Morgunblaðið - 21.07.2001, Page 23

Morgunblaðið - 21.07.2001, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 23 Konur sem hefja líkams- rækt gagngert til að létt- ast velja gjarnan þrek- hjól, stigvélar og hlaupabretti fram yfir að lyfta lóðum. Ný rannsókn bendir hins vegar til að sé markmiðið að losa sig við aukakílóin ættu konur líka að stunda æfingar þar sem unnið er gegn mótstöðu eins og gert er þegar lóðum er lyft. Í júníhefti tímaritsins Med- icine and Science in Sports and Exercise segja vísindamenn við Johns Hopkins frá því að þó svo fleiri hitaeiningum sé brennt meðan á eró- bikkæfingum stendur þá hægi líkaminn á efnaskiptunum um hálfri klukkustund eftir að þeim er hætt. Konur sem stunda þjálfun með mótstöðu haldi hins vegar brennslunni stöðugri í allt að tvær klukku- stundir eftir að æfing- um lýkur. Að mati rannsakenda þarf því að vera jafnvægi milli eróbikkæfinga og æf- inga með mótstöðu til að ná sem bestum ár- angri. Fyrir utan að auka efnaskipti og brenna þannig fitu byggja mótstöðuæf- ingar upp vöðva sem svo aftur brenna meiri orku en fituvef- urinn gerir. Lyftið lóðum konur! Morgunblaðið/Golli UNGT fólk útskrifast úr skóla illa undir það búið að takast á við siðferðileg vanda- mál í tengslum við umdeildar vísindaframfarir á borð við einræktun fósturvísa úr mönnum og erfðabreytt mat- væli. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem birt hefur verið í Bretlandi og greint er frá á fréttavef BBC. Skýrslan var unnin fyrir góðgerðarsamtökin Wellcome Trust og kemur þar fram að við vísindakennslu sé oft látið undir höfuð leggjast að takast á við siðferðilegar spurning- ar. Hin hefðbundna „tilrauna- glasa- og kennslubókar“-- aðferð við kennslu í framhaldsskólum myndi batna ef meira væri rætt um og rannsökuð væri hin félags- lega hlið vísindanna. Skýrslan var unnin af Kennslustofnun Lundúnaháskóla. Dr. Mike Dexter, fram- kvæmdastjóri Wellcome Trust, segir að til þess að búa börn undir þátttöku í sam- félagi þar sem vísindin snerti svo að segja alla þætti lífsins sé nauðsynlegt að gera breyt- ingar á kennslu í vísinda- greinum. Einungis sé hægt að tryggja lýðræði á „gena- mengisöldinni“ með því að allir séu upplýstir um þær nýju félagslegu, siðferðilegu og pólitísku spurningar sem vísindin veki. Telja skorta sið- fræðilega umræðu LEIT vísindamanna að erfðalykl- um krabbameins er alltaf að skila nýjum áfangasigrum. Nú telja þeir sig hafa fundið tvö gen sem hafi það hlutverk að koma í veg fyrir krabbamein og verða þessar nið- urstöður kynntar á ráðstefnu um krabbamein sem stendur yfir í Glasgow um þessar mundir að því er fram kemur á fréttavef BBC. Genin sem hér um ræðir og heita DNA-PK og p53 gegna hvort sínu hlutverki í að halda genamengi lík- amans heilbrigðu. DNA-PK gerir við skemmd gen á meðan hlutverk p53 er að koma í veg fyrir að skemmd gen fjölgi sér. Það eru vísindamenn við the Cancer Re- search Campaign undir stjórn dr. Carls Anderson við Brookhaven National Laboratory í New York sem komust að því að krabbamein getur myndast ef annað þessara tveggja gena starfar ekki rétt. Auk heldur kom í ljós að DNA-PK getur jafnvel gengið í lið með krabbameinsfrumunum. Það gerist á þann hátt að í kjölfar krabba- meinsmeðferðar sem hefur áhrif með því að skaða erfðaefnið getur DNA-PK farið af stað og lagað hið eyðilagða erfðaefni og þannig við- haldið krabbameininu. Við Háskól- ann í Cambridge vinna vísinda- menn undir stjórn Steve Jackson prófessors nú að því að finna hvernig hindra má starfsemi DNA-PK í krabbameinsfrumum og bæta með því móti árangur krabbameinsmeðferðar. Hvað varðar p53 þá vita vísindamenn nú þegar að í um helmingi krabba- meinstegunda nær það ekki að sinna starfi sínu og grunur leikur á að svo sé í fleiri tegundum krabbameina. Heilbrigðir lífshættir, sem fela í sér að fólk sniðgengur þekkta krabbameinsvalda, eru taldir hafa áhrif á hve vel p53 nær að sinna hlutverki sínu. Kennsl borin á mikilvæg gen tengd krabbameini Minjasafnið er við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal ÞYNNKUBANINN                                

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.