Morgunblaðið - 21.07.2001, Page 31

Morgunblaðið - 21.07.2001, Page 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 31 ÞAÐ þarf útsjónar- semi og aðhald til að takast á við bæði há- skólanám og barnaupp- eldi. Börnin þurfa sinn tíma eins og bækurnar og leggja þarf rækt við hvort tveggja eigi vel að takast til. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur, undir forystu Röskvu, unnið ötullega að því að auðvelda foreldrum að stunda nám við háskól- ann. Margvíslegur ár- angur hefur náðst en aðstöðuleysið er rót stærsta hluta þess vanda sem margir foreldrar glíma við í háskólasamfélaginu. Fjölgun dagvistunarrýma Á síðustu tíu árum hefur Félags- stofnun stúdenta byggt þrjá leik- skóla í húsnæði stúdentagarðanna og þar eru nú vistuð rúmlega 150 börn. Fyrir skemmstu ákvað stjórn FS að stækka leikskólann Sólgarð og í kjölfarið mun leikskóla- plássum fjölga um tæp- lega 30. Þá er í gildi samningur á milli Stúd- entaráðs, FS og Reykjavíkurbogar um 300 forgangspláss fyrir börn stúdenta og þá er stefnt að því að opna nýjan leikskóla í hús- næði Efri-Hlíðar með 20-30 leikskólaplássum til viðbótar. Þessi árangur er mjög mikilvægur enda er dagvistun grundvöll- ur þess að foreldrar geti stundað nám við Háskóla Íslands og er þessi aukn- ing dagvistarrýma því til mikilla hagsbóta. Kennt á laugardögum Þrátt fyrir þessar breytingar til batnaðar eru enn ýmis ljón í veginum sem geta gert foreldrum sem stunda nám við skólann erfitt um vik. Al- mennt er leikskólum lokað kl. 17 en þá stendur oftar en ekki enn yfir kennsla í mörgum kennslustofum há- skólans. Væntanlega kysu flestir há- skólanemar að vera búnir fyrr á dag- inn en þetta kemur einna verst niður á barnafólki. Háskólinn býr hins veg- ar yfir svo litlu rými miðað við nem- endafjölda að flestir helstu fyrir- lestrasalir eru fullnýttir frá 8 á morgnana og langt fram eftir degi. Þess eru dæmi að verklegir tímar og dæmatímar í ýmsum áföngum eru kenndir á laugardögum sem augljós- lega skapar mikil vandræði fyrir for- eldra. Ástæðan fyrir kennslu á laug- ardögum er ýmist sú að ekkert rými er í byggingu háskólans á öðrum tím- um eða að verið er að nýta aðstöðu hjá fyrirtækjum úti í bæ, þar sem há- skólinn býr ekki yfir nægilegum tækjabúnaði. Þá skapast vandræði þar sem próf- töflur í háskólanum birtast ekki fyrr en um miðja önn. Ástæða þess er enn og aftur plássleysi. Háskólayfirvöld verða að vita fyrir víst hversu margir nemendur komi til með að þreyta próf í annarlok áður en uppröðun prófa er skipulögð. Af þessum sökum er nauðsynlegt að bíða þar til frestur til að segja sig úr prófum rennur út þannig að plássið nýtist sem best. Aðstöðuleysið rót vandans Af framansögðu má sjá að þau vandamál sem barnafólk glímir við eiga rætur sínar að rekja til fjársvelt- is og aðstöðuleysis Háskóla Íslands. Röskva hefur barist af krafti fyrir úr- bótum á þessu sviði og fór m.a. af stað með átak gegn aðstöðuleysi á síðasta ári sem vakti mikla athygli almenn- ings á vandamálinu. Vel heppnaður fundur var haldinn í hálfkláruðu Náttúrufræðahúsinu og á þriðja þús- und háskólanema skrifuðu undir póstkort og skoruðu þannig á yfir- völd að bregðast við. Baráttunni fyrir auknu fjármagni og áframhaldandi uppbyggingu Háskóla