Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÁÐGJAFARSVIÐ er eitt af fjórum meg- insviðum innan Félags- þjónustunnar í Reykja- vík Á ráðgjafarsviði eru veittar upplýsingar um þá fjölbreyttu þjón- ustu sem Félagsþjón- ustan í Reykjavík býð- ur upp á. Þar er tekið við umsóknum um fjár- hagsaðstoð, húsaleigu- bætur, félagslegt leigu- húsnæði, þjónustu- íbúðir, vistunarmat aldraðra, heimaþjón- ustu og önnur stuðn- ingsúrræði við einstak- linga og fjölskyldur svo dæmi séu tekin. Lagt er mat á um- sóknir í samræmi við fyrirliggjandi lög og reglur og metin þörf á þjón- ustu. Þjónustubeiðnir eru síðan sendar þjónustusviði. Til staðar verður yfirsýn yfir þjónustuþarfir, lögð áhersla á að kortleggja þær og koma til móts við þarfirnar hverju sinni. Meginþungi starfsemi ráðgjafar- sviðs fer fram á þremur borgarhluta- skrifstofum, Skúlagötu 21, Suður- landsbraut 32 og Álfabakka 12. Á ráðgjafarsviði er lögð áhersla á félagslega ráðgjöf til allra Reykvík- inga óháð uppruna, aldri og eðli vanda, ráðgjöf og stuðning í sam- vinnu og samráði við notendur, upp- lýsingagjöf um réttindi, að standa vörð um rétt fólks, yfirsýn yfir þarfir og þróun úrræða, gott aðgengi, sveigjanleika, viðbragðsflýti og aukna ábyrgð starfsmanna. Í samræmi við fyrir- liggjandi tillögur um nýja hverfaskiptingu Reykjavíkur þjónar borgarhlutaskifstofa á Skúlagötu 21 vesturbæ og miðbæ að mótum Lönguhlíðar, borgar- hlutaskrifstofa á Suð- urlandsbraut 32 þjónar íbúum búsettum austan Lönguhlíðar að Elliða- ám, þá þjónar borgarhlutaskrifstofa á Álfabakka 12 Breiðhyltingum og Árbæjarbúum. Hverjum borgar- hluta er síðan skipt í 2 hverfi; borg- arhluta I í vesturbæ og miðbæ, borg- arhluta II í Laugardal (Tún, Kleppsvegur, Heimar, Vogar, Sund) og Kringlu (Hlíðar að Smáíbúða- hverfi), borgarhluta III í Breiðholt og Árbæ. Öll þjónusta sem veitt er byggist á mati á þörfum þess einstaklings eða fjölskyldu sem leitar úrlausnar. Um getur verið að ræða almenna félagslega ráðgjöf eða sértæka vegna t.d. samskiptavanda innan fjölskyldu, uppeldisstuðning og ráð- gjöf til foreldra, stuðning og ráðgjöf vegna vímuefnavanda, stuðning og ráðgjöf vegna skilnaðarmála o.fl. sem veitt er af starfsmönnunum sjálfum eða innan einhvers úrræðis Félagsþjónustunnar. Ráðgjöfin get- ur að sjálfsögðu einnig falist í því að veita upplýsingar og/eða hafa milli- göngu um útvegun úrræða utan Félagsþjónustunnar. Sú aðstoð sem veitt er er ætíð í samvinnu og samráði við viðkomandi einstakling og/eða fjölskyldu. Hverfabundið samstarf skiptir miklu máli í allri forvarnarvinnu og auðveldar leiðina að því markmiði að veita sem heildstæðasta þjónustu í samræmi við fyrirliggjandi þarfir í hverju hverfi. Lögð er áhersla á að fyrirbyggj- Aukin þjón- usta Félags- þjónustunnar í Reykjavík Ellý A. Þorsteinsdóttir Þjónusta Til að bæta þjónustu Félagsþjónustunnar í Reykjavík, segir Ellý A. Þorsteinsdóttir, hefur verið bætt við af- greiðslutíma á mið- vikudögum og er opið til kl. 18. Allt tal um starfshætti, lög og regl- ur er til einskis ef ekki er farið eftir þeim. Reglur og lög eru til einskis ef þau eru ekki lesin af þeim sem eftir þeim eiga að fara. Hafi slíkir menn lesið lög og reglur, sem þeim ber að fara eftir, en ekki