Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 14
HALLDÓR Blöndal forseti Alþingis opnaði formlega nýjan vef sem fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Ak- ureyri hafa sett upp, en hann er á slóðinni islend- ingur.is. Sjálfstæðismenn gáfu um árabil út blað sem hét Íslendingur og var Halldór Blöndal eitt sinn ritstjóri þess. Halldór sagði það ánægjulegt að Íslend- ingur kæmi nú út að nýju. Á þessu nýja vefsetri verður miðlað upplýsingum og skoðunum, þar verða birtar tilkynningar úr félagsstarfi sjálfstæðis- manna á Akureyri auk þess sem samið hefur verið við pistlahöfunda um regluleg greinaskrif. Loks munu al- þingismenn kjördæmisins leggja vefnum til efni með greinaskrifum og þá geta lesendur og velunnarar Íslendings komið skoðunum sínum þar á framfæri. Morgunblaðið/Margrét Þóra Halldór Blöndal, forseti Alþingis og fyrsti þingmaður Norðurlands- kjördæmis eystra, opnar nýjan vef Sjálfstæðisfélaganna á Akur- eyri, islendingur.is, í fyrrakvöld. Sjálfstæðismenn opna nýjan vef Íslendingur kemur út að nýju AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERK franska ljósmyndarans Henri Cartier-Bresson koma al- menningi í fyrsta skipti fyrir sjónir hérlendis eftir rúma viku, þegar opnuð verður sýning með mörgum frægustu myndum hans í Listasafninu á Akureyri. Sending með myndum meist- arans, sem barst til Akureyrar í gær frá Magnum Photos í París, var þegar í stað opnuð og voru aðstandendur sýningarinnar að vonum spenntir. „Við erum með 83 verk eftir Cartier-Bressen, sem spanna Parísartímabilið sem svo hefur verið kallað, árin frá 1950 til 1970, og þarna eru lyk- ilverk inn á milli – til dæmis drengurinn með vínflöskurnar, sem er ein frægasta mynd hans,“ sagði Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Ak- ureyri, í samtali við Morg- unblaðið í gær, en hann skoðaði myndirnar í gær ásamt nokkrum meðlimum Áhugaljósmynd- araklúbbs Akureyrar (ÁLKA). Henri Cartier-Bresson, sem býr í Frakklandi í hárri elli, er talinn fremsti ljósmyndari 20. ald- arinnar; hann er maðurinn sem bylti ljósmynduninni, bæði á list- ræna sviðinu og í frétta- ljósmyndun. Þess má geta til gamans að þegar Time Magazine í Banda- ríkjunum gerði upp 20. öldina við nýliðin árþúsundamót taldi blaðið Cartier-Bresson merkasta lifandi listamann heimsins, hvorki meira né minna. Á sama tíma og sýning á mynd- um Cartier-Bresson verður í Listasafninu stendur yfir í vest- ursal þess sýning á völdum mynd- um úr bókinni Akureyri – bærinn okkar, sem ÁLKA gaf út í tilefni tíu ára afmælis klúbbsins nýverið. Verk frægasta ljósmyndara 20. aldar sýnd á Akureyri Ljósmynd/Kristján Pétur Guðnason Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, með eina þekktustu mynd Cartier-Bressons – Drengurinn með vínflöskurnar – þegar norðanmenn tóku upp sendinguna í gær. Frá vinstri: Þórhallur Jónsson, Hörður Geirsson, Hannes, Árni Ólafsson og Björgvin Steindórsson. SONJA Rut Aðalsteinsdóttir nemi við Verkmenntaskólann á Ak- ureyri var kjörin Ungfrú Norður- land í keppni sem fram fór í Sjall- anum. Íris Egilsdóttir, nemi við Menntaskólann á Akureyri, varð í öðru sæti en Elsa Karen Krist- insdóttir nemi í Verkmenntaskól- anum á Akureyri og Sigríður Eiðsdóttir, sem einnig er í þeim skóla, urðu báðar í þriðja sæti. Stúlkurnar munu allar taka þátt í Fegurðarsamkeppni Íslands, sem fram