Morgunblaðið - 04.07.2001, Side 43

Morgunblaðið - 04.07.2001, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 43 DAGBÓK STAÐAN kom upp á EM einstaklinga er lauk fyrir skömmu í Ohrid í Makedón- íu. Búlgarski ofurstórmeist- arinn, Kiril Georgiev (2676), hafði svart gegn Roman Slobodjan (2529). 20...Hxe3! Laglegt og gam- alkunnugt stef. 21.b3 21.Bxe3 kom til álita en eftir 21...Dxg3 22.Bxd3 Rxe3+ 23.fxe3 Dxh3+ 24.Dg2 Dxg2+ 25.Kxg2 cxd3 26.Hxd3 Kf8 er svarta staðan unnin. 21...Rxf2! 22.Be1 Dxg3 23.Hxd5 Dxh3+ 24.Kxf2 Hce8! og hvítur gafst upp enda fátt til varn- ar eftir 25.Hd2 cxb3 26.Db2 Dh2+ 27.Kf1 Hxe2 28.Hxe2 Dxe2+ 29.Dxe2 Hxe2 30.Kxe2 b2. Skákin tefldist í heild sinni: 1.c4 Rf6 2.Rc3 e5 3.Rf3 Rc6 4.e3 Bb4 5.Dc2 Bxc3 6.Dxc3 De7 7.a3 d5 8.d4 exd4 9.Rxd4 Re5 10.cxd5 Rxd5 11.Dc2 O-O 12.Be2 c5 13.Rf3 Bg4 14.h3 Bxf3 15.gxf3 Hfe8 16.Kf1 Hac8 17.Bd2 c4 18.Hg1 Rd3 19.Hd1 Dh4 20.Hg3 o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. ÞAÐ er nánast afbrigðilegt að taka upp 28 punkta hönd og fá ekki að vera sagnhafi. En það er einn af mörgum heillandi þáttum iþróttar- innar að sá með „dauðu spil- in“ kemur oft til með að leika aðalhlutverkið. Norður ♠ Á ♥ ÁD72 ♦ ÁKD2 ♣ ÁKD2 Vestur Austur ♠ 9765 ♠ KD842 ♥ 965 ♥ K1084 ♦ 985 ♦ 3 ♣1075 ♣984 Suður ♠ G103 ♥ G3 ♦ G10764 ♣G63 Hér er norður gjafari og vekur á sterku laufi. Suður afmeldar með einum tígli og eftir langa og stranga sagn- röð endar suður sem sagn- hafi í sex tíglum. Greinilega er ekki vanda- mál að sópa saman tólf slög- um og sá þrettándi virðist velta á svíningu fyrir hjarta- kóng. En keppnisformið er tvímenningur og því skiptir yfirslagurinn miklu máli. Vestur trompar út og sagn- hafi tekur tromp þrisvar og endar heima. Spilar síðan hjartagosa. Vestur hikar hvergi og það bendir til að hann eigi ekki kónginn. Ind- verjinn Vivek Bahad var í sæti suðurs og hann hafnaði svíningunni og ákvað að reyna við yfirslaginn á ann- an hátt. Hann drap með hjartaás og tók öll laufin: Norður ♠ Á ♥ D72 ♦ D ♣ Á Vestur Austur ♠ 9765 ♠ KD8 ♥ 96 ♥ K108 ♦ -- ♦ -- ♣-- ♣-- Suður ♠ G103 ♥ 3 ♦ G7 ♣-- Laufásinn setur austur í óþolandi pressu. Sagnhafi mun henda hjarta og reyna að trompa niður kónginn þriðja. En þar eð austur á hjónin í spaða líka, getur hann enga björg sér veitt – sagnhafi fær þrettánda slag- inn á þann lit sem austur hendir. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT SPRETTUR Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. Og á harða, harða spretti hendist áfram klárinn minn. Það er sem fjöllin fljúgi móti mér, sem kólfur loftið kljúfi klárinn fer. Og lund mín er svo létt, eins og gæti eg gjörvallt lífið geisað fram í einum sprett. Hannes Hafstein. Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 4. júlí, verður sextug Ester Haraldsdóttir, Krosseyrar- vegi 8, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum í sam- komusal Hraunholts, Dals- hrauni 15, Hafnarfirði, föstudaginn 6. júlí á milli kl. 17 og 20. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 4. júlí, verður fimmtugur Þor- steinn Árnason vélfræðing- ur, Ártúni 15, Selfossi. Af því tilefni býður hann og eig- inkona hans, Arndís Ásta Gestsdóttir, til veislu laug- ardaginn 7. júlí í Pósthúsinu á Laugarvatni frá kl. 19. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Digraneskirkju af sr. Guðmundi Karli Brynj- arssyni Agnés Tarassenko og Baldur Hallgrímur Ragnarsson. Heimili þeirra er að Klyfjaseli 21, Reykja- vík. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. apríl sl. í Bessa- staðakirkju af sr. Sigurði Grétari Helgasyni Björg S.A. Þórðardóttir og Hjalti Nielsen. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert þrautgóður á rauna- stund og vinir og vanda- menn eiga öruggt skjól í þín- um ranni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert einfari í eðli þínu, en þarft í starfi að eiga sam- skipti og samstarf við aðra. Sýndu þeim starfi þeirra og tillögum þeirra fullan sóma. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er í góðu lagi að hugsa til framtíðarinnar og reyna að skipuleggja hana eitthvað, ef þú ert raunsær og lætur draumsýnir ekki blinda þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft að gefa þér tóm til þess að hugleiða hlutina. Ör- væntu ekki þótt lausnirnar liggi ekki á borðinu, það tek- ur tíma að koma auga á þær. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hlutirnir geta breyst skyndi- lega, þannig að það sem þér féll í gær getur verið þér á móti skapi í dag. Láttu þetta ekki slá þig út af laginu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Mundu að þótt þú viljir sýna öðrum samstöðu máttu ekki ganga svo langt að gera þeirra vandamál að þínum. Þá verður þú til lítils gagns. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er engin ástæða til þess að láta syndir heimsins þurrka brosið af andlitinu. Það eina sem gildir er að líta jafnan á björtu hliðarnar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur verið svo upptekinn í vinnunni að vinir og vanda- menn hafa þurft að sitja á hakanum. Nú skaltu söðla um og gefa þeim meira af tíma þínum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Í öllu samstarfi má búast við einhverjum núningi. Það er hins vegar út í hött að láta einhver smáatriði skemma fyrir. Það þarf að ræða hlut- ina. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að njóta sem mestr- ar útiveru. Þótt þér finnist enginn tími til slíks, skaltu hugsa málið og drífa þig í gönguferð á meðan. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er aldrei til góðs að eyða fé fyrirhyggjulaust, jafnvel þótt góðir tímar séu. Finndu þér eitthvað gagnlegt að gera í tómstundum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Því fylgir mikil ábyrgð að aðrir skuli leita til þín um ráð. Settu þig ekki á háan hest gagnvart þeim sem hafa misstigið sig né nokkrum öðrum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér getur reynst erfitt að standa við allar þær skuldbindingar sem þú hefur tekið að þér. Segðu bara nei, þar til þú hefur tæmt skrif- borðið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FRÉTTIR STYRKUR unga fólksins 2001 er að hefjast að nýju og verður hann nú haldinn í Menntaskólanum við Sund dagana 5.– 8. júlí næstkomandi. Þeir sem þar fram koma eru meðal annars Dj Youze, The fifth element-breakhópur, rapparar frá Englandi og GenX-danshópurinn svo einhverjir séu nefndir. Sókn gegn sjálfsvígum stendur á bak við mótið og er hugsjónin sú að hafa fjörugar uppákomur með jákvæðum boðskap, líf og gleði þar sem ungt fólk getur skemmt sér undir for- merkjum frelsis og vímuleysis, segir í fréttatilkynningu. Mótið er þannig skipulagt að öll kvöldin, 5.