Morgunblaðið - 21.07.2001, Side 35

Morgunblaðið - 21.07.2001, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 35 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. + ,         - ./( 0 !% 1%23 4    -   % ! (  # )  . !    5%6#  %%  &7  &" ,  &" 7 & %% +           8 +)  0 6 & 9 %#  :# ! 9! 6          #   $' ! 1&  1*!" 7# ) ' %%  1*!!  1& "  %!  %%  ! ;< 1&  %%  ! ! - "  7  1&  %%   /9" "$ + + ,    /  +) 0 %99# '"%=> 9      !      % ! (  #     ! - 0#  .   )   )  %%   ! ) " &$" 6?  %%  # &6? "  7  %% "#96! + + ,  /.   !    );(      ! #   $' !  5% + " ! $#  ! #  %% ! *!! ,+$ %" , ! 0" &+:  %%  , 70 %%  : %# .5%! "+ 1   - + 0 , %!=@ "         ! 6%9+ ✝ Hjalti Magnússonfæddist í Miðhúsi í Norðfirði 6. apríl 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavík- ur aðfaranótt 15. júlí síðastliðins. Foreldr- ar Hjalta voru Magn- ús Guðmundsson frá Fannadal í Norðfirði, f. 1890, d. 1946, og kona hans Anna Guð- rún Aradóttir, f. 1889, d. 1970. Hjalti átti átta systkini. Þau eru: Guðmundur, f. 1916, d. 1962, María, f. 1917, Guðjón, f. 1919, d. 1986, Lukka, f. 1920, Fanney, f. 1924, Ari, f. 1927, Albert, f. 1928, d. sama ár, Albert, f. 1929, d. 1993. Hjalti kvæntist 24. maí 1957 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Petru Guðrúnu Stefánsdóttur frá Arn- arstöðum í Núpasveit, f. 27. janú- ar 1922. Sonur þeirra er Magnús Andri, eiginkona hans er Hjört- fríður Jónsdóttir, börn þeirra eru Erna Rún, Berglind Anna og Hjalti. Áður átti Hjalti soninn Hjalta Má, eiginkona hans er Hjördís Sigvaldadóttir, dætur þeirra eru Anna, Kristbjörg og Jenný Lind. Stjúpdóttir Hjalta, dóttir Petru sem Hjalti gekk í föður- stað, er Stefanía Björg Einarsdóttir, eiginmaður hennar er Ólafur Þór Þor- geirsson og börn þeirra Hjalti, d. 1986, Jón Þór, Ragn- heiður Þóra og Petra Rós. Barna- barnabörn Hjalta eru níu. Hjalti fæddist í Miðhúsi í Norðfirði og ólst þar upp til 16 ára aldurs, flutti þá til Akureyrar og stundaði þar ým- is störf uns hann fluttist til Grindavíkur árið 1950. Stundaði hann þar sjó í fyrstu en setti síðan á stofn netaverkstæði sem hann rak í nokkur ár eða þar til hann stofnaði verslunina Báru sem þau hjónin ráku til ársins 1970. Þá sneri hann sér aftur að netagerð, en vann síðustu árin í Hitaveitu Suðurnesja. Hann sat í hrepps- nefnd Grindavíkur í mörg ár auk þess að gegna ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Alþýðuflokkinn. Útför Hjalta verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn, nú er lokið erf- iðu sjúkdómsstríði þínu þar sem lítil von var um bata en þú misstir samt aldrei vonina um að sigra og að betri tíð væri í vændum. Það var reyndar aldrei þinn ,,karakter“ að gefast upp fyrr en í fulla hnefana, en í þessu stríði sigrar enginn mannlegur mátt- ur ,,piltur minn“ (það var þitt orða- tiltæki) því við megum okkar svo lít- ils í því stríði. Hafi ég einhvern tíma efast í trú minni þá hef ég aldrei ver- ið eins sannfærður um líf eftir þessa jarðvist og nú, friður sá er ríkti við dánarbeð þinn og hversu blítt dauð- inn, sá mikli riddari, getur strokið burt þjáningu og veitt líkn líður mér aldrei úr minni. Nú þegar þú hefur verið kallaður burt á æðra tilverustig eigum við sem eftir erum aðeins góð- ar minningar um kraftmikinn mann sem undi vel hag sínum meðal fjöl- skyldu sinnar, um mann sem var ávallt reiðubúinn að gera öðrum gott þegar þess þurfti, um mann sem fylgdist vel með því hvernig aðrir hefðu það og um mann sem var trúr skoðunum sínum og sannfæringu og hvort allt væri í lagi. Þú ræktaðir garðinn þinn vel og hjálpaðir mörg- um að skilja um hvað lífið raunveru- lega snýst, heiðarleika, staðfestu og kærleika, það voru