skilið hvað þar stendur, eru þeir algjörlega gagns- lausir. Í viðtali við Skúla Jón Sigurðarson, formann rannsóknarnefndar flug- slysa og nýjan starfsmann nefndar- innar Þormóð Þormóðsson, fyrrver- andi starfsmann Flugmálastjórnar, kom fram að rannsóknarnefnd flug- slysa ynni eingöngu með gögn, sem henni væru afhent „af fúsum og frjálsum vilja“. Þetta eru röng vinnu- brögð og raunar hreint afleit. Í lögum um rannsókn flugslysa (nr. 59, 1996) segir: „Nefndin getur krafið Flug- málastjórn um aðgang að hvers kon- ar gögnum sem nauðsynleg eru við rannsókn máls“ og „Rannsóknar- nefnd flugslysa og starfsmönnum hennar er heimilt að krefjast fram- lagningar á bókum, öðrum skjölum og upptökum er varða loftfarið og áhöfn þess, taka skýrslur af eiganda, notanda eða umráðanda loftfarsins, áhöfn þess og hverjum öðrum sem ætla má að kunni að geta veitt vitn- eskju er stuðli að því að leiða í ljós or- sök slyssins“. Hér er klárlega átt við alla orsakaþætti, ekki bara suma. Rannsóknarnefndin er því ekki „frjáls“ við öflun gagna, heldur ber henni að fara að lögum – lögum, sem þeir öðrum fremur eiga að þekkja út í hörgul. Gögn sem óvænt finnast Hjá þeim félögum Skúla og Þor- móði kom fram að gagnasöfnun gæti verið mjög tímafrek og Skúli sagði að mjög eðlilegt væri að niðurstöður og orðalag breyttist, mikið í þessu til- felli, „þar sem málsaðilar gerðu ítar- legar athugasemdir og lögðu fram frekari gögn í málinu“. Hér er átt við LÍO ehf. og Flugmálastjórn. Þessi staðhæfing Skúla er röng. Grundvall- andi breytingar frá frumskýrslu til lokaskýrslu eru alls ekki eðlilegar. Þetta hafa virtir erlendir rannsak- endur staðfest við okkur. Hjá Flug- málastjórn eiga á hverjum tíma að vera til staðar öll gögn er varða út- gáfu lofthæfiskírteina flugvéla og hjá eiganda, flugrekanda og viðhalds- aðila allt annað er flugvélina varðar. Öll þessi gögn eiga að vera til staðar þegar þeirra er þörf. Í frumskýrslu rannsóknarnefndar flugslysa kom fram að mikið vantaði af nauðsynleg- um gögnum vegna skráningar og út- gáfu lofthæfiskírteinis flugvélarinnar TF-GTI, svo sem viðhaldsskrá og skrá yfir lofthæfifyrirmæli. Engin gögn varðandi lofthæfi eða flug flug- vélar geta eða eiga að verða til eftir á eins og augljóslega var tilfellið varð- andi flugvélina TF-GTI. Það skiptir engu máli hvort Flugmálastjórn eða einhver hafi hálfu ári síðar „fundið“ gögn í fórum sínum og lagt þau fram. Ef Flugmálastjórn, flugrekandi eða viðhaldsaðili voru ekki með þau gögn, sem áttu að vera til staðar vegna flug- vélarinnar TF-GTI á slysdegi, ber að geta þess í lokaskýrslu, eins og gert var í frumskýrslu rannsóknarnefndar flugslysa. Sönnunargagn undir skemmdum Þegar þær starfsreglur eru skoð- aðar, sem um rannsóknarnefndir flugslysa gilda í hinum vestræna heimi, er ljóst að slíkar nefndir skulu vinna með það að leiðarljósi að allt það komi fram, sem betur hefði mátt fara, hvort sem það hafi átt beinan þátt í orsökum slyss, löglegan eða ólöglegan. Gildir einu hvort um hafi verið að ræða eitthvað, sem telst beinn orsakaþáttur, svo sem hvort hreyfill hafi bilað eða hvort gerður hafi verið farþegalisti. Óviðunandi er með öllu að mögulegum orsakaþátt- um sé sleppt, svo og að niðurstöðum sé hagrætt með tilliti til „gagna“, sem einhverjum hafi tekist að „finna“ löngu síðar. Gjalda ber varhug við slíkum gögnum. Það vekur forundran að haft sé eft- ir formanni rannsóknarnefndar flug- slysa að eigandi hreyfilsins hafi óskað eftir því að fá hann afhentan þar sem hann hafi legið undir „skemmdum“ í vörslu rannsóknarnefndarinnar og að nefndin hafi ekki séð ástæðu til að halda honum. Þetta gerðist u.