Íslands verður haldið áfram nú á 90 ára afmæli skól- ans. Hinn 17. júní sl. hleypti Stúdenta- ráð af stokkunum þjóðarátaki í þágu Háskóla Íslands. Þetta átak tekur á hinum ýmsu málefnum, þar á meðal eru stjórnvöld hvött til að gera vel við skólann á afmælisári hans. Búum að barnafólki Á vormánuðum ákvað rektor Há- skóla Íslands að setja á fót vinnuhóp sem hefur það hlutverk að móta fjöl- skyldustefnu háskólans og munu eiga þar sæti fulltrúar nemenda og skól- ans. Röskva fagnar þessari ákvörðun rektors og er vongóð um að með mót- un heildstæðrar stefnu í málefnum fjölskyldunnar innan HÍ verði búið enn betur að foreldrum sem stunda nám við skólann. Auðveldum foreldr- um að stunda nám Kolbrún Benediktsdóttir Nám Af framansögðu má sjá að þau vandamál sem barnafólk glímir við, segir Kolbrún Benediktsdóttir, eiga rætur sínar að rekja til fjársveltis og aðstöðu- leysis Háskóla Íslands. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir hönd Röskvu og á sæti í starfshópi um mótun fjölskyldustefnu HÍ. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR Fjölskylduhátíð Vals að Bjarnastöðum í Borgarfirði laugardaginn 28. júlí 2001 Tjaldað, grillað og varðeldur Dagskrá laugardags kl. 14.00 • Hlaupið í skarðið, húlahopp, limbó • Naglaboðhlaup og pokahlaup • Snóþotukeppni, skeifukast • Eggjaboðhlaup og Brennó • Hestar fyrir yngstu börnin Grillað að hætti Valsmanna kl. 18.00 • Allir grilla saman Varðeldur kl. 21.00 • Söngur og línudans Sunnudagur kl. 10.00 - 12.00 • Morgunganga fyrir hraustar sálir, (leiðsögumaður) ævintýraferð, vaðið er yfir grunnar ár og gengið í gegnum stórbrotið landslag gróðurs, hrauns og fossa. Útbúnaður: Góðir skór, handklæði, auka sokkar, orkudrykkir, áttaviti, kort og minnisblokk Afþreying að Bjarnastöðum • Veiði í Hvítá, silungur og lax • Hestaleiga stuttar ferðir inn í skóginn • Handverkshúsið að Bjarnastöðum Kaffiveitingar, gos og ís • Gönguleiðir inn með Hrauná og Lambá Rútuferðir frá Valsheimilinu kl. 10.00 á laugardaginn Skráning í síma: 551-2187 GSM: 860-7372 Allir Valsmenn í útilegu, þar sem fjölskyldan er í 1. sæti !! Málefni sem við látum okkur varða Knattspyrnudeild Vals skorar á handboltadeild Vals í pokahlaup! Treystum fjölskylduböndin! ALÞJÓÐA náttúru- verndarsjóðurinn, WWF, hefur lengi haft góð samskipti við ís- lensku þjóðina í mörg- um málum sem varða náttúruvernd og ég er viss um að framhald verður á því. Við fögn- um góðum tengslum við Ísland sem er svo ríkt af stórfenglegum náttúru- auðlindum og óspilltri náttúru. WWF hefur nú hins vegar miklar áhyggjur af tilraun Ís- lendinga til að staðfesta aftur alþjóðasamning- inn um stjórnun hval- veiða (ICRW) – og ganga þar með aft- ur í Alþjóðahvalveiðiráðið (IWC) – með fyrirvara um ákvörðun sem hef- ur lengi verið í gildi hjá hvalveiði- ráðinu. Eins og lesendur blaðsins vita var Ísland áður aðili að Alþjóðahvalveiði- ráðinu en sagði sig úr því árið 1992. Íslendingar hafa nú tilkynnt að þeir hyggist ganga aftur í ráðið en með „fyrirvara“ um bann þess við hval- veiðum í atvinnuskyni, jafnvel þótt þeir hafi ekki mótmælt banninu á þeim 90 dögum sem aðildarríkin gátu andmælt því eftir að hvalveiðiráðið samþykkti veiðibannið árið 1982. Bannið tók gildi árið 1986. Í bréfi, sem