Morgunblaðið - 21.07.2001, Side 38
38 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VILLTUR trjágróður er af
skornum skammti á Íslandi, birk-
ið, reynirinn og víðirinn mest
áberandi, en ekki má gleyma
fjalldrapa og eini þótt minna
áberandi séu, og íslenska blæ-
öspin vex á örfáum stöðum.
En hvað um klifur- og vafn-
ingsplöntur? Okkur er tamt að
hugsa um klifurplöntur sem trjá-
kenndar flækjur sem hanga niður
úr greinum annarra trjáa, líkt og
við höfum séð í Tarsan-myndun-
um. Það er skemmst frá að segja,
að þannig plöntur vaxa ekki villt-
ar á Íslandi, en þó eigum við okk-
ar klifurplöntur og það fleiri en
eina tegund. Í fljótu bragði minn-
ist ég giljaflækju, baunagrass og
umfeðmings, sem öll hafa fjólublá
blóm. Af þessum þremur tegund-
um er umfeðmingurinn langal-
gengastur, vex um svotil allt land
og blómgast einmitt í júlí. Hann
notar aðrar plöntur sér til stuðn-
ings, laufblöðin, sem eru samsett
úr mörgum blaðpörum, eru klif-
urtækin. Endasmáblöðin eru um-
breytt í vafþræði,
sem festa plöntuna
rækilega við strá
og greinar næstu
plantna.
Hér er einmitt
munurinn á klifur-
og vafnings-
plöntum. Báðar
geta verið ýmist
einærar eða fjölær-
ar, jurtkenndar eða
trjákenndar. Klif-
urplönturnar klifra
með ýmiskonar
hjálpartækjum,
vafþráðum líkt og
umfeðmingurinn,
þyrnum eða sogrót-
um svo nokkuð sé
nefnt. Vafnings-
plöntur vaxa fyrst í stað eins og
aðrar plöntur upp í loftið, en þeg-
ar stilkurinn er orðinn svo langur
að hann getur ekki lengur staðið
óstuddur leitar hann sér stuðn-
ings og hann getur verið dálítið
sérvitur á stuðninginn, tekur oft-
ast mjóa „hluti“ fram
yfir svera, vill t.d.
frekar nælonþræði en
niðurfallapípur, svo
nokkuð sé nefnt.
Vafningsjurtir halda
sér uppi með því að
hringsnúast utan um
stuðning sinn, toppur-
inn leitar upp eftir
ýmist með sólu eða
andsælis og það er til
lítils að reyna að
beina honum í aðra
átt en tegundinni er
eðlilegt.
Í garðinum mínum
vaxa nokkrar tegundir
vafningsplantna.
Skógartoppurinn –
Loniceria periclymenum – og ég
höfum lengst átt samleið, meira
en 20 ár. Reyndar er það nú svo
að flestir kalla hann vaftopp, sem
heitir Loniceria caprifolium á lat-
ínu, en það er hreint ekkert skrít-
ið. Lengi vel gerðu garðyrkju-
stöðvar ekki mun á, enda eru
þessar tegundir fljótt á litið mjög
líkar. Blöðin eru gagnstæð, sitja
andspænis hvert öðru upp eftir
greinunum. Þau eru með heila
blaðjaðra – heilrend, egglaga og
stilkstutt. Blómin á báðum teg-
undunum sitja mörg saman í
kransi gul á lit en verða ljósari
með aldrinum, jafnvel nær gul-
hvít. Áður en blómin springa út
geta þau verið töluvert rauðleit
að utan, einkum hjá skógartoppi,
og ræktendur hafa leitast við að
fá fram afbrigði, sem hafa þennan
rauða lit í ríkum mæli.
Hér hef ég talað um hvað er
líkt með skógartoppi og vaftoppi,
en þá kem ég að því sem er ólíkt.
Hjá vaftoppi eru efstu blaðpörin
undir blómkransinum – jafnvel
2–3 blaðpör – samvaxin og mynda
eins konar skál undir blómið.
