, – í sælu sést hún enn að morgni. (Jónas Hallgrímsson.) Elsku pabbi minn. Þakkir fyrir allt og allt. Mig langar að kveðja þig með sömu orðum og þú kvaddir mig allt- af með. „Vertu kær kvaddur og Guði fal- inn.“ Þín Anna. Í dag verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju einn af elstu íbúum Ölfussins og jafnframt sá þeirra sem hvað mest hefur orðið vitni að tilurð og viðgangi Hvera- gerðisbæjar, því bærinn byggðist hreinlega út úr landi Vorsabæjar, eftir að tvær tilraunir til iðnaðar- starfsemi höfðu átt sér stað á jörð- inni. Myndaðist þarna brátt vísir að þéttbýli. Jarðhitinn varð og ekki síst til að renna stoðum undir at- vinnustarfsemi á svæðinu og brátt tóku að rísa þarna garðyrkjustöðv- ar. Vorsabær var um langan aldur ríkisjörð og því var hægara um vik en ella að mynda þarna bæjarfélag. Íbúunum fjölgaði mjög á stríðsár- unum og þar kom að Hvergerð- ingar klufu sig út úr Ölfushreppi og fengu stofnað sérstakt sveitarfélag árið 1946. Jörðin Vorsabær og hluti Öxnalækjar voru tekin eignarnámi og lögð undir hið nýja sveitarfélag. Foreldrar Ögmundar, Jón og Sólveig, hófu búskap í Vorsabæ ár- ið 1897 og þar fæddust þeim börnin tólf, er ólust þar upp og komust öll til manns, nema eitt er dó í æsku. Sátu þau jörðina til 1946, en þá tók Ögmundur við, eftir að hann hafði fengið lífstíðarábúðarrétt á jörð- inni. Nábýlinu við Hveragerði fylgdu bæði kostir og gallar, og gef- ur auga leið að þær aðstæður sem hér hefur verið lýst settu búskap í Vorsabæ ákveðin takmörk. Jóni og Sólveigu búnaðist furðanlega með þetta stóra heimili, þrátt fyrir að erfiðir tímar væru þá í landinu. Slíkt var þó ekki mögulegt án sam- haldssemi í hvívetna og mikils vinnuframlags frá börnunum, jafn- skjótt og þau voru til einhvers megnug. Hinir takmörkuðu vaxt- armöguleikar heima fyrir ollu því þó að börnin hlutu að horfa eftir þeim tækifærum er kunnu að leyn- ast í umhverfinu nær og fjær og gátu opnað þeim dyr til bjartrar framtíðar. Þegar ég nú kveð Ögmund tengdaföður minn með nokkrum orðum á blaði, finnst mér þessi for- máli óhjákvæmilegur. Hann skýrir að miklu leyti þá tvíhyggju sem mér fannst jafnan einkenna hugsun Ögmundar. Hann var öðrum þræði fulltrúi íslenskrar bændamenningar á nítjándu öld, því þangað sóttu ræturnar í uppeldi hans og systk- inanna safann; í samfélag kyrrstöðu og ótta við breytingar. Að hinu leytinu var honum tamt að horfa vítt og fram á veg og að vera opinn fyrir tækifærum til hagsbóta. Mér virðist af öllu sem þessi síðar nefndi háttur hafi verið ráðandi í athöfnum hans fram undir miðjan aldur, en þá höguðu örlögin því svo til að mikil umskipti urðu í lífi hans. Hann veiktist af berklum 1948 og var lagður inn á Vífilsstaðahælið. Þessi hræðilegi sjúkdómur fékk nær lagt hann að velli. Þetta var áður en fúkalyf komu til sögunnar og var stundum gripið til þess ör- þrifaráðs að „höggva“ sjúklinginn, sem kallað var. Taldi Helgi Ing- varsson yfirlæknir lífslíkur Ög- mundar vera bundnar slíkri aðgerð. Sá hængur var þó á, að þetta var einungis framkvæmt á Kristnes- hæli við Eyjafjörð og að auki talið allsendis óvíst að Ögmundur þyldi flutning norður. Ögmundur sótti það mjög stíft að verða „höggvinn“ og kom Helgi því þá í kring að hann færi norður 1950. Þar gekkst hann