Morgunblaðið - 04.07.2001, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.07.2001, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 11 BÆNDAFERÐIR KYNNA: HAUST 5 25.-28. okt. Flug snemma dags til Dublínar. Þaðan verður ekið til Waterford á S-Írlandi. Þar verður gist í þrjár nætur. Farnar skoðunarferðir. Í Water- ford er verðlag með því hagstæðasta sem gerist á Írlandi. Nokkur sæti laus í eftirtöldum ferðum: SUMAR 10 3.-16. sept. Austurríki-Sviss-Frakkland-Þýskaland (Svartiskógur og Rín). 4 sæti. HAUST 3 18.-29. okt. Þýskaland og Ítalía. 6 sæti. HAUST 4 28. okt.-4. nóv. Mosel og Rín. 12 sæti. Verð ferða frá kr. 48.000 til kr. 84.600 Nánari upplýsingar um ferðirnar í símum 533 1335 og 588 6506. Bændaferðir, Byggðarenda 2 HAUST 5 HAUST 3 SUMAR 10 HAUST 4 EKKI er grundvöllur fyrir alhliða verslun nema á 4-5 stöðum á landinu, að mati Jóhannesar Jónssonar, kaup- manns í Bónusi, en hann flutti fram- söguerindi á ársfundi Byggðastofn- unar á Selfossi í gær. Hann rakti þar framtíðarsýn sína í verslun hér á landi og vöktu ýmis ummæli Jóhannesar athygli á fundinum og hleyptu þau af stað fjörugum umræðum. Svæðin sem Jóhannes hafði í huga voru suðvesturhornið, að Suðurlandi og Vesturlandi meðtöldu, Vestfirðir með Ísafjörð sem miðpunkt, Akureyri sem miðpunktur Norðurlands og Egilsstaðir fyrir Austfirði. Að hans mati getur matvöruversl- un á borð við Bónus ekki gengið nema í 4-6 þúsund manna byggðarlagi, ef bjóða á upp á sanngjarnt verðlag. Tel- ur Jóhannes að verslun í 800 til 1000 manna byggðarlagi með 8 milljóna króna veltu geti ekki borið sig og eina úrræðið sé að koma upp netverslun með dagvörur til fámennari staða á landinu. „Ef mannlíf á að geta þrifist í hinum dreifðu byggðum þá held ég að fólk verði að getað náð í sínar daglegu lífsnauðsynjar á hentugan og örugg- an hátt. Innan Baugs höfum við verið að þróa netverslun með dagvörur sem gæti orðið staðreynd seinna á árinu. Við ættum þá að geta dreift dagvöru vítt og breitt um landið eftir því sem ferðir gefast,“ sagði Jóhannes. Hugmynd Baugs er að setja upp stöðvar víðs vegar um land, í sam- starfi við fyrirtæki sem einstaklinga, sem fólk getur leitað til, farið yfir vörulista og pantað það sem til heim- ilisins vantar. Greiðsla færi þá fram með rafrænum hætti. Jóhannes sagði að þetta væri hið eina sem sér dytti í hug til að gera mannlífið bærilegra á fámennari stöðum á landinu. „Við hjá Baugi höfum fullan hug á því, og teljum okkur það skylt í krafti stærðarinnar, að gera eitthvað í þessa veru til að efla mannlíf á sem breið- ustum grunni um allt land,“ sagði Jó- hannes ennfremur. Að erindi sínu loknu fékk Jóhannes margar fyrirspurnir, m.a. frá stjórn- armönnum Byggðastofnunar og þing- mönnum á landsbyggðinni, núverandi sem fyrrverandi, sem hugnaðist ekki framtíðarsýn kaupmannsins. Þannig sagði sr. Gunnlaugur Stef- ánsson að Heydölum og stjórnarmað- ur í Byggðastofnun, að hugmyndir Jóhannesar um netverslunina minntu sig á gamla tíma þegar fólk til sveita gat pantað vörur úr kaupfélaginu af sérstökum lista og sótt vörurnar svo á brúsapallinn daginn eftir eða síðar. Gunnlaugur sagði að þetta gæti ekki verið að endurtaka sig, að „brúsa- palli“ í formi netverslunarstöðvar yrði komið fyrir í hverju þorpi. Fólk vildi versla meðal fólks og komast í snert- ingu við vöruna sem það keypti. Auðvelda mætti fyrirtækjum aðgang að lánsfé Guðmundur