fer í Reykjavík í maí. Önnur úrslit urðu þau að Íris var einnig valin ljósmyndafyr- irsæta keppninnar, Elsa Karen hlaut titilinn Sportstúlkan og þá völdu stúlkurnar Jóhönnu Bergl- ind Bjarnadóttur nema í VMA vin- sælustu stúlkuna í hópnum. Net- stúlka Norðurlands varð Arnbjörg Kristrún Konráðsdóttir nemi við Myndlistarskólann á Akureyri, en hana völdu áhorfendur Skjávarps í netkosningu. Alls tóku tíu stúlk- ur þátt í keppninni að þessu sinni. Sonja Rut ungfrú Norðurland Sonja Rut Aðalsteinsdóttir, sem situr önnur frá vinstri, var kjörin ungfrú Norðurland. Til vinstri er Íris Egils- dóttir sem varð í öðru sæti og Sonju á vinstri hönd eru Elsa Karen Kristinsdóttir og Sigríður Eiðsdóttur, sem deildu þriðja sætinu. TVÍTUGUR Dalvíkingur hefur i Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 110 þús- und krónur í sekt til ríkissjóðs eða sæta ella 22 daga fangelsi verði sekt- in ekki greidd innan fjögurra vikna. Maðurinn var ákærður fyrir fíkni- efnabrot, en hann og tveir menn aðr- ir á svipuðum aldri voru handteknir í bifreið skammt norðan Akureyrar. Tæp 85 grömm af hassi fundust skammt frá bíl þeirra, en þeir höfðu kastað því út úr bílnum þegar þeir urðu lögreglu varir. Mál hinn pilt- anna tveggja var skilið frá þessu máli og afgreitt í sérstöku máli. Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur einnig dæmt tvo menn um tví- tugt fyrir fíkniefnabrot. Annar fékk 40 þúsund króna sekt og hinn 7 þús- und krónur auk þess sem óverulegt magn af hassi og amfetamíni var gert upptækt. Þeir voru ákærðir vegna nokk- urra tilvika þar sem þeir höfðu haft slík efni undir höndum. Annar hafði hlotið nokkra dóma áður og hinn gengist undir sáttargreiðslur, m.a. vegna brota á ávana- og fíkniefna- löggjöf. Þriðji maðurinn sem einnig var ákærður í málinu hlaut ekki refsingu að þessu sinni, heldur var dæmdur hegningarauki þar sem brot þau sem nú var dæmt fyrir voru framin áður en hann hlaut dóm síð- ast. Sektar- greiðslur vegna fíkni- efnabrota VEÐURGUÐIRNIR voru ekki í spariskapinu meðan á Skíðamóti Ís- lands stóð í Hlíðarfjalli en engu að síður tókst framkvæmd mótsins með miklum ágætum. Í keppni í svigi á sunnudag var skyggni sérlega slæmt og þurftu starfsmenn mótsins að grípa til þess ráðs að klippa niður grenitré og dreifa með stöngunum í brautinni, þannig að keppendur ættu auðveld- ara með að komast í mark heilu og höldnu. Grenitré í svigbrautinni Morgunblaðið/Kristján Félagsmenn í Skíðafélagi Akureyrar klippa niður grenitré, sem notað var til að merkja brautirnar í sviginu á sunnudag. RÚNAR Sigurpálsson frá Skák- félagi Akureyrar sigraði með glæsibrag á 67. Skákþingi Norð- lendinga sem fram fór í grunn- skólanum á Þórshöfn um síðustu helgi og er þetta í sjötta sinn sem hann vinnur sigur á mótinu. Rúnar lét ekki þar við sitja því hann varð einnig hraðskák- meistari Norðlendinga með fullu húsi, hlaut 11 vinninga af 11 mögulegum. Jón Birkir Jónsson frá Ak- ureyri vann öruggan sigur í unglingaflokki og með fullu húsi, hlaut 9 vinninga af 9 mögulegum. Félagi hans Ágúst Bragi Björnsson sigraði í drengja- flokki, hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum, og í barnaflokki sigraði Ólafur Ólafsson, einnig frá Akureyri, en hann hlaut 2 vinninga. Rúnar skákmeistari í sjötta sinn Skákþing Norðlendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.