Morgunblaðið - 21.07.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 21.07.2001, Síða 30
UMRÆÐAN 30 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÍKIR jafnræði á milli hvítra og svartra í Bandaríkjunum? Ef hvítir eru spurðir þessarar spurn- ingar svara þeir flestir játandi og segja að svartir samlandar þeirra lifi sama lífi og þeir sjálfir. Blökkumenn vita hins vegar bet- ur og þeirra afstaða er studd alls konar opinberum gögnum þar sem fram kemur að þeir fá lægri laun en hvítir, skólarnir í hverf- unum þeirra eru lélegri en í hvítu hverfunum og miklu líklegra er að heilsugæslu sé ábótavant hjá þeim. Þrátt fyrir að upplýsingar um þetta hafi alls ekki farið lágt koma þessar staðreyndir af ein- hverjum ástæðum flatt upp á hvíta Bandaríkjamenn. Þeir virð- ast hafa kosið að túlka fréttir um að smám sam- an drægi sam- an með kyn- þáttunum á þann veg, að nú væri allt í stakasta lagi. Það mun ekki vera í fyrsta skipti sem fréttir eru oftúlkaðar, en það er önnur saga. Á dögunum var skýrt frá skoð- anakönnun sem unnin var á veg- um dagblaðsins Washington Post, Henry J. Kaiser-stofnunarinnar og Harvard-háskóla, en þar kom fram að hvítir Bandaríkjamenn hafa ýmsar ranghugmyndir um hag svartra landa sinna. 40 til 60% hvítra sögðu að blökkumenn stæðu að meðaltali jafn vel eða betur að vígi og hvítir, hvort sem væri á vinnumarkaði, þegar litið væri til launa, menntunar eða heilsugæslu. Í könnuninni sagðist yfirgnæf- andi meirihluti hvítra vera fylgj- andi aðgerðum alríkisstjórn- arinnar sem miðuðu að því að tryggja öllum kynþáttum mennt- un og heilsugæslu. Enn fleiri sögðust sammála því að hið op- inbera ætti að tryggja að svartir og hvítir fengju sömu meðferð hjá lögreglu og dómstólum. Hins veg- ar kom í ljós að þeir sem haldnir voru mestu ranghugmyndunum um að misrétti væri úr sögunni voru ekki eins eindregið á því að hinu opinbera bæri skylda til að tryggja svörtum og hvítum börn- um jafn góða skóla og þeir sem betur upplýstir voru. Sex af hverjum tíu hvítum sögðu að svartir hefðu jafn góðan eða betri aðgang að heilsugæslu en hvítir. Washington Post bendir á að raunveruleikinn sé annar. Svartir séu tvisvar sinnum lík- legri til að vera án heilbrigð- istryggingar en hvítir, en í Banda- ríkjunum er sú staða ávísun á minni og lélegri heilsugæslu en tryggðir fá. Þegar Washington Post skýrði frá þessum niðurstöðum, sem ganga svo í berhögg við skjalfest- an raunveruleikann, hófst frétt blaðsins á þá leið, að þetta væri afstaða hvítra, hvort sem rekja mætti hana til óvildar þeirra í garð svartra, að þeim stæði hrein- lega á sama, eða að þeir vissu ekki betur. Blaðið gat ekki svarað eig- in vangaveltum um þetta. Hins vegar benti það á, að rang- hugmyndir hvítra gætu skýrt hversu tregir þeir væru til að samþykkja jákvæða mismunun, svörtum í hag. Meira áhyggjuefni væri hins vegar að ranghugmynd- irnar hlytu að koma í veg fyrir að hið opinbera næði að hrinda fram breytingum sem miðuðu að jöfn- un efnahagslegrar og félagslegrar stöðu kynþáttanna. Þeim er reyndar vorkunn, Bandaríkjamönnum af hvíta kyn- stofninum, þegar þeir halda því fram að jafnt sé á komið með hvít- um og svörtum í Bandaríkjunum. Stór hluti þeirra blökkumanna sem nefnd könnun náði til, eða allt frá fjórðungi upp í þriðjung eftir því hvernig spurt var, taldi nefni- lega líka að svartir stæðu hvítum jafnfætis. Aðrir blökkumenn virt- ust vera í betri tengslum við raun- veruleikann og sögðu að þeir stæðu enn töluvert verr að vígi. Staðreyndirnar tala sínu máli. Fyrir utan lélegri aðgang að heilsugæslu búa svartir við minni menntun en hvítir. 