Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. STJÓRN Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) er ekki einhuga um þátttöku sjóðsins í samstarfi fjárfesta um rekstur og uppbyggingu álvers á Reyðarfirði og verður hann því að óbreyttu ekki með í samstarfi nokkurra stærstu lífeyrissjóða landsins um könnunarviðræður við lánastofnanir vegna Reyðarálsverkefnisins. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í fyrra mánuði stóð til að sex stærstu lífeyrissjóðir landsins sameinuðust um starfshóp til að vinna að áætlun og greinargerð um fyrirhugað álver á Reyðarfirði til að leggja fyrir stjórnir sjóðanna. Kom fram í máli Þorgeirs Eyjólfssonar, for- stjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem fer fyrir starfshópnum, að hafa þurfi hraðar hend- ur, því ætlunin sé að segja af eða á um hvort ráðist verður í stóriðju á Austurlandi í félagi við Norsk Hydro þegar upp úr næstu áramótum. Engin formleg afstaða hefur verið tekin til Reyðarálsverkefnisins af stjórn LSR, sem er einn öflugasti lífeyrissjóður og þar með fjár- festir landsins, en samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var vikið að hlutverki starfshóps framkvæmdastjóranna á síðasta stjórnarfundi fyrir nokkrum dögum. Var þar kynnt það sjón- armið fulltrúa launagreiðenda, þ.e. fjármálaráð- herra f.h. ríkisins, að æskilegt væri að sjóðurinn færi í könnunarviðræður án nokkurra skuld- bindinga ásamt öðrum sjóðum. Fulltrúar starfs- manna kynntu hins vegar á móti þau sjónarmið að engar forsendur væru á þessu stigi fyrir slíku og málið væri ekki þannig vaxið að ástæða væri til þess að taka formlega afstöðu til þess sem fjárfestingarkosts. Ögmundur Jónasson, formaður stjórnar líf- eyrissjóðsins, staðfesti þetta í gær en tók fram að lengra hefði málið ekki komist. „Það var ekki meirihluti fyrir því innan stjórnarinnar að fara í þessar könnunarviðræður og þannig stendur málið,“ sagði hann. Þorgeir Eyjólfsson vildi ekkert segja um mál- ið í gær. Þeir lífeyrissjóðir sem aðild eiga að starfshópnum eru Lífeyrissjóður verslunar- manna, Lífeyrissjóðurinn Framsýn, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður sjómanna og Lífeyrissjóður Norðurlands. Það eru fram- kvæmdastjórar sjóðanna sem eiga sæti í starfs- hópnum fyrir þeirra hönd og eiga að afla nægi- legra upplýsinga á næstu vikum og mánuðum til að í haust og vetur verði hægt að taka end- anlega ákvörðun. Starfshópur stærstu lífeyrissjóðanna um þátttöku í Reyðarálsverkefninu Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins ekki með ÍSLENDINGAR líta á sig sem full- gilt aðildarríki og taka þátt í um- ræðum og atkvæðagreiðslum á árs- fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í London samkvæmt því, að sögn Stef- áns Ásmundssonar, þjóðréttarfræð- ings og formanns íslensku sendi- nefndarinnar. Í gær hafnaði ársfundurinn með naumum meirihluta aðild Íslands að ráðinu, vegna þess fyrirvara Íslands að það sé ekki samþykkt fyrri ákvörð- un ráðsins um að leyfa engar hval- veiðar í hagnaðarskyni. Í kjölfarið var Íslendingum boðið að vera áheyrnar- fulltrúar án atkvæðisréttar. Íslenska sendinefndin taldi það algerlega óvið- unandi, „því við lítum á okkur sem fullgilda aðila og fjöldi ríkja er sam- mála okkur í því“, segir Stefán. Í máli hans kemur fram að Ísland er ekki lesið upp í nafnakalli í atkvæða- greiðslum en fulltrúar Íslands til- kynni áður hvernig þeir ætli að kjósa. „Við tökum þátt í umræðum og at- kvæðagreiðslum eins og við getum,“ segir hann og bætir við að í raun sé haldið tvöfalt bókhald yfir atkvæða- greiðslur á fundinum. „Annars vegar um það sem meirhlutinn álítur að sé niðurstaðan og hins vegar um það sem minnihlutinn heldur að sé nið- urstaðan,“ segir hann. Að sögn Stefáns er ástandið á fund- inum mjög ruglingslegt og það geti varla varað lengi. „Við vonum bara að menn leiðrétti þau mistök sem þeir hafa gert,“ segir hann. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að það séu vissulega vonbrigði með mörg evrópsku ríkin að þau skuli vera svo öfgasinnuð í hvalveiðimálum að þau láti sig ekki varða rétt og rangt. Hann segir að stuðningur Frakklands, Sviss og Austurríkis hafi komið á óvart en mikil vonbrigði hafi verið að Svíþjóð og Finnland skyldu snúast gegn Ís- landi. Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins Teljum okkur fullgilda aðila  Aðild Íslands/27  Rétt eða rangt/27 ÁRNI Johnsen keypti hrein- lætistæki út á beiðni frá Ístaki hf. Þetta staðfesti Páll Sigur- jónsson, forstjóri Ístaks, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Tækin voru flutt í geymslu Þjóðleikhúskjallarans í Gufu- nesi ásamt þéttidúk að beiðni Árna Johnsen. Páll vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið á meðan það væri í rannsókn. Fyrirtækið hefði þó ekkert að fela og ljóst að starfsmenn þess hefðu ekki gert neitt rangt. Keyptar fyrir beiðni frá Ístaki UNNIÐ er að undirbúningi stofn- unar nýs íslensks olíufélags. Ætl- unin er að leggja áherslu á sölu á gasolíu. Fyrirtækið mun væntan- lega hafa aðstöðu í Helguvík í Reykjanesbæ, hjá Tankabúi Helgu- víkur sem þar hyggst byggja olíutanka og leigja út. Jón Gunnar Aðils, forsvarsmaður hópsins sem unnið hefur að und- irbúningi nýja olíufélagsins í hálft annað ár, segir að innlendir aðilar standi að málinu en með hugsan- legri þátttöku erlendra. Jón Gunnar segist ekki geta upplýst nánar um málið vegna þess að eftir sé að ganga frá samningum. Vonast hann til að mál skýrist á næstu vikum og að hægt verði að hefja starfsemi um áramót. Undirbúa stofnun nýs olíufélags  Byggja fimm geymslutanka/15 ÖKUÞRJÓTAR hafa væntanlega hugsað sig um tvisvar áður en þeir brutu umferðarreglur á gatnamót- um Hringbrautar og Miklubrautar í gær. Tveir fílefldir lögreglumenn voru þá að störfum við eina af rauð- ljósamyndavélum borgarinnar. Ekki er þó þörf á að hafa lög- reglumenn á vöktum á vélunum til að smella af þegar bíl er ekið yfir á rauðu heldur eru vélarnar al- sjálfvirkar. Morgunblaðið/Rax Myndatökur af ökuþrjótum Á SÍÐASTA ári gerðist það í fyrsta sinn að notkun bifreiðaflota lands- manna á olíuafurðum fór fram úr notkun fiskiskipa að því er fram kem- ur í eldsneytisspá orkuspárnefndar sem birt var í gær. Hlutur bifreiða í olíunotkun nam 43 prósentum en hlutur fiskiskipa 42 prósentum. Þá er því spáð að hlutur flugsamgangna aukist mjög á næstu 30 árum og nái á endanum í fyrsta sæti. Spáin gerir ráð fyrir fimm prósenta aukningu í olíu- notkun innanlands til ársins 2030 en að hún tvöfaldist nánast í millilanda- flutningum með aukningu sem nemur 80 prósentum. Hefur lítil áhrif á skuldbindingar þjóðarinnar Þorkell Helgason orkumálastjóri sagði á kynningarfundi í Orkustofnun að þrátt fyrir þessa miklu aukningu á millilandaflutningum hefði það lítil áhrif á skuldbindingar þjóðarinnar varðandi losun gróðurhúsaloftteg- unda því þeir væru enn sem komið er undanskildir í alþjóðasamningum, svo sem í Kyoto-sáttmálanum. Bílafloti fram úr fiski- skipaflota  Mikil aukning/bls. 10 SAMKVÆMT áætlun fæðingar- deildar Landspítala – háskólasjúkra- húss munu allt að 300 börn fæðast á deildinni í ágúst. Þar hefur aldrei áð- ur verið tekið á móti svo mörgum börnum á einum mánuði. Guðrún G. Eggertsdóttir yfirljós- móðir segir að reynist áætlunin rétt verði vissulega mikið álag á starfs- fólki. Áætlun um fjölda fæðinga er byggð á fjölda þeirra kvenna sem sækja mæðraskoðun á höfuðborgar- svæðinu og talan er ljós með um þriggja mánaða fyrirvara. „Ég hef alltaf furðað mig á því í starfi mínu hvað þetta er jafnt í raun og veru,“ segir Guðrún. Það sé í raun undarlegt að fjöldi fæðinga skuli ekki sveiflast meira eftir mánuðum en raun ber vitni. Síðustu ár hefur fjöldi fæðinga á ári að jafnaði verið í kringum 2.800 en í fyrra voru þær um 3.000. Þá urðu fæðingar á einum mánuði flest- ar um 270. Guðrún segir ekkert benda til þess að fæðingar á þessu ári verði umfram meðaltal. Aðspurð um ástæður þess að í ágúst stefnir í metfjölda fæðinga í einum mánuði segir Guðrún ástæð- una m.a. þá að fæðingardeildin á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sé lokuð frá 1. júlí til 7. ágúst og dregið hafi verið úr starfsemi fæðingar- deildarinnar á Selfossi. Fæðingardeild Landspítalans Stefnir í metfjölda fæðinga í ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.