undir þessa aðgerð og var það Guðmundur Karl Pétursson síðar yfirlæknir sem framkvæmdi hana. Aðgerðin tókst með ágætum og komst Ögmundur á nokkrum árum til furðanlega góðrar heilsu á ný, þótt hann byggi alla tíð síðan við verulega skerta starfsorku. Ög- mundur kallaði þessa mætu lækna lífgjafa sína eftir þetta og lifði þá reyndar báða, þótt ótrúlegt mætti virðast á sínum tíma. Ögmundur sagði einhvern tíma að það besta sem hefði hent hann á lífsleiðinni hefði verið að veikjast af berklum. Þetta þótti okkur yngra fólkinu í fjölskyldunni undarlega mælt, en hann rökstuddi staðhæf- ingu sína með því að þessi veikindi hefðu kennt honum að meta lífið að verðleikum. Víst er um það að þau settu verulegt mark á lífshlaup hans. Hinn fyrr tilnefndi þáttur í hugsunarlífi hans var upp frá þessu meira áberandi, þótt athafnalöng- unin hyrfi samt ekki með öllu; hún fann sér bara útrás með smærra sniði eftir þetta. Ef stiklað er á stóru á æviferli Ögmundar má finna því stað, sem hér hefur verið fullyrt um tvo póla í persónu hans. Snemma þurfti hann meira olnbogarými en honum stóð til boða í föðurgarði. Um tvítugt réðst hann í skiprúm í Þorlákshöfn og reri þaðan tvær vertíðir. Honum líkaði vel að vera á sjó en langaði þó að hleypa heimdraganum enn frekar, sem varð til þess að hann gerðist togarasjómaður. Hann byrj- aði á enskum togara, Earl Haig, sem Hellersbræður gerðu út frá Hafnarfirði. Síðar var hann á gamla Maí og einnig á Venusi, sem Þór- arinn Olgeirsson kom með nýjan frá Englandi. Lengst var hann, eða sex vertíðir, á Max Pemberton und- ir stjórn hins kunna fiskimanns Péturs Maack. Ögmundur var alls tíu vertíðir á togurunum en vann á búi foreldra sinna á sumrin. Á þess- um árum var hvert pláss á tog- urunum umsetið því þar gafst mönnum tækifæri til að hafa betri laun en í nokkurri annarri launa- vinnu. Gefur því auga leið að þessi vinna stóð ekki öðrum til boða en harðduglegum mönnum. Ögmundur kom undir sig fótun- um fjárhagslega með sjómennsk- unni, en hugur hans stóð þó til um- svifa í landi. Hann tók upp á ýmiskonar nýbreytni í búskap á milli vertíðanna. Hann hafði t.d. um tvítugt komið sér upp hænsnabúi í Vorsabæ og hafið eggjasölu. Fljót- lega gaf þessi starfsemi meira af sér en mjólkursala föður hans. Seinna hóf hann þar loðdýrarækt, líklega fyrstur manna í Árnessýslu. Hann hélt silfurrefi og búnaðist vel. Skinnasalan gaf mjög vel af sér í fjögur til fimm ár, en skinnamark- aðurinn hrundi gjörsamlega þegar stríðið skall á. Þá var þessu sjálf- hætt. Á togaraárunum keypti Ög- mundur sér góðan vörubíl, sem hann hafði mikla atvinnu af á sumr- in. Bíllinn kom að góðum notum þegar Ögmundur reisti ásamt Nikulási bróður sínum gróðrarstöð uppi í Hveragerði. Þar hófu þeir tómatarækt sem gekk fljótt það vel að þeir stækkuðu stöðina. Ögmund- ur hætti sjómennsku er stríðið hófst. Bretar hertóku landið vorið 1940 og slógu sér m.a. niður austan fjalls, gerðu flugvöll í Kaldaðarnesi og reistu þrjátíu bragga hverfi rétt austan Varmár, í næsta nágrenni Vorsabæjar. Ögmundur sá sér tækifæri í þessu og setti þá upp og hóf rekstur svínabús. Þessi rekstur gaf vel af sér á stríðsárunum, en í lok stríðs hætti Ögmundur í svína- ræktinni. Hann hélt þá áfram að byggja upp gróðrarstöðina og reisti þar