Morgunblaðið - 11.04.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 11
ALLS létust 52 í umferðarslysum á
Reykjanesbraut frá árinu 1967 til
ársins 2000. Þetta kemur fram í svari
Sólveigar Pétursdóttur dómsmála-
ráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar
Halldórsdóttur og Steingríms J. Sig-
fússonar um fjölda og orsakir um-
ferðarslysa á Reykjanesbraut. Flest-
ir létust í fyrra eða 6 en frá árinu
1990 til ársins 2000 hafa 15 manns
látist í umferðarslysum á veginum.
Í svarinu kemur einnig fram að frá
árinu 1967 hafa flest dauðaslys orðið
við Njarðvík eða 8, næstflest á
Strandarheiði eða 7 og 5 hafa látist
við Kúagerði. Flest dauðaslysin urðu
vegna áreksturs bíla eða 32 en 14
vegna bílveltna eða útafaksturs. Þá
hafa 6 gangandi vegfarendur látið líf-
ið í umferðarslysum á umræddu
tímabili.
Karlmenn í miklum meirihluta
Karlmenn eru í miklum meirihluta
þeirra sem látist hafa í umferðarslys-
um á Reykjanesbraut eða 33 talsins.
En einnig hafa 16 konur og 3 börn
látist í umferðarslysum á veginum.
Í svarinu kemur fram að árið 1992
hafi fyrst verið farið að skrá ná-
kvæmlega upplýsingar um umferð-
arslys og óhöpp á Íslandi, þ.m.t. stað-
setningar og orsakir. Mismunandi
orsakir hafa verið fyrir þeim umferð-
arslysum þar sem fólk hefur slasast
mikið, en á þessu 8 ára tímabili hafa
65 manns slasast alvarlega. Fimm-
tán slösuðust vegna gáleysis öku-
manns, 13 vegna þess að hægri regla
var ekki virt, 7 vegna ógætilegs
framúraksturs og 7 vegna slæmrar
færðar. Þá hafa 6 slasast alvarlega
þegar ekið hefur verið gegn rauðu
ljósi, 4 vegna þess að of stutt hafi ver-
ið á milli bíla og 3 vegna of hraðs
aksturs. Af þeim 10 sem standa eftir
slösuðust tveir vegna ölvunar við
akstur, en aðrir vegna annarra or-
saka.
Lagt til að sektir
verði hækkaðar
Með gögnum frá Umferðarráði og
Vegagerðinni er, í svari dómsmála-
ráðherra, slysatíðni á Reykjanes-
braut borin saman við Suðurlands-
veg, milli Reykjavíkur og Selfoss, og
Vesturlandsveg, milli Reykjavíkur
og Borgarness. Frá árinu 1992 til
1998 urðu 225 slys á Reykjanes-
braut, 370 slys á Suðurlandsvegi og
278 slys á Vesturlandsvegi. Frá
árinu 1979 til 1999 urðu 2.114 um-
ferðaróhöpp á Reykjanesbraut mið-
að við 960 á Suðurlandsvegi og 1.926
á Vesturlandsvegi.
Í fyrirspurninni er spurt um áform
löggæsluyfirvalda til að tryggja að
virtar séu hraðatakmarkanir á
Reykjanesbraut og hvort í því samb-
andi hafi verið rætt um notkun lög-
gæslumyndavéla. Í svari ráðherra
segir að nú þegar hafi verið komið á
samstarfi milli lögreglustjóranna í
Keflavík, á Keflavíkurflugvelli og í
Hafnarfirði um öflugt eftirlit á
Reykjanesbraut. Þá segir að í und-
irbúningi sé að koma á samstarfi
milli Vegagerðarinnar og ríkislög-
reglustjóra um aðgerðir til að ná nið-
ur umferðarhraða m.a. með fjölgun
löggæslumyndavéla. Í svari ráðherra
segir ennfremur að á næstunni muni
nefnd um endurskoðun umferðar-
laga skila tillögum og að á meðal þess
sem þar sé til umfjöllunar sé umtals-
verð hækkun sekta. Lagt verði til að
hluti af þeim fjármunum muni renna
í sérstakan sjóð sem standa eigi und-
ir aukinni umferðargæslu.
!
"""# "" $"$%&"'' ( "")%" %$"*+++
+
,- ". """/"0" "#""1"-. ")2""3.""4" $(
"5 "6-% 7 3"%$.&"""". "8."
""6 $ #+
,- ". """/"""."4" $( "9"" "
* %""$$" ". " 7 " $'" " ""
3" )''""*%1"1# +
,- ". """/"""$"4" $$."8. "
+"4"") ."8."" $" " $( " " - ""
"" "3" )-''+
:"+" "") . "3$" $ +
!
