Morgunblaðið - 04.07.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.07.2001, Qupperneq 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ er til ráða þegar takast skal á við sígild leikhúsverk? Góðir leikhúsmenn geta staðsett sig ein- hvers staðar á milli tveggja póla: annars vegar að setja verkið upp eins og halda mætti að höfundurinn hefði séð það fyrir sér á sviði – jafn- framt því að gefa áhorfendum nýja og ferska sýn á verkið – eða hins vegar að láta hefðina lönd og leið og vinna sýninguna út frá eigin brjóst- viti og listrænum hughrifum sem verkið vekur. Íslenskir áhorfendur fengu að sjá fyrstu hefðbundnu upp- færsluna á Fröken Júlíu 1924 hjá Leikfélagi Reykjavíkur en þurftu að bíða til 1976 til að fá að sjá nýstár- legri útfærslu, þá í anda Grotowskis: Fröken Júlía – alveg óð var í leik- stjórn Ingu Bjarnason og Nigel Watson sem léku jafnframt í verkinu ásamt Sólveigu Halldórsdóttur. Skemmst er að minnast sýningar Al- þýðuleikhússins 1992 sem notaðist við titilinn Fröken Julie og þýðingu Einars Braga. Sigrún Valbergsdótt- ir leikstýrði þar á hefðbundnum nót- um. Þó að Fröken Júlía hafi þótt bylt- ingarkennt og hneykslanlegt leikrit þegar það var frumsýnt 1888 þá er það „óskaplega gamaldags verk,“ eins og Matthías Johannessen komst að orði í Mbl. 26. nóv. 1995, en bætir svo við: „Samt hefur það enzt nokkuð vel.“ „Að sjálfsögðu eru bjórar í Fröken Júlíu og Föðurnum; miklir bjórar sem skipta okkur máli vegna þess að höfundurinn er mikið skáld. En verkin eru ekki brýn að sama skapi og þau voru. Þau eru félagslega dauð ef svo mætti segja, bergmálsleg áminning úr öld sem er umhverfi okkar framandi.“ Hættan sem felst í því að setja verkin upp á forsendum ritunartímans er að nú- tímaáhorfendur finni engan sam- hljóm með persónunum – hættan sem felst í því að notast einungis við verkin sem útgangspunkt fyrir vinnu listamannanna sem að sýning- unni standa er að tengslin við upp- haflega merkingu verksins rofni al- gjörlega. Kúnstin er að fara bil beggja, finna nýjan og áhugaverðan flöt á verkinu jafnframt því að vera því trúr en finna um leið útrás fyrir allar listrænar hvatir sínar. En af hverju er sérstök ástæða til að velta vöngum yfir ofangreindu núna? Jú, einmitt á laugardagskvöld var frumsýnd mjög áhugaverð sýn- ing byggð á Fröken Júlíu Strind- bergs; Fröken Júlía – enn og aftur alveg óð. Sigrún Sól Ólafsdóttir hef- ur þýtt verkið að nýju og fer á stundum frjálslega með textann (sérstaklega skemmtilegur útúr- snúningur með hamsturinn). Það er ekki útlokað að hún hafi orðið fyrir einhverjum áhrifum af mynd Mike Figgis, Miss Julie frá 1999. Hvað um það, hér er texti Strindbergs not- aður, næstum í heild sinni, og aðeins bætt við stuttum enskum og frönsk- um lagatextum. Þar sem sérhver ís- lenskur meðaláhorfandi hefur séð einhverja eftirlíkingu af þessu verki Strindbergs, a.m.k. ótalmörgum sinnum verk í sama stíl, ætti honum að vera ljóst – út frá þýðingu Sig- rúnar Sólar með augljósum frávik- um – hvernig verkið liti út á sviði sett upp með hefðbundnu sniði. Hér kraumar nefnilega snilld Strind- bergs hvarvetna undir yfirborðinu; leikararnir komast ekki hjá því að skila henni þrátt fyrir óhefðbundnar aðferðir. Stærsti kosturinn við sýninguna er hve aðstandendur hennar njóta sín vel. Hér ríkir óheft tjáningar- frelsi – frelsi sem kallar fram allt hið besta í listamönnunum, frelsi