Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 21

Morgunblaðið - 11.04.2001, Page 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 21 UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur falið einkavæðingarnefnd ríkis- stjórnarinnar að annast sölu á 20% hlut af heildarhlutafé í Íslenskum að- alverktökum hf. en ríkið á nú 39,85% hlut í félaginu. Áhersla er lögð á að 5–7% hlutur verði seldur í dreifðri sölu til almennings og 13–15% hlut- ur, ásamt því sem ekki selst til al- mennings, í tilboðssölu. Gert er ráð fyrir að einkavæðingarnefnd taki er- indi þetta til umfjöllunar strax eftir páska og að sala geti hafist fyrri hluta sumars. Þetta kom fram í ræðu Jóns Sveinssonar, stjórnarformanns Íslenskra aðalverktaka hf., á aðal- fundi félagsins í gær. Ein tillaga kom fram á aðalfund- inum um fimm menn í aðalstjórn og var hún samþykkt samhljóða. Tveir viku úr stjórninni, Sveinn R. Eyjólfs- son varaformaður og Bjarni Thors. Í þeirra stað voru kjörnir Jón Ólafsson Friðgeirsson, stjórnarformaður Norðurljósa, og Vilberg Vilbergsson, sem var áður í varastjórn félagsins. Í aðalstjórn voru endurkjörnir Jón Sveinsson, Árni Grétar Finnsson og Tryggvi Þór Haraldsson. Í var- astjórn voru kjörnir Bjarni Thors og Sigurjón Sigurjónsson, sem var áður í varastjórninni. Bæði meginskilyrði fyrir áframhaldandi sölu uppfyllt Jón Sveinsson sagði að af hálfu ís- lenska ríkisins hafi lengi staðið til að selja sinn hlut í fyrirtækinu, enda sé fyrirtækið á almennum samkeppnis- markaði og því ekki rök fyrir því að ríkið taki þátt í rekstri sem margir aðrir aðilar geti jafnframt sinnt til frambúðar. Af hálfu ríkisins hafi ver- ið talið rétt að áfangaskipta sölunni og ljúka henni ekki fyrr en búið væri að gera fyrirtækið að samkeppnis- hæfu alhliða verktakafyrirtæki og koma því fyrir á innlendum hluta- bréfamarkaði. Verkefni félagsins séu nú að stærri hluta utan varnarsvæða, sem ekki hafi verið í upphafi. Ís- lenskir aðalverktakar væru nú á að- allista Verðbréfaþings Íslands og því megi segja að bæði meginskilyrðin, sem sett hafi verið í upphafi af hálfu ríkisins fyrir áframhaldandi sölu, hafi nú verið uppfyllt. Fram kom í máli Jóns að um sölu á því sem eftir standi af hlut ríkisins, 19,85%, þegar 20% hlutur hefði verið seldur, hafi ekki verið tekin ákvörð- un um. Um sölu á þeim hlut hljóti að ráðast nokkuð af hvernig takast muni til við framangreinda sölu. Ýmsar stórar sölur hlutabréfa séu í undirbúningi, bæði í Símanum, Landsbanka Íslands og Búnaðar- banka Íslands. Gera megi ráð fyrir því að samræming á ólíkum sölu- áföngum þurfi að fara fram. Góð verkefnastaða Að sögn Jóns er verkefnastaða Ís- lenskra aðalverktaka góð, þrátt fyrir að verkefni innan varnarsvæða hafi dregist saman. Sérstaklega sé félag- ið í mikilli sókn á byggingarmarkaði íbúða auk þess sem það vinnur að stórum verkefnum bæði á eigin veg- um og á tilboðsmarkaði. Íbúðarbygg- ingarsvæði félagsins í Mosfellsbæ, á Álftanesi og við Sóltún og Mánatún í Reykjavík, séu í hraðri uppbyggingu og skipulagsvinna framtíðarsvæðis á Blikastaðalandi sé á lokastigi. Einnig hafi félagið fjárfest í og eigi ýmsar lóðir og lönd til framtíðarþróunar og uppbyggingar til margra ára. Jón sagði að Íslenskir aðalverk- takar væru eitt öflugasta verktaka- fyrirtæki landsins. Íslenskir aðal- verktakar, Ármannsfell, Álftárós, Vélaleiga Sigurjóns Helgasonar, Nesafl og ÍA-Ísafl væru nú orðin að einu fyrirtæki. Félaginu hefði verið umbylt á nokkrum árum með það að markmiði að það yrði virkur þátttak- andi á öllum sviðum byggingariðnað- ar, hvort sem um væri að ræða íbúð- arhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar, hvers konar mannvirkjagerð, jarðvinnu eða gatnagerð. Jón greindi frá því að stefnt væri að því að fasteignafélagið Landsafl hf., sem fram til desember 2000 var að 80% í eigu Íslenskra aðalverktaka, verði skráð á Verðbréfaþingi Ís- lands. Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn hf. eignaðist í desember síð- astliðnum 25,5% hlut í Landsafli og Landsbankinn-Fjárfesting jók á sama tíma sinn hlut úr 20% í 25,5%. Hlutur Íslenskra aðalverktaka í félaginu er nú 49%. Verðmæti eigna félagsins væri nú talið vera um 6 milljarðar króna. Rekstur að mestu í samræmi við áætlanir Jón sagði að rekstur Íslenskra að- alverktaka á árinu 2000 hafi að mestu verið í samræmi við áætlanir. Af- koma einstakra verka hafi þó verið misgóð. Félagið hafi gert upp verk sem ekki hafi staðið undir vænting- um og megi þar nefna Náttúrufræði- hús Háskóla Íslands og aðstöðu Bláa lónsins, en tap hafi verið á báðum þessum framkvæmdum. Þá hafi óhagstæð þróun í gengis- og vaxta- málum, einkum á síðari hluta ársins 2000, verið félaginu erfið, sem skili sér í verulega óhagstæðari fjár- magnsliðum ársreiknings. Lækkun byggingarkostnaðar og aukinn byggingarhraði Stefán Friðfinnsson, forstjóri Ís- lenskra aðalverktaka, gerði grein fyrir ársreikningum félagsins fyrir árið 2000. Hann sagði að stjórnendur félagsins væru ánægðir með afkom- una að teknu tilliti til aðstæðna. Þeir vildu þó gera betur en hagnaður eftir skatta nam 203 milljónum króna í samanburði við 207 milljónir árið 1999. Stefán sagði að Íslenskir aðalverk- takar væru sterkt félag á íbúðamark- aði og að félagið ætlaði að vera það áfram. Allar mannfjöldaspár og ald- urssamsetningarkannanir bentu til að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu yrði langt um- fram það sem byggt hafi verið. Hann sagði að þróun í íslenskum bygging- ariðnaði hafi hins vegar verið allt of hæg. Íslenskir aðalverktakar vildu bæði vinna að lækkun byggingar- kostnaðar og auknum byggingar- hraða. Ríkið stefnir að sölu á 20% af 40% hlut sínum í Íslenskum aðalverktökum fyrri hluta sumars Tveir nýir í aðalstjórn Morgunblaðið/Ásdís Jón Sveinsson, stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka hf., segir skil- yrðin fyrir áframhaldandi sölu hlutabréfa ríkisins hafa verið uppfyllt. GENGIÐ hefur verið frá bindandi leigusamningum vegna rúmlega 80% af verslunarrými í nýju verslunar- miðstöðinni Smáralind í Kópavogi, að sögn Þorvaldar Þorlákssonar, markaðsstjóra fyrirtækisins. Hann segir að önnur mál séu í vinnslu. Erf- itt sé að tímasetja nákvæmlega hve- nær búið verði að ganga frá leigu á öllu húsnæðinu en mál séu í þeim far- vegi sem áætlað hafi verið. Gert sé ráð fyrir að í húsinu verði í kringum 80 verslanir, fjöldinn ráðist af stærð þeirra, en þróunin sé sú að verslan- irnar séu frekar í stærri kantinum, til að mynda í samanburði við Kringluna. Þorvaldur segir að versl- unarrekendur hafi almennt tekið því vel að einungis væri hægt að leigja verslunarrými í húsinu þó vissulega hafi komið inn aðilar sem hafi viljað kaupa. Þetta sé form sem þekkist víða um heim og menn hafi skilning á því. Alltaf sé spurning í hverju menn ætli að hafa sína fjármuni, í rekstr- inum eða steinsteypu. Verslunarmiðstöðin Smáralind verður formlega opnuð 10. október næstkomandi og segir Þorvaldur að allar framkvæmdir gangi samkvæmt áætlun. Allt sé því í þeim farvegi sem að hafi verið stefnt. Verslunarmiðstöðin Smáralind Rúmlega 80% komin í útleigu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.