Morgunblaðið - 04.07.2001, Síða 42
DAGBÓK
42 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Brú-
arfoss kemur og fer í
dag. Akraberg og
Trinket koma í dag,
Dettifoss, Rán og Fine
Spirit fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Sissimut og Atlantice
Peace komu í gær. Orl-
ik og Olshana koma í
dag. L. Novospasskiy
og Nikol. Afanasyev
fóru í gær. Olshan og
Brúarfoss fara í dag.
Viðeyjarferjan. Tíma-
áætlun Viðeyjarferju:
Mánudaga til föstu-
daga: til Viðeyjar kl. 13,
kl. 14 og kl. 15, frá Við-
ey kl. 15.30 og kl. 16.30.
Laugardaga og sunnu-
daga: Fyrsta ferð til
Viðeyjar kl. 13 síðan á
klukkustundar fresti til
kl. 17, frá Viðey kl.
13.30 og síðan á klukku-
stundar fresti til kl.
17.30. Kvöldferðir eru
föstu- og laugardaga: til
Viðeyjar kl. 19, kl. 19.30
og kl. 20, frá Viðey kl.
22, kl. 23 og kl. 24. Sér-
ferðir fyrir hópa eftir
samkomulagi. Viðeyj-
arferjan sími 892 0099.
Lundeyjarferðir dag-
lega, brottför frá Við-
eyjarferju kl. 10.30 og
kl. 16.45, með viðkomu í
Viðey u.þ.b. 2 klst., sími
892 0099.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur, Sól-
vallagötu 48. Skrif-
stofan er opin alla mið-
vikudaga kl. 14–17. S.
551 4349. Fataúthlutun
og fatamóttaka er opin
annan og fjórða hvern
miðvikudag í mánuði,
kl. 14– 17 s. 552 5277.
Styrkur, samtök
krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra.
Svarað er í síma
Krabbameinsráðgjaf-
arinnar, 800 4040 frá kl.
15–17.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–12
opin handavinnustofan,
kl. 13 frjáls spila-
mennska, kl. 13-16.30
opin smíðastofan, kl.
10-16 púttvöllurinn op-
inn.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–16 al-
menn handavinna og
fótaaðgerð, kl. 9.30
morgunkaffi/dagblöð,
kl. 10 banki, kl. 11.15
matur, kl. 13 spiladag-
ur, kl. 15 kaffi.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Orlofið í Hótel Reyk-
holt í Borgarfirði 26.-
31. ágúst nk. Skráning
og allar upplýsingar í
símum ferðanefndar
555-0416, 565-0941, 565-
0005 og 555-1703 panta
þarf fyrir 1. ágúst.
Félagsheimilið Hraun-
sel verður lokað vegna
sumarleyfa starfsfólks
til 12. ágúst.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl.
16.30–18.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting
og verslunin opin til kl.
13, kl. 11.30 matur, kl.
13 föndur og handa-
vinna, kl. 15 kaffi.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10 til 13. Matur í hádeg-
inu. Miðvikudagur:
Göngu-Hrólfar fara í
létta göngu frá Hlemmi
kl. 9.45. Dagsferð 10.
júlí: Þórsmörk – Langi-
dalur. Stuttar léttar
göngur. Nesti borðað í
Langadal. Leiðsögn
Þórunn Lárusdóttir og
Pálína Jónsdóttir.
Brottför frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 8. Ferð í
Álfamörk, Hvammsvík
10. júlí kl. 13, þar sem
eldri borgarar og ung-
lingar gróðursetja
plöntur í reitinn sinn.
Ókeypis far en takið
með ykkur nesti. Brott-
för frá Ásgarði Glæsibæ
kl. 13. Dagsferð 14. júlí:
Gullfoss – Geysir –
Haukadalur. Fræða-
setrið skoðað. Leiðsögn
Sigurður Kristinsson og
Pálína Jónsdóttir.
Skráning hafin. Ath.
Þeir sem hafa skráð sig
í ferðina Eyjafjörður –
Skagafjörður – Þing-
eyjarsýslur, 6 dagar
26.-31. júlí, þurfa að
staðfesta fyrir 7. júlí
vegna mikillar eft-
irspurnar. Silfurlínan
er opin á mánu- og mið-
vikudögum frá kl. 10 til
12 f.h. í síma 588-2111.
Upplýsingar á skrif-
stofu FEB frá kl. 10 til
16 í síma 588-2111.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Kl. 9 opin
vinnustofa, postulíns-
málun og fótaaðgerð, kl.
13 böðun kl. 13.30 sam-
verustund.
Gerðuberg, félagsstarf.
