Morgunblaðið - 04.07.2001, Page 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isOlga Færseth setti
nýtt markamet / B1
Stefnt á A-riðil á
Evrópumótinu í golfi / B1
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðs-
dóms Reykjavíkur dæmdi í gær
karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir
nauðgun og líkamsmeiðingar á
sambýliskonu sinni í sumarhúsi í
Helgafellssveit sumarið 1999, sem og
fyrir innbrot og eignarspjöll á
íbúðarhúsnæði við Hólaberg í
Reykjavík. Honum var auk þess gert
að greiða konunni eina milljón króna
í miskabætur auk sakarkostnaðar.
Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa
valdið konunni líkamsmeiðingum en
neitaði að hafa þröngvað henni til
kynmaka. Dómurinn taldi hins vegar
framburð konunnar og önnur gögn
benda til annars. Þá játaði maðurinn
að hafa brotist inn í íbúðarhúsnæðið
og valdið þar tjóni. Fram kemur í
dómnum að brotaþoli hafi borið öll
merki alvarlegs líkamlegs og kyn-
ferðislegs ofbeldis og því var þeirri
varnarástæðu ákærða, að hann hefði
lifað miklu og hörðu kynlífi með
brotaþola, með öllu hafnað.
Ákærði á að baki langan sakaferil
og hefur hann frá árinu 1992 hlotið
20 refsidóma fyrir ýmiss konar af-
brot.
Héraðsdómur var skipaður Valtý
Sigurðssyni dómsformanni og hér-
aðsdómurunum Helga I. Jónssyni og
Kristjönu Jóndóttur. Fyrir hönd
ákæruvaldsins sótti málið Sigríður
Jósefsdóttir saksóknari en verjandi
ákærða var Kristján Stefánsson hrl.
Fangelsi í 3 ár
fyrir nauðgun og
líkamsmeiðingar
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti í gær að fela fjármáladeild
borgarinnar að endurskoða álagn-
ingarprósentu fasteignagjalda, með
það að markmiði að endurskoðað
fasteignamat leiði ekki til þess að
heildarálögur á Reykvíkinga hækki.
Þá beinir borgarráð því til við-
skiptaráðherra að afskrift bruna-
bótamats, eins og hún er útfærð í
endurskoðuðu mati á grundvelli
lagabreytingar frá 1999, verði tekin
til endurskoðunar. Brunabótamat
fasteigna í Reykjavík lækkar um
13% að meðaltali í endurskoðuðu
mati.
Á fundi borgarráðs í gær var lagt
fram minnisblað fjármáladeildar um
áhrif endurskoðaðs fasteignamats
sem kynnt var í síðustu viku og tek-
ur gildi þann 15. september nk.
Meðalhækkun fasteignamats í
Reykjavík var 15%. Fasteignamat
lóða hækkar í nýju mati um 27% og
fasteignamat húsa um 13%.
Endurmatið hefur áhrif á tekjur
borgarsjóðs hvað fasteignaskatt,
lóðaleigu og holræsagjald varðar.
Miðað við óbreytta álagningarpró-
sentu myndu tekjur af fasteigna-
sköttum íbúðarhúsnæðis hækka um
16,6%, eða rúmar 70 milljónir króna
og um tæp 13% af atvinnuhúsnæði
eða 22 milljónir. Þá myndi lóðarleiga
af íbúðarhúsnæði hækka um tæp
60% en lækka um rúm 2% af at-
vinnuhúsnæði. Holræsagjald myndi
hækka um rúm 16% af íbúðarhús-
næði og um 13% af atvinnuhúsnæði.
Heildarálögur á
borgarbúa aukist ekki
Álagningarprósenta fasteignagjalda endurskoðuð
„KRUMMI veit greinilega hverjum
hann má treysta,“ sagði Jón Gunn-
ar Ottósson, forstjóri Nátt-
úrufræðistofnunar, en hrafnapar
hefur undanfarna daga athafnað
sig á húsþakinu á heimili Jóns og
Margrétar Frímannsdóttur alþing-
ismanns við Íragerði á Stokkseyri.
Hrafninn útbjó sinn laup í
tækjasamstæðu við hraðfrysti-
húsið á Stokkseyri skammt frá
heimili Jóns og Margrétar og fyrir
10 dögum kom hann með ungana
þegar þeir urðu fleygir en það
mun vera háttur krumma að flytja
ungana úr hreiðrinu í um 500
metra fjarlægð þegar þeir eru
orðnir fleygir.
„Hann kemur með ungana um
hálfsjö eða sjö á kvöldin, sest með
þeim á þakið og kemur þeim fyrir
þar. Hann fylgist síðan með þeim
úr fjarlægð og fer síðan. Þarna
húktu þeir síðan án þess að hreyfa
sig þangað til þeir voru sóttir á
morgnana, alltaf á sama tíma,
klukkan hálfsex. Þá voru ógurleg
læti á þakinu, fagnaðarlæti í ung-
unum sem síðan fóru með foreldr-
unum rétt fyrir klukkan sex. Svo
sá maður þá koma hingað aftur
næsta kvöld,“ sagði Jón Gunnar
Ottósson.
Hann fylgdist vel með hegðun
krumma sem er í merki Nátt-
úrufræðistofnunar og var nýlega
settur á válista yfir fugla í útrým-
ingarhættu. Vel má vera að
krummi sé að launa Jóni Gunnari
þessa liðveislu.