17% þeirra hafa lokið háskólaprófi, en 28% hvítra. 79% hafa lokið mennta- skóla, en 88% hvítra. Þrátt fyrir þennan mun trúir helmingur hvítra því að kynþættirnir standi jafnfætis að þessu leyti. Og þegar spurt er um efna- hagslega afkomu, þá er helmingur hvítra Bandaríkjamanna enn úti á þekju og sannfærður um að svart- ir landar þeirra gegni sams konar störfum og hvítir. Um þriðjungur allra hvítra gegnir starfi sem krefst sérhæfingar eða hefur mannaforráð, en aðeins fimmt- ungur svartra. Blökkumenn eru tvisvar sinnum líklegri til að gegna lægstlaunuðu þjón- ustustörfunum og rúmlega tvisv- ar sinnum líklegri til að vera at- vinnulausir. Reyndar gerir meirihluti hvítra sér grein fyrir að svartir þéna ekki jafn mikið og hvítir, en fjórir af hverjum tíu trúðu því þó að blökkumenn hefðu jafn góðar, ef ekki betri, tekjur en hvítir. Þar munar nú heldur betur miklu, því meðaltekjur svartra heimila árið 1999 voru tæplega 3 milljónir en heimili hvítra höfðu úr um 4,5 milljónum að moða. Tæplega 30% hvítra höfðu tekjur undir 2,5 milljónum, en nær helmingur svartra þénar svo lítið. Og fátækt- in er tvöfalt líklegri til að leggja lag sitt við svarta. Það segir sig sjálft að ef hvítir Bandaríkjamenn eru sannfærðir um að allt sé í himnalagi, öll mis- munun heyri sögunni til og svartir séu bara að kvarta af gömlum vana, þá eru þessir sömu hvítu kjósendur ólíklegir til að styðja pólitískar aðgerðir sem miða að því að bæta hag svartra. Við- kvæðið undanfarin misseri í Bandaríkjunum hefur verið að af- nema beri alla jákvæða mis- munun og það er auðvelt að vinna þeim málstað brautargengi þegar stór hluti þjóðarinnar er haldinn ranghugmyndum af þessu tagi. Það má deila um réttmæti þess að opinberir aðilar beiti sér yfirhöfuð í þessum málum, en afstaða manna þarf að minnsta kosti að vera byggð á staðreyndum. Og það er aumt afspurnar ef hagur svartra vestra versnar í upphafi 21. aldarinnar. Reyndar nógu slæmt ef hann hættir að batna. Nóg komið? Og þegar spurt er um efnahagslega af- komu, þá er helmingur hvítra Banda- ríkjamanna enn úti á þekju og sann- færður um að svartir landar þeirra gegni sams konar störfum og hvítir. VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson hkfridriksson- @ucdavis.edu EINHVERFA er að jafnaði ævilöng fötlun, sem stafar oft- ast af meðfæddri röskun á tauga- þroska. Einkenni ein- hverfu koma gjarnan fram á öðru aldursári, en greining verður yf- irleitt nokkru síðar eða að meðaltali við tæplega 4 ára aldur hér á landi. Líffræði- leg próf til þess að greina einhverfu eru ekki ennþá komin fram. Í staðinn er stuðst við víðtæka upplýsingasöfnun um hegðun og þroska og útilokandi læknisfræðilegar rannsóknir. Til að greinast með einhverfu þarf að koma fram ákveðinn fjöldi og styrkleiki einkenna á þremur ein- kennasviðum (sjá nánar á heima- síðu Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins, www.greining.is). Greiningarviðmið fyrir einhverfu og skyldar raskanir eru skilgreind af Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- inni. Á einhverfurófinu (samanber litróf) telst einhverfa alvarlegust, en ódæmigerð einhverfa og asper- gersheilkenni eru sérstakir flokkar sem venjulega þýða vægara ást- and. Hér á landi ber Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins ábyrgð á greiningu á einhverfu eins og öðr- um fötlunum. Aukin þekking og breyttar skilgreiningar Tíðni einhverfu á