Púttvöllurinn er opinn
alla virka daga kl. 9–18,
mánudaga og miðviku-
daga. Kl. 13–14.30 leið-
beinir Hermann Vals-
son. Kylfur og boltar í
afgr. sundlaugarinnar
til leigu. Hermann er á
vellinum í dag. Lokað
vegna sumarleyfa frá 2.
júlí til 14. ágúst.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 bútasaumur, kl.
9–17 hárgreiðsla, kl. 11
banki, kl. 11–12 pútt, kl.
13 brids.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir,
hárgreiðsla.
Vesturgata 7. Kl. 8.25
sund, kl. 9 dagblöð og
kaffi, fótaaðgerðir og
hárgreiðsla, kl. 11.45
matur, kl. 14.30 kaffi.
Vitatorg. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 al-
menn handmennt, kl. 10
morgunstund og fótaað-
gerðir kl. 11.45 matur,
kl. 13 kóræfing, kl.
14.30 verslunarferð, kl.
14.30 kaffi.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
kl. 10.30 boccia, kl. 13
félagsvist, kl. 17 bobb.
Gullsmári Gullsmára
13. handavinnustofan
opin kl. 9-16 Leiðbein-
andi á staðnum.
Norðurbrún 1. Fótaað-
gerðastofan opin frá kl.
9–14, kl. 9–12.30 út-
skurður, Handavinnu-
stofur lokaðar í júlí
vegna sumarfría. kl. 13–
13.30 bankinn, kl. 14
félagsvist, kaffi og verð-
laun.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Minningarkort
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu,
eru afgreidd í síma 551-
7868 á skrifstofutíma og
í öllum helstu apótek-
um. Gíró- og kred-
itkortagreiðslur.
Félag MND-sjúklinga
selur minningarkort á
skrifstofu félagsins á
Norðurbraut 41, Hafn-
arfirði. Hægt er að
hringja í síma 565-5727.
Allur ágóði rennur til
starfsemi félagsins.
Landssamtökin
Þroskahjálp.
Minningarsjóður Jó-
hanns Guðmundssonar
læknis. Tekið á móti
minningargjöfum í síma
588-9390.
Minningarsjóður
krabbameinslækninga-
deildar Landspítalans.
Tekið er við minningar-
gjöfum á skrifst. hjúkr-
unarforstjóra í síma
560-1300 alla virka daga
milli kl. 8 og 16. Utan
dagvinnutíma er tekið á
móti minningargjöfum
á deild 11-E í síma 560-
1225.
Hrafnkelssjóður (stofn-
að 1931) minningarkort
afgreidd í símum 551-
4156 og 864-0427.
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs Maríu Jóns-
dóttur flugfreyju eru
fáanleg á eftirfarandi
stöðum: Á skrifstofu
Flugfreyjufélags Ís-
lands, s. 561-4307/fax
561-4306, hjá Halldóru
Filippusdóttur, s. 557-
3333 og Sigurlaugu
Halldórsdóttur, s. 552-
2526.
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs hjónanna
Sigríðar Jakobsdóttur
og Jóns Jónssonar á
Giljum í Mýrdal við
Byggðasafnið í Skógum
fást á eftirtöldum stöð-
um: Í Byggðasafninu
hjá Þórði Tómassyni, s.
487-8842, í Mýrdal hjá
Eyþóri Ólafssyni,
Skeiðflöt, s. 487-1299, í
Reykjavík hjá Frí-
merkjahúsinu, Laufás-
vegi 2, s. 551-1814 og
hjá Jóni Aðalsteini
Jónssyni, Geitastekk 9,
s. 557-4977.
Í dag er miðvikudagur 4. júní,
185. dagur ársins 2001. Orð dags-
ins: Gjör braut fóta þinna slétta og
allir vegir þínir séu staðfastir.
(Orðskv. 4, 26.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 brotsjór, 8 stika, 9 lykt,
10 skaut, 11 láta af hendi,
13 jarðeign, 15 búa litlu
búi, 18 matarsamtíning-
ur, 21 blóm, 22 erfiðið, 23
hagur, 24 egghvasst
plógjárn.
LÓÐRÉTT:
2 hljóðfæri, 3 búa til, 4
ökumaður, 5 barin, 6 lof,
7 megna, 12 hestur, 13
bókstafur, 15 hörfa, 16
tóg, 17 rík, 18 yfirhöfn,
19 ílát, 20 numið.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 kúgar, 4 kenna, 7 útlát, 8 fífls, 9 tel, 11 asna, 13
bann, 14 kalla, 15 bana, 17 kepp, 20 ann, 22 læpan, 23
aldan, 24 iðrar, 25 garri.
