Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 22
LISTIR 22 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILHLÖKKUN og eftirvænting liggja í loftinu hjá krökkunum í Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík. Fyrir milligöngu sendi- herra Íslands í Berlín, Ingimundar Sigfússonar, hefur sveitinni verið boðið að taka þátt í tónlistarhátíð- inni Young Euro Classic sem fer fram í Berlín nú í ágúst og er nú haldin í annað sinn. Tólf tónleikar verða haldnir á hátíðinni og leika þar margar af bestu ungmennahljóm- sveitum Evrópu. Á opnunartónleik- unum leikur pólska hljómsveitin Sin- fonietta Cracovia, en henni stjórnar þekktasta tónskáld Pólverja í dag, Krzysztof Penderecki. Hátíðin fer fram í glæsilegum tón- leikasal Konzerthaus am Gendarm- enmarkt og verða tónleikar Strengjasveitar Tónlistarskólans 17. ágúst. Hátíðin er jafnframt tón- smíðakeppni, því Berlínarborg veitir um 450 þúsund króna verðlaun fyrir besta tónverk núlifandi tónskálds sem flutt verður á hátíðinni, og hafa verðlaunin verið nefnd Evrópsku tónskáldaverðlaunin. Enginn vandi að halda krökkunum við æfingar Mark Reedman hefur verið stjórnandi strengjasveitarinnar um árabil og stjórnar sveitinni í þessari ferð. „Við tökum þátt í hátíðinni sem fulltrúar Íslands. Við ætlum líka að taka þátt í tónsmíðakeppninni, því bróðurpartur verkanna sem við verðum með er saminn af þremur kynslóðum íslenskra tónskálda sem fædd eru á 20. öld. Fulltrúi yngstu kynslóðarinnar er Stefán Arason, en við flytjum nýtt verk eftir hann fyrir píanó og strengjasveit sem heitir 10- 11. Ég tek það fram að nafnið hefur ekkert með verslanir með sama nafni að gera, heldur helgast nafn- giftin af lengd verksins; – það tekur um 10 til 11 mínútur í flutningi. Ann- að verkið er Poemi eftir Hafliða Hallgrímsson, fyrir fiðlu og strengjasveit. Þetta verk er músík- ölsk túlkun á þremur allegorískum verkum eftir Marc Chagall; mynd- um úr gamla testamentinu. Verkið er í þremur þáttum, einum fyrir hverja mynd. Sú fyrsta er Draumur Jakobs, Fórn Ísaks er önnur myndin og sú þriðja er Jakob berst við engl- ana. Verk Hafliða hreppti Tónlist- arverðlaun Norðurlandaráðs á sín- um tíma. Þriðja verkið sem við flytjum er Adagio eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Að auki ætlum við að flytja verk eftir Benjamin Britten, Tilbrigði við stef eftir Frank Bridge.“ Mark Reedman segir ekkert vandamál að halda krökkunum inni við æfingar þótt hásumar sé. „Við byrjuðum að æfa í vor, áður en skól- anum lauk, en krakkarnir leggja ótúlega hart að sér við þetta.“ Sig- rún Eðvaldsdóttir er einleikari í Poemi eftir Hafliða Hallgrímsson, en að sögn Marks var hún fyrsti konsertmeistari strengjasveitarinn- ar þegar hún var stofnuð í núverandi mynd í byrjun níunda áratugarins. „Það er því mjög gaman að hafa Sig- rúnu með okkur núna,“ segir Mark Reedman. „Nú hlakkar maður bara til“ Þau Ari Þór Vilhjálmsson, Ólöf Kristjánsdóttir og Stefanía Ólafs- dóttir eru öll félagar í Strengjasveit Tónlistarskólans. Þetta er annað ár Ólafar með hljómsveitinni en Stef- anía og Ari Þór hafa verið lengur. Þau voru öll að ljúka stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í vor. Ferðin til Berlínar leggst vel í þau, þrátt fyrir miklar æfingar. „Það er erfitt að horfa fram á allar þessar æfingar þegar maður er að byrja,“ segir Stefanía, „en nú er farið að styttast svo í ferðina, að nú hlakkar maður bara til.“ Ólöf tekur undir þetta og segir æfingarnar geta orðið leiðigjarnar til lengdar, en þó vel þess virði. Æfingar til undirbúnings tónleikunum í Berlín hófust eftir áramót og hafa staðið í törnum síð- an. Ólöf og Stefanía eru báðar í vinnu í sumar, þannig að lítill tími gefst til að njóta sumarsins. Ari Þór var að ljúka prófi frá Tónlistarskól- anum og stefnir á framhaldsnám í haust. Fyrr í sumar lék hann með Óperu Austurlands í Brúðkaupi Fíg- arós, en annars er hann að undirbúa sig fyrir framhaldsnámið í haust. Hann og Stefanía ætla þó bæði að taka þátt í hljómsveitarnámskeiði Orkester Norden í Málmey í Svíþjóð áður en þau fara til Berlínar. Ann- ríkið vefst ekki fyrir þessu unga fólki og Ólöf veit hvers vegna. „Því meira sem maður hefur að gera, því meiru kemur maður í verk. Maður verður einfaldlega skipulagðari.