Íslandi hefur breyst. Það sama gildir um Bret- land, Svíþjóð, Finnland, Japan og Kanada, eða þar sem nýlegar rannsóknir á faraldsfræði ein- hverfu liggja fyrir. Nánast alls staðar mælist aukin tíðni einhverfu umfram eldri rannsóknir. Flestir fræðimanna, sem hafa fjallað um hvernig þessi aukning er til komin, hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé um faraldur að ræða. Það þýðir hér, að nýjum tilfellum hefur ekki fjölgað í raun, heldur eru fleiri skilgreindir með einhverfu en áður. Líklega eru margar ástæður fyrir því að fleiri greinast með einhverfu nú, en fyrir 10-20 árum. Þar vegur þó þyngst aukin þekk- ing, sem hefur áhrif á skilgreiningar. Skil- greiningar hafa víkkað með tímanum og þeim hefur einnig fjölgað, en hvort tveggja leiðir af sér aukna tíðni greindra tilvika. Aukin þekking getur einnig leitt til fleiri tilvísana (sérstaklega í yngri aldurshópum) sem aftur leiðir til þess að fleiri finnast með einhverfu eða skyldar raskanir á unga aldri. Að fleiri finnist með einhverfu nú þýðir að umfang vandans hefur verið vanmetið. Afleiðingarnar eru mikið álag á þjónustukerfi ein- hverfra sem kemur meðal annars fram í verulegri fjölgun tilvísana til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Endurskipulagning – aðgerðir Í nýlegri rannsókn var talinn fjöldi tilfella í tveimur árgangahóp- um, 1974-1983 og 1984-1993. Í fyrri hópnum var algengi einhverfu 3,8 af hverjum 10.000 á sama aldri, en 8,6 af hverjum 10.000 í síðari hópn- um. Á bak við þessar algengitölur voru 16 einstaklingar í fyrri hópn- um en 37 í þeim síðari. Ef ódæmi- gerð einhverfa var talinn með í síð- ari hópnum fjölgaði einstaklingum úr 37 í 57. Aðferðafræðin sem var notuð í þessari rannsókn er mun líklegri til að vanmeta fjölda ein- staklinga með einhverfu en ofmeta hann. Þá náði rannsóknin ekki til aspergersheilkennis. Niðurstöður rannsókna af þessu tagi ættu að verða hvatning til endurskipulagn- ingar þjónustu á þessum vettvangi (sjá nánar www.greining.is), en því miður hafa þær ekki ennþá haft þau áhrif. Viðbrögð á opinberum vettvangi hafa vart verið merkj- anleg við þeim tíðindum, að al- gengi einhverfu hafi tvöfaldast á Íslandi. Á meðan ekkert er að gert leng- ist biðtími eftir greiningu og ann- arri þjónustu, sérstaklega í eldri aldurshópum, ekki síst hjá fötl- uðum börnum á grunnskólaaldri. Eftirfylgd er auk þess mjög tak- mörkuð sem er afar ófullnægjandi þegar haft er í huga hversu mikl- um árangri góð meðferð getur skil- að. Þar sem börn með aspergers- heilkenni eru samkvæmt skilgreiningu ekki með umtals- verða seinkun í mál- og vitsmuna- þroska og hafa yfirleitt vægari ein- kenni uppgötvast þau venjulega ekki fyrr en á grunnskólaaldri. Foreldrar þessara barna þurfa oft að greiða þjónustu sérfræðinga úr eigin vasa og geta ekki snúið sér til neinnar stofnunar og vænst full- nægjandi þjónustu. Ástæðan fyrir þessu ástandi mála er einföld: Hvorki félags- málaráðuneytið né heilbrigðisráðu- neytið hafa ákveðið á hvern hátt þjónusta við einhverfa á að byggj- ast upp eða tryggt nægjanlegt fjármagn til þess. Ráðuneytin ann- ars vegar og sveitarfélög hins veg- ar takast á um útgjöld með hljóð- látu aðgerðarleysi sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir ein- staklinga, fjölskyldur og samfélag- ið í heild. Aðgerða er þörf Evald Sæmundsen Einhverfa Viðbrögð á opinberum vettvangi, segir Evald Sæmundsen, hafa vart verið merkjanleg við þeim tíðindum, að al- gengi einhverfu hafi tvöfaldast á Íslandi. Höfundur