Morgunblaðið - 21.07.2001, Page 45

Morgunblaðið - 21.07.2001, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2001 45 DAGBÓK LJÓÐABROT ÚR MARÍULYKLI Drottning æðsta, dýr af ættum, drottins móðir, jungfrú góða, Máría skærust, dyggða dýrust, dáðaprýddust, full af náðum, veittu mér, að eg verða mætta vonarmaðr, sem allir aðrir, þína mjúka miskunn leika, mætust brúður himnasætis... Hef eg hrellda sál (hún þarf líknarmál). Gerir brennheitt bál beiskt glæpatál. Mæt María, snú mér á rétta trú. Nóg er þörf, að þú í þrautum dugir nú. Jón prestur Maríuskáld Pálsson. Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Ámorgun sunnudag- inn 22. júlí, verður áttræður Sveinn Hróbjartur Magnús- son, fv. lögregluþjónn og handavinnukennari, Hvít- ingavegi 10, Vestmannaeyj- um. Eiginkona Sveins er Sigríður Steinsdóttir frá Múla. Í tilefni afmælisins mun Sveinn halda opið golf- mót sem hefst á afmælisdag- inn kl. 13. Leikinn verður 18 holu höggleikur og eru öll verðlaun mótsins gerð af af- mælisbarninu. Að loknu golfmótinu mun hann taka á móti gestum í Golfskálanum frá kl. 18-20. 60 ÁRA afmæli. Nk.mánudag 23. júní verður sextugur Bjarni Guðmundsson, Klettahlíð 8, Hveragerði. Bjarni verður með kaffi á könnunni sunnu- daginn 22. júlí kl. 16-20 í Völundi, Austurmörk 23, Hveragerði. STAÐAN kom upp á EM einstaklinga sem haldið var í Ohrid í Makedóníu. Hvítt hafði hollenski stór- meistarinn Loek Van Wely (2670) gegn Armenanum Ashot Anastasjan (2574) 21.Rxd5! og svartur gafst upp enda allt að hruni komið eftir 21...exd5 22.Dxd5+ De6 23.Dxe6+ Hxe6 24.Hxc8. Skákin tefldist í heild sinni: 1.d4 d5 2.c4 c6 3.Rc3 Rf6 4.Rf3 a6 5.cxd5 cxd5 6.Bg5 Rc6 7.e3 e6 8.Bd3 Be7 9.O-O O-O 10.Hc1 Bd7 11.Re5 Hc8 12.f4 h6 13.Bxf6 Bxf6 14.Dh5 Rxe5 15.dxe5 Be7 16.Hf3 f5 17.exf6 Hxf6 18.Hg3 Bb4 19.Bb1 Be8 20.Dd1 Db6? o.s.frv. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 75 ÁRA af-mæli. Á morgun, sunnu- daginn 22. júlí, verður 75 ára Steindór Hjörleifs- son, leikari. Eigin- kona hans, Mar- grét Ólafsdóttir, leikkona, varð sjö- tug 12. júní sl. og gullbrúðkaup þeirra hjóna er einnig á næstu grösum. Í tilefni af öllu þessu vilja þau gjarnan sjá vini og vandamenn á heimili sínu, Lauf- ási 7, Garðabæ, sunnudaginn 22. júlí milli kl. 16 og 19. „Ég er bara mannlegur,“ viðurkennir Eddie Kantar og það þýðir aðeins eitt – hann hefur fengið vont spil. Norður ♠ 92 ♥ Á1043 ♦ 942 ♣ K765 Vestur Austur ♠ D54 ♠ 76 ♥ KD762 ♥ G985 ♦ 106 ♦ G753 ♣ D94 ♣ Á108 Suður ♠ ÁKG1083 ♥ -- ♦ ÁKD8 ♣ G32 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Hjartakóngur. Kantar var í austur og góður vinur hans í suður, „sem á það til að spila með speglum“. Sagnhafi var David Sacks frá Los Angel- es. Hann drap á hjartaás (henti laufi heima) og notaði innkomuna til að svína í trompinu. Vestur drap á spaðadrottningu og fór út á smáu hjarta. Sacks tromp- aði og tók nokkur tromp í viðbót og ÁK í tígli. Leit svo í hliðarspeglana: Norður ♠ -- ♥ 104 ♦ -- ♣ K76 Vestur Austur ♠ -- ♠ -- ♥ D7 ♥ G ♦ -- ♦ G7 ♣ D94 ♣Á10 Suður ♠ 8 ♥ -- ♦ D8 ♣ G3 Tígultían hafði ekki farið framhjá David og hann þótt- ist hafa stöðuna á hreinu. Hann spilaði síðasta tromp- inu og henti laufi úr borði. Hvað á austur að gera? Ekki má hann henda tígli, svo mikið er víst. Ef austur kast- ar hjartagosa má senda hann inn á tígul og þá vakn- ar laufkóngurinn til lífsins. Kantar taldi skást að kasta lauftíu, en Sacks dúkkaði þá lauf og ásinn sló vindhögg. Kantar fékk vissulega slag á hjartagosa, en það var síð- asti slagurinn. Svona er að vera mannlegur. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira. Árnað heilla, Morg- unblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Það er bara það að vera samtaka.           STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert gæddur góðri skipu- lagsgáfu og því er oft til þín leitað, þegar eitthvað er á döfinni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú mátt ekki gleyma að láta þá sem þér þykir vænt um vita af því. Það eru einmitt litlu hlutirnir sem geta sagt svo margt og tjáð tilfinning- ar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það kann að hvessa á vinnu- stað þínum og þá er þér holl- ast að halda þig til hlés. Þegar óveðrinu slotar verður litið til þín um forystuhlutverk. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er í góðu lagi að hafa sterka sannfæringu fyrir hlutunum. Gættu þess hins vegar þegar þú talar um þá að velja orð þín af kostgæfni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er nauðsynlegt eftir langa lotu að fá tækifæri til þess að kasta mæðinni. Þótt starfið sé krefjandi máttu ekki ganga fram af þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú sér loksins fyrir endann á verkefni þínu og samstarfs- manna þinna. Geymdu samt öll fagnaðarlæti þangað til málið er komið í höfn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú nærð engum tökum á starfinu meðan þú forgangs- raðar ekki verkefnunum. Breyttu um vinnulag og þá munu hjólin fara að snúast þér í hag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú er lag til þess að skjóta á fundi með vinum og vanda- mönnum. Undirbúðu hann vandlega og mundu að hafa dagskrána í lagi og alla á léttu nótunum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það eru einhverjar blikur á lofti, en þú þarft ekkert að óttast meðan þú lætur ekki fljótfærnina ná tökum á þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja drauma- ferðina hvað sem hver segir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er rétt að gangast við mistökum sínum og taka af- leiðingunum af þeim. Reyndu ekki að slá ryki í augu fólks eða koma þínum verkum yfir á aðra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú kemst ekkert áleiðis upp á eigin spýtur. Brjóttu odd af oflæti þínu og fáðu þér sam- starfsmenn svo verkinu miði eitthvað áleiðis. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gefðu gaum að heilsu þinni. Hlustaðu á líkamann og huns- aðu ekki þær viðvaranir sem hann gefur. Undirstaða lífs- ins er heilbrigð sál í hraustum líkama. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Gullsmiðir  Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim fjölmörgu sem heiðruðu mig og glöddu með margvíslegum hætti á 90 ára afmæli mínu 13. júlí sl. Vinsemd ykkar og hlýhugur er okkur hjónum mikils virði. Guðs blessun fylgi ykkur. Bestu kveðjur. Ásgrímur Hartmannsson, Ólafsfirði. HS Bólstrun ehf. www.bolstrun.is/hs M EI ST AR AF ÉLAG BÓLSTRA R A STOFNAÐ 1928

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.