Morgunblaðið - 04.07.2001, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
EVRÓPURÍKIN ákváðu áárinu 1985 að snúa bökumsaman og hefja samstarfum rannsóknir og ný-
sköpun í atvinnulífinu undir yfir-
skriftinni Evreka. Markmiðið var að
styrkja samkeppnishæfni Evrópu
gagnvart Bandaríkjunum og Japan.
Á þessum vettvangi hafa evrópsk
fyrirtæki og rannsóknarstofnanir
rutt úr vegi ýmsum hindrunum og
hafið samstarf um þúsundir rann-
sóknarverkefna sem oft hafa skilað
mikilvægum nýjungum á markað.
Árlega hittast ráðherrar nýsköpun-
armála í aðildarríkjunum á fundi á
vettvangi samstarfsins til þess að
samþykkja ný verkefni og leggja á
ráðin fyrir framtíðina. Á ráðherra-
fundinum í síðustu viku í Madríd
voru 190 ný verkefni samþykkt en
meðal þeirra eru þrjú regnhlífar-
verkefni. Hefur verkefnum fjölgað
um tæplega 20 frá fyrra ári en alls
hafa yfir tvö þúsund verkefni fengið
gæðamerki Evreka frá stofnun sam-
starfsvettvangsins fyrir 16 árum.
Heildarumfang verkefnanna í ár er
um 493 milljónir evra, eða tæplega
44 milljarða íslenskra króna, en
meirihluti þess rennur til verkefna
sem lítil og meðalstór fyrirtæki
standa að. Alls hefur yfir 20 millj-
örðum evra verið varið til Evreka-
verkefna á undanförnum árum.
Jafnframt var samþykkt á fund-
inum að veita Eistlandi og Slóvakíu
aðild að Evreka-samstarfinu. Alls
eru aðildarríki Evreka því orðin 31
talsins auk Evrópusambandsins.
Aukin tengsl Íslands
og Eystrasaltsríkjanna
Sveinn Þorgrímsson, skrifstofu-
stjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytinu, segir að það sé til augljósra
bóta að fá ríki Austur- og Mið-Evr-
ópu inn í samstarfið. Íslendingar
horfa í auknum mæli til sóknarfæra í
þessum löndum og útrás íslenskra
fyrirtækja á þessi markaðssvæði lof-
ar góðu. Þetta komi vel í ljós í
Eystrasaltsríkjunum þar sem Ís-
lendingar hafi nú þegar náð góðri
fótfestu og njóti þar almennra virð-
ingar og velvildar. „Þrátt fyrir að
tengslin séu, enn sem komið er,
kannski ekki mikil að magni þá er al-
veg ljóst viðskipti okkar við þessi
lönd munu fara stöðugt vaxandi
enda eru möguleikar íslenskra fyr-
irtækja og fjárfesta mjög miklir,
eins og dæmi eru um. Þessi fjölgun
eykur val okkar á samstarfsþjóðum
og ekkert annað en jákvætt að þau
hafi fengið aðild að Evreka.“ Að
sögn Sveins var á fundinum sam-
þykkt að koma á nýjum flokki sam-
starfsríkja Evreka (Eureka associa-
ted countries) í stað þess að hleypa
ríkjum utan Evrópu inn í Evreka-
samstarfið. Um Evrópusamstarf sé
að ræða en vegna þeirrar alþjóða-
væðingar sem á sér stað í heiminum
þá vilji Evreka-ríkin ekki útiloka
samstarf við ríki sem standa fyrir ut-
an Evrópu og hafa áhuga á að koma
að samstarfi innan Evreka. Því hafi
þessi leið verið valin, að þau verði
samstarfsríki án beinnar aðildar.
Samþykkt var að í byrjun væri farið
í samstarf við 12 Miðjarðarhafslönd
til þriggja ára. Að sögn Sveins verð-
ur þeim boðið upp á að taka þátt í
Evreka-verkefnum þó svo þau séu
ekki fullgildir meðlimir. Spánverjar
og Grikkir hafa lagt mikla áherslu á
þetta enda mun þetta eflaust auka
samstarf þeirra við sín nágranna-
lönd.
Sveinn segir að þetta sé mun betri
leið heldur en að fjölga beinum aðild-
arríkjum Evreka því þá sé sú hætta
alltaf fyrir hendi að samstarfið verði
of þungt í vöfum og sveigjanleiki
þess minnki.