sem eðli málsins vegna tapast strax og komið er inn fyrir veggi stofnana- leikhúsanna. Hér fá allir að leggja sig alla fram, hér er ekkert sem hindrar og enginn sem hefur alræð- isvald yfir öðrum. Sýningar af þessu tagi eru sjaldgæfar í íslensku leik- húslífi; þeirra er helst að vænta í tengslum við nútímadans. Þessi sýn- ing er þar engin undantekning, eina hópatriðið er danskennt auk þess sem allar persónurnar taka einhvern tíma sporið í sýningunni. Aftur á móti eru dansatriðin hér undantekn- ing frekar en regla þó að hreyfingar leikaranna séu alltaf úthugsaðar. Rúnar Guðbrandsson nálgast verkefni sín á annan hátt en flestir aðrir íslenskir leikstjórar. Líkams- beitingin gegnir mun veigameira hlutverki í túlkun hans. Það er greinilegt að þessi nálgun á betur við Árna Pétur Guðjónsson en hefð- bundin leikhúsvinna, styrkur hans sem leikara er fyrst og fremst fólg- inn í hvernig hann notar líkamann sem tæki til að túlka tilfinningar og skapa hughrif. Hér kemur menntun hans og reynsla sér best og Árni blómstrar í hlutverki Kristins kokks sem hann túlkar af miklum krafti og fjölbreytileika án þess þó að skilja algerlega við hina upphaflegu per- sónu Kristínar eldabusku. Þjónninn Jean hefur einnig skipt um kyn í þessari sýningu og heitir hér Jenný. Í stað þess að segja einhvern sann- leika um ástir samkynhneigðra kvenna ýta þessi umskipti enn frek- ar undir tilfinninguna að Jenný sé sterkari aðilinn í sambandi hennar við fröken Júlíu, en á nítjándu öld má ætla að áhorfendur tækju yfir- burði karlmannsins Jeans sem gefn- um hlut, að frátalinni félagslegri stöðu hans. Sigrún Sól Ólafsdóttir skemmtir sér konunglega við að túlka þessa sterku konu, en hún virðist ekki girnast fröken Júlíu kynferðislega heldur miklu fremur vilja ná yfirráðum yfir henni og að lokum niðurlægja hana og eyði- leggja. Pálína Jónsdóttir leikur frök- en Júlíu og gerir hlutverkinu ein- staklega góð skil. Hún náði vel að fylgja frökeninni í geðsveiflunum niður í öldudali örvæntingar og upp á tinda stórlætisins auk þess sem hreyfingar hennar voru agaðar og söngurinn góður. Þarna hafa þessir þrír leikarar skapað sér drauma- hlutverk þar sem hver og einn getur sýnt það sem í honum býr. Mikil samvinna var á milli hönn- uða búninga, leikmyndar og ljósa, enda er útlit sýningarinnar sláandi fallegt og heildstætt. Tónlist eftir Pálma J. Sigurhjartarson átti vel við anda verksins og hópatriðið var full- komið uppbrot á togstreitunni milli þremenninganna. Sýningin er umfram allt vandlega unnin, nýstárleg, skemmtileg og skapandi. Hér eru til staðar þær for- sendur sem þurfa að vera til staðar til að byggja vel heppnaða sýningu á sígildum grunni: þor, þroski og óheft sköpunargleði og með þetta þrennt að leiðarljósi hafa þeir sem að sýn- ingunni standa fengið algjöra list- ræna útrás. Að finna listrænum hvötum sínum útrás Morgunblaðið/Sigurður Jökull „Pálína Jónsdóttir leikur fröken Júlíu og gerir hlutverkinu einstaklega góð skil,“ segir Sveinn Haraldsson m.a. í umsögn sinni um sýninguna. Í baksýn sést í Árna Pétur Guðjónsson, sem lék Kristin. LEIKLIST E i n l e i k h ú s i ð í S m i ð j u n n i Höfundur: August Strindberg. Þýð- ing: Sigrún Sól Ólafsdóttir. Tónlist: Pálmi J. Sigurhjartarson. Leik- stjórn: Rúnar Guðbrandsson. Útlits- hönnun: Egill Ingibergsson (ljósa- hönnuður), Kristína R. Berman (búningahönnuður) og Móeiður Helgadóttir (leikmyndahönnuður). Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Pálína Jónsdóttir og Sigrún Sól Ólafsdóttir. Leikendur í hópatriði: Aino Freyja Järvelä, Árni Pétur Reynisson, Einar Rafn Guðbrands- son, Einar Þ. Samúelsson, Gísli B. Heimisson, Guðjón Óskarsson, Guð- mundur Elías Knutsen, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Helgi Ró- bert Þórisson, Huld Óskarsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Júlía Hannam, Kolbrún Anna Björns- dóttir, Linda Sif Þorláksdóttir, Þor- lákur Lúðvíksson og Þóra Bryndís Þórisdóttir. Laugardagur 30. júní. FRÖKEN JÚLÍA – ENN OG AFTUR ALVEG ÓÐ – Sveinn Haraldsson SUMARTÓNLEIKAR í Skálholts- kirkju, elsta sumartónlistarhátíð landsins, verður haldin í tuttugasta og sjöunda sinn í sumar. Boðið er upp á tónleika fimm helgar í júlí og ágústmánuði og hefst hátíðin laug- ardaginn 7. júlí. Að vanda er lögð áhersla á flutning íslenskrar kirkju- tónlistar, svo og barokktónlistar. Tvær fyrstu helgarnar ræður ís- lensk tónlist ríkjum. Staðartónskáld sumarsins eru þau Jón Nordal og Karólína Eiríksdóttir. Það er söng- hópurinn Hljómeyki undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar sem sér um flutning verka Jóns Nordal fyrstu tónleikahelgina, 7. og 8. júlí. Einnig flytur Lenka Mátéová fyrstu helgina orgelverk eftir Petr Eben og Hljóm- eyki ásamt með Lenku flytja verkið Dýrðin og draumurinn eftir Richard Rodney Bennett. Önnur helgin, 14. og 15. júlí, er til- einkuð Karólínu Eiríksdóttur. Verk hennar fylla tvær efnisskrár og spanna tímabilið 1979-2001. Flutt verða söng- og einleiksverk fyrir fiðlu og þættir úr verkinu Maður lif- andi, óperuleik um dauðans óvissan tíma. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir Karólínu fyrir einsöngv- ara, kór, óbó, víólu, selló og sembal. Bachsveitin í Skálholti Þriðju tónleikahelgina 28. og 29. júlí flytur Bachsveitin í Skálholti konserta og kammerverk frá bar- okktímanum. Leiðari Bachsveitar- innar s.l. sjö sumur hefur verið hol- lenski fiðluleikari Jaap Schröder. Einleikari með Bachsveitinni er Pet- er Tompkins óbóleikari. Það eru verk eftir Henry Purcell og Johann Sebastian Bach sem munu hljóma í Skál- holtskirkju um versl- unarmannahelgina 4.-6. ágúst. Ítalski sönghópur- inn Schola Gregor- iana Virorum undir stjórn Alberto Turco ásamt orgelleikaran- um Giancarlo Parodi mun flytja gregors- söng og forna kirkju- söngva á síðustu tón- leikahelginni, 11. og 12. ágúst. Einnig flyt- ur Giancarlo Parodi, einn fremsti orgel- leikari Ítala, orgel- verk eftir tónskáld endurreisnar- og barokktímans. Námskeið í gregorssöng Með ítölsku gestunum kemur munkurinn Dom Daniel Saulnier O.S.B. en hann mun halda námskeið í gregorssöng á vegum Stofnunar í helgisiðafræðum í Skálholti 9. og 10. ágúst. Einnig flytur hann erindi um gregorssöng í Skálholtsskóla laugar- daginn 11. ágúst. Aðrir fyrirlesarar í sumar verða sr. Gunnar Björnsson, en hann mun fjalla um Hallgrím Pétursson, skáld- skap hans og samtíma 7. júlí, Karó- lína Eiríksdóttir mun kynna eigin verk laugardaginn 14. júlí, sr. Sig- urður Sigurðarson vígslubiskup seg- ir frá Þorláki helga og áhrifum hans á sögu Skálholtsstaðar 28. júlí og 4. ágúst mun Jaap Schröder fjalla um Henry Purcell og upphaf fiðluleiks á Englandi á 17. öld. Í tengslum við síðustu tónleika- helgina verður haldin handritasýn- ing í Skálholtskirkju