Morgunblaðið - 11.04.2001, Side 14

Morgunblaðið - 11.04.2001, Side 14
HALLDÓR Blöndal forseti Alþingis opnaði formlega nýjan vef sem fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Ak- ureyri hafa sett upp, en hann er á slóðinni islend- ingur.is. Sjálfstæðismenn gáfu um árabil út blað sem hét Íslendingur og var Halldór Blöndal eitt sinn ritstjóri þess. Halldór sagði það ánægjulegt að Íslend- ingur kæmi nú út að nýju. Á þessu nýja vefsetri verður miðlað upplýsingum og skoðunum, þar verða birtar tilkynningar úr félagsstarfi sjálfstæðis- manna á Akureyri auk þess sem samið hefur verið við pistlahöfunda um regluleg greinaskrif. Loks munu al- þingismenn kjördæmisins leggja vefnum til efni með greinaskrifum og þá geta lesendur og velunnarar Íslendings komið skoðunum sínum þar á framfæri. Morgunblaðið/Margrét Þóra Halldór Blöndal, forseti Alþingis og fyrsti þingmaður Norðurlands- kjördæmis eystra, opnar nýjan vef Sjálfstæðisfélaganna á Akur- eyri, islendingur.is, í fyrrakvöld. Sjálfstæðismenn opna nýjan vef Íslendingur kemur út að nýju AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ VERK franska ljósmyndarans Henri Cartier-Bresson koma al- menningi í fyrsta skipti fyrir sjónir hérlendis eftir rúma viku, þegar opnuð verður sýning með mörgum frægustu myndum hans í Listasafninu á Akureyri. Sending með myndum meist- arans, sem barst til Akureyrar í gær frá Magnum Photos í París, var þegar í stað opnuð og voru aðstandendur sýningarinnar að vonum spenntir. „Við erum með 83 verk eftir Cartier-Bressen, sem spanna Parísartímabilið sem svo hefur verið kallað, árin frá 1950 til 1970, og þarna eru lyk- ilverk inn á milli – til dæmis drengurinn með vínflöskurnar, sem er ein frægasta mynd hans,“ sagði Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Ak- ureyri, í samtali við Morg- unblaðið í gær, en hann skoðaði myndirnar í gær ásamt nokkrum meðlimum Áhugaljósmynd- araklúbbs Akureyrar (ÁLKA). Henri Cartier-Bresson, sem býr í Frakklandi í hárri elli, er talinn fremsti ljósmyndari 20. ald- arinnar; hann er maðurinn sem bylti ljósmynduninni, bæði á list- ræna sviðinu og í frétta- ljósmyndun. Þess má geta til gamans að þegar Time Magazine í Banda- ríkjunum gerði upp 20. öldina við nýliðin árþúsundamót taldi blaðið Cartier-Bresson merkasta lifandi listamann heimsins, hvorki meira né minna. Á sama tíma og sýning á mynd- um Cartier-Bresson verður í Listasafninu stendur yfir í vest- ursal þess sýning á völdum mynd- um úr bókinni Akureyri – bærinn okkar, sem ÁLKA gaf út í tilefni tíu ára afmælis klúbbsins nýverið. Verk frægasta ljósmyndara 20. aldar sýnd á Akureyri Ljósmynd/Kristján Pétur Guðnason Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, með eina þekktustu mynd Cartier-Bressons – Drengurinn með vínflöskurnar – þegar norðanmenn tóku upp sendinguna í gær. Frá vinstri: Þórhallur Jónsson, Hörður Geirsson, Hannes, Árni Ólafsson og Björgvin Steindórsson. SONJA Rut Aðalsteinsdóttir nemi við Verkmenntaskólann á Ak- ureyri var kjörin Ungfrú Norður- land í keppni sem fram fór í Sjall- anum. Íris Egilsdóttir, nemi við Menntaskólann á Akureyri, varð í öðru sæti en Elsa Karen Krist- insdóttir nemi í Verkmenntaskól- anum á Akureyri og Sigríður Eiðsdóttir, sem einnig er í þeim skóla, urðu báðar í þriðja sæti. Stúlkurnar munu allar taka þátt í Fegurðarsamkeppni Íslands, sem