þ.b. 96 klukkustundum eftir að flugvélin fórst og hafði hreyfillinn þá verið frá fyrsta degi „á gólfinu“ hjá hagsmuna- aðila þ.e. Flugvélaverkstæði Guðjóns V. Sigurgeirssonar (samkvæmt fram- burði flugrekandans). Hreyfill, sem ekki hafði verið rannsakaður betur en svo að gerð hans „breyttist“ óvænt milli frum- og lokaskýrslu rannsókn- arnefndar flugslysa. Athygli vekur að Skúli Jón Sigurð- arson og Þormóður Þormóðsson segjast m.a. hafa leitað til „tveggja færustu sérfræðinga flugmálastjórn- ar“ varðandi rannsókn hreyfilsins. Þessi færustu sérfræðingar Flug- málastjórnar voru samkvæmt upp- lýsingum rannsóknarnefndar flug- slysa þeir Björn Björnsson og Sigurjón Sigurjónsson. Björn er deildarstjóri þeirrar deildar flugör- yggissviðs Flugmálastjórnar er ann- aðist upphaflega útgáfu lofthæfiskír- teinis flugvélarinnar TF-GTI síðastliðið sumar og Sigurjón undir- maður hans sem aðstoðardeildar- stjóri. Þetta eru hreinir hagsmuna- aðilar. Gagnrýni er ekki úlfúð Óskiljanlegt er, í ljósi þeirrar sér- fræðiaðstoðar sem nefndin naut, að engum hafi dottið í hug að varðveita hreyfilinn og forða honum frá skemmdum svo sem með því að setja hann í olíubað. Það gerði hins vegar Ísleifur Ottesen, eigandi LÍO ehf., að eigin sögn, eftir að rannsóknarnefnd- in hafði afhent Ísleifi hreyfilinn, en Ísleifur var víst eini hagsmunaaðil- inn, sem ekki kom að rannsókn þessa mikilvæga gagns. Í reglugerð um rannsóknarnefnd flugslysa segir í 16. gr.: „Geymsla og afhending máls- gagna. Nefndin skal varðveita í öruggum geymslum gögn sem þýð- ingu hafa í rannsókn máls“. Varla þarf að fjölyrða um mikilvægi hreyf- ils, sem drap á sér með þeim afleið- ingum sem öllum er kunnugt um. Lýsing Skúla Jóns Sigurðarsonar og Þormóðs Þormóðssonar á vinnu- brögðum rannsóknarnefndar flug- slysa er skelfileg lesning og vekja upp spurningar um fyrri skýrslur nefnd- arinnar. Hún kallar eftir takmörkuð- um gögnum. Hún varðveitir gögn illa og fargar ef því er að skipta. Hún tek- ur við gögnum löngu eftir flugslys (sem áður voru ekki til staðar en fundust óvænt), sem gerbreyta öllum niðurstöðum. Og svo leyfir formaður nefndarinnar sér að kalla það „úlfúð“ (eins og haft var eftir Skúla Jóni) þeg- ar borgarar landsins veita nefndinni sjálfsagt aðhald. Hvorki rannsóknar- nefnd flugslysa né aðrir opinberir að- ilar kostaðir af almannafé eru hafnir yfir málefnalega gagnrýni. Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður. Jón Ólafur Skarphéðinsson prófessor. Hilmar Friðrik Foss flugmaður. Leitin að sannleikanum Athugasemdir vegna viðtals Morgunblaðs- ins við fulltrúa rannsóknarnefndar flug- slysa 10. apríl 2001. Kvenfélagasamband Íslands hefur síðast- liðið ár staðið fyrir átaki til þess að auka vatnsdrykkju þjóðar- innar. Í tilefni að átak- inu hefur Kvenfélaga- sambandið meðal annars haft samband við alla grunn- og framhaldsskóla lands- ins, foreldrafélög og leikskóla á Reykjavík- ursvæðinu, svo og lyfjafyrirtæki. Við höf- um hvatt þessa aðila til að hengja upp vatnsplaköt sem víð- ast þar sem fólk kem- ur saman. Auk þess hafa kvenfélög landsins verið hvött til að gefa vatnsbrunna öðru nafni „vatns- hana“ á þá staði í þeirra bæjar- félagi þar sem þeir eru ekki fyrir. Markmið Kven- félagasambandsins er að aðgengi að drykkj- arvatni sé öllum auð- velt. Með því að hengja vatnsplakötin upp sem víðast ýtir það óneitanlega undir vatnsdrykkju hjá fólki á öllum aldri. Margir hafa sýnt þessu áhuga, sérstak- lega skólar og kven- félög úti á lands- byggðinni hafa pantað vatnsplaköt sem vonandi hafa nú þegar verið hengd upp á áberandi stöðum. En betur má ef duga skal. Við stöndum ennþá frammi fyrir þeirri stað- reynd að íþróttahús eru með samning við gosframleiðendur um gott aðgengi að gosdrykkjavélum. Því miður hefur gleymst þar að setja vatnið í fyrsta sæti. Íslendingar eru allra þjóða lang- lífastir og hraustir, meðal annars af því að vatnsboranasýkingar eru nær óþekktar og efnasamsetning vatnsins enn á þann hátt að betra verður vart á kosið. Vatn er eitt einfaldasta en jafnframt fjölhæf- asta efnasambandið í lífheiminum. Hver sameind er sett saman úr tveimur vetnis- og einu súrefnis- atómi. Vatn er mikilvægasta nær- ingarefnið. Um 60–70% líkamans er vatn, hærra hlutfallið er hjá börnum. Þó svo að vatn innihaldi ekki nein vítamín, steinefni né orku er það samt mikilvægasta efnið sem við þurfum á að halda. Vatn flytur næringarefni um lík- amann til frumnanna og úrgangs- efni frá þeim. Vatnsjafnvægi lík- amans er nákvæmlega stjórnað af taugastöð í miðtaugakerfinu. Lítil börn og eldra fólk geta ekki alltaf sagt til um þegar þau eru þyrst. Þess vegna er mikilvægt að halda vatni að börnum og eldra fólki. Vatnsskortur í líkamanum kemur fram í þorsta og er þorstinn venjulega nokkuð áreiðanlegt merki um vatnsþörf. Einkenni um ofþornun í líkamanum geta til dæmis verið þreyta, vanlíðan og uppköst, þurr tunga og húð, lítið þvag og innfallnir hvarmar. Nauðsynlegt er að endurnýja tvo til þrjá lítra á dag sem tapast í formi svita, þvags og útöndunar. Kvenfélagasamband Íslands, sem er stærstu landssamtök kvenna á Íslandi, hefur rekið starf- semi Leiðbeiningastöðvar heimil- anna allt frá árinu 1963. Um er að ræða alhliða neytendafræðslu sem meðal annars vill stuðla að bættu heilsufari þjóðarinnar. Ef verið er að drekka gos, ávaxtasafa eða mjólk í staðinn fyr- ir vatn mun það gefa mjög mikla orku sem í flestum tilfellum er ofaukið í líkamanum. Þar sem mjög stór hluti þjóð- arinnar er nú þegar orðinn „ofal- inn“ hvetjum við alla til að taka vatn fram yfir aðra svala- eða orkudrykki. Það er ekki spurning hvað kemur til með að skila góðum árangri og þér mun líða betur. Mikilvægasta næringar- efnið – færð þú nóg? Guðrún Þóra Hjaltadóttir Vatn Þar sem mjög stór hluti þjóðarinnar er nú þegar orðinn „ofalinn“, segir Guðrún Þóra Hjaltadóttir, hvetjum við alla til að taka vatn fram yfir aðra svala- eða orkudrykki. Höfundur er framkvæmdastjóri Leiðbeiningastöðvar heimilanna og starfsmaður KÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.