Morgunblaðið - 21.07.2001, Page 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 9
Neðst við Dunhaga
sími 562 2230
15% aukaafsláttur
af bolum í dag
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18
laug. frá kl. 10-14
Útsalan í fullu fjöri
Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.
Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 554 7300,
(við hliðina á Sparisjóði Kópavogs).
TALSVERT rigndi á höfuðborg-
arsvæðinu í gær. Hjólreiðamað-
urinn sem varð á vegi ljósmynd-
reiðatúr. Enda segir máltækið;
„Enginn er verri þótt hann
vökni.“
ara Morgunblaðsins á Krýsu-
víkurvegi lét rigninguna þó ekki
aftra sér frá að fara í smá hjól-
Morgunblaðið/Þorkell
Enginn er verri þótt hann vökni
MARGIR ráku upp stór augu er
þeir sáu auglýsingu í Morgun-
blaðinu um síðustu helgi þar sem
óskað var eftir fólki til að keyra
ísbíl í Texas í Bandaríkjunum.
Blaðamaður sló á þráðinn út til
að forvitnast frekar um málið.
Eftir að blaðamaður hafði hlust-
að á syngjandi Texasmállýsku
kom tvítug íslensk stúlka, Brynja
Kristjánsdóttir, í símann.
Brynja starfar í sumar sem ís-
bílstjóri í borginni Laredo í Tex-
as, en borgin liggur á landamær-
um Bandaríkjanna og Mexíkó.
Þar er Brynja ásamt Maríu Stef-
aníu Stefánsdóttur, vinkonu
sinni.
„Það var íslenskur strákur, bú-
settur í Danmörku, sem vann hér
í apríl og hann auglýsti á Íslandi.
Við sóttum um vinnu og vorum
komnar út í byrjun júní. Við er-
um búnar að vera hér síðan og
þetta er mjög fínt,“ segir hún og
lýsir hvernig standi á þessu
óvenjulega sumarstarfi. „Við
verðum til 27. ágúst og erum að
vonast til að einhver komi fyrir
þann tíma, þannig að við getum
sýnt út á hvað þetta gengur.“
Þær stöllur vilja líta í kringum
sig áður en þær halda heim, en á
Íslandi bíður þeirra áframhald-
andi framhaldsskóli. Brynja út-
skrifast um jólin en María Stef-
anía eftir ár. „Við erum sem sagt
að fara heim í skóla og þetta er
svona óvenjulegt sumarævintýri.
Við sögðum þegar við vorum tíu
ára að við ætluðum að gera eitt-
hvað öðruvísi þegar við yrðum
tvítugar. Það rættist,“ segir
Brynja.
Pabbi kaus Nordjobb
En hvernig ætli fólkinu heima
hafi litist á sumarplön stelpn-
anna?
„Texas hljómar ekki vel í eyr-
um Íslendinga, en þessi bær er
voðalega vinalegur. Það er
mexíkanskur bragur yfir öllu og
það eru allir spænskumælandi,
en allt fólk undir fimmtugu talar
líka ensku,“ segir Brynja og gef-
ur lítið út á tungumálaerfiðleika.
Allt skiljist á endanum.
Hún segir að hún og María
Stefanía hafi sótt um Nordjobb
til að hafa eitthvað í bakhöndinni,
en þær ákváðu að láta reyna á
Texas, þótt pabbi Brynju spyrði
hvort þær vildu nú ekki bara fara
í Nordjobb.
Að sögn Brynju eru þær einu
útlendingarnir í fyrirtækinu
núna. Eigandinn, Edward Barr-
era, hefur átt ísbílafyrirtæki í 27
ár og sækist hann helst eftir að
fá Evrópubúa í vinnu. Þeir séu
duglegri heldur en innfæddir,
sem flestir séu Mexíkanar.
Unnið í 40 gráðu hita
Brynja segir að hitinn sé yf-
irleitt í kringum 40 gráður, en
það sé síður en svo óbærilegt,
enda sé vinnan fremur auðveld.
Þær fái borgað daglega 25% af
sölu dagsins. „Okkur finnst þetta
rosalega spennandi. Eitthvað
sem við eigum aldrei eftir að
gleyma. Ég myndi segja að þetta
væri stórsniðugt fyrir fólk frá 18
ára og til svona þrítugs, en fólk
þarf auðvitað að vera með bíl-
próf,“ segir Brynja og telur að
um tuttugu og fimm fyrirspurnir
hafi borist vegna auglýsingarinn-
ar nú.
Hún segir að það taki fimm til
tíu mínútur fyrir þær vinkonur
að keyra niður í bæ. Þar geti þær
lagt bílnum og gengið yfir til
Mexíkó. „Það er mjög fínt að fara
þangað, sérstaklega á daginn.
Þar er mikið af ferðamönnum, en
það er ekkert um þá hérna meg-
in. Straumurinn liggur í gegnum
borgina á hraðbrautinni,“ segir
Brynja.
Að hennar sögn er stefnan að
ferðast í tvær vikur áður en þær
halda heim. Fara um Texas og
kíkja aðeins yfir landamærin til
Mexíkó. Það fari hins vegar eftir
því hvort einhver komi og taki
við af þeim. „Annars ætlum við
að sjá til, það er ekkert ákveðið.