Sveigjanleiki Evreka meiri
en rammaáætlana ESB
Snæbjörn Kristjánsson, verk-
fræðingur hjá Rannsóknarráði Ís-
lands, Rannís, sem fer með almenn
samskipti við Evreka fyrir Íslands
hönd, segir að aukin áhersla sé lögð
á hlut lítilla og meðalstórra fyrir-
tækja á kostnað stórra í Evreka-
samstarfinu. Þetta komi sér vel fyrir
Íslendinga þar sem skilgreiningin á
litlum fyrirtækjum er m.a. sú að
starfsmenn þeirra séu 250 eða færri.
Því falla flest íslensk fyrirtæki inn í
flokk lítilla.
Að sögn Snæbjörns kom fram á
fundinum í Madríd hversu mikil
ánægja er meðal litlu fyrirtækjanna
hvað varðar þátttöku í Evreka-verk-
efnum. Ekki síst vegna þess sveigj-
anleika sem einkennir Evreka ólíkt
því orði sem fer af verkefnum á veg-
um ESB. Innan Evreka skilgreina
fyrirtækin verkefnin og hvernig ætl-
unin sé að taka á þeim vandamálum
en ef fyrirtæki sækja um styrk til
rammaáætlunar Evrópusambands-
sins þurfa þau að falli inn í ákveðinn
ramma.
Sveinn segir að margt hafi breyst
á þeim 5–6 árum frá því að hann kom
fyrst að Evreka. „Þá höfðu menn
miklar áhyggjur af fækkun stórfyr-
irtækja í Evreka-verkefnum. Mér
þótti þessi þróun aftur á móti til bóta
út frá íslenskum hagsmunum enda
teljast íslensk fyrirtæki flest til lítilla
fyrirtækja. Síðan hefur þjóðum inn-
an Evreka-samstarfsins fjölgað og
þá ekki síst frá Austur-Evrópu þar
sem áhersla er lögð á lítil og með-
alstór fyrirtæki. Ég þekki lítillega til
nýsköpunarmála í Eystrasaltsríkj-
unum og er kunnugt um að þeir hafa
á stefnuskrá sinni að auka rann-
sókna- og þróunarsamstarf við
Norðurlöndin og Ísland þá um leið.
Eins hafa stærri ríkin lagt til hliðar
áherslur sínar á risaverkefni í Evr-
eka-samstarfinu enda er öllum orðið
ljóst að vöxturinn í dag er hjá
smærri og meðalstórum fyrirtækj-
um sem stunda framsækna nýsköp-
unarstarfsemi,“ segir Sveinn.
Íslensk ferðaþjónustufy
eiga fullt erindi í „Eurot
Á fundinum kom fram
þjónustu er að aukast í
verkefnum en áður teng
nánast öll iðnaði. Má þar n
af regnhlífarverkefnunum
þykkt voru og Spánverjar
svari fyrir, „Eurotourism
fyrirtæki frá 14 aðildarlön
eka hafa sýnt verkefninu
segir Snæbjörn að íslen
þjónustufyrirtæki eigi full
að taka þátt í því. „Þó svo
efnið sé byrjað er ekkert þ
irstöðu að bætast í hópi
næsta ári. Ég ætla að kyn
verkefni fyrir íslenskum að
haust en við erum með nok
efni í ferðaþjónustu í gan
sem gætu átt heima undi
regnhlíf.“ Auk þess að kyn
þjónustuverkefnið mun
halda kynningarfund um
samstarfið og rammaáætl
fyrir íslenska aðila í ágúst.
