Morgunblaðið - 04.07.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 04.07.2001, Síða 1
149. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 4. JÚLÍ 2001 NÍRÆÐ kona fannst í banka- hvelfingu í Noregi í gærmorg- un, tæpum 17 klukkustundum eftir að lögreglan hóf mikla leit að henni. „Það var kalt og dimmt og óþægilegt. Ég verð að viður- kenna að ég var hrædd,“ sagði konan, en henni varð ekki meint af dvölinni í hvelfingunni. Konan er orðin heyrnardauf og heyrði því ekki þegar starfs- maður bankans spurði hvort einhver væri í hvelfingunni áð- ur en hann læsti henni. Bankastjórinn bað konuna afsökunar. Hann sagði að þjófavarnakerfið í hvelfingunni hefði átt að fara í gang og rann- sakað yrði hvers vegna það hefði ekki gerst. Læst inni í banka- hvelfingu Ósló. AP. AÐ MINNSTA kosti 145 manns létu lífið þegar rússnesk farþegavél hrap- aði um 20 km frá borginni Irkútsk í Síberíu síðdegis í gær. Flugvélin varð alelda á augabragði og enginn komst lífs af. Vélin var af gerðinni Tupolev TU-154 og í eigu flugfélagsins Vladi- vostokavia. Hún var á leiðinni frá Jekaterínburg í Úral-fjöllum til hafn- arborgarinnar Vladivostok í Austur- Rússlandi. Hún átti að hafa viðkomu í Irkútsk til að taka eldsneyti. Flugvélin gerði tvær tilraunir til lendingar á flugvelli Irkútsk áður en hún hrapaði en ekki var skýrt frá því í gær hvers vegna hún gat ekki lent. Hún hrapaði í skóg nálægt sumar- húsum í grennd við landamærin að Mongólíu. 135 farþegar voru í vélinni, auk tíu manna áhafnar. Vladímír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði rann- sókn á slysinu undir stjórn Ilja Kleb- anovs aðstoðarforsætisráðherra. 28 vélar af gerðinni Tupolev TU-154 hafa hrapað frá árinu 1968 þegar framleiðsla slíkra flugvéla hófst. Mörg flugfélög í fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna, Kína og á Kúbu nota vélar af þessari gerð. Flugslys í Síberíu Um 145 manns fórust Moskvu. AFP, AP. AP Hersýning í Mínsk SAMTÖK olíuútflutningsríkja, OPEC, samþykktu á fundi í Vín í gær að halda olíuframleiðslu aðildarríkj- anna óbreyttri þótt horfur væru á að Írakar hæfu olíuútflutning að nýju. Stjórn Íraks fagnaði því í gær að tilraunir Breta og Bandaríkjamanna til að endurskoða refsiaðgerðirnar gegn landinu virtust hafa farið út um þúfur eftir að þeir neyddust í fyrra- kvöld til að fresta atkvæðagreiðslu um málið í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna andstöðu Rússa. Írakar lýstu þessu sem sigri fyrir írösku þjóðina og íraskur embættis- maður í Vín sagði að þeir vildu nú hefja olíuútflutning að nýju „eins fljótt og mögulegt er“. Í tillögum Breta og Bandaríkja- manna er gert ráð fyrir því að við- skiptaþvinganir gegn Írak verði að mestu afnumdar, að vopnasölu und- anskilinni, en að eftirlit verði hert til að hindra olíusmygl. Írakar lýstu sig strax andvíga tillögunum og stöðvuðu olíuútflutning sinn í mótmælaskyni fyrir mánuði. Þeir vilja að refsiað- gerðunum verði algjörlega aflétt, án nokkurra skilyrða. Rússar tóku undir sjónarmið Íraka og hótuðu að beita neitunarvaldi gegn tillögunum í öryggisráðinu. Greiða átti atkvæði í fyrrakvöld en Bretar og Bandaríkjamenn fóru fram á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað þar sem ljóst var að tillögurnar næðu ekki fram að ganga. Olíuverð lækkar Þessi tíðindi urðu til þess að verð á Brent-hráolíu lækkaði um 42 sent á fatið í London í gær eftir að hafa lækkað um 60 sent í fyrradag. Á fundi OPEC í gær var rætt um þann möguleika að draga úr fram- leiðslunni til að koma í veg fyrir verð- hrun vegna mikilla birgða og minnk- andi eftirspurnar en Ali Rodriguez, framkvæmdastjóri samtakanna, sagði að ákveðið hefði verið að halda framleiðslunni óbreyttri. Nokkrir olíumálaráðherrar töldu ólíklegt að olíuútflutningur