Við eigum bara eftir að líta á Atl-
asinn og svo eigum við flug heim
27. ágúst,“ segir þessi unga æv-
intýrakona.
Tvær tvítugar íslenskar stelpur
eru í öðruvísi sumarvinnu
Keyra ísbíl í hit-
anum í Texas
JAFNINGJAFRÆÐSLAN, for-
varnarverkefni ungs fólks gegn
fíkniefnum, leggur í hringferð um
landið á mánudag og er ætlunin að
fræða unglinga á öllu landinu um
skaðsemi fíkniefna.
Jafningjafræðslan hefur starfað
um nokkurt skeið á höfuðborgar-
svæðinu og vinnur meðal annars með
unglingum í Vinnuskóla Reykjavíkur
að forvörnum, en Reykjavíkurborg
hefur styrkt átakið síðustu sumur.
Nú á hins vegar að leggja í fræðslu-
ferð til að ná til fólks sem starfsmenn
Jafningjafræðslunnar hafa aldrei
náð til áður. Svona ferðalag hefur
staðið lengi til en ekki orðið að veru-
leika fyrr sökum skorts á fjármagni.
Landsbankinn og ESSO eru styrkt-
araðilar ferðarinnar og er ætlunin að
skipta starfsmönnum Jafningja-
fræðslunnar í tvo hópa sem fara hvor
sinn hringinn í kringum landið uns
þeir mætast á miðri leið. Alls er búist
við að þeir muni ná til um 650 ung-
linga á þessum tíma.
Að sögn Sylvíu Kristínar Ólafs-
dóttur, starfsmanns Jafningja-
fræðslunnar, er draumurinn að eftir
5 ár þurfi ekki að leggja í svona ferð,
heldur verði Jafningjafræðslan út-
breidd um land allt. Hún segir að til-
gangur ferðarinnar sé því í raun tví-
þættur, í fyrsta lagi eigi að reyna að
fræða sem flesta og í öðru lagi að
vekja sveitarfélög til umhugsunar
um forvarnarstarfsemi, þannig að
þau skipuleggi eitthvað í líkingu við
Jafningjafræðsluna.
Ætla að hitta 650 ung-
menni í hringferðinni
Morgunblaðið/Arnaldur
Hluti hópsins sem ætlar að ferðast um landið og fræða ungmenni um fíkniefnavandann.
Jafningjafræðslan fræðir unglinga á ferð um landið
STOFNAÐUR hefur verið minning-
arsjóður í tilefni af því að liðin eru 10
ár frá láti prófessors Jóns Steff-
ensens með það að markmiði að
styrkja einn háskólanema á ári til
rannsókna á sviði sögu heilbrigðis-
mála. Í tilkynningu frá Þjóðminja-
safni Íslands segir að safnið, Nes-
stofusafn og Félag áhugamanna um
sögu læknisfræðinnar standi að
sjóðnum og hafi tekið ákvörðun um
stofnun hans. Auglýst verður eftir
umsóknum um styrkinn í haust en að
sögn Sigurborgar Hilmarsdóttur,
safnvarðar, nemur hann 200 þúsund
krónum.
Fram kemur í tilkynningunni að
það sé ötulu starfi Jóns Steffensens
að þakka að til er gott safn lækn-
ingamuna, Nesstofusafn, sem er
deild í Þjóðminjasafni Íslands. Sýn-
ingar eru reglulega í Nesstofusafni
en næstkomandi sunnudag kl. 14
verður leiðsögn um safnið. Aðgangs-
eyrir er 200 krónur en börn og ellilíf-
eyrisþegar fá ókeypis aðgang.
Sjóður til styrktar
háskólanemum
ÓVENJUMARGIR, eða 24
bílar, voru teknir fyrir of hrað-
an akstur í Kópavogi í fyrra-
dag. Að sögn lögreglunnar
fóru radarmælingar fram á
nokkrum stöðum í bænum.
Einn ökumaður var tekinn á
101 km hraða þar sem há-
markshraði er 50. Búast má
við því að hann missi ökurétt-
indin í einn til þrjá mánuði í
kjölfar þessa.
Á tvöföld-
um há-
markshraða
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
15% aukaafsláttur
Engjateigi 5, sími 581 2141.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
tilkynning þess efnis að bæjarráð
Akraness ítrekar samþykkt bæjar-
stjórnar Akraness frá 14. september
1999 þar sem lagt er til að flutningur á
olíum og bensíni um Hvalfjarðargöng
verði bannaður. Þar segir orðrétt:
„Samkvæmt umferðarlögum er
lögreglustjóra heimilt að banna flutn-
ing hættulegra efna um jarðgöng ef
ástæða þykir til. Bæjarráð bendir á
nýlegt atvik þar sem bensín lak í
Hvalfjarðargöngunum með augljósri
hættu fyrir vegfarendur.“ Kemur
einnig fram að samþykktinni hafi ver-
ið komið á framfæri við Lögreglu-
stjórann í Reykjavík og dómsmála-
ráðuneytið.
Lagt til að flutningur á olíu
og bensíni verði bannaður