Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814 Stærsta töskuverslun landsins Mikið úrval af vönduðum ferðatöskum á hjólum Ferðatöskur-Handtöskur -Mikið úrval- Verð frá kr.1400.- kr. 8000.- kr. 7000.- kr. 6000.- kr. 5200.- kr. 3900.- / kr. 4900 Í FLJÓTU BRAGÐI virðist sem myndin sé tekin á Spánarströnd, en ef betur er að gáð sést að þetta er Ylströndin í Nauthólsvík. Í jafngóðu veðri og var í Reykjavík á sunnudaginn þykir upplagt að nýta sér þessa fyrirtaksaðstöðu og eyða deginum á ströndinni. Ekki skemmir fyrir ef boltinn er með í för og lék fólkið á myndinni strandblak af kappi. Engum sög- um fer þó af hvernig litlu hnát- unni gekk að hitta boltann yfir netið. Morgunblaðið/Jim Smart Strandblak í Reykjavík RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir að ráðast ítrekað á kínversk- an karlmann á fimmtugsaldri, meðal annars með því að aka á hann í bílageymslu í Hamraborg í Kópavogi í fyrrasumar. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar. Alls er maðurinn ákærður fyrir fimm atriði. Í fyrsta lagi fyrir að hafa föstu- daginn 7. júlí 2000 ýtt fórnarlamb- inu upp að vegg og hert að hálsi hans þannig að hann missti með- vitund, féll í gólfið og hlaut m.a. heilahristing. Þetta á að hafa gerst í nuddstofu í Kópavogi sem fórn- arlambið starfaði á ásamt fyrrver- andi eiginkonu ákærða. Í öðru lagi fyrir að hafa aðfara- nótt laugardagsins 5. ágúst 2000 ráðist að manninum á nuddstof- unni, gripið um og beygt aftur þumalfingur hægri handar hans með þeim afleiðingum að fingurinn tognaði. Þá er maðurinn ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa aðfara- nótt laugardagsins 19. ágúst 2000 kastað steini í útidyrahurð nudd- stofunnar með þeim afleiðingum að rúða brotnaði. Maðurinn er einnig ákærður fyrir líkamsárás og brot gegn vopnalögum. Sá atburður á að hafa gerst laugardaginn 19. ágúst 2000 og er honum gefið að sök að hafa haft í vörslu sinni rafmagnsstuð- byssu og gefið fórnarlambinu raf- stuð með þeim afleiðingum að hann féll þar niður nokkrar tröpp- ur. Í fimmta lagi er maðurinn ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa ekið bifreið á mikilli ferð í bifreiðageymslu í Hamraborg í Kópavogi þann 20. ágúst 2000 þannig að bifreiðin lenti á fórn- arlambinu með þeim afleiðingum að hann marðist og hlaut yfir- borðsáverka á mjöðm og læri. Fórnarlambið fer fram á tæpa eina og hálfa milljón króna í bæt- ur. Karlmaður á sextugsaldri ákærður fyrir líkamsárásir Réðst ítrekað á kínverskan karl- mann og braut gegn vopnalögum Skurðstof- um og gjör- gæslu lokað vegna fjöl- ónæmra baktería SKURÐSTOFUM og gjörgæslu á Landspítala við Hringbraut var lokað í gær fyrir skipulögðum skurðaðgerðum, þar sem fjölónæm baktería (klasakokkar) fannst hjá starfsmanni við venjubundið eft- irlit. Lokanirnar standa yfir í tvo daga. Starfsmaðurinn, sem um ræðir, hefur verið við afleysingar á spít- alanum en starfar jafnan erlendis. Á meðan lokað er verða teknar ræktanir frá starfsfólki og sjúk- lingum til þess að kanna hvort bakterían hafi náð að dreifa sér. Ekki er vitað hvort hún hafi þegar valdið sýkingum á spítalanum. Fjölónæmir klasakokkar geta valdið spítalasýkingum sem erfitt er að meðhöndla, en þeir eiga ekki að valda heilbrigðum einstakling- um vandkvæðum. Í vetur tókst mjög vel að hefta útbreiðslu sams konar bakteríu á Landspítala við Hringbraut. TVEIR sænskir úti- vistarmenn og náttúru- lífsljósmyndarar leggja í dag af stað frá Íslandi til Grænlands þar sem þeir hyggjast dvelja í 14 mánuði, fjarri mannabyggðum. Þar ætla þeir að taka ljós- myndir og kvikmyndir, ásamt því að skoða og fylgjast með ýmsum náttúrufyrirbærum. Annar þeirra, Svante Lysen, kom hingað til lands fyrir fáeinum dögum en hinn, Oscar Anderson, kom í gær- kvöld og var ætlunin að leggja af stað með flugi til Grænlands snemma í morgun, en farangur þeirra og vistir voru send með skipi. Svante Lysen sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir verði með bækistöð í litlu húsi á svæði rétt norður af Scoresbysundi, en þaðan muni þeir fara í fjölmargar styttri og