– 8. júlí, kl. 21:00 verða tónleikar þar sem einnig verða sýnd- ir dansar og leikþættir og munu þá þeir sem fyrr eru nefndir troða upp og halda fjörinu gangandi eitthvað fram eftir kvöldi. Tekið skal fram að aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Einnig verða þann 6. – 8. júlí á daginn kl 17:00 – 19:00 í gangi dans- skóli, rappskóli, Dj-skóli, breakdans- skóli og graffitiskóli. Skráning er hafin fyrir alla aldurshópa, konur og karla. Að kvöldi 8. júlí verður pizza- veisla fyrir alla í boði Hróa Hattar. Styrkur unga fólksins í MS „UNGIR jafnaðarmenn í Reykjavík telja að Ísland eigi að ganga í Evr- ópusambandið og myntbandalag Evrópu,“ segir m.a í fréttatilkynn- ingu frá Félagi ungra jafnaðar- manna í Reykjavík. „Fyrst skal telja að kostnaður okkar Íslendinga við að halda úti okkar eigin mynt er allt að 120 millj- arðar á ári ef marka má útreikninga Samtaka iðnaðarins. Þetta jafngildir um hálfri milljón á hvert mannsbarn í landinu. Seðlabankinn ver miklum fjárhæðum til að verja gengi krón- Vilja að Ísland gangi í Evrópu- sambandið unnar gegn markaðsöflunum en þar hefur lítið áunnist. Saga krónunnar er saga gengisfellinga, verðbólgu og óstöðugleika. Ef Íslendingar gengju á hinn bóginn í Evrópusambandið myndi margt ávinnast. Eitt mikil- vægasta atriðið í því sambandi er þau tækifæri sem evran veitir okkur Íslendingum, bæði fjölskyldum og fyrirtækjum,“ segir þar jafnframt. KAUPMENN á Laugavegi standa fyrir lengri afgreiðslutíma á fimmtu- dagskvöld í tengslum við bæjarferð. Götuleikhúsið mun leika listir sínar á Laugavegi. Verslanir verða með opið til kl. 20. Langur laugardagur verður nú 7. júlí næstkomandi og verða verslanir opnar til kl. 17. „Þennan Langa laug- ardag er fyrirhugað að vera með skemmtilegar uppákomur fyrir alla. Danshópurinn Komdu að dansa tjúttar niður Laugaveg og sýnir m.a. vals, djæf og fl. Opið til 20 á Laugavegi á fimmtudag EINS og undanfarin ár mun Ferða- málahópur Borgarfjarðar eystra standa fyrir hátíð um verslunar- mannahelgina sem ber nafnið Álfa- borgarséns. „Fjölmargt verður til skemmtun- ar þetta árið. Af helstu dagskrárlið- um má nefna hagyrðingamót og dansleik á föstudagskvöld, ævintýra- ferð fyrir börn, knattspyrnumót og dansleik með hljómsveitinni Nefnd- inni á laugardag og knattspyrnu- skóla, grill, varðeld og dansleik með Jónasi Sigurðssyni sólstrandagæja og Kvöldgestum hans á sunnudegi,“ segir í fréttatilkynningu. Tjaldsvæði við Álfaborg eru ókeypis, Álfasteinn hefur verslun sína opna alla helgina eins og ný- lenduvöruverlsun KHB og Veitinga- salan Fjarðarborg. Víkurnar sunnan við Borgarfjörð eru vinsæll áningarstaður ferða- manna og gistiaðstaða í boði þar. Álfaborgarséns um verslunar- mannahelgina ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ KARLMAÐUR frá Litháen óskar eftir íslenskum pennavinum af báðum kynj- um. Hann safnar óstimpluð- um frímerkjum með fiskum og Europa cept. Einnig safnar hann nýjum peninga- seðlum og símakortum. Lætur sama á móti. D. Aminas, Seskinés 13-60, LT-2010 Vilnius-10, Lithuania. Þýskur karlmaður vill eignast vini hér á Íslandi, með frímerki sem áhuga- mál. Skrifar á ensku og þýsku. Lorenz Petersen, Schwennaustr. 5C, 24960 Glücksburg, Germany. Karlmaður á besta aldri óskar eftir pennavinum af báðum kynjum. Áhugamál ný og notuð frímerki, eink- um Norðurlönd en fleiri lönd koma til greina. Henry Trans, Tarphagevej 26, Sædding, DK - 6710 Esbjerg, Danmark. Pennavinir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.