er sviðsstjóri á Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins. MIKIL umræða hefur verið undanfarið um skipulagsmál Reykjavíkur og höfuð- borgarsvæðisins, sér- staklega í tengslum við kosninguna um framtíð Reykjavíkur- flugvallar 17. mars sl. Nýlega birti borgar- stjórn hugmyndir að nýju aðalskipulagi, sem á að horfa fram til ársins 2016 eða jafnvel ársins 2024. Í þessum skipulags- drögum er gert ráð fyrir að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýr- inni í áföngum. Þó er skilinn eftir stór óráðstafaður blettur á teikn- ingunni af nýja skipulaginu, þar sem norður/suður-flugbraut vallar- ins er nú. Ekki er sagt hvað eigi að gera við þetta svæði í framtíðinni og það merkt með hvítum lit. Þessi hvíti auði blettur í skipulaginu minnir dálítið á afstöðu araba til Ísraelsríkis hér áður fyrr. Á landa- bréfum araba var auður hvítur blettur þar sem Ísraelsríki átti að vera, því þeir viðurkenndu ekki til- vist þess. Íslenskum ráðamönnum er stundum líkt farið. Þeir vilja ekki viðurkenna Vatnsmýrina sem besta tækifæri til þróunar og vaxtar höf- uðborgarinnar í framtíðinni. Ef menn gera sér ljósa þá stór- kostlegu möguleika sem Vatnsmýr- in býður upp á myndi maður ætla að ríkisstjórn Íslands og Alþingi krefðust þess að Vatnsmýrin yrði skipulögð fyrir stjórnsýslu og menn- ingarstofnanir fram- tíðarhöfuðborgar lýð- veldisins. Gert yrði ráð fyrir nýju veglegu Alþingis- húsi, sem gæti hýst alla starfsemi þings- ins, sem fer vaxandi, þar sem þingið er að brjóta sér leið úr tröllataki famkvæmda- valdsins, forsætisráðu- neytið fengi veglega byggingu í stað gamla fangelsisins, sem það kúldrast í núna. Önnur ráðuneyti fengju nýjar og heppilegri byggingar, sem væru hannaðar með þarfir þeirra í huga, og dómsvaldið fengi ný hús í fram- tíðinni. Menningarstofnanir eins og leikhús, tónleikahús, söfn o.s.frv. fengju stað í þessu nýja samræmda umhverfi. Jafnframt yrði önnur miðborgarstarfsemi í Vatnsmýrinni eins og verslun, hótelrekstur, veit- ingarekstur, skólar, þjónusta alls konar o.s.frv., o.s.frv. En nú vill svo undarlega til að ríkisvaldið hefur hreint engan áhuga á höfuðborg sinni. Þingmenn segja: Að vísu er Reykjavík höfuðborg landsins, en einu kröfurnar sem við gerum í því sambandi er að borgin hafi flugvöll, sem sé eins nálægt Alþingishúsinu og hægt er og gott betur. Nýlega var opnað hér í borginni svokallað „Borgarfræðasetur“ á vegum Reykjavíkurborgar og Há- skóla Íslands. Við það tækifæri var boðið hingað enskum sérfræðingi um skipulagsmál. Hann lét hafa eft- ir sér að við værum öfundsverð af því tækifæri, sem Vatnsmýrin byði upp á í skipulagsmálum. En við gerum ekkert. Vatnsmýr- in er „tómarúm“ í framtíðarskipu- laginu. Í flestum löndum hefur rík- isvaldið mikinn áhuga á því hvernig höfuðborg landsins þróast og dafn- ar, ólíkt því áhugaleysi sem hér við- gengst. Hér virðist ríkisvald og höf- uðborg vera tveir aðskildir heimar. Skipulag hverrar borgar er ein- hver þýðingarmesti málaflokkur hennar. Því er nauðsynlegt að borgarskipulag sé jafnan öflugt, faglegt og sjálfstætt, svo það geti unnið sjálfstætt að framtíðarstefnu- mótun borgarskipulagsins í sam- vinnu við kjörna fulltrúa, almenn- ing og ríkisvaldið, ef um höfuðborg er að ræða. Höfuðborgin, sem ríkisvaldið vill ekki Jóhann J. Ólafsson Vatnsmýri Ríkisvald og höfuðborg, segir Jóhann J. Ólafs- son, virðast vera tveir aðskildir heimar. Höfundur er formaður samtaka um betri byggð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.