Þetta sést aldrei hjá skógartoppi.
Skógartoppurinn er miklu blóm-
viljugri en vaftoppurinn, sem er
ekki að undra ef við vitum að
hann vex villtur um suðurhluta
Skandinavíu og mestalla Evrópu
en vaftoppurinn er suðlægari, frá
Mið- og Suður-Evrópu.
Báðar tegundirnar ilma alveg
yndislega, einkum á kvöldin. Þá
fylla þær garðinn af ljúfsætum
ilmi og draga að sér fiðrildi og
flugur sem eru sólgnar í blóm-
safann. Skógartoppur og vaftopp-
ur eru báðir harðgerðir og þola
dálítinn skugga.
Algengast er að sjá vafnings-
jurtir og klifurplöntur vaxa upp
eftir húshlið, en það má nota
ýmsa aðra staði. Nú á dögum
asparæðisins, eða and-æðisins
mikla, mætti hugsa sér að láta
skógartopp eða einhverja aðra
klifurplöntu fara upp eftir stúf-
unum á krúnustýfðum öspunum
og fela þá þannig í stað þess að
þeir minni okkur stöðugt á hve
skammt er öfganna á milli hjá
mannfólkinu og að gróðurinn
lendir bæði í meðbyr og mótbyr.
S.Hj.
Klifurplöntur – vafningsjurtir
Skógartoppur.
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
458. þáttur
Spilakvöld landsliðsnefndar
kvenna
Næsta spilakvöld nefndarinnar
verður miðvikudaginn 25.7. í Skeif-
unni 11 kl. 19.30. Dagskrá kvöldsins
verður lík öðrum spilakvöldum
nefndarinnar, sem jafnan hefjast
með erindum um tiltekna þætti brids
sem keppnisíþróttar. Á miðviku-
dagskvöld mun Sveinn Rúnar Eir-
íksson flytja erindi um keppnisbrids,
nauðsyn og eðli bridslaganna, hlut-
verk keppnisstjórans auk þess að
ræða framkomu keppnisspilarans og
borðsiði. Sveinn Rúnar hefur mörg
undanfarin ár verið aðalkeppnis-
stjóri á mótum Bridgesambands Ís-
lands auk þess að hafa verulega
reynslu sem keppnisspilari og hefur
verið fyrirliði og þjálfari landsliða í
brids. Að loknu erindi Sveins verður
spilað og farið yfir spilin líkt og á
undanförnum spilakvöldum. Næsta
spilakvöld landsliðsnefndarinnar
verður síðan miðvikudaginn 29.
ágúst.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Veitingahús í Hafnarfirði auglýsir eftir
matráði
sem vinnur aðra vikuna frá kl. 10 til 14 en hina
frá kl. 18 til 22 og aðra hvora helgi.
Ennfremur vantar tvo starfskrafta
til aðstoðar í eldhúsi og afgreiðslu í sal.
Upplýsingar í síma 691 7854.
Bílstjórar — vélamenn
J.V.J verktakar óska eftir að ráða vana bílstjóra
á malarflutningabíla. Einnig góða vélamenn
á beltagröfur og hjólagröfu. Óskum einnig eftir
mönnum í sumarafleysingar.
Upplýsingar á skrifstofu í síma 555 4016 og
hjá verkstjóra í síma 893 8213.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
HÚSNÆÐI Í BOÐI
Í nágrenni Smárans
300 fm iðn. húsn. í nýju húsi til sölu eða leigu.
Viðhaldsfrítt að utan. Gott útisv. Tvær inn-
keyrsludyr og tvær gönguh. ásamt gl. Lofth.
4 m. Kjörið fyrir fyrirt. sem lagerpl. Einnig
kæmi til greina að vera með starfsm. og taka
lager fyrir fleiri fyrirtæki ásamt útk. Uppl. í sím-
um 588 9490, 553 9424 og 897 8265.