Lóðrétt: 1 kjúka, 2 golan, 3 rótt, 4 kufl, 5 nefna, 6 ausan,
10 eðlan, 12 aka, 13 bak, 15 belti, 16 napur, 18 eldur, 19
penni, 20 anar, 21 nagg.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
AF OG til heyrir heyrir Víkverjiþað hjá fólki, sem ekki hefur
komið til Vestfjarða, að þangað sé svo
langt að fara, vegir slæmir, þar sé lít-
ið að sjá og lítil ástæða til ferða þang-
að. Af öllum þessum sökum veigri það
sér við að leggja þangað.
Þetta þykir Víkverja hinn mesti
misskilningur. Í fyrsta lagi eru Vest-
firðir rómaðir fyrir náttúrufegurð á
alla kanta og margt er þar að finna,
stórt og smátt, lifandi og dautt, sem
menn geta unað sér við vel og lengi.
Það finnst að minnsta kosti Vestfirð-
ingum! Í öðru lagi fara vegir batandi
með hverjum mánuði því alltaf er ver-
ið að tosast áfram með kafla með
bundnu slitlagi. Lætur nærri að
helmingur leiðarinnar milli Hólma-
víkur og Ísafjarðar um Djúpið sé nú
lagður bundnu slitlagi. Og þetta eru
heldur ekki nema rúmlega 200 km og
ekkert nema ánægja í því fólgin að
aka út og inn firði og stundum upp og
ofan hálsa og alltaf í góðu veðri. Eða
oftast. Í þriðja lagi má sjá af þessu að
það eru margvíslegar ástæður sem
liggja til þess að menn ættu að huga
að för til Vestfjarða. Kannski hafa
einhverjir komið auga á þennan
möguleika um síðustu helgi þegar
vakin var sérstök athygli á Vestfjörð-
um með kynningarátaki í Hafnarfirði.
Ekki veit Víkverji af hverju Hafnar-
fjörður varð fyrir valinu, kannski af
því að þar búa hæfilega margir til að
hægt sé að taka á móti þeim öllum
með góðu móti á einu sumri.
x x x
EITT af því sem er á undanhaldi íþjóðvegakerfi landsmanna eru
einbreiðu brýrnar. Slíkar brýr eru
ekki lengur lagðar á aðalþjóðvegun-
um, þær eru alltaf hafðar með tveim-
ur akreinum þannig að hægt er að
mætast þar og þannig dregið úr
árekstrahættu. Þetta er eitt af því
sem batnar hægt og sígandi á þjóð-
vegunum.
Hitt sem Vegagerðin hefur líka al-
veg horfið frá er einbreitt, bundið
slitlag eins og tíðkaðist á árum áður
þegar nauðsynlegt var að fara spar-
lega með vegagerðarféð. Þetta hefur
líka trúlega reynst vafasamur sparn-
aður því svona mjótt slitlag slitnar á
köntunum, er aldrei til friðs og veldur
hættu þegar aka þarf út fyrir það að
hálfu til að mæta bíl. Þá fer grjótinu
að rigna yfir og menn geta átt það á
hættu að fipast við aksturinn.
Núna er þessi háttur í vegagerð
orðinn liðin tíð og betra að fresta
lagningu svona slitlags og hafa bara
malarveg fremur en þennan gamla
hátt.
x x x
OG ÚR því fjallað er um ferðalög.Nýlega frétti Víkverji af drasli
við hverasvæðið í Krísuvík. Þar voru
til skamms tíma leifar af skúr, und-
irstöður og annað drasl sem ein-
hvern tíma hafa gegnt einhverju
hlutverki. Því er greinilega löngu
lokið og því full ástæða til að fjar-
lægja þetta drasl. Spurning er á
hvers könnu það er og varpar Vík-
verji því áfram til þeirra sem eiga.
Ekki hefur Víkverji neina vitn-
eskju eða kannað það sérstaklega
en hann hefur á tilfinningunni að
umgengni við landið sé heldur að
batna. Varla sést nokkur maður
lengur fleygja drasli út um bíl-
glugga og yfirleitt er gengið þokka-
lega um fjölfarna staði. Enda vita
menn að umgengni lýsir innra
manni og þeir sem sýna af sér hirðu-
leysi í þessum efnum kunna náttúr-
lega bara ekki almennilega manna-
siði.
UM síðustu helgi las ég
viðtal við Pétur Pétursson
knattspyrnumann og fyrr-
verandi þjálfara KR. Að
mínu mati var greinin ein-
staklega vel skrifuð og frá-
bærlega vel útfærð. Þetta
var ágætis persónulýsing á
Pétri og hann sjálfur
hreinskiptinn og ærlegur í
svörum. Ég mæli með því
að byrjendur í blaða-
mennsku taki þessa grein
sér til fyrirmyndar. Hún er
á við það besta sem ég hef
lesið í erlendum og viður-
kenndum tímaritum. Pétur
hefur í þessu blaðaviðtali
sagt söguna um uppsögn
sína eins og hún er og var
og kveðið þar með niður
sögusagnir um að brott-
hvarf hans hafi verið með
einhverjum öðrum hætti.
