Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 19
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 19 OD DI H F H3 02 6 Kæli- og frystiskápur KG 31V20 198 l kælir, 105 l frystir. H x b x d = 170 x 60 x 64 sm. Eldavél HL 54023 Keramíkhelluborð, fjórar hellur, fjölvirkur ofn, létthreinsun. Bakstursofn HB 28054 Fjölvirkur bakstursofn með létthreinsikerfi. Sannkallaður gæðaofn frá Siemens. Þráðlaus sími Gigaset 3010 Classic DECT/GAP-staðall. Einstök talgæði. Treystu Siemens til að færa þér draumasímann. Helluborð ET 72554 Keramíkhelluborð með snertihnöppum. Flott helluborð á fínu verði. Þvottavél WM 54060 6 kg þvottavél sem hefur slegið í gegn hérlendis sem annars staðar. 1000 sn./mín. Vertu tengd(ur) með tölvu frá Smith & Norland Það er óþarfi að leita langt yfir skammt. Hjá okkur í Nóatúninu færðu tölvuna sem þig vantar enda eru tölvurnar frá Fujitsu Siemens þekktar fyrir gæði og áreiðanleika. Þær eru hraðvirkar, búnar nýjustu tækni og hönnunin er stórglæsileg. Uppþvottavél SE 34230 Ný uppþvottavél. Einstaklega hljóðlát og sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig. Umboðsmenn um land allt. ALÞJÓÐLEG ráðstefna um loðnu hófst á Grand hóteli í Reykjavík í gær og stendur fram á föstudag, en um er að ræða fyrstu ráðstefnu sinnar tegundar. Ráðstefnan er á vegum Alþjóðahafrannsókna- ráðsins, ICES, en framkvæmdin er í höndum Hafrannsóknastofnunar. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, og Jim Carscadden frá Kanada skipu- lögðu ráðstefnuna og stjórna henni, en þeim til aðstoðar er átta manna nefnd, sem skipuð er fulltrúum frá ýmsum svæðum innan ICES. Hjálm- ar segir að helsti tilgangurinn sé að ná saman fólki, sem vinnur að rann- sóknum sem tengjast loðnu á hinum ýmsu svæðum. Það reyni að læra hvert af öðru í þeim tilgangi að þekking hvers og eins á loðnu vaxi. Annað skipti ekki síður máli á ráð- stefnu sem þessari og það sé að menn átti sig betur á því hvað þeir viti ekki og hvað þeir þurfi að gera til að bæta úr þeim skorti. Að sögn Hjálmars kom fyrir um þremur árum upp sú hugmynd hjá vinnunefnd Alþjóða hafrannsókna- ráðsins, sem fjallar um uppsjáv- arfiska, að kanna hvort ekki væri hægt að koma á fót alþjóðlegri ráð- stefnu um loðnu. Þetta væri ekki aðeins fiskur sem væri veiddur í miklu magni við Ísland og í Bar- entshafi og í minna magni á öðrum norðlægum svæðum heldur væri þessi fisktegund afskaplega mik- ilvæg í öllum þeim vistkerfum þar sem hún fyndist, allt í kringum norðurpólinn, og héldi sig í köldum eða svölum sjó. Alþjóðahafrann- sóknaráðið hefði samþykkt þessa tillögu fyrir tveimur árum og und- irbúningur hefði staðið yfir síðan. Á ráðstefnunni eru um 50 manns frá öllum helstu svæðum þar sem loðna finnst. Um er að ræða Rússa frá Kamtsjakta og Sakhalíneyju, sem fást við rannsóknir á loðnu í Okhotskhafi, auk Rússa frá Múr- mansk. Ennfremur Norðmenn, Færeyinga, Íslendinga, Grænlend- inga, Kanadamenn og Bandaríkja- menn, einkum frá Alaska og Seattle á vesturströndinni. Í hópnum eru ennfremur fjórir fulltrúar Alþjóða- hafrannsóknaráðsins og þar á með- al forseti þess, Finninn Penti Melki. Alþjóðahafrannsóknaráðið birtir niðurstöðurnar þegar þar að kem- ur en auk þess styrkja margar stofnanir og fyrirtæki ráð- stefnuhaldið. Þar á meðal Hafrann- sóknastofnun Íslands, Hafrann- sóknastofnun Noregs, Sölusamtök fiskimjölsframleiðenda í Noregi og sjávarútvegsráðuneytið í Ný- fundnalandi, Kanada, auk íslenskra fyrirtækja sem eru í sjávarútvegi eða tengjast honum á einn eða ann- an hátt. Loðna til umræðu á Grand hótel Morgunblaðið/Jim Smart Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, og Jim Carscadden frá Kanada skipulögðu ráðstefnuna og stjórna henni. Fyrsta alþjóða- ráðstefna sinnar tegundar UM 40 skip voru á loðnumiðunum við 19. gráðuna í grænlensku lög- sögunni, skammt norðan við Kol- beinseyjarhrygginn, um helgina. Þar á meðal var nóta- og togveiði- skipið Björg Jónsdóttir ÞH, sem landaði um 1.100 tonnum af loðnu hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. í gær. Aðalgeir Bjarnason, skipstjóri á Björgu Jónsdóttur, segir að loðnan hafi fengist við ísinn, sem hafi þokast í rétta átt og því ekki truflað veiðarnar. Aðalgeir var þrjár nætur á miðunum í túrnum og skiptist veiðin á tvær þeirra en ekkert veiddist aðra nóttina. Áður hafði hann farið í tvo túra á svæðið en síðan þá hafði loðnan færst nokkuð austnorðaustur eftir. Um 16 tíma sigling er frá mið- unum á flestar hafnir frá Bolung- arvík til Þórshafnar. Aðalgeir seg- ir að vegna spár um kalda í dag ætli hann að doka við á Húsavík en loðnan, sem sé kjaftfull af átu, sé mjög viðkvæmt hráefni og þoli enga hreyfingu. „En það er ennþá reytingur þó spurning sé um framhaldið því þetta getur farið á báða vegu,“ segir Aðalsteinn um veiðihorfur. „Það er talsvert mikið að sjá af loðnu en hún stendur djúpt. Annaðhvort kemur hún upp og verður veiðanleg eða hverfur alveg. Það er því eiginlega bara tvennt í stöðunni.“ Aðalsteinn segist hafa heyrt að fyrir þremur sólarhringum hefðu Norðmenn átt eftir um 12.000 tonn af kvóta sínum og því færi þeim að fækka. „Það var agalegt kraðak þarna, 40 skip, ís, hvalur og þoka.“ Mikið kraðak á loðnumiðunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.