fram fer í Reykjavík í maí. Önnur úrslit urðu þau að Íris var einnig valin ljósmyndafyr- irsæta keppninnar, Elsa Karen hlaut titilinn Sportstúlkan og þá völdu stúlkurnar Jóhönnu Bergl- ind Bjarnadóttur nema í VMA vin- sælustu stúlkuna í hópnum. Net- stúlka Norðurlands varð Arnbjörg Kristrún Konráðsdóttir nemi við Myndlistarskólann á Akureyri, en hana völdu áhorfendur Skjávarps í netkosningu. Alls tóku tíu stúlk- ur þátt í keppninni að þessu sinni. Sonja Rut ungfrú Norðurland Sonja Rut Aðalsteinsdóttir, sem situr önnur frá vinstri, var kjörin ungfrú Norðurland. Til vinstri er Íris Egils- dóttir sem varð í öðru sæti og Sonju á vinstri hönd eru Elsa Karen Kristinsdóttir og Sigríður Eiðsdóttur, sem deildu þriðja sætinu. TVÍTUGUR Dalvíkingur hefur i Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 110 þús- und krónur í sekt til ríkissjóðs eða sæta ella 22 daga fangelsi verði sekt- in ekki greidd innan fjögurra vikna. Maðurinn var ákærður fyrir fíkni- efnabrot, en hann og tveir menn aðr- ir á svipuðum aldri voru handteknir í bifreið skammt norðan Akureyrar. Tæp 85 grömm af hassi fundust skammt frá bíl þeirra, en þeir höfðu kastað því út úr bílnum þegar þeir urðu lögreglu varir. Mál hinn pilt- anna tveggja var skilið frá þessu máli og afgreitt í sérstöku máli. Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur einnig dæmt tvo menn um tví- tugt fyrir fíkniefnabrot. Annar fékk 40 þúsund króna sekt og hinn 7 þús- und krónur auk þess sem óverulegt magn af hassi og amfetamíni var gert upptækt. Þeir voru ákærðir vegna nokk- urra tilvika þar sem þeir höfðu haft slík efni undir höndum. Annar hafði hlotið nokkra dóma áður og hinn gengist undir sáttargreiðslur, m.a. vegna brota á ávana- og fíkniefna- löggjöf. Þriðji maðurinn sem einnig var ákærður í málinu hlaut ekki refsingu að þessu sinni, heldur var dæmdur hegningarauki þar sem brot þau sem nú var dæmt fyrir voru framin áður en hann hlaut dóm síð- ast. Sektar- greiðslur vegna fíkni- efnabrota VEÐURGUÐIRNIR voru ekki í spariskapinu meðan á Skíðamóti Ís- lands stóð í Hlíðarfjalli en engu að síður tókst framkvæmd mótsins með miklum ágætum. Í keppni í svigi á sunnudag var skyggni sérlega slæmt og þurftu starfsmenn mótsins að grípa til þess ráðs að klippa niður grenitré og dreifa með stöngunum í brautinni, þannig að keppendur ættu auðveld- ara með að komast í mark heilu og höldnu. Grenitré í svigbrautinni Morgunblaðið/Kristján Félagsmenn í Skíðafélagi Akureyrar klippa niður grenitré, sem notað var til að merkja brautirnar í sviginu á sunnudag. RÚNAR Sigurpálsson frá Skák- félagi Akureyrar sigraði með glæsibrag á 67. Skákþingi Norð- lendinga sem fram fór í grunn- skólanum á Þórshöfn um síðustu helgi og er þetta í sjötta sinn sem hann vinnur sigur á mótinu. Rúnar lét ekki þar við sitja því hann varð einnig hraðskák- meistari Norðlendinga með fullu húsi, hlaut 11 vinninga af 11 mögulegum. Jón Birkir Jónsson frá Ak- ureyri vann öruggan sigur í unglingaflokki og með fullu húsi, hlaut 9 vinninga af 9 mögulegum. Félagi hans Ágúst Bragi Björnsson sigraði í drengja- flokki, hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum, og í barnaflokki sigraði Ólafur Ólafsson, einnig frá Akureyri, en hann hlaut 2 vinninga. Rúnar skákmeistari í sjötta sinn Skákþing Norðlendinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.