bú, Friðarstaði. Um þetta leyti, eða 1946, brugðu Jón og Sólveig búi í Vorsabæ og skipuðust þá mál á þann veg, að Ögmundur tók við búinu þar. Sæmundur bróðir hans gerðist bóndi á Friðarstöðum og foreldrar þeirra fluttust þar í ná- grennið, að Lágafelli. Árið 1947 kom Judith að Vorsa- bæ sem ráðskona og með henni tveggja ára dóttir hennar, Hjördís. Þau Ögmundur felldu fljótt hugi saman og framtíðin brosti við þeim. Þá gripu forlögin inn í með óvægn- um hætti. Ögmundur veiktist af berklum og varð að leggjast á Víf- ilsstaði. Judith var þá orðin barns- hafandi og ól síðan Sólveigu í lok ársins. Má geta nærri hvílíkt erf- iðleikatímabil fór nú í hönd fyrir þau bæði. Ekki er þó að efa að hin nýja vídd í lífi Ögmundar, Judith og dæturnar, hafi eflt með honum lífs- viljann og þar með hjálpað honum að ná heilsu á ný. Erfiðleikarnir urðu léttbærari en ella þar sem ómetanlegrar hjálpar naut við frá sönnum vinum í nauð. Sæmundur, bróðir Ögmundar, var vakinn og sofinn yfir velferð mæðgnanna meðan Ögmundur lá á hælinu. Nágrannarnir á Völlum reyndust miklar hjálparhellur í smáu sem stóru alla tíð síðan. Ög- mundur náði aldrei, sem fyrr sagði, fullri heilsu á ný og átti hann lengi vel við veikindi að stríða á veturna. Bjössa á Völlum skaut ævinlega upp þegar einhverrar hjálpar þurfti við í búskapnum. Einnig var mikið gott nágrenni við fólkið á Öxnalæk og í Stórasaurbæ. Veikindin höfðu sem sé í för með sér margháttuð þáttaskil. Athafna- maðurinn og frumkvöðullinn viku að mestu fyrir varkárum og nægju- sömum nítjándualdarmanninum, sem sætti sig að mestu við orðinn hlut og mat lífið og frelsið meira en ýmislegt veraldlegt hjóm og hismi sem við, yngra fólkið, eltumst löngum við. Frelsið setti hann ofar öllu. Hann var mjög stoltur yfir því að vera bóndi og að mega ráða sér sjálfur. Ég kom fyrst í Vorsabæ 1967, þegar Sólveig vildi kynna mig fyrir foreldrum sínum. Við vorum þá bæði við nám í Menntaskólanum að Laugarvatni. Ég hafði reyndar áð- ur litið þennan tilvonandi tengda- föður minn forvitnum augum út um rútuglugga hjá Ólafi Ketilssyni, er ég var á leið heim í skólaleyfi og mín heittelskaða steig af rútunni við Vorsabæjarafleggjarann. Ekki get ég neitað því að ákaflega þótti mér hann fornmannlegur, þar sem hann minntist við dóttur sína og tók síðan til við að rétta Óla Ket hjálparhönd við að hagræða snjó- keðjunum á rútunni. Ögmundur var gríðarstór maður og stórskorinn í andliti, en veikindin höfðu að sönnu sett mark sitt á hann þegar ég leit hann fyrst. Við fyrstu kynni okkar fékk ég strax hugmynd um ýmis persónu- einkenni Ögmundar. Hann hafði mjög gaman af að hitta fólk og vildi fá sem besta hugmynd um uppruna þess og aðstæður. Hann var mjög ræðinn og vildi líka gjarnan koma sínum hugðarefnum að í samræðum við fólk. Hann las mikið, mest þjóð- legan fróðleik af öllu tagi: sögu, ættfræði, staðfræði og jafnvel dul- ræn fræði. Bókmenntum hafði hann ekkert sérstaklega gaman af. Hann var stálminnugur, fylgdist mjög vel með og hafði lifandi áhuga á þjóð- málum. Ég hafði jafnan gaman af því, hve mikil ákefð var í Ögmundi yfir því sem hann var að hugsa á hverjum tíma. Tilteknir hlutir tóku gjarnan hug hans allan hverju sinni. Þetta gat átt jafnt við um dulræn fyrirbæri þegar hann var að lesa