“ „Annars er mjög góð stemmning í hljómsveitinni,“ segir Stefanía, „við þekkjumst orðið mjög vel og þetta er mjög gaman.“ Þremenningarnir hafa ekki farið áður í svona ferð með hljómsveitinni, en öll hafa þau farið á tónlistarnámskeið erlendis og í kór- ferðalög. „Það er mikil hvatning í því að fara í svona ferð,“ segir Stefanía. „Við erum eina hljómsveitin af þessu tagi hérna,“ segir Ari Þór, „og það er mjög gaman að geta borið sig saman við aðra og sjá sig í stærri mynd.“ Flott verk hjá Stefáni Það er ekki á hverjum degi að nemendur í tónlistarskólum flytji verk skólasystkina sinna, en Stefán Arason, höfundur verksins 10-11, lauk prófi úr tónfræðadeild Tónlist- arskólans í vor. „Þetta er rosalega flott verk,“ segir Ólöf, „þú orðaðir þetta svo vel Ari, þú verður að segja frá því.“ „Hann leikur sér mjög mik- ið með effekta og áhrif; ekki mikið um laglínur – kannski þó ein, sem gengur í gegnum verkið,“ segir Ari Þór. „Kaflarnir eru stuttir og mjög grípandi og ég get ímyndað mér að áheyrendur hlusti vel allan tímann,“ segir Stefanía, og ljóst er að það er samdóma álit að mikið sé spunnið í verk Stefáns. Ólöf segir það minna hana þó svolítið á verk Hafliða, Poemi, og Stefanía bætir við að hún heyri þar líka áhrif frá Arvo Pärt. „Mér finnst þetta bara eitt af flottari verkum sem hafa komið úr tónfræði- deildinni á síðustu árum,“ segir Ari Þór, og við slíkt lof er engu að bæta. Stefanía, Ólöf og Ari Þór eru sam- mála um að það sé gaman að spila með hljómsveitinni, en hvað stendur uppúr? „Félagsskapurinn er frábær, og svo þjappar það okkur líka saman og skapar góða stemmningu þegar við erum að vinna í svona törn,“ seg- ir Stefanía. „Það sem stendur uppúr hjá mér er þegar maður er að spila skemmtileg verk á tónleikum, og það gengur vel,“ segir Ólöf „og svo eru það náttúrulega líka kaffipás- urnar!“ Mikilvægt fyrir stöðu Íslands að vera með Ingimundur Sigfússon, sendi- herra, hefur lagt mikla áherslu á að fá Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík til Berlínar. Ferðin hefur ekki aðeins þýðingu fyrir hljómsveit- ina, heldur einnig fyrir stöðu Íslands í evrópskri menningarsamvinnu. Á hátíðinni í Berlín koma fram bestu hljómsveitir tónlistarháskóla álfunn- ar og mikilvægt að geta kynnt ís- lenska hljómsveit á meðal þeirra. Áður en hljómsveitin heldur utan heldur hún tónleika í Bústaðakirkju annaðkvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru verkin sem flutt verða á hátíðinni í Berlín. Aðgangur að tónleikunum verður ókeypis, en tekið verður við frjálsum framlögum til styrktar sveitinni. „Mikilvægt að bera sig saman við aðra“ Morgunblaðið/Þorkell Ólöf Kristjánsdóttir, Ari Þór Vilhjálmsson og Stefanía Ólafsdóttir á æfingu í sal Tónlistarskólans í Reykjavík. begga@mbl.is Strengjasveit Tónlistar- skólans í Reykjavík er á leið til Berlínar til þátttöku í alþjóðlegri hátíð æskuhljómsveita. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við stjórnanda sveitarinnar, Mark Reedman, og þrjú ungmenni, Ara Þór Vilhjálmsson, Ólöfu Kristjánsdóttur fiðlu- leikara og Stefaníu Ólafsdóttur víóluleikara um undirbúning ferðarinnar, starfið í hljómsveitinni og nýtt og spennandi tónverk eftir skólabróður þeirra. OFT hafa fræðimenn reynt að skil- greina hvers vegna leiknilist hljóð- færaleiks virðist oft vera hreinn leik- ur í höndum barna, sem í annan stað getur tæknilega reynst öðrum ævi- langt erfiði og í mörgum tilfellum ótil- tækt með öllu. Því hefur verið haldið fram, að engin mannleg athöfn sé eins flókin og krefjandi í hraða og hljóð- færaleikur. Það þykir nokkuð víst, að hraði í „hugsun“ sé ein forsenda ár- angurs í hljóðfæraleik, þó auðvitað komi margt annað til með að hafa áhrif á túlkun og mótun viðfangsefna, enda hafa undrabörn oft ekki haft er- indi sem