„Foreldrarnir láta ungana vera
eina á nóttunni og það virðist vera
til þess að ýta undir sjálfstæði
þeirra og sjálfsbjargarviðleitni.
Það er vitað að foreldrarnir eru
með ungunum í 3-4 vikur eftir að
Hrafnsungar á þaki húss forstjóra Náttúrufræðistofnunar
Krummi
veit hverj-
um má
treysta
Morgunblaðið/Jón Sig
Jón Gunnar Ottósson við hrafnshreiðrið.
þeir eru orðnir fleygir. Mér finnst
gaman að þessu, að hann skyldi
velja mitt hús þar sem hann er jú í
merki stofnunarinnar. Það hefur
svo aftur flogið í gegnum hugann
að ef þetta hefði gerst fyrr á öld-
um væri sennilega búið að brenna
mann fyrir galdrakukl,“ sagði Jón
Gunnar Ottósson, krummavinur á
Stokkseyri.
Stokkseyri. Morgunblaðið.
Í GÆR var kveðinn upp úrskurður í
Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem
upp kom vegna synjunar sýslu-
mannsins í Reykjavík um lögbanns-
beiðni þess efnis að Jóhann Óli Guð-
mundsson nýti þau hlutabréf í
Lyfjaverslun Íslands hf., eða ráðstafi
þeim til annarra, sem hann fékk 20.
síðasta mánaðar í skiptum fyrir fyr-
irtækið Frumafl hf.
Sækjendur í málinu, þeir Lárus L.
Blöndal, Aðalsteinn Karlsson og
Guðmundur A. Birgisson, gerðu
kröfu um það fyrir dómnum að
ákvörðun sýslumannsins um að
synja lögbannsbeiðninni yrði felld úr
gildi og að lagt yrði fyrir sýslumann
að leggja lögbann á í samræmi við
fyrirliggjandi beiðni þar um. Hér-
aðsdómur hafnaði kröfunni en felldi
niður málskostnað.
Verðmatið einstaklingsbundið
Í rökstuðningi með dómnum segir
að stjórn Lyfjaverslunar hafi full-
nægt lagaskilyrðum um verðmat á
andvirði Frumafls. Þar segir enn
fremur að sönnunarbyrðin fyrir því
að sérfræðiskýrsla, sem stjórn
Lyfjaverslunar hafi látið gera um
verðmæti Frumafls, sé röng, hvíli á
sækjendum málsins. Dómurinn get-
ur þess að þeir hafi vísað í álitsgerð-
ir, meðal annars álit Helga V. Jóns-
sonar, hæstaréttarlögmanns og
löggilts endurskoðanda, um að
greiðsla Lyfjaverslunar fyrir Frum-
afl sé í engu samræmi við raunvirði
félagsins. En dómurinn segir:
„Ekkert af því sem sóknaraðilar
hafa lagt fram, hnekkir í raun sér-
fræðiskýrslu þeirri, sem stjórn
[Lyfjaverslunar Íslands] lét gera.
Um er að ræða mat á ýmsum ófjár-
hagslegum verðmætum, s.s. við-
skiptavild og viðskiptasamböndum,
samkeppnisforskoti, stækkunar-
möguleikum o.s.frv.
Því gefur augaleið, að mat á þess-
um verðmætum hlýtur að verða ein-
staklingsbundið.“
Dómurinn fjallar einnig um tvo
stjórnarfundi, annan haldinn 11. og
hinn 20. júní. Hann gerir ekki at-
hugasemdir við fundinn 11. júní, sem
haldinn var í gegnum síma, en segir
að seinni fundurinn orki fremur tví-
mælis. Þetta var sá fundur þar sem
ákvörðun var tekin um að afhenda
Jóhanni Óla Guðmundssyni hluta-
bréfin í Lyfjaversluninni í skiptum
fyrir Frumafl. Dómurinn segir hins
vegar að stjórnarformaður félagsins
hafi metið aðstæður svo, að nauðsyn-
legt hafi verið að halda fundinn og
beri honum að svara fyrir þá ákvörð-
un sína á fyrirhuguðum hluthafa-
fundi í félaginu. Þá segir dómurinn
að á það beri að líta að varnaraðili
hafi engan hlut átt að boðun á stjórn-
arfundinn. Af þessum sökum þykir
dómnum ekki tilefni til að ógilda
ákvörðun stjórnarfundarins 20. júní.
Jón Steinar Gunnlaugsson er lög-
maður sækjenda málsins og segir
hann að rík efni séu til að kæra úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur til
Hæstaréttar og að það hafi þegar
verið gert. Í því felist að hann telji að
úrskurðurinn standist ekki og á því
sé byggt í kærunni.
Vegna kaupa á Thorarensen lyfj-
um ehf. og Frumafli hf. hefur stjórn
Lyfjaverslunar Íslands hf. gefið út
nýtt hlutafé að nafnvirði 220 m.kr.
Hið nýja hlutafé hefur verið skráð
á Aðallista Verðbréfaþings Íslands.
Skráð hlutafé Lyfjaverslunarinnar
eftir hækkunina er 600 milljónir
króna að nafnvirði.
Lokagengi hlutabréfa í Lyfja-
versluninni var 5,20 á Verðbréfa-
þingi Íslands í gær. Markaðsvirði
félagsins er því 3.120 milljónir króna.
Lögbannsbeiðnin fer fyrir Hæstarétt
Synjun um lögbann
ekki felld úr gildi
Verðmæti/17