Morgunblaðið - 21.07.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 21.07.2001, Síða 1
BJÖRGUNARMENN leituðu í gær að fimm mönnum sem óttast var að væru í rústum þriggja hæða húss sem hrundi í Tottenham í norður- hluta London. Þrír íbúar hússins, hjón og ungt barn þeirra, voru fluttir á sjúkra- hús með minniháttar meiðsli. Einn björgunarmannanna slasaðist einn- ig lítillega. Björgunarmenn sögðu að allir íbúar hússins hefðu fundist en fimm verkamanna væri saknað. Þeir eru allir Tyrkir og voru að rífa niður vegg í verslun á jarðhæð hússins þegar það hrundi. Hús hrynur í London Reuters 164. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 21. JÚLÍ 2001 LEIÐTOGAR átta helstu iðnríkja heims samþykktu á fundi sínum í Genúa í gær að stofna nýjan sjóð sem á að nota í baráttunni gegn út- breiðslu alnæmis og fleiri smitsjúk- dóma í þróunarlöndunum. Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, sagði að leiðtogarnir hefðu samþykkt að leggja fram 1,2 milljarða dala, andvirði rúmra 120 milljarða króna, í nýja sjóðinn. „Við sjáum nú í fyrsta sinn fram á viðbrögð við þessum banvæna sjúk- dómi sem nálgast það að vera í sam- ræmi við umfang faraldursins,“ sagði Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann bætti þó við að stofnfé sjóðsins nægði ekki því hann þyrfti að nema 7-10 milljörðum dala (700-1.000 milljörðum króna) til að hægt yrði að grípa til aðgerða sem dygðu í baráttunni gegn alnæmi og fleiri smitsjúkdómum í þriðja heiminum. Iðnríkin hafa deilt um hverjir eigi að stjórna sjóðnum. Stofnframlag Bandaríkjanna nemur 200 milljón- um dala, andvirði rúmra 20 millj- arða króna, og George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði að stjórn sín myndi ekki leggja til meira fé fyrr en sýnt yrði fram á að sjóð- urinn bæri tilætlaðan árangur. Spá auknum hagvexti Í yfirlýsingu leiðtoganna um efna- hagsmál sagði að skatta- og vaxta- lækkanirnar í Bandaríkjunum sýndu að þarlend stjórnvöld gerðu allt sem í valdi þeirra stæði til að binda enda á afturkippinn í efnahag Bandaríkjanna. Þeir spáðu því að þessar aðgerðir myndu stuðla að efnahagsbata í Bandaríkjunum á næstu mánuðum og „leggja traust- an grunn að auknum hagvexti“ í heiminum. Leiðtogar iðnveldanna spá efnahagsbata í heiminum Lofa 1,2 milljörðum dala til alnæmisvarna Genúa. AP.  Samþykkt að stofna/20 LÖGÞINGSMENN í Færeyjum sæta þessa dagana harðri gagnrýni af hálfu almennings og fulltrúa verkalýðssamtaka, eftir að í ljós kom að stjórnmálamennirnir hafa sam- þykkt nýtt lífeyriskerfi sem ekki ein- göngu er þeim sjálfum mjög hag- stætt heldur bætir svo um munar kjör fyrrverandi landstjórnarmanna, og það allt aftur til ársins 1951. Mótmælin gegn þessum breyting- um á eftirlaunakjörum stjórnmála- manna hafa orðið til þess að nú hafa nokkrir lögþingsmenn sagzt vilja að hið nýsamþykkta lífeyriskerfi verði endurskoðað. Hafa sumir nefnt að óskandi væri að tekið yrði upp fyr- irkomulag að íslenzkri fyrirmynd, þar sem óháður kjaradómur er látinn um að taka ákvarðanir um kjör þing- manna og ráðherra. Lífeyriskerfið sem nú sætir mestri gagnrýni í Færeyjum gildir fyrir alla þá sem sæti hafa átt í færeysku land- stjórninni. Það var samþykkt meðal margra annarra þingmála á síðasta starfsdegi Lögþingsins fyrir sum- arhlé í lok maímánaðar. Viðbrögð al- mennings í Færeyjum við þessu komu fyrst fram í þessari viku, í kjöl- far þess að í þætti