Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 41
sem alltof fáir vita af. Starfsmenn eru afbragðsfagmenn hver á sínu sviði en þeir eru meira en það því velvild og elskulegheit í viðmóti við dvalargesti var nokkuð sem við fundum glögglega. Við blönduðum geði hvor við aðra og fundum meiri og betri nánd í samskiptunum en okkur hafði tekist að ná í langan tíma því við höfum alltaf svo mikið að gera. Við blönduðum líka geði við aðra dvalargesti og höfðum bæði gagn og gaman af. Þarna var fólk sem var útslitið af erfiðisvinnu langt fyrir aldur fram, fólk sem hafði næstum látið vinnu- og sam- viskusemi ganga af sér dauðu en hafði náð að snúa við blaðinu. Þarna sátu góðborgarar og alþýða manna hlið við hlið, allir jafnir, all- ir voru að stefna að því sama; að bæta heilsuna og breyta um lífs- stíl. Það var líka lærdómsríkt að fá að kynnast því hvað margir höfðu átt erfiða ævi og höfðu gengið í gegnum mikla lífsreynslu. En við komumst einnig að því að það er ekki nauðsynlegt að vera orðinn algjört skar andlega og líkamlega til að gera eitthvað í málunum. Vikudvöl á Heilsustofnuninni með fullri þátttöku í öllu sem þar er boðið upp á, einlægur vilji til að breyta um takt og áherslur í lífinu er allt sem þarf. Gangi þér vel. KRISTÍN BALDURSDÓTTIR, Sólheimum 42, Reykjavík. SIGRÍÐUR BALDURSDÓTTIR, Þernunesi 3, Garðabæ. BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 41 Útsala enn meiri verðlækkun Neðst á Skólavörðustíg ÉG má til með að láta reiði mína í ljós. Þannig er mál með vexti að við hjónin höfum verið að byggja okkur sumarbústað uppi í Skorradal og þar hafa lagt hönd á plóg með okkur synir okkar og tengdadætur. Um daginn þegar bústaðurinn var orð- inn fokheldur langaði okkur til að gera okkur dagamun og bjóða öllu dauðþreytta hjálparliðinu í mat og huggulegheit að loknu góðu verki sem oft hafði kostað mikið erfiði og stundum hálfgerða vosbúð. Við drifum nú í því að hringja á Mótel Venus sem stendur í Hafn- arskógi og þá var klukkan 3 að degi. Við létum vita að okkar væri von um kvöldið, 10 manns ca. kl. átta. Jú, jú, verið þið velkomin og gerið þið svo vel það er margt gott sem boðið er uppá og meðal annars réttur dags- ins sem hljómaði ágætlega. Já, takk, við komum þá. Þangað vorum við svo komin 20 mín. fyrir átta um kvöldið og þá tek- ur á móti okkur þjónn, sá eini á staðnum, en aðeins voru þarna fjórir starfsmenn í allt. Hann kemur alveg af fjöllum og segir að hann hafi ekk- ert verið látinn vita að við værum væntanleg. Þarna strax var hann hálf dónalegur og segir að það sé svo löng bið eftir pitsum og svoleiðis mat og best sé að fá rétt dagsins. Ég tek það fram að þarna var frek- ar fátt fólk fyrir. Við drifum nú í því að sameina þarna þrjú borð og gerð- um það sjálf og tókum þessu með jafnaðargeði. Þjónninn var svo ekk- ert að flýta sér til okkar til að taka pöntunina heldur lét okkur bíða eft- ir sér í 20 mín. 6 okkar pöntuðu sér rétt dagsins en börnin fengu barna- borgara utan eitt sem vildi fá hvít- lauksbrauð. Súpan sem fylgdi rétti dagsins kom heilum klukkutíma eft- ir að við komum á staðinn og var brimsölt og vond og svo flaut dauð fluga í einum diskinum. Kallað var á þjóninn og ekki baðst hann afsök- unar en sagði: „já, komdu með disk- inn“, tók hann og kom ekki með neitt annað í staðinn, rétt eins og þetta væri bara sjálfsagt mál að bera dauðar flugur á borð fyrir gestina. Hálftíma seinna kom loks- ins hvítlauksbrauðið, grjóthart og hafði augsýnilega gleymst inní í ofn- inum. Krakkagreyið sem það átti að borða reyndi að japla á þessum brunarústum en ekkert bólaði á matnum. Ég gekk nú til eigandans og spurði hann hvort honum fyndist þessi þjónusta í lagi. Hér værum við búin að bíða í eilífðartíma og ekki bólaði neitt á mat ennþá. „Nei, þetta var ekki í lagi,“ sagði hann, „og ég er búinn að hundskamma starfsfólk- ið,“ bætti hann við. Hvílíkt svar! Engin afsökunarbeiðni. Loksins kom maturinn og hann var ekki góð- ur. Kjötið var seigt, sósan bragðlaus og salatdressingin var bara pítusósa úr brúsa. Þetta var þó reynt að eta því allir voru sársvangir en frá því að við komum inn og þar til að við fengum matinn liðu tveir klukku- tímar. Rétt er að nefna það að eng- inn kokkur sást þarna, aðeins tvær konur í eldhúsinu sem virtust sjá um alla eldamennsku, baka pitsur, jafnvel bera á borð og vaska allt upp. Ég vil bæta því við að hreinlæti er afar ábótavant þarna og t.d. voru glösin kámug, borðin líka, enginn dúkur og hekluð dúlla sem blóma- vasi stóð á hafði upphaflega verið hvít en var storkin í kertavaxi og kaffiblettum. Ljósakrónurnar í loft- inu voru fullar af dauðum flugum sem blöstu við ef litið var upp. Þarna stígur ekkert okkar aftur inn fæti, aldrei! Ég sá eftir þeim peningum sem í þetta fóru og sé mest eftir því að hafa álpast þarna inn. Sú ánægju- stund sem þetta átti að vera fór fyr- ir lítið. Ég auglýsi hér með eftir sómasamlegum matsölustað í Borg- arfirði sem er hreinn og hægt er að fá ætan mat og góða og fljóta þjón- ustu. Ég segi bara, ef þetta er íslensk ferðamannaþjónusta í dag þá er ekki von að vel fari í bransanum og hvar er eftirlitið sem á að vera með slíkum stöðum? HILDUR GUÐBRANDSDÓTTIR, Vífilsgötu 13, Reykjavík. Lélegt veitingahús Frá Hildi Guðbrandsdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.