Snæbjörn segir að þjónu
urinn hafi átt undir högg a
rannsóknar- og þróunarvi
landi vegna ólíkrar upp
heldur en þegar tæki fyrir
annað slíkt er þróað og
Svipað sé uppi á teningnu
staðar í Evrópu. „Nor
leggja í Evreka-samstarfi
áherslu á þjónustuiðnaðin
sérstaklega Finnar. Eins e
ingatæknin mjög vaxandi
Evreka-samstarfi og í M
kynnt nýtt klasaverkefn
geira, ITEA sem er und
Hollendinga. Á Íslandi h
sérstaka markáætlun um
ingatækni og umhverfism
er möguleika á að koma v
á stað sem síðar gætu te
klasaverkefnum af þessu ta
Ég held að við Íslending
að leggja sérstaklega á
þessa tvo geira, upplýsinga
ferðaþjónustu, því þar eig
fyrirtæki mikla möguleika
ast í erlent samstarf í gegn
eka.“
Hlutfallslega flei
íslensk Evreka-verk
Snæbjörn segir að íslens
irtækjum hafi almennt g
eftir að hafa tekið þátt í
samstarfi og hlutfallslega h
íslensk fyrirtæki tekið þá
eka-samstarfi en gengur
meðal aðildarríkja Evrek
hafa 16 verkefni með íslen
töku verið samþykkt frá 19
Sveinn lagði fram tillög
inum í Madríd er lýtur að þ
Evreka-merkið sýnilegra
þekkt meðal framtaksfjárfe
ilvægt sé að framtaksfjárfe
í auknu mæli með áhætt
sprotafyrirtækin og verði m
ir um fjárfestingarmögulei
felast í þeim verkefnum sem
hefur fóstrað. „Ég leg
áherslu á að Evreka standi
irtækjastefnumóti þar se
taksfjárfestar og álitleg sp
tæki verði leidd saman. Un
ár hefur framboð á áhætt
aukist í Evrópu. Þrátt fyrir
ur afturkippur sé í fjárfe
sprotafyrirtækjum um
mundir er það væntanle
bundið.
Jafnframt er ljóst að f
Heildarumfang þeirra 190 verkefna
Þekking er
mikilvæg-
asta eignin
Árlegur ráðherrafundur Evreka-rannsóknar-
og nýsköpunarsamstarfsins var haldinn í
Madríd nýverið. Á fundinum fékk eitt íslenskt
verkefni gæðastimpil Evreka. Guðrún
Hálfdánardóttir fylgdist með fundinum og
ræddi við fulltrúa Íslands á honum.
FLOKKAÐ GRÆNMETI
SKYNSAMLEGAR TILLÖGUR
ALÞÝÐUSAMBANDSINS
ALÞÝÐUSAMBAND Íslandshefur kynnt tillögur að að-gerðum til að draga úr verð-
bólgunni og hækka gengi krónunn-
ar – en hvort tveggja er mikilvægt
hagsmunamál launafólks þessa dag-
ana. Athygli vekur hversu þunga
áherzlu Alþýðusambandið leggur á
að stuðla að því að varðveita stöð-
ugleikann á vinnumarkaði með fyr-
irbyggjandi aðgerðum, í stað þess
að hafa í hótunum um uppsögn
launaliðar samninga á næsta ári,
fari verðbólgan úr böndunum – eins
og einhvern tímann hefði verið gert.
Þetta er skynsamleg og ábyrg nálg-
un hjá forystu sambandsins og til
þess fallin að ná árangri.
Sú tillaga ASÍ er athyglisverð, að
ríkið taki stórt erlent lán til að
greiða niður innlendar skuldir sínar
og draga þar með úr þrýstingi á
vexti og gengi krónunnar, án þess
þó að ýtt væri undir neyzlu eða fjár-
festingar. Jákvæð áhrif á gengið af
slíkri lántöku virðast augljós, þótt
eflaust yrði um skammtímaáhrif að
ræða og meira yrði að koma til.
Fróðlegt verður að sjá viðbrögð
stjórnvalda við þessari hugmynd,
en Vilhjálmur Egilsson, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar Al-
þingis, hefur þegar tekið vel í hana.
Tillögur ASÍ um lækkun á opin-
berum álögum á benzín og á öðrum
óbeinum sköttum, eru sömuleiðis
allrar athygli verðar við núverandi
aðstæður. Lækkun þeirra gjalda
ætti að hafa áhrif í þá átt að draga
úr verðbólgunni. Sama má segja um
lækkun á innflutningstollum á
grænmeti. Margvísleg rök eru fyrir
því að fella með öllu niður tolla á
grænmeti og leyfa innlendum fram-
leiðendum og íslenzkum neytendum
að njóta kosta erlendrar sam-
keppni. Ef einhvern tímann hefur
verið rétti tíminn til að afnema toll-
ana er hann nú vegna þeirra já-
kvæðu áhrifa sem það myndi hafa á
verðlag í landinu.