á vegum Stofn- unar í helgisiðafræðum. Einnig stendur yfir myndlistarsýning í Skálholtsskóla nú í sumar þar sem gefur að líta listaverk eftir staðar- listakonurnar Önnu Torfadóttur og Þorgerði Sigurðardóttur. Tónleikatími Tónleikarnir verða haldnir í Skál- holtskirkju kl. 15 og 17 á laugardög- um og kl. 15 á sunnudögum. Sum- artónleikarnir styrkja helgihald í Skálholtskirkju með þátttöku tón- listarmanna í messum, sem verða á sunnudögum kl. 17 en tónlistarflutn- ingur hefst kl. 16:40 fyrir messu. Að- gangur að öllum tónleikum og fyr- irlestrum er ókeypis. Jón Nordal og Karólína Eiríksdótt- ir staðartónskáld Jón Nordal Karólína Eiríksdóttir Sumartónleikar í Skálholtskirkju ARI Páll Kristinsson, forstöðumað- ur Íslenskrar málstöðvar, heldur fyrirlestur í dag, miðvikudag, kl. 15– 16.30 í Norræna húsinu. Fyrirlest- urinn nefnist Ís- lenskt mál og málstefna og er í fyrirlestraröðinni Menning, mál og samfélag. Ari Páll fjallar um ís- lenska tungu og málrækt. Að fyr- irlestrinum lokn- um svarar hann spurningum við- staddra. Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku. Fyrirlestur um íslenska tungu Ari Páll Kristinsson LISTASAFN Reykjavíkur hefur þekkst boð utanríkisráðuneytisins og sendiráðsins í Berlín um að setja upp sýningu í sameiginlegri funda- og upplýsingamiðstöð norrænu sendi- ráðanna í Berlín dagana 5. júlí til 26. ágúst. Sýningin sem varð fyrir valinu er Gullpensillinn en hún var á sýningu Listasafns Reykjavíkur – Kjarvals- staða frá janúar til mars á þessu ári. Gullpenslana skipa Birgir Snæ- björn Birgisson, Eggert Pétursson, Georg Guðni Hauksson, Hallgrímur Helgason, Helgi Þorgils Friðjónsson, Sigurður Árni Sigurðsson, Þorri Hringsson, Daði Guðbjörnsson, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Jóhann L. Torfason, Jón Bergmann Kjartans- son, Kristín Gunnlaugsdóttir, Sigríð- ur Ólafsdóttir og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Hin sjö síðastnefndu verða viðstödd opnun sýningarinnar auk forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, Eiríks Þorlákssonar. Gullpensl- ar í Berlín EYÞÓR Ingi Jónsson organisti held- ur tónleika í Breiðholtskirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Þar mun hann spila tónlist eftir J.S. Bach, Dietrich Buxtehude, Francois Cou- perin, Felix Mendelssohn og útsetn- ingar á sænskum þjóðlögum. Eyþór er nú við nám við kirkjutónlistar- deild Tónlistarháskólans í Piteå í Svíþjóð en hefur starfað víða um land sem organisti, kórstjóri og kennari. Aðgangseyrir er 800 kr. Orgeltón- leikar í Breið- holtskirkju ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SLÓÐ fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson kom nýlega út á Ítalíu og hafa umsagnir þarlendra blaða verið lofsamlegar. Í Corriere della Sera sagði meðal annars að kaflar úr bókinni væru „nánast ógleym- anlegir“, gagn- rýnandi Il Tempo ritaði að bókin gripi lesandann og í Gazzetta di Parma sagði að sagan væri „undurfagurt dæmi um eintal sálarinnar“. Nú hefur einnig verið gengið frá samningum um út- gáfu á Slóð fiðrildanna til Portúgal og Kína. Þar með hefur rétturinn á bók- inni verið seldur til tíu landa frá Bandaríkjunum til Austur-Asíu. Það er Temas & Debates sem gefur bók- ina út í Portúgal en Chongqing í Kína. Slóð fiðrild- anna á Ítalíu Ólafur Jóhann Ólafsson ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.