erfiði, þegar „undrið“ er liðið hjá og lífsbaráttan færist inn á svið hins fullvaxta listamanns. Á Sumartónleikunum við orgelið, í Hallgrímskirkju sl. sunnudag, kom fram ungur orgelleikari, að nafni Fel- ix Hell (f. 1985) og lék á Klais orgel kirkjunnar með þeim glæsibrag, að nóg þætti að gert, að þar færi fullfær og reyndur orgelleikari. Drengurinn hóf tónleikana með fantasíu og fúgu í g-moll, eftir J. S.Bach (BWV 542). Fantasían er „improvisatorisk“ í gerð og þó hún sé samin á öðrum tíma en fúgan, sem er byggð á einhverju skemmtilegasta fúgustefi meistarans, eiga þessi tvö verk mjög vel saman. Fúgan er bæði löng og erfið í flutningi og í fáum orðum sagt, hreint ævintýri að heyra drenginn leika þetta erfiða verk. Sem millispil var sálmforleikur- inn við O Mensch bewein dein Sünde gross, mjög fallega mótaður, bæði í leik og raddskipan. Þar eftir kom svo D-dúr prelúdían og fúgan BWV 532, sem einnig eru til sem sjálfstæð verk og fúgan í tveimur gerðum. Fúgan er skemmtilegur leiknileikur, sem hinn ungi orgelleikari lék af miklum glæsi- brag. Næst á efnisskránni voru verk eftir Mendelssohn og það seinna, fyrsta sónatan í op 65. Þarna gat að heyra fallega tónlínur í stíl „ljóðs án orða“ og svo krómatísk tilþrif, er allt var með góðu skikki hjá hinum unga snillingi. Tokkata fyrir orgel 1994 eftir kvik- myndatónskáldið Norbert Schneider var næst á efnisskránni en tokkatan er samin við kvikmyndina Sofandi bróður. Þetta verk er sannkallað „vivo furioso“, æðisgengið að allri gerð og var hreint ótrúlegt í útfærslu hins unga snillings. Til að létta undir lék Felix Hell Kvöldfrið eftir Rhein- berger (1839-1901), sem er tíundi þáttur úr op. 156 en þessi Rheinberg- er var sjálfur undrabarn og orðinn orgelleikari í heimabæ sínum 7 ára að aldri. Eftir hann liggja margvísleg verk í rómantískum anda, sem á síð- ari árum hafa verið tekin til flutnings, enda vel gerð, þó ekki séu þau talin vera frumleg. Tónleikunum lauk hinn ungi snill- ingur Felix Hell með prelúdíu og fúgu eftir Franz Liszt sem byggð er á nafnstefinu BACH. Þetta verk er annað af stóru orgelverkum meistar- ans, samið 1855, feikileg erfitt í flutn- ingi og er ekki að orðlengja það, að Felix Hell lék verkið með miklum „bravúr“. Það er hreint ótrúlegt, ekki aðeins hvað snertir tækni heldur og fyrir þroskaðan flutning hvað hinn ungi Felix Hell hefur að gefa sem lista- maður og eins og sagt var um Mozart, þá hann settist við píanóið hafi hann uppfært sig eins og fullvaxinn lista- maður en svo kominn niður af píanó- stólnum hafi áheyrendum birst aftur barnið. Þannig var Felix Hell alvöru- gefinn og fullorðinslegur við hljóðfær- ið en kominn niður af orgelbekknum, elskulegur og fallegur unglingur, hreint undrandi og þakklátur fyrir fagnaðarlæti kirkjugesta, sem fylltu Hallgrímskirkju sl. sunnudagskvöld. Fallegur unglingur, alvörugefinn listamaður TÓNLIST H a l l g r í m s k i r k j a Felix Hell lék á Klais orgel Hall- grímskirkju verk eftir J.S.Bach, Mendelssohn, Norbert Schneider, Rheinberger og Liszt. Sunnudagurinn 22. júlí, 2001. Orgeltónleikar Jón Ásgeirsson  Á ÖÐRU plani er ljóðasafn Pálma Arnar Guðmundssonar (1949-1992). Einar Már tók ljóðaúrvalið saman úr bókum Pálma og skrifar jafnframt inngang að bókinni. Þar segir m.a.: „Ég vænti þess engu að síður að þetta ljóðaúrval spegli þann hugarheim sem Pálmi Örn vann úr. Ljóðlist Pálma er þó ekki nema í aðra röndina heimild um hugar- ástand. Ljóð hans eru um leið ljóð á sínum eigin forsendum, á öðru plani orða. Þau tjá að hluta þá ringulreið sem með köflum setti mark sitt á huga hans. Sum þerira voru sprott- in úr depurð þunglyndis en svifu á vængjum ólgunnar.“ Auk inngangs Einars Más eru í bókinni greinar um skáldskap Pálma Arnar eftir skáldin Sjón og Jóhann Hjálmarsson. Útgefandi er Mál og menn- ing. Bókin er 148 bls., prentuð í prentsmiðjunni Odda. Mál- verk á kápu er eftir Pálma Örn Guðmundsson en upp- setningu kápu annaðist Anna Cynthia Leplar. Verð: 1.990 kr. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.