Alþýðusambandið tekur undir
gagnrýni Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra á það hvernig sveit-
arfélög hafi velt hækkunum á laun-
um og öðrum kostnaði yfir á
almenning. Það er hárrétt hjá Gylfa
Arnbjörnssyni, framkvæmdastjóra
ASÍ, að sveitarfélögin gegna ekki
síður mikilvægu hlutverki en ríkið
við að varðveita stöðugleikann. Þau
hljóta að leita hagræðingar í rekstri
sínum frekar en að velta hækkunum
út í verðlagið. Þá krefst ASÍ þess að
sveitarfélögin komi í veg fyrir að
endurmat á fasteigna- og bruna-
bótamati hækki skatta almennings
og er ánægjulegt að sjá að borg-
arráð Reykjavíkur skuli hafa tekið
ákvörðun þess efnis í gær.
ASÍ hvetur til þess að verðlags-
aðhald verði tryggt með virkri sam-
keppni. Það er sömuleiðis skynsam-
leg tillaga og vænlegri til árangurs
en að hvetja til einhvers konar op-
inberrar verðstýringar.
Mestu skiptir að forysta ASÍ hef-
ur slegið þann tón að leitast beri við
að stuðla að stöðugleika með sam-
starfi aðila vinnumarkaðarins og
hins opinbera. Forystumenn laun-
þega átta sig greinilega á því að það
myndi ekki hjálpa til við núverandi
aðstæður að gera kröfu um að taka
upp kjarasamningana eftir næstu
áramót. Þvert á móti verða allir að
leggjast á eitt að ná loftinu úr verð-
bólgublöðrunni í stað þess að blása
hana enn frekar út með því að krefj-
ast óraunhæfra launahækkana.
ÞAÐ var framfaraskref þegarSamband grænmetisframleið-
enda gaf fyrir skömmu út reglugerð
um flokkun grænmetis, þar sem
grænmeti er skipt niður í þrjá
flokka, úrvalsflokk, fyrsta flokk og
annan flokk. Skilgreindar eru gæða-
reglur fyrir hvern flokk og leyfileg
frávik tilgreind.
Verslanir eru ekki skyldaðar til að
tilgreina í hvaða flokki grænmeti er
sem þær selja og í samantekt í Morg-
unblaðinu í gær kom fram að við-
brögð við flokkuninni eru mjög mis-
munandi. Sumar verslarnir hyggjast
byrja að merkja það grænmeti sem í
boði er eftir flokkum eins fljótt og
auðið er, aðrar eru enn að kynna sér
reglurnar og loks segjast fulltrúar
nokkurra verslana ekki gera ráð fyr-
ir því að merkja grænmeti eftir vöru-
flokkum. Er því þá yfirleitt borið við
að einungis sé selt grænmeti úr
ákveðnum vöruflokki í versluninni
og því óþarfi að merkja það sérstak-
lega eða þá að stuðst sé við eigin
flokkun og gæðaeftirlit.
Það má velta því fyrir sér hvort
nokkur haldbær rök séu fyrir því að
nýta ekki hið samræmda flokkunar-
kerfi. Kostur þess að vera með flokk-
un af þessu tagi er einmitt sú að hún
er samræmd. Hún er trygging fyrir
ákveðnum lágmarksgæðum. Vilji
verslun ganga lengra í gæðaflokkun
er það síðan einungis fagnaðarefni
og verður væntanlega til að styrkja
stöðu þeirrar verslunar enn frekar.
Þeir sem kjósa að merkja grænmeti
ekki eftir flokkum verða aftur á móti
að sæta því að spurt sé af neytendum
hvort þeir treysti sér ekki til að
standa við staðhæfingar um að ein-
ungis sé selt fyrsta flokks grænmeti.
Grænmeti er viðkvæm ferskvara
sem yfirleitt er seld dýru verði hér á
landi. Neytendur hljóta að gera
kröfu til þess að tilgreint sé í hvaða
flokki grænmeti er, sem þeir kaupa,
fyrst almenn flokkun liggur fyrir.
Það sama á að sjálfsögðu við um
innflutt grænmeti. Þar ber ekki síð-
ur að tilgreina í hvaða flokki græn-
metið er og hvert upprunalandið er.
Það er sjálfsögð og eðlileg krafa og
ættu þeir, sem segjast bjóða upp á
gæðavöru og þjónustu við neytend-
ur, að sjá sér hag í því að bregðast
við með skjótum og afdráttarlausum
hætti.