Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 21 UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur falið einkavæðingarnefnd ríkis- stjórnarinnar að annast sölu á 20% hlut af heildarhlutafé í Íslenskum að- alverktökum hf. en ríkið á nú 39,85% hlut í félaginu. Áhersla er lögð á að 5–7% hlutur verði seldur í dreifðri sölu til almennings og 13–15% hlut- ur, ásamt því sem ekki selst til al- mennings, í tilboðssölu. Gert er ráð fyrir að einkavæðingarnefnd taki er- indi þetta til umfjöllunar strax eftir páska og að sala geti hafist fyrri hluta sumars. Þetta kom fram í ræðu Jóns Sveinssonar, stjórnarformanns Íslenskra aðalverktaka hf., á aðal- fundi félagsins í gær. Ein tillaga kom fram á aðalfund- inum um fimm menn í aðalstjórn og var hún samþykkt samhljóða. Tveir viku úr stjórninni, Sveinn R. Eyjólfs- son varaformaður og Bjarni Thors. Í þeirra stað voru kjörnir Jón Ólafsson Friðgeirsson, stjórnarformaður Norðurljósa, og Vilberg Vilbergsson, sem var áður í varastjórn félagsins. Í aðalstjórn voru endurkjörnir Jón Sveinsson, Árni Grétar Finnsson og Tryggvi Þór Haraldsson. Í var- astjórn voru kjörnir Bjarni Thors og Sigurjón Sigurjónsson, sem var áður í varastjórninni. Bæði meginskilyrði fyrir áframhaldandi sölu uppfyllt Jón Sveinsson sagði að af hálfu ís- lenska ríkisins hafi lengi staðið til að selja sinn hlut í fyrirtækinu, enda sé fyrirtækið á almennum samkeppnis- markaði og því ekki rök fyrir því að ríkið taki þátt í rekstri sem margir aðrir aðilar geti jafnframt sinnt til frambúðar. Af hálfu ríkisins hafi ver- ið talið rétt að áfangaskipta sölunni og ljúka henni ekki fyrr en búið væri að gera fyrirtækið að samkeppnis- hæfu alhliða verktakafyrirtæki og koma því fyrir á innlendum hluta- bréfamarkaði. Verkefni félagsins séu nú að stærri hluta utan varnarsvæða, sem ekki hafi verið í upphafi. Ís- lenskir aðalverktakar væru nú á að- allista Verðbréfaþings Íslands og því megi segja að bæði meginskilyrðin, sem sett hafi verið í upphafi af hálfu ríkisins fyrir áframhaldandi sölu, hafi nú verið uppfyllt. Fram kom í máli Jóns að um sölu á því sem eftir standi af hlut ríkisins, 19,85%, þegar 20% hlutur hefði verið seldur, hafi ekki verið tekin ákvörð- un um. Um sölu á þeim hlut hljóti að ráðast nokkuð af hvernig takast muni til við framangreinda sölu. Ýmsar stórar sölur hlutabréfa séu í undirbúningi, bæði í Símanum, Landsbanka Íslands og Búnaðar- banka Íslands. Gera megi ráð fyrir því að samræming á ólíkum sölu- áföngum þurfi að fara fram. Góð verkefnastaða Að sögn Jóns er verkefnastaða Ís- lenskra aðalverktaka góð, þrátt fyrir að verkefni innan varnarsvæða hafi dregist saman. Sérstaklega sé félag- ið í mikilli sókn á byggingarmarkaði íbúða auk þess sem það vinnur að stórum verkefnum bæði á eigin veg- um og á tilboðsmarkaði. Íbúðarbygg- ingarsvæði félagsins í Mosfellsbæ, á Álftanesi og við Sóltún og Mánatún í Reykjavík, séu í hraðri uppbyggingu og skipulagsvinna framtíðarsvæðis á Blikastaðalandi sé á lokastigi. Einnig hafi félagið fjárfest í og eigi ýmsar lóðir og lönd til framtíðarþróunar og uppbyggingar til margra ára. Jón sagði að Íslenskir aðalverk- takar væru eitt öflugasta verktaka- fyrirtæki landsins. Íslenskir aðal- verktakar, Ármannsfell, Álftárós, Vélaleiga Sigurjóns Helgasonar, Nesafl og ÍA-Ísafl væru nú orðin að einu fyrirtæki. Félaginu hefði verið umbylt á nokkrum árum með það að markmiði að það yrði virkur þátttak- andi á öllum sviðum byggingariðnað- ar, hvort sem um væri að ræða íbúð- arhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar, hvers konar mannvirkjagerð, jarðvinnu eða gatnagerð. Jón greindi frá því að stefnt væri að því að fasteignafélagið Landsafl hf., sem fram til desember 2000 var að 80% í eigu Íslenskra aðalverktaka, verði skráð á Verðbréfaþingi Ís- lands. Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn hf. eignaðist í desember síð- astliðnum 25,5% hlut í Landsafli og Landsbankinn-Fjárfesting jók á sama tíma sinn hlut úr 20% í 25,5%. Hlutur Íslenskra aðalverktaka í félaginu er nú 49%. Verðmæti eigna félagsins væri nú talið vera um 6 milljarðar króna. Rekstur að mestu í samræmi við áætlanir Jón sagði að rekstur Íslenskra að- alverktaka á árinu 2000 hafi að mestu verið í samræmi við áætlanir. Af- koma einstakra verka hafi þó verið misgóð. Félagið hafi gert upp verk sem ekki hafi staðið undir vænting- um og megi þar nefna Náttúrufræði- hús Háskóla Íslands og aðstöðu Bláa lónsins, en tap hafi verið á báðum þessum framkvæmdum. Þá hafi óhagstæð þróun í gengis- og vaxta- málum, einkum á síðari hluta ársins 2000, verið félaginu erfið, sem skili sér í verulega óhagstæðari fjár- magnsliðum ársreiknings. Lækkun byggingarkostnaðar og aukinn byggingarhraði Stefán Friðfinnsson, forstjóri Ís- lenskra aðalverktaka, gerði grein fyrir ársreikningum félagsins fyrir árið 2000. Hann sagði að stjórnendur félagsins væru ánægðir með afkom- una að teknu tilliti til aðstæðna. Þeir vildu þó gera betur en hagnaður eftir skatta nam 203 milljónum króna í samanburði við 207 milljónir árið 1999. Stefán sagði að Íslenskir aðalverk- takar væru sterkt félag á íbúðamark- aði og að félagið ætlaði að vera það áfram. Allar mannfjöldaspár og ald- urssamsetningarkannanir bentu til að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu yrði langt um- fram það sem byggt hafi verið. Hann sagði að þróun í íslenskum bygging- ariðnaði hafi hins vegar verið allt of hæg. Íslenskir aðalverktakar vildu bæði vinna að lækkun byggingar- kostnaðar og auknum byggingar- hraða. Ríkið stefnir að sölu á 20% af 40% hlut sínum í Íslenskum aðalverktökum fyrri hluta sumars Tveir nýir í aðalstjórn Morgunblaðið/Ásdís Jón Sveinsson, stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka hf., segir skil- yrðin fyrir áframhaldandi sölu hlutabréfa ríkisins hafa verið uppfyllt. GENGIÐ hefur verið frá bindandi leigusamningum vegna rúmlega 80% af verslunarrými í nýju verslunar- miðstöðinni Smáralind í Kópavogi, að sögn Þorvaldar Þorlákssonar, markaðsstjóra fyrirtækisins. Hann segir að önnur mál séu í vinnslu. Erf- itt sé að tímasetja nákvæmlega hve- nær búið verði að ganga frá leigu á öllu húsnæðinu en mál séu í þeim far- vegi sem áætlað hafi verið. Gert sé ráð fyrir að í húsinu verði í kringum 80 verslanir, fjöldinn ráðist af stærð þeirra, en þróunin sé sú að verslan- irnar séu frekar í stærri kantinum, til að mynda í samanburði við Kringluna. Þorvaldur segir að versl- unarrekendur hafi almennt tekið því vel að einungis væri hægt að leigja verslunarrými í húsinu þó vissulega hafi komið inn aðilar sem hafi viljað kaupa. Þetta sé form sem þekkist víða um heim og menn hafi skilning á því. Alltaf sé spurning í hverju menn ætli að hafa sína fjármuni, í rekstr- inum eða steinsteypu. Verslunarmiðstöðin Smáralind verður formlega opnuð 10. október næstkomandi og segir Þorvaldur að allar framkvæmdir gangi samkvæmt áætlun. Allt sé því í þeim farvegi sem að hafi verið stefnt. Verslunarmiðstöðin Smáralind Rúmlega 80% komin í útleigu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.