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Grænamýri, ásamt tilheyrandi réttindum Norður-Héraði, þingl. eig.
Eysteinn Geirsson, gerðarbeiðendur Olíufélagið hf., og Vátrygginga-
félag Íslands hf., miðvikudaginn 25. júlí 2001 kl. 15.00.
Miðvangur 1, kjallari, Egilsstöðum, þingl. eig. Bæjarás ehf., gerðar-
beiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 25. júlí
2001 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
20. júlí 2001.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Ólafsvegi 1,
Ólafsfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Ólafsvegur 20, eignarhluti, Ólafsfirði, þingl. eig. Þóranna Guðmunds-
dóttir, gerðarbeiðendur Kreditkort hf. og Landsbanki Íslands hf.
höfuðst., miðvikudaginn 25. júlí 2001 kl. 10.00.
Pálsbergsgata 1, Ólafsfirði, þingl. eig. Sigvaldi Þorleifsson ehf., gerð-
arbeiðandi Byggðastofnun, miðvikudaginn 25. júlí 2001 kl. 10.00.
Strandgata 5, neðri hæð, Ólafsfirði, þingl. eig. Þorleifur Gestsson,
gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður sjómanna og Lögreglustjóraskrifstofa,
miðvikudaginn 25. júlí kl. 10.00.
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði,
17. júlí 2001.
TILKYNNINGAR
Tilkynning
Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 86. gr. laga
nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi er vakin
athygli á tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu í
Lögbirtingablaðinu 17. júlí sl., þar sem óskað
er eftir skriflegum athugasemdum vátrygginga-
taka og vátryggðra við yfirfærslu vátrygginga-
stofns Vélbátaábyrgðarfélagsins Gróttu til Sjóvá-
Almennra trygginga hf.
Frestur til að skila athugasemdum til Fjármála-
eftirlitsins er einn mánuður frá birtingu tilkynn-
ingarinnar.
Reykjavík 18. júlí 2001.
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
Sunnudagur 22. júlí kl. 9.00.
1. Fjallasyrpa Útivistar, 6. ferð
Hafnarfjall (844 m y.s.).
Um 5 klst. ganga.
2. Straumfjörður á Mýrum.
Rölt um fallega strönd. Fjöl-
breytt lífríki skoðað og litið á
gamlar rústir.
Verð í báðar ferðirnar 1.900 kr.
f. félaga, 2.100 kr. f. aðra. Brott-
för frá BSÍ. Farmiðar í miðasölu
BSÍ. Sjá útivist.is .
22. júlí. Sunnudagur Borgar-
hólar - Helgufoss – Gljúfra-
steinn um 5 klst. ganga. Far-
arstjóri Eiríkur Þormóðsson.
Verð 1700 en 1400 fyrir félags-
menn F.Í. Brottför frá BSÍ
kl. 10.30 komið við í Mörkinni 6.
Ath. Eigum enn laus pláss í 8
daga ferð um Hornstrandir þann
4. ágúst.
Suðurnesjamenn
erfiðir heim að sækja
Önnur umferð bikarkeppninnar
stendur nú sem hæst en lokaspiladag-
ur er á sunnudag.
Margir spennandi leikir eru í þess-
ari umferð og höfum við fregnir af því
að sveit Sparisjóðsins hafi annað árið í
röð slegið úr sterka sveit SPRON.
Leikurinn var spilaður sl. fimmtu-
dag. Suðurnesjamenn byrjuðu betur
og unnu fyrstu lotu 24-6, aðra lotu
15-6, þá þriðju 17-13 en töpuðu síðasta
hálfleiknum 7-32 og hékk sigur þeirra
á bláþræði en lokatölur voru 63-57.
Árangur Sparisjóðsmanna á
heimavelli í bikarkeppninni er athygl-
isverður. Þeir hafa ekki tapað leik þar
í a.m.k. þrjú ár og oft fengið sterkustu
spilara landsins í heimsókn.
Golfkúlur 3 stk.
í pakka
aðeins 850 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is