Takk fyrir góða grein.
Gangi þér allt í haginn Pét-
ur í framtíðinni.
Bjarni knattspyrnu-
áhugamaður.
Kvikmyndahús
og elliheimili eiga
enga samleið
MIG langar að koma á
framfæri hvernig lög og
reglur eru sniðgengnar
hér í borg.
Eflaust eru allir orðnir
þreyttir á að heyra eitt-
hvað um opnunartíma en
látum oss sjá.
Hver hefði trúað því að
kvikmyndahús sambyggt
elliheimili fengi að vera
með miðnætursýningar og
trufla þar með svefn eldri
borgara sem þar dveljast
ásamt því að gera næstu
nágrönnum mikið ónæði.
Þetta gerist hvergi
nema á Íslandi held ég.
Verst er og veit ég það
fyrir satt að dvalarheimil-
isgestirnir þora ekki að
kvarta því þeim er gefið í
skin að segi þeir eitt orð
geti þeir bara farið. Ég veit
að þetta eru stór orð en ég
get staðið við þau og þykist
vita að margir þekki sams-
konar dæmi.
Lesandi.
Mjólk/sojamjólk
GAMAN væri að fá svör
við því hvers vegna 14%
virðisaukaskattur er á
mjólk en hins vegar er
hann 24,5% á sojamjólk
sem er erlend framleiðsla.
Er hér kannski um vernd-
arvirðisaukaskatt að
ræða? Flestir þeirra sem
drekka sojamjólk gera það
af heilsufarslegum ástæð-
um, annað hvort mega þeir
ekki eða vilja ekki drekka
kúamjólk sem er jú einkum
ætluð hraðvaxandi kálfum.
Þessi hái virðisauka-
skattur, auk aðflutnings-
gjalda af ýmsu tagi, gerir
að sojamjólkin er meira en
helmingi dýrari en kúa-
mjólk og er það allt of mik-
ill munur og of hátt verð á
hollustuvöru.
Auðvitað á að jafna virð-
isaukaskatt af öllum mat
niður á við og helst fella
hann alveg niður til að
reyna að koma matarverði
aðeins nær því sem tíðkast
í þeim löndum sem við vilj-
um bera okkur saman við.
Heidi.
Nú auglýsir Síminn
mikið að „Frelsið sé
yndislegt“
ÞAÐ sem vekur athygli
mína er að í þessari auglýs-
ingu eru lög um notkun ör-
yggisbelta brotin.
Mín spurning er því,
hvort Frelsið sé svo ynd-
islegt að ekki þurfi að fara
að lögum? Er í lagi að unga
fólkið fórni lífinu fyrir
Frelsið? Er í lagi að brjóta
lög við gerð auglýsinga
sem sérstaklega eru ætlað-
ar ungu fólki? Það er
greinilegt að dæmið hefur
ekki verið hugsað til enda.
Kveðja,
Unnsteinn Jónsson.
Dýrahald
Fressköttur í óskilum
Í BERJARIMA er staddur
ungur fressköttur, um 4–5
mánaða gamall. Hann rat-
ar ekki til síns heima og er
algerlega ómerktur. Hann
er grábröndóttur með
hvíta sokka á fótum, svart
trýni og ljósgráhvítan
smekk. Einstaklega blíður
og fallegur kettlingur. Þeir
sem kannast við lýsinguna
á þessum týnda kisa eru
vinsamlega beðnir að hafa
samband í síma 587-6087.
Svört labradortík í
óskilum
SVÖRT labradortík er í
óskilum að Hundahótelinu
Leirum. Eigandi er vin-
samlegast beðinn að vitja
hennar strax. Upplýsingar
í síma 566-8366 eða 698-
4967.
Tinni er týndur
TINNI hvarf fyrir þrem
vikum úr Hraunbæ. Hann
er svartur köttur með
hvítar tær, hvíta rönd á
kvið og hvíta blesu. Upp-
lýsingar í síma 587-5298.
Brandur er týndur
GULBRÖNDÓTTUR
köttur, frekar smár, með
appelsínugula hálsól
merkta Brandur er týndur.
Hann hefur verið týndur í
nokkra daga og þeir sem
gætu hafa séð hann, eru
beðnir að hringja í síma
899-1218 eða 551-8190.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Gott viðtal
við Pétur