Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 21 JÓHANNES Páll II páfi hvatti Ge- orge W. Bush Bandaríkjaforseta til að banna tilraunir á mannlegum fósturvísum á fyrsta fundi þeirra í gær. Sagði páfi að Bandaríkjamenn hefðu þeirri siðferðilegu skyldu að gegna að „hafna aðgerðum sem van- virða og ógna mannslífum“. Um- mæli páfa koma á sama tíma og Bush þarf að ákveða hvort hann leyfi opinberar fjárveitingar til rannsókna á stofnfrumum í fóstur- vísum. Páfagarður er andvígur hvers konar tilraunum með stofn- frumur úr fósturvísum en ekki er ljóst hver afstaða hans er til rann- sókna á stofnfrumum úr nafla- streng. Velsæld fylgja skyldur Páfi minnti Bandaríkjaforseta einnig á skyldur þær sem Bandarík- in hafa gagnvart heiminum öllum og að velsæld þeirra fylgdi sú kvöð að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda. Hann sagði einnig að kaþ- ólska kirkjan fagnaði þeim tækifær- um sem alheimsvæðingin bæri með sér, en að hann hefði áhyggjur af því að ekki nytu allir ávaxtanna af þeim. Sagði hann að leiðtogum allra iðn- væddra ríkja bæri að opna lönd sín meira fyrir innflytjendum, fella nið- ur skuldir fátækra ríkja og berjast fyrir friði og réttlæti í heiminum. Fyrsti fundur páfa og Bandaríkjaforseta Páfi fordæmir til- raunir á fósturvísum Reuters Jóhannes Páll II páfi tekur á móti George W. Bush Bandaríkjaforseta við komu hans í sumarhús páfa í Castelgandolfo á Ítalíu. Castelgandolfo-kastala, Ítalíu. AP. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti íhugar nú hvort hvort hann muni leyfa að rannsóknir á stofnfrumum verði styrktar af bandaríska ríkinu. Slíkar rannsóknir eru mjög umdeild- ar í Bandaríkjunum þar sem deyða þarf fósturvísa manna til að hægt sé að einangra stofnfrumurnar. Málið hefur vakið miklar deilur á banda- ríska þinginu um það hvort veita eigi almannafé til rannsókna á fósturvís- um. Þeir stjórnmálamenn sem eru mótfallnir fóstureyðingum vilja ekki að rannsóknir á stofnfrumum verði leyfðar. Heilbrigðisstofnun Bandaríkj- anna hefur að beiðni forsetans gefið út skýrslu, sem kom út sl. miðviku- dag, með ítarlegum upplýsingum um rannsóknirnar en í skýrslunni eru engar tillögur um það hvort ríkið eigi að styrkja slíkar rannsóknir eða ekki. Þörf fyrir frekari rannsóknir Stofnfrumur eru þeim eiginleika gæddar að geta þroskast til að verða hvaða fruma eða vefur mannslíkam- ans sem er. Hins vegar er hugsan- legt að stofnfrumur úr þroskuðum vef búi ekki yfir slíkum sveigjan- leika. Niðurstöður skýrslu banda- rísku Heilbrigðisstofnunarinnar benda þó til þess að svarið við því liggi einungis í áframhaldandi rann- sóknum á stofnfrumum. Enn fremur segir í skýrslunni að frekari rann- sókna sé þörf áður en hægt er að skera úr um mikilvægi stofnfruma við að lækna alvarlega sjúkdóma. „Á næstu árum verður mikilvægt að stunda frekari rannsóknir til að bera saman stofnfrumur úr fóstur- vísum og fullorðnar stofnfrumur. Þannig þarf að bera saman eigin- leika þeirra til að fjölga sér, breytast, lifa og starfa eftir ígræðslu svo mögulegt verði að koma í veg fyrir að líkaminn hafni frumunum,“ segir í skýrslunni. Vísindamenn telja sig geta látið stofnfrumur sem teknar eru úr fóst- urvísum þroskast og verða að full- orðnum frumum eða vef sem mætti nota til að lækna sjúkdóma. Þannig er gert ráð fyrir að stofnfrumur kunni að geta hjálpað 100 milljón sjúklingum sem haldnir eru sjúk- dómum á borð við Alzheimer, Park- inson og sykursýki. Þá er talið að frumurnar gætu hjálpað fólki sem hlotið hefur mænuskaða. Í dag- blaðinu Financial Times er haft eftir William Haseltine, framkvæmda- stjóra líftæknifyrirtækisins Human Genome Sciences, að sú tækni sem vonast er til að hægt verði að þróa með hjálp stofnfruma gæti stöðvað þróun þessara sjúkdóma. „Ef tæknin virkar þýðir það að við gætum lagað þær vefjaskemmdir sem þegar hafa orðið,“ sagði hann. Bush hyggst taka sér nægan tíma Andstæðingar rannsókna á stofn- frumum telja að ekki sé rétt að deyða fósturvísa, ekki heldur til að lækna sjúkdóma. Þeir vilja að þess í stað séu stofnfrumur teknar úr fullorðnum líffærum og þær þróaðar á rannsóknarstofu. Vísindamenn sem starfa í rannsóknastofnunum á vegum ríkisins segja á hinn bóginn að sá eiginleiki stofnfruma sem tek- inn er úr fósturvísum – að geta þroskast til að verða hvaða manns- fruma sem er – sé eiginleiki sem fullorðnar stofnfrumur gæti vantað. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á blaðamannafundi í heimsókn sinni til Englands að hann myndi taka sér tíma til að taka ákvörðun um stofnfrumumálið. Forsetinn er undir pólitískum þrýstingi um að hafna því að ríkið styrki stofnfrumurannsóknir frá andstæðingum fóstureyðinga úr hans eigin flokki. Aðspurður um það hvort sá þrýstingur myndi hafa áhrif á ákvörðun hans sagði Bush málið ná út fyrir stjórnmál. „Málið er mjög flókið og alvarlegt. Ég mun því til- kynna um ákvörðun mína þegar ég er tilbúinn og það skiptir mig engu máli hver er mín megin,“ sagði hann. Deilt um rannsóknir á stofnfrumum á Bandaríkjaþingi Mikill þrýstingur á Bush Washington. AP.                                                                                              !            " #  !    $         %          " & '   ' &    '    (  '                   )            !       "                       !                    #    !            *    +  ) +  '         '                                     "      )               Betri fætur betri líðan á góðum skóm Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14. Skóbúðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.