íslensk stjórnvöld sendu Bandaríkja- stjórn sem vörsluríkisstjórn alþjóð- lega hvalveiðisamningsins 8. júní sl. kemur skýrt fram að „fyrirvari“ þeirra er órjúfanlegur þáttur í aðild Íslands að hvalveiðisamningnum. WWF myndi örugglega ekki leggj- ast gegn því að Ísland fengi aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu svo fremi sem ekki væri reynt að tengja hana við fyrir- vara um eina af gildandi samþykktum ráðsins. WWF fagnar hverju ríki sem gengur í Al- þjóðahvalveiðiráðið og gegnir jákvæðu hlut- verki í því að vernda hvalastofna heimsins. Við teljum hins vegar að verði gengið að skilyrð- um Íslendinga eyðileggi það alþjóðlega samn- inginn um stjórnun hvalveiða og þar með Alþjóðahvalveiðiráðið á nokkrum árum. Ekkert ríki hefur áð- ur reynt að ganga í Alþjóðahvalveiði- ráðið og tilkynnt um leið að það skuld- bindi sig ekki til að virða allar fyrri ákvarðanir ráðsins. Verði þessum gjörningi Íslendinga ekki andæft skapar hann fordæmi sem myndi koma í veg fyrir að Alþjóðahvalveiði- ráðið gæti nokkurn tíma tekið bind- andi ákvarðanir. Öll aðildarríkin gætu þá sagt sig úr ráðinu og gengið í það aftur með fyrirvara við hvaða þætti hvalveiðistjórnunarinnar sem er, þannig að ráðið glataði öllu valdi sínu. Í hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna eru farhvalir nefndir meðal þeirra tegunda sem þörf sé á að vernda og hvatt er til þess að settar verði alþjóðlegar reglur til að stjórna hagnýtingu hvala. Verði Alþjóðahval- veiðiráðið eyðilagt fara þessar reglur forgörðum með hrikalegum afleiðing- um fyrir framtíðarstjórnun hvalveiða og hvalastofna heimsins. Án Alþjóða- hvalveiðiráðsins gæti hvaða þjóð sem er hafið stjórnlausar hvalveiðar þar sem ekki væru til neinar samþykktar alþjóðareglur um veiðikvóta, eftirlit og stjórnun veiðanna. Alþjóðanátt- úruverndarsjóðurinn styður ekki hvalveiðar í atvinnuskyni en er hlynntur umræðu innan Alþjóðahval- veiðiráðsins um ráðstafanir til að tryggja að þær hvalveiðar sem eiga sér stað núna lúti alþjóðlegri stjórn. Þetta væri ómögulegt ef Alþjóðahval- veiðiráðið gæti ekki lengur sett bind- andi reglur. Tilraun Íslendinga myndi reyndar hafa þær afleiðingar að engin alþjóða- samtök sem framfylgja samningum um stjórnun fiskveiða eða annarra náttúruauðlinda, svo sem CITES (samningi um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu), er hindra ekki svipaða fyrirvara, myndu aldrei geta tekið bindandi ákvarðanir, þar sem aðildarríkin gætu beitt sömu að- ferð og Íslendingar. Við væntum þess að það sé ekki vilji Íslendinga – enda getur það ekki þjónað hagsmunum þeirra í ljósi af- leiðinganna fyrir aðra náttúruvernd- arsamninga – að eyðileggja alþjóðleg samtök sem þeir ætla að ganga í aftur og við vonum að íslensk stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína fyrir árs- fund Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hefst 23. júlí. Hvalir, Alþjóðahval- veiðiráðið og WWF Cassandra Phillips Hvalveiðar WWF hefur nú hins vegar, segir Cassandra Phillips, miklar áhyggj- ur af tilraun Íslendinga til að staðfesta aftur al- þjóðasamninginn. Cassandra Phillips er ráðgjafi hjá WWF í hvalveiðimálum og málefnum Suðurskautslandsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.