" #"$ &' ( )**)))
+ , "
""6 $ #
-
.
-
*
$
/$
-
0
-
+
1
2
1
+
+
-
+
3
2
$
-
4
5 #
-
.
1
-
,
;- 7" "1". ""6 $ #0
. 3$$"." 0".""/"+ 1
Alls létust 52 í umferðarslysum á Reykjanesbraut frá árinu 1967 til 2000
Flest dauða-
slys við
Njarðvík
FRIÐRIK Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir að skoða beri
þann möguleika að sameina fjar-
skiptafyrirtækin Stiklu og Línu.Net.
Hann segir óskynsamlegt að tvö svo
lík fyrirtæki bítist um sama markað,
auk þess sem innbyrðis tengsl eig-
enda þeirra flæki málin mjög. Hann
er hins vegar ekki þeirrar skoðunar
að þeir fjármunir sem Landsvirkjun
hefur lagt til Stiklu séu glatað fé.
Á fundi borgarstjórnar sl. fimmtu-
dag kom fram hörð gagnrýni þeirra
Helga Hjörvar, forseta borgarstjórn-
ar, og Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur borgarstjóra á fjárfestingar
þær sem Landsvirkjun hefur lagt í
Stiklu, en Reykjavíkurborg á 45%
hlutafjár í Landsvirkjun. Borgin er
síðan meirihlutaeigandi í fjarskipta-
fyrirtækinu Línu.Neti sem nýlega
keypti enn eitt fjarskiptafyrirtækið,
Irju hf., en það hefur séð um uppsetn-
ingu og rekstur Tetra-fjarskiptakerf-
is fyrir lögreglu og slökkvilið.
Á borgarstjórnarfundinum gagn-
rýndi Guðlaugur Þór Þórðarson,
Sjálfstæðisflokki, kaup Línu.Nets á
Irju harðlega og sagði að 250 millj-
ónum hefði verið kastað út um
gluggann með þeim kaupum. Því
höfnuðu borgarfulltrúar R-listans og
sagði Helgi Hjörvar m.a. að ekki væri
gott á þessu stigi að fjalla um hverju
kaupin á Irju myndu skila endanlega.
Hins vegar vék Helgi talinu að fyr-
irtækinu Stiklu og sagði: „Vilji menn
hafa áhyggjur af ráðstöfun almanna-
fjár er réttara að huga að öðru fyr-
irtæki sem Reykjavíkurborg er hlut-
hafi í. Reykjavíkurborg er nefnilega
hluthafi í fyrirtækinu Landsvirkjun
sem aftur á þriðjung í fyrirtækinu
Stiklu. Sá er hins vegar munur á fyr-
irtækinu Stiklu og Irju að fyrirtækið
Irja, eða nú Lína.Net, hefur við-
skiptasamninga upp á hundruð millj-
óna kr. En fyrirtækið Stikla, sem
Landsvirkjun á einn þriðja hluta í,
hefur ráðist í hundraða milljóna kr.
fjárfestingar í Tetra-kerfi en hefur
enga slíka viðskiptasamninga.
Undir þetta tók borgarstjóri og tók
fram að hún sem fulltrúi í stjórn
Landsvirkjunar á sínum tíma hefði
varað við fjárfestingum í Stiklu.
Friðrik Sophusson segir um þetta
að hafa beri í huga að Landsvirkjun
stofnaði T-net, undanfara Stiklu,
ásamt fleiri aðilum áður en Lína.Net
tók yfir starfsemi og rekstur Irju.
Stikla hafi verið stofnað á sínum eigin
forsendum til þess að koma upp full-
komnu fjarskiptaneti á landsvísu. Í
fyrirtækið hafi Landsvirkjun lagt 65
milljónir, en Landssíminn og Tölvu-
myndir sömu upphæð.
„Það er af og frá að þessir fjármun-
ir séu glataðir því mikil uppbygging á
sér stað innan þessa fyrirtækis og
samningar við ýmsa aðila eru í far-
vatninu. Dreifikerfi fyrirtækisins hef-
ur þá ótvíræðu yfirburði að ná yfir
landið allt,“ segir Friðrik.
Á nefndum borgarstjórnarfundi sl.
fimmtudagskvöld lagði Júlíus Vífill
Ingvarsson, Sjálfstæðisflokki,
áherslu á að það væri óþolandi fyrir
fyrirtæki í samkeppnisrekstri að
þurfa æ ofan í æ að verða bitbein
borgarfulltrúa. Réttast væri að borg-
in seldi strax sinn hlut í Línu.Neti.