einkunnarorð þín. Við sem eftir erum getum aðeins reynt að fylgja þeim gildum sem þú hafðir að leiðarljósi og vonað að okk- ur takist eins vel upp og þér. Þið hjónin ræktuðuð einnig garðinn ykk- ar vel í öðrum skilningi, þá á ég við heima og í sumarbústaðnum, ,,sælu- reitnum“ ykkar í Grímsnesinu, þar áttuð þið margar unaðsstundir við að byggja upp og græða land. Það er svo merkilegt að þegar dauðinn knýr dyra breytast gildi margra hluta, menn staldra við og flóð minning- anna streymir fram, eins og foss, í minningu um þig. Eru það forrétt- indi okkar aðstandenda þinna að eiga aðeins hreinar og góðar minningar um einstakan mann. Far þú í friði faðir minn, ég kveð þig nú, en ég veit að við munum hittast aftur þegar mínu jarðlífi lýkur. Elsku Petra, við Hjördís sendum þér allar okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan guð að blessa þig og styrkja við þessi erfiðu tímamót. Þegar ævigöngu lokið er og dauðinn blítt um vanga strýkur. Þá óttumst ei – þótt lífið endi hér því drottinn aftur upp því lýkur. (Höf. ók.) Þinn sonur Hjalti Már. Nú þegar komið er að leiðarlokum langar mig að minnast stjúpföður míns, Hjalta Magnússonar, með nokkrum orðum. Ég segi stjúpföður, en ég leit nú reyndar aldrei á hann sem slíkan, hann var bara faðir minn enda reyndist hann mér aldrei öðru- vísi og aldrei fann ég annað á honum en að ég væri dóttir hans. Ég var 7 ára gömul þegar hann tók mig að sér. Ég var nú aldeilis ekki sátt við það að hann væri eitthvað að gera sér dælt við hana mömmu, ég hafði átt hana ein mitt stutta líf og ég taldi að hann myndi taka hana frá mér og fara með hana. Ég sagði allt- af við hann að hann hefði keypt mig með dúkkulísum, því mamma var ráðskona þegar þetta var og þegar hún fór að gefa kvöldkaffi kom hann til mín með dúkkulísur og annað sem ekki var á boðstólum daglega í þá daga og vann hjarta mitt algjörlega, þannig að ég sættist við þennan ráðahag og hef aldrei séð eftir því. Síðan liðu árin og þegar að því kom að ég eignaðist mitt fyrsta barn og það var drengur kom ekkert ann- að til greina en að skíra hann Hjalta. Hann varð strax mikill augasteinn og vinur afa síns og bar þar aldrei skugga á. Þegar Hjalti yngri var 17 ára fór hann í tveggja vikna ferðalag með ömmu og afa og keyrði þá fyrir þau. Það varð því Hjalta mikið reið- arslag þegar nafni hans drukknaði við köfunaræfingu árið 1986, þá 19 ára gamall. Ég held að Hjalti hafi aldrei náð sér eftir það. Nú fá þeir að hvíla hlið við hlið í Staðarkirkjugarði nafnarnir. En hann átti fleiri barnabörn og voru þau öll mjög hænd að afa sínum. Þau voru daglegir gestir á heimili þeirra hjóna og alltaf velkomin þar. Hann var alveg sérstök barnagæla og hændust öll börn að honum. Það var ósjaldan eftir að Hjalti hætti að vinna að hann sást ganga úti með barnavagn eða kerru og var hann þá á ferðinni ýmist með afabarn eða langafabarn. Hann fór meira að segja oft á mömmumorgna í kirkj- unni okkar og þá með eitthvert barnanna með sér og voru þau ófá þar sem kölluðu hann afa. Þau hjónin byggðu sér sumarbú- stað austur í Grímsnesi árið 1970 og voru þar eins mikið og við varð kom- ið. Þetta varð þeirra sælureitur og var þar alltaf nóg að starfa, þótt ekki væri nema að flytja plöntur fram og til baka. Hjalti var alla tíð mjög hraustur, því varð það okkur öllum mikið áfall þegar hann greindist með krabba- mein vorið 1998. Hann er búinn að berjast hetjulega við þennan vágest en varð að lúta í lægra haldi um síðir. Ég held að ég geti sagt fyrir hönd fjölskyldunnar að við erum mjög þakklát fyrir að hafa öll getað verið hjá honum uns yfir lauk. Það er ekki hægt að minnast Hjalta án þess að segja frá því