t.d. eitthvað eftir Oscar Clau- sen, hagstjórnarmál þegar hann var að lesa í bókum Benjamíns Ei- ríkssonar sem hann hafði miklar mætur á, afdrif Reynistaðarbræðra á Kili og örlög þeirra Fjalla-Ey- vindar og Höllu. Um þessi tvö síð- astnefndu hugðarefni ætla ég að fjölyrða nokkuð. Ögmundur hafði tekið þátt í ferðalagi nokkurra ungmenna úr Ölfusinu á „boddýbíl“ norður yfir Kjöl og allt til Hveravalla sumarið 1938. Þá var ekið um söguslóðir fyrrnefndra einstaklinga. Þessi ferð var honum ógleymanleg síðan. Hann las seinna allt sem hann kom höndum yfir um Reynistaðarbræð- ur. Vaknaði með honum óslökkv- andi löngun til að líta Beinahól, þar sem sagan segir að lík þeirra bræðra hafi fundist. Þetta varð til þess að við Sólveig, ásamt Ögmundi syni okkar, buðum honum í ferða- lag á þessar slóðir sumarið 1993. Við höfðum þá nýverið eignast jeppa, sem gerði það mögulegt að komast alla leið að Beinahóli. Þessi ferð var okkur öllum til mikillar ánægju. Það var með ólíkindum hvað Ögmundur þekkti alla stað- hætti þarna vel, þótt meira en hálf öld væri liðin síðan hann fór þarna um. Við teygðum svo á ferðalaginu í hinn endann og ókum norður um og niður í Blöndudal og gistum á Geitaskarði í Langadal. Daginn eft- ir, áður en við héldum suður á ný, nýttum við svo til að sýna tengda- föður mínum sveitina mína, þ.e. Langadal, Refasveit og Laxárdal, hvar ég dvaldi sem drengur á sumrin hjá afa mínum og ömmu. Þarna reyndist hann einnig þekkja mæta vel til, þótt hann hefði aldrei komið á þessar slóðir áður. Fyrir tveimur árum var reist á Hveravöllum minnismerki um Fjalla-Eyvind og Höllu. Fyrir þessu stóðu samtök áhugamanna um minningu þeirra, aðallega skip- uð einstaklingum úr Árnessýslu og Húnavatnssýslu, sem stóðu fyrir fjársöfnun í þessum tilgangi. Þau höfðu og fengið Magnús Tómasson myndlistarmann til að gera minn- ismerkið, hvað hann leysti með miklum ágætum og kallaði „Fanga frelsisins“. Það mun hafa verið Ög- mundur tengdafaðir minn sem átti upptökin að þessu tiltæki, eða því heldur fram Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra, sem lét sér mjög annt um þetta mál. Ætlun hans var að Ögmundur skipaði stóran sess við afhjúpun minnismerkisins, en þá var ellin skyndilega farin að leggjast á hann með öllum sínum þunga, þannig að hann var ekki ferðafær, en þótti mjög miður. Nokkru fyrir síðasta afmæli Ög- mundar fara þær systur, Sólveig og Anna María, að ympra á því við hann á hjúkrunarheimilinu hvort hann langi ekki til að létta sér eitt- hvað upp á afmælisdaginn, t.d. að fara í smáökuferð. Þær höfðu þá í huga t.d. að aka niður að Vorsabæ og/eða að Króki til Jóns sonar hans. Jú, hann gat þá mjög vel hugsað sér að skreppa inn að Hveravöllum til að líta minnismerkið augum! Þetta var ekki beinlínis það sem þær höfðu haft í huga og þær hugs- uðu sér að láta málið niður falla. En er dró að afmælinu tekur Ögmund- ur að sækja þetta mjög fast. Sett var á rökstóla og vöngum velt yfir því hvort honum væri treystandi í slíkt ferðalag. Í samráði við hjúkr- unarheimilið var svo afráðið að láta ÖGMUNDUR JÓNSSON                                    !     "  #  !      $  %         ! "  #$$  % &  &' !   ! &() &'#$$  '*) #$$  +"  ! ,,-!&,,,-)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.