Friðrik Sophusson tekur undir að
mjög erfitt sé fyrir fyrirtæki á sam-
keppnismarkaði að verða bitbein í
pólitískri umræðu. Hann segir síðan
flækja málin enn frekar að næst-
stærsti eigandi Landsvirkjunar,
Reykjavíkurborg, eigi hagsmuna að
gæta báðum megin og það séu hreint
ekki þægileg starfsskilyrði.
„Ég get upplýst hér að stjórn
Landsvirkjunar vill skoða með opn-
um huga möguleika á sameiningu
þessara fyrirtækja sem starfa á sama
sviði. Ég tel að það gæti verið mjög
heppileg lausn á þessu máli.“
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir fjármuni í Stiklu ekki glatað fé
Vill sameiningu
Stiklu og Línu.Nets
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins
greiðir út leiðréttingu á tekjutrygg-
ingu ellilífeyrisþega, ásamt vöxtum
fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins í dag,
miðvikudag. Þar er ellilífeyrisþegum
tryggð sambærileg breyting á og
gekk í gildi fyrr á árinu og fyrir ör-
yrkja.
Alls fá 913 manns hærri tekju-
tryggingu í kjölfar lagabreytingar-
innar. Að meðaltali verður ein-
greiðsla hvers þeirra 30.953 krónur
fyrir þriggja mánaða tímabil.
Samtals greiðir Tryggingastofnun
ríkisins út 27.956.574 á morgun, auk
vaxta, sem eru 304.111 krónur, sam-
tals greiðir stofnunin ellilífeyrisþeg-
um því aukalega 28.260.685 krónur.
Tekjutrygging ellilífeyr-
isþega greidd út í dag
GERA má ráð fyrir að 8–9 milljónir
króna hafi verið skuldfærðar af
greiðslukortareikningum Íslendinga
á síðustu 5–6 mánuðum í tengslum
við alþjóðlegt greiðslukortasvindl
sem teygði anga sína meðal annars
hingað til lands. Enginn Íslendingur
hefur skaðast vegna þessa þar sem
greiðslur hafa verið bakfærðar.
Þórður Jónsson, forstöðumaður
hjá Visa Ísland, sagði að um væri að
ræða alþjóðlegt póstverslunarsvika-
mál, sem snerti kortaútgefendur í
mörgum löndum. Málið snerist um
vörukaup í Bretlandi og Bandaríkj-
unum, en við kaupin hefðu verið not-
uð kortanúmer, sem óprúttnir aðilar
hefðu komist yfir. Þeir hefðu fram-
vísað kortnúmerunum og fengið vör-
urnar afhentar þar sem viðkomandi
seljendur hefðu ekki gætt þess að at-
huga hvort um rétta handhafa kort-
anna væri að ræða. Þarna á meðal
hefðu verið íslensk kortanúmer og
þessar færslur hefðu lent inni á
kortanúmerum þeirra einstaklinga
sem hefðu átt þessi kortanúmer.
Þeir hefðu gert athugasemdir og
greiðslurnar hefðu verið bakfærðar í
beinu framhaldi af því.
Þórður sagði að enginn Íslending-
ur hefði orðið fyrir skakkaföllum að
völdum þessa. Um háar fjárhæðir
hefði verið að ræða í hverju tilfelli
fyrir sig og því þyrfti enginn að
velkjast í vafa um hvort reikningur-
inn hefði verið skuldfærður eða ekki.
Það væri á ábyrgð seljenda að sýna
fram á að þeir hefðu afhent réttum
aðila vöruna. Í því væri vörn korthaf-
ans fólgin.
8–9 millj.
skuldfærðar
af korta-
reikningum
Alþjóðlegt greiðslu-
kortasvindl teygir anga
sína hingað til Íslands
FIMM innbrot í bíla í Sundahverfi í
Reykjavík voru tilkynnt til lögregl-
unnar fyrir hádegi í gær. Í öllum til-
vikum hafði rúða verið brotin í bif-
reiðunum en þjófarnir sóttust helst
eftir geislaspilurum eða öðrum raf-
tækjum.
Lögreglan segir þjófana einnig
hrifsa með sér lausamuni, s.s. stað-
setningartæki og geisladiska.
Lögreglan hvetur fólk til að skilja
ekki eftir lausamuni í bifreiðum sín-
um. Reynslan sýni að það nægi ekki
að læsa bílunum því þjófarnir víla
ekki fyrir sér að brjóta rúður sjái
þeir eitthvað sem vekur áhuga
þeirra.
Mörg inn-
brot í bíla
♦ ♦ ♦