Morgunblaðið - 04.07.2001, Síða 46

Morgunblaðið - 04.07.2001, Síða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKIPTINEMASAMTÖKIN AFS héldu grillveislu í Heiðmörk sl. fimmtudagskvöld. Þetta er árlegur viðburður hjá félaginu og mæta að öllu jöfnu um 100 manns, sjálfboða- liðar félagsins og skiptinemar ásamt fjölskyldum sínum. 10. ágúst koma síðan 36 erlendir nemar til landsins, og „við erum á fullu að reyna að finna góða fjöl- skyldu fyrir sextán þeirra“, segir Rósa Björg Þorsteinsson hjá AFS, „en krakkarnir koma frá þrettán löndum í Norður- og Suður-Amer- íku, Evrópu og Asíu.“ Að auka víðsýni og skilning Árlega fara um 10.000 manns um heim allan til dvalar á vegum sam- takanna, sem stofnuð voru árið 1947 af bandarískum sjálfboðaliðum sem óku sjúkrabifreiðum á vígvöllum Evrópu í fyrri og síðari heimsstyrj- öldinni á vegum American Field Service. Þeir trúðu því að nemenda- skipti væru leið til að auka víðsýni og skilning milli ólíkra menninga- heima og þar með leið til að draga úr líkum á því að hörmungar stríðs- ins endurtækju sig. Alþjóðleg fræðsla og samskipti, AFS á Íslandi, var stofnað árið 1957, en þá fóru fyrstu skiptinem- arnir héðan til Bandaríkjanna. Síð- an þá hafa um 2.400 ungmenni farið til dvalar erlendis á vegum félagsins og rúmlega 800 erlend ungmenni komið hingað til lands. Á hverju ári fara rúmlega 100 íslensk ungmenni út og hingað koma 35–40 erlendir nemar í ársdvöl. Þau eru á aldr- inum 15–18 ára og búa hjá fjöl- skyldum og ganga í framhaldsskóla. Sterk tengsl myndast Hin óformlega menntun er þó ekki síður mikilvæg. „Fjölskyldur skiptinemanna segja að þeim finnist skemmtilegast að hafa upplifa að vera með manneskju hjá sér sem sér Ísland á allt aðra vegu, og upp- lifa þannig sjálfa sig og Ísland á nýjan hátt. Einnig er spennandi að kynnast manneskjum frá öðum menningarheimi, til að átta sig á hversu mikið menningin, fjölskyld- an og umhverfið móta mannfólkið, og sjá hvernig manneskjan frá við- komandi menningarheimi horfir á hlutina með öðrum augum,“ segir Rósa Björg og bætir við að það sé frábær kostur að eignast fósturbarn í útlöndum! En viðurkennir svo að ansi oft séu kveðjustundirnar trega- fullar enda hafa myndast sterk tengsl á milli fjölskyldunnar og nemans. „Þetta er rosalega skemmtilegt og þótt þetta sé auðvitað vinna, þá er sífelld aukning hjá okkur, bæði af fólki sem tekur til sín nema og ís- lenskum krökkum sem fara út. Enda er þetta ómetanlegt tækifæri fyrir alla. Upphaflega hugmynda- fræðin er mjög falleg og það er satt að fólk öðlast meiri skilning og um- burðarlyndi við að kynnast annari menningu,“ segir Rósa Björg að lokum, og bendir á að fyrir þá sem vilja kynna sér málin betur, má koma á skrifstofu AFS að Ingólfs- stræti 3 þar sem allar upplýsingar liggja fyrir. Skiptinemar grilla og hafa gaman Með öðr- um augum Páll Ívar Rafnsson og Lena Valdimarsdóttir voru ánægð með Banda- ríkjadvölina og það voru líka Evrópufararnir Elín Harpa Valgeirsdóttir sem var í Þýskalandi, Auður Örlygsdóttir sem dvaldi í Frakklandi og Helgi Davíð Björnsson sem er nýkominn frá Tékklandi. Þau eru reynslunni ríkari eftir dvölina í Suður-Ameríku, en Ragnheiður var í Ekvador, Guðmundur Valur í Gvatemala og María Kristín í Brasilíu. Hjá þessu fólki er ævintýrið rétt að byrja. Mæðginin Áslaug Sturlaugs- dóttir (t.h.) og Davíð Grímsson (t.v.) eiga von á skiptinema frá Taílandi. Hjónin Guðmunda Kristinsdóttir og Ómar Ingvarsson ætla að taka á móti nema frá Venesúela ásamt dætrum sínum Guðrúnu Maríu og Ey- dísi, en þriðja dóttirin Íris (fyrir miðju) er einmitt á leið þangað. Morgunblaðið/Arnaldur ÚTSALAN HEFST Á MORGUN í eftirtöldum verslunum í Kringlunni s. 533 1740 s. 533 1730 s. 588 0079

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.