lengri ferðir. „Við ætlum að byrja á því að skoða okkur um á sjálfu Scoresbysundinu og munum sigla um það á kajökum og gúmmíbátum áður en allt frýs, sem er einhverntímann í október. Þá munum við reyna að ferðast sem mest um á hundasleða sem við tökum með okkur,“ sagði Lysen. Fá rafmagn frá sól og vindi og veiða sér til matar Hann sagði að þeir tækju með sér ýmsar nauðsynjar, en ætli sér svo að afla sjálfir alls þess sem þeir þurfa umfram það sem þeir taka með sér í upphafi. „Við erum með batterí sem sólar- og vindorka hleður. Þann- ig fáum við rafmagn í þau tæki sem við þurf- um að nota. Við getum því notað rafmagnsljós þegar við eigum nóg rafmagn, en annars munum við að mestu notast við kerti og olíu- lampa. Við tökum með okkur vistir, en munum veiða okkur kjöt og fisk sem verður uppistaðan í fæðu okkar. Svo veið- um við auðvitað handa hundunum líka.“ Einstakt tækifæri Þetta er í þriðja sinn sem Lysen leggur upp í för af þessu tagi, en hann dvaldi eitt sinn 14 mánuði í óbyggðum Norður-Kanada og aðra 14 mánuði nálægt Svalbarða. Þeir félagar munu senda myndefni af náttúrulífi til sænskrar sjónvarps- stöðvar á meðan á dvöl þeirra stend- ur og að lokinni dvölinni stendur til að gefa út eitthvað af því efni sem þeir ætla sér að vinna á staðnum. Lysen segir að förin sé þó fyrst og fremst farin í því skyni að njóta nátt- úrunnar. „Við höfum báðir brennandi áhuga á náttúrunni og í þessari ferð fáum við einstakt tækifæri til að fylgjast náið með lífríkinu og veðrabrigðum. Við fylgjumst með þeim breytingum sem árstíðirnar hafa í för með sér, hvernig dýrin haga sér og allt er þetta mjög spennandi og áhugavert,“ segir Lysen. Dvelja 14 mán- uði í óbyggðum Grænlands Svante Lysen. Tveir 14 ára á stolnum bíl TVEIR 14 ára drengir voru stöðvaðir af lögreglu í Breið- holti um klukkan hálfníu í gær- morgun en þeir höfðu strokið af meðferðarheimilinu á Hvítár- bökkum í Borgarfirði í fyrri- nótt, stolið bíl og ekið til Reykjavíkur. Að sögn lögreglu voru dreng- irnir ölvaðir og höfðu sennilega ekið út af á leiðinni því bíllinn var talsvert skemmdur. Þá eru þeir grunaðir um að hafa brot- ist inn í sumarbústaði og stolið áfengi. Lögreglu var tilkynnt um einkennilegt ökulag bíls í Breiðholti laust fyrir klukkan hálfníu. Þegar lögreglan kom á staðinn og hugðist stöðva för drengjanna óku þeir bílnum upp á göngustíg við Hamra- stekk í Breiðholti, fóru úr bíln- um og reyndu að stinga af. Lög- reglan hljóp þá uppi og kom þeim í vörslu barnaverndaryf- irvalda. STJÓRNENDUR Landspítala – há- skólasjúkrahúss hafa þegar tekið til greina þær athugasemdir sem Um- boðsmaður Alþingis setti fram í nýlegu áliti sínu á ráðningu deildar- stjóra Hreiðursins á kvenlækninga- sviði vorið 2000. Þetta segir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri og staðgengill forstjóra, í samtali við Morgunblaðið. Ein fjögurra ljósmæðra sem sóttu um stöðuna kvartaði til umboðs- manns yfir ófullnægjandi rökstuðn- ingi á ráðningunni og taldi að framhjá sér hefði verið gengið. Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi spítalann fyrir að hafa ekki veitt umræddum umsækj- anda leiðbeiningar um rétt hans til að fá ráðninguna rökstudda, en gagn- rýndi ráðninguna ekki að öðru leyti. „Við munum gera starfsmönnum almennt grein fyrir þeirra rétti í þeim bréfum sem við skrifum til þeirra, meðal annars rétt þeirra til rökfærslu varðandi ráðningar. Í samráði við lög- fræðing okkar verður einnig tekin upp ákveðin regla varðandi bréfaskrif til þeirra sem ekki hafa verið ráðnir í stöður á vegum spítalans,“ segir Anna. Í álitinu beindi umboðsmaður Al- þingis þeim tilmælum til spítalans að endurskoða texta erindisbréfs hjúkr- unarforstjóra um framsal á valdi for- stjóra. Anna segir erindisbréf allra framkvæmdastjóra spítalans sam- hljóða og textinn sé stöðugt í endur- skoðun. Hún á von á að þeirri endur- skoðun verði nú flýtt í samræmi við álit umboðsmanns. Anna Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss Athugasemdir umboðs- manns teknar til greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.