í færeyska sjón- varpinu var vakin athygli á því hverj- ar afleiðingar hins nýja kerfis yrðu. Ofbauð sumum Færeyingum svo, að hrint var af stað undirskriftasöfn- un þar sem þess er krafizt að fyrrver- andi ráðherrar lúti sambærilegum reglum um eftirlaun og aðrir laun- þegar. Í hinu nýsamþykkta kerfi munu stjórnmálamenn, sem eiga eða hafa átt sæti í landstjórninni, geta reiknað með að fá sem nemur um 307.000 ísl. krónum á mánuði í eftirlaun eftir að þeir ná 67 ára aldri. Mun eftirlauna- breytingin auka álögur á færeyska skattgreiðendur um sem nemur um 14 milljónum ísl. kr. á ári. Færeyjar Deilt um eftirlaun ráðherra Þórshöfn. Morgunblaðið. TVÍTUGUR mótmælandi var skot- inn til bana í átökum sem blossuðu upp milli lögreglumanna og óeirða- seggja í Genúa á Ítalíu í gær þegar leiðtogafundur átta helstu iðnríkja heims hófst í borginni. Um 150 manns særðust, þeirra á meðal ung kona sem var sögð „á milli heims og helju“. Um 20.000 lögreglu- og hermenn voru á götum Genúa þegar tugir þús- unda andstæðinga alþjóðavæðingar gengu um miðborgina til að mótmæla leiðtogafundinum sem var haldinn í höll frá miðöldum. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu að um 100.000 manns hefðu tekið þátt í aðalmót- mælagöngunni. Lögreglan lokaði níu ferkm svæði umhverfis höllina og átök blossuðu upp á nokkrum stöðum við jaðar þess. Hundruð óeirðaseggja réðust á öryggissveitirnar, köstuðu götustein- um, flöskum og bensínsprengjum. Kveikt var í bílum, rúður brotnar og að minnsta kosti einn banki rændur. Margir óeirðaseggjanna voru með brynjur, skildi og gasgrímur. Óeirðaseggirnir reyndu að ryðjast framhjá vegartálmum lögreglunnar umhverfis fundarstaðinn og lögregl- an beitti táragasi, vatnsþrýstibyssum og kylfum til að stöðva þá. Hörðustu átökin voru um 300 m frá fundarstað leiðtoganna. Særður lögreglumaður skaut í sjálfsvörn Um 55 lögreglumenn, 113 mót- mælendur og átta fréttamenn urðu fyrir meiðslum. Einn lögreglumann- anna þurfti að gangast undir skurð- aðgerð en var ekki talinn í lífshættu. Ung kona frá Þýskalandi særðist lífs- hættulega. Að sögn ítalskra sjónvarpsstöðva lá tvítugur Ítali í valnum. Ítalskir embættismenn og sjónarvottar sögðu að særður lögreglumaður, sem óeirðaseggir hefðu króað af, hefði skotið manninn í sjálfsvörn. Frétta- stofan AFP hafði eftir sjónarvotti að maðurinn sem beið bana hefði ráðist á jeppa lögreglumannsins sem hefði hleypt af byssu. Jeppanum hefði síð- an verið ekið yfir manninn þegar lög- reglumaðurinn og félagar hans hefðu reynt að flýja. Þetta er fyrsta dauðsfallið í tengslum við mótmæli andstæðinga alþjóðavæðingar frá því þau hófust í Seattle í Bandaríkjunum fyrir 19 mánuðum. George W. Bush Bandaríkjaforseti og fleiri leiðtogar á fundinum sögðust harma ofbeldið og dauða unga mannsins. Óeirðirnar stóðu í rúmar fimm klukkustundir. Friðsamlegt var á götum miðborgarinnar í gærkvöldi en til átaka kom nokkrum sinnum á öðrum stöðum í borginni. Boðuð voru frekari mótmæli í dag. Leiðtogafundinum á að ljúka á morg- un. Óeirðir blossa upp nálægt fundarstað leiðtoga átta helstu iðnríkja heims Mótmælandi skotinn til bana og 150 særðust AP Óeirðaseggir standa andspænis lögreglumönnum í miðborg Genúa. Þar kom til átaka í gær þegar andstæð- ingar alþjóðavæðingar mótmæltu fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims. Genúa. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.