Kr. Tómasson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Íslands- banka, flutti einnig erindi á ársfund- inum. Hann fjallaði þar m.a. um áherslur bankans í lánveitingum og sagði hann staðsetningu fyrirtækja engu skipta um hvort þau fengju lán eða ekki. Bankinn ynni eftir stöðluðu ferli í þeim efnum. Viðskiptalegar for- sendur lægju þar að baki, ekki byggðasjónarmið. „Eitt af markmiðum í starfsemi Byggðastofnunar er að styrkja eða jafna stöðu landsbyggðarinnar gagn- vart höfuðborgarsvæðinu. Í ljósi þess mætti e.t.v. velta fyrir sér hvort sú leið væri að einhverju marki fær að Byggðastofnun veitti innlendum bönkum ábyrgð á lánum til minni fyr- irtækja á landsbyggðinni eða fyrir- tækja með stutta eða enga rekstrar- sögu. Slíkt fyrirkomulag gæti auðveldað fyrirtækjum aðgang að lánsfjármagni. Önnur leið að sama marki væri að Byggðastofnun tæki meiri áhættu í lánveitingum sínum til fyrirtækja en bankar og sparisjóðir, með því að fallast á 10-20% hærra veðhæfi en bankarnir gera,“ sagði Guðmundur. Netverslun fyrir fámenna staði Jóhannes Jónsson í Bónus hleypti af stað fjörugum umræðum á ársfundi Byggðastofnunar VEIÐI hófst í Svartá eftir hádegið á sunnudaginn og á hádegi í gær lauk fyrsta hollið veiðum. Lágu þá sex laxar í valnum, þar af tveir 11–12 punda. Þetta þykir mönnum allgóð byrjun í Svartá, sem oft er sein til. Allir laxarnir veiddust uppi í á, þ.e.a.s. enginn veiddist í Ármótum, þar sem áin fellur í Blöndu, en þar er iðulega einna drýgst að veiða. Þar sáu menn fiska einungis stökkva. Aðeins er veitt á flugu í Svartá og gaf gamla góða Frances þrjá laxa. Ýmis tíðindi Búðardalsá var opnuð síðdegis á sunnudag og veiddust þrír laxar þar í opnun. Fyrsti laxinn er einnig kominn á land úr Miðá í Dölum, 5 pundari sem tók rauða Frances ör- túpu númer 16 með keilukolli. Þetta ku lofa góðu, en lítið vatn er þó í ám vestur í Dölum. Straumfjarðará er að koma til, að sögn eins leigutakans, Ástþórs Jó- hannssonar í Dal. „Þetta hefur ver- ið erfitt, en það er að lyftast brúnin á mönnum og kominn fiskur um allt, meira að segja upp fyrir nýja laxastigann,“ sagði Ástþór. Veiðileyfasala á Netinu Það færist mjög í vöxt að menn geti fest sér veiðileyfi á Netinu. Hjá nat.is er unnið að því að ná inn sem flestum veiðileyfasölum og þar eru nú þegar komnir Veiðiþjónustan Strengir og Lax-á. „Ég stefni að því að á einum stað geti menn séð allan markaðinn. Þessir aðilar eru flestir með þetta efni inni á síðum sínum, en stefnan er að á nat.is geti menn séð allan pakkann,“ sagði Birgir Sum- arliðason hjá nat.is í samtali við Morgunblaðið. Þess má geta í sömu andrá, að Stangaveiðifélag Reykjavíkur hef- ur sett upp netverslun með sín lausu veiðileyfi og þar er slóðin www.svfr.is. Veiði byrjar vel í Svartá ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Pálmi Gunnarsson þreytir væna bleikju í ármótum Brunnár og Sandár. FJÖGUR ungmenni á aldrinum 17–18 ára, þrír piltar og ein stúlka, voru handtekin af lögregl- unni í Selahverfi í Kópavogi um klukkan rúmlega þrjú aðfaranótt þriðjudags vegna gruns um inn- brot í bifreið og þjófnað. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Kópavogi náðust ung- mennin skammt frá vettvangi og fannst þýfið m.a. í bifreið þeirra. Voru þau yfirheyrð í gærdag og telst málið upplýst en tveir pilt- anna eru þekktir hjá lögreglunni. Fjögur ungmenni hand- tekin fyrir innbrot

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.