hversu mikill ,,krati“ hann var. Það mátti ekki orðinu halla á flokkinn. Ef það var gert reiddist hann verulega og voru það einu skiptin sem hann skipti skapi. Það var svo komið að mamma var búin að harðbanna allar pólitískar umræður á heimilinu. Nú þegar ég kveð þig í hinsta sinn, elsku Hjalti minn, get ég ekki látið hjá líða að þakka starfsfólki Sjúkra- húss Keflavíkur fyrir þá alúð og hlýju sem við urðum aðnjótandi af þeirra hálfu þegar við vöktum yfir þér síðustu sólarhringana. Það verð- ur aldrei fullþakkað. Einnig vil ég þakka móður minni, sem ég vil nú kalla ofurhetju, fyrir það hvað hún er búin að hafa hann lengi heima svona fárveikan. Hún sagði alltaf: „Meðan ég get vil ég hafa hann heima.“ Hún hefur nú misst mjög mikið, en ég vona að við getum staðið við hlið hennar og stutt hana þann erfiða tíma sem í hönd fer. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Stefanía Björg Einarsdóttir. Elsku afi minn. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Jæja, þá er stríðinu lokið við þenn- an hræðilega sjúkdóm, krabbamein- ið, sem þú greindist fyrst með fyrir þremur árum. Ég sem man aldrei eftir þér með svo mikið sem kvef, svo lendir þú í þessu. Þú sem varst alltaf svo hress og kátur. Eitt helsta ein- kenni þitt var hatturinn. Flestir, ef ekki allir bæjarbúar könnuðust við þig. Þú varst líka svo ófeiminn að tala við það fólk sem þú þekktir ekki og fá að vita ,,hverra manna það væri“. Einnig varstu mjög duglegur að fara út að labba og bardúsast eitthvað með litlu börnin í fjölskyldunni, mættir meira að segja stundum á mömmumorgna í kirkjunni og er ég viss um að það eru ekki margir lang- afar sem það hafa gert. Í sumarbú- staðnum nutuð þið amma ykkar vel. Fóruð þið þangað oftast í byrjun sumars og komuð yfirleitt ekki heim fyrr en í lok ágúst. Það var alltaf gaman að fá að fara þangað með ykk- ur þegar ég var lítil. Þér þótti líka svo gaman þegar við Ólafur Þór komum í heimsókn. Að eiga svona afa og ömmu er ekki öllum gefið. Og að fá að alast upp með þessari kyn- slóð sem þurfti virkilega að hafa fyrir hlutunum og lifði við allt aðrar lífs- venjur en við sem fæddumst á seinni hlutanum er ómetanlegt. Þakka ég þér, elsku afi minn, kærlega fyrir samveruna sem hefði mátt vera miklu lengri. Núna passið þið Hjalti bróðir okkur öll og við skulum hugsa vel um ömmu fyrir þig. Guð geymi þig. Þín Petra Rós. Elsku afi, okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Loksins eru þjáningar þínar á enda og þú ert kominn á betri stað. Þegar við heyrðum um andlát þitt helltust yfir okkur minningar, bæði nýjar og gamlar, eins og þegar við komum í heimsókn í Heiðarhraunið og þá lást þú oft í sófanum inni í her- bergi og hafðir útvarpið hátt stillt og hlustaðir á Rás 1. Einnig þegar amma sendi þig að sækja snúða og vínarbrauð með kaffinu út í frystikistu en þú fórst í staðinn í bakaríið og keyptir snúðana og vínarbrauðið þar. Amma var al- veg hneyksluð á þér þá, líka þegar þú prófaðir gírahjólið hennar Ernu Rúnar í fyrsta sinn og hjólaðir út í búð og sagðir, þegar þú komst til baka, að þetta væri bremsulaust hjól. Þú spólaðir bara þegar þú reyndir að bremsa. Okkur fannst það heppni að það var lítil umferð á Víkurbrautinni þá. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði og munum aldrei gleyma þér. Nú er minn tími búinn, og tími til kominn að kveðja. Ég er gamall og lúinn. Ég mun lifa aftur, ég þori að veðja. Dauðinn er ekki verstur, þegar þjáningar herja á mann. Þá er Drottinn bestur, við öll skulum trúa á Hann. (Anna Soffía Halldórsdóttir.) Guð geymi þig. Berglind Anna og Hjalti. HJALTI MAGNÚSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.