Íraka leiddi til frek- ari verðlækkana en sögðu að fram- leiðslan yrði minnkuð ef raunin yrði önnur. Öryggisráðið samþykkti einróma í gærkvöldi að framlengja heimild Íraka til að selja olíu fyrir matvæli um fimm mánuði. Olíuframleiðslu OPEC haldið óbreyttri Bagdad, Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP. SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, stóð einn síns liðs frammi fyrir ákæruvaldinu í gær og neitaði að svara ákæru um stríðs- glæpi. Sagði hann stríðsglæpadóm- stól Sameinuðu þjóðanna í Haag vera ólögmætan og að réttarhöldunum yfir sér væri aðeins ætlað að draga fjöður yfir glæpi Vesturlanda í Júgó- slavíu. Aðaldómarinn, Richard May, áminnti Milosevic hvað eftir annað um að þetta væri ekki vettvangur fyr- ir ræðuhöld og færði inn yfirlýsingu um sakleysi fyrir hönd Milosevic. Fjórar ákærur, sem birtar hafa verið Milosevic, lúta allar að glæpum sem framdir voru af hersveitum hans í Kosovo þegar barist var gegn Kosovo-búum af albönskum uppruna í héraðinu fyrir tveimur árum. May frestaði réttarhöldunum þar til dómsköp verða tekin fyrir í síðustu vikunni í ágúst. Milosevic er fyrsti þjóðhöfðinginn sem dómstóll Sam- einuðu þjóðanna ákærir fyrir stríðs- glæpi. Segir dómstólinn ólöglegan Milosevic var yfirvegaður en sýndi þó stundum mótþróa, þær 12 mínútur sem upptaka málsins tók. Öryggisverðirnir tveir sem fylgdu honum urðu þó að ýta við honum til að hann stæði á fætur þegar dóm- ararnir þrír gengu í salinn. Hann mælti af einbeitingu þegar May spurði hvort hann vildi endurskoða þá ákvörðun að koma fyrir dóminn án þess að hafa lögfræðinga sína við- stadda. „Ég lít á þennan dómstól sem falskan dómstól og ákærurnar sem falskar ákærur,“ svaraði Milosevic. „Hann er ólöglegur, því hann er ekki tilnefndur af allsherjarþingi SÞ. Ég hef því enga þörf fyrir að kalla til lög- fræðing fyrir ólöglega stofnun.“ May bað hann síðan að svara ákær- unni. Þess í stað sagði Milosevic á serbó-króatísku: „Markmið þessara réttarhalda er að búa til falsaða rétt- lætingu á þeim stríðsglæpum sem NATO framdi í Júgóslavíu.“ Dómar- inn ítrekaði beiðni sína en Milosevic svaraði: „Ég er búinn að gefa svar.“ Auk ákæra fyrir glæpi gegn mann- kyninu í tengslum við átökin í Kosovo er þess vænst að dómstóllinn ákæri Milosevic í október nk. fyrir glæpi sem framdir voru í Króatíu og Bosníu-Herzegóvínu. Bardögunum í Kosovo lauk eftir 78 daga sprengju- árásir Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem neyddu Júgóslava til að láta héraðið af hendi til Sameinuðu þjóðanna og friðargæsluliða undir stjórn NATO. Milosevic hefur ítrekað haldið því fram að fyrir sér hafi einungis vakað að bjarga þjóð sinni undan vestrænu oki og að heimurinn hafi virt að vett- ugi „glæpi“ sem NATO hafi framið, þ. á m. árásir á óbreytta borgara. Ekki er líklegt að dómstóllinn taki vel í þær fullyrðingar Milosevic að eini glæpurinn sem hann hafi framið hafi verið að standa uppi í hárinu á NATO. Milosevic vonast aftur á móti til þess að vinna sér með þessu móti fylgi heimafyrir. Milosevic viðurkenndi lögmæti dómstólsins í Haag þegar hann sem forseti Serbíu undirritaði Dayton- samkomulagið 1995 um lok stríðsins í Bosníu. Samkvæmt samningnum var stjórn hans skuldbundin til samstarfs við dómstólinn. Milosevic vill ekki svara ákæru um stríðsglæpi Neitar að viður- kenna dómstólinn Reuters Slobodan Milosevic fyrir stríðs- glæpadómstól SÞ í gær. HVÍT-Rússar minntust þess í gær að 57 ár eru liðin frá því að hernámi þýskra nasista í Hvíta-Rússlandi lauk og af því tilefni var efnt til her- sýningar í miðborg Mínsk. Alexand- er Lúkashenko, forseti landsins, virðir hér fyrir sér loftvarnaflaug- ar á sýningunni. Haag. AP.  Gæti reynst erfitt/19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.