Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 16
MARGIR leggja leið sína á Horn- strandir sumar hvert og jafnvel á öllum tímum ársins. Margir heillast og koma ár eftir ár og talað er um að fólk geti fengið Hornstrandaveiki á lokastigi. Hópur fólks sem ber þessi lokastigseinkenni lagði leið sína á dögunum norður í Reykjarfjörð nyrðri til þess að leggja þeim hjón- um sem þar eiga og reka ferðaþjón- ustuna, þeim Ragnari Jakobssyni og Sjöfn Guðmundsdóttur, lið sitt við viðhald mannvirkja. Þetta ágæta fólk lagði upp frá Blönduósi í ferð sína norður í Reykj- arfjörð með skemmtisiglingabátnum Kópi HU sem gerður er út frá Blönduósi. Ferðin norður tók um fjórar klukkustundir en þess ber að geta að töluverð innlögn var í aust- anverðum Húnaflóanum þannig að siglingarhraði bátsins tók mið af því. Þegar tók að nálgast Strandir kyrrði sjó og ferðin sóttist mun hraðar. Á leiðinni sást til hvala og mikið var um svartfugl. Það er hægt að hafa mörg orð um stórfengleik Stranda- fjallana sem ganga í sjó fram en þeg- ar siglt er fram hjá Geirólfsgnúpi sem markar suðurenda Reykjar- fjarðar og er jafnframt sýslumörk Strandasýslu og Norður-Ísafjarðar- sýslu, þá verður maður nánast orð- laus. Í eyði frá 1959 Ragnar Jakobsson staðarhaldari og fólk hans tóku á móti ferðalöng- um við einfalda bryggju og síðan var Kópi HU lagt við ból rétt utan við bryggjuna. Fyrir þann sem þarna kemur í fyrsta skipti og eitthvað þekkir til í Staðarskála í Hrútafirði getur það hæglega komið fyrir að ruglast svolítið í ríminu. Í íbúðarhús- inu í Reykjarfirði tekur á móti gest- um kona sem er nákvæmlega eins og konan sem tekur á móti gestum í Staðarskála en sú kona heitir Bára. Þegar málið er kannað þá er skýr- ingin einföld því hér er um tvíbura- systur að ræða, ættaðar úr Ófeigs- firði. Ragnar bóndi og bátasmiður er fæddur og uppalinn í Reykjarfirði og bjó þar til ársins 1959 og síðan hefur Reykjarfjörður verið í eyði utan eitt ár. Ragnar er hafsjór af fróðleik um sögu staðarins. Frá því að Ragnar lauk heilsársbúsetu í Reykjarfirði hefur hann sótt fjörðinn sinn heim hvert einasta sumar og segir Ragnar sem á sínum tíma framleiddi mest um 15.000 girðingarstaura að sífellt meiri tími fari í það taka á móti ferðamönnum. Núna er staðan sú að enginn staur er framleiddur en upp- bókað er hjá þeim hjónum fram til 20. ágúst í 30 manna gistirými Reykjarfjarðar. Rými er fyrir fleiri ferðamenn í einu því ágætis tjald- aðstaða er á staðnum. Hægt er að nálgast Reykjarfjörð úr lofti, af láði og legi. Það er 550 m löng flugbraut í Reykjarfirði og til stendur að lengja flugbrautina um 50 metra. Í Reykj- arfirði er sundlaug sem fær vatn sitt úr heitavatnsuppsprettum enda bendir nafn fjarðarins ótvírætt til þess að þar sé heitt vatn. Landslag yrði lítils virði ef það héti ekki neitt. Arnarstapi með mannsandlitið, Sæból og Drangajök- ull með sína tilkomumiklu kletta- dranga. Of langt mál yrði að telja upp öll örnefni í Reykjarfirði en eftir örlítinn fyrirlestur hjá Ragnari um staði og kennileiti, áttar maður sig betur á því hve vistin gat verið erfið þegar náttúruöflin sýndu sig í öllu sínu veldi . Þrátt fyrir óblíða vist oft á tíðum þá voru og eru Hornstrandir og Vestfirðir allir mikil matarkista og er ekki óalgengt að hjón hafi átt 10–15 börn og komið þeim langflest- um upp. Án vafa hefur einangrun, háreist fjöll og langur og strangur vetur sett mark sitt á líf fólks á Hornströndum gegn um tíðina. Til eru margar sagnir um líf og ör- lög fólks í Reykjarfirði nyrðri, sam- skipti manna við hulduverur sem gaman er að heyra af vörum Ragn- ars Jakobssonar. Það er eftirtekt- arvert hversu núverandi staðarhald- arar eru trúir sögu og örlögum genginna kynslóða því m.a. viðhalda þeir leiði stúlku sem drukknaði um miðja átjándu öld í svokölluðum Merarlæk. Enginn veit hvað hún hét en Ragnar segir að henni fylgi góður andi. Tófan réttdræp Órædd eru áhrif friðunar refs á Hornströndum en í Reykjarfirði er lágfóta réttdræp því mörk friðlands hennar liggja um Furufjarðarós sem er skammt fyrir norðan Reykjar- fjörð. Á síðastliðnu ári drápu þeir Reykjarfjarðarmenn 35 tófur á sínu umráðasvæði og Ragnar segir að ekki líði sá dagur að ekki sjáist tófa. Skömmu áður en Kópur HU frá Blönduósi kom til Reykjarfjaðar var skotin tófa og nokkrum dögum áður var drepin tófa sem hafði verið merkt sem yrðlingur norður í Hlöðu- vík fyrir ári. Reykjarfjörður var síð- asti bær til að fara í eyði á Horn- ströndum árið 1959 eins og fyrr er getið en þrátt fyrir eða kannski vegna eyðibyggðarinnar þá vex áhugi þéttbýlisbúans fyrir töfrum eyðibyggða norðan alfaraleiða. Ragnar Jakobsson, sem þjónað hef- ur ferðamönnum sem leið eiga um Hornstrandir í fimmtán ár, segir að áhuginn fyrir Hornstrandaferðum hafi aldrei verið meiri. Rétt er að geta þess í lokin að mismunandi er hvað fjörðurinn er kallaður. Í mörg- um merkum heimildum er fjörður- inn kallaður Reykjafjörður en Sjöfn Guðmundsdóttir staðarhaldari segir engan vafa vera í huga heimamanna: „Reykjarfjörður heitir Reykjar- fjörður.“ Séð yfir Reykjarfjörð. Reykjarfjörður nyrðri hefur mikið aðdráttarafl Áhugi fyrir Horn- ströndum fer vaxandi Ragnar staðarhaldari, Bragi Árnason skipstjóri á Kóp og Glaðheima Grétar við leiði ógæfusömu stúlkunnar. Blönduós Morgunblaðið/Jón Sig. LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI GOÐI hf. lagði í gær inn beiðni um greiðslustöðvun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Kristinn Þór Geirs- son, framkvæmdastjóri Goða, segist ekki hafa fengið staðfest hvenær beiðnin verður tekin fyrir en félagið sé með þessu að skapa sér svigrúm til fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar. „Greiðslustöðvun er bara fjár- hagsleg endurskipulagning. Við seldum frá okkur kjötvinnslurnar og í framhaldi af því sitjum við uppi með mikið af viðskiptakröfum og skammtímaskuldum,“ segir Krist- inn og vísar til þess að nýlega seldi Goði allar kjötvinnslur sínar, eina í Borgarnesi og tvær í Reykjavík, ásamt vörumerkjum til Norðlenska. Innheimta þarf allar viðskiptakröfur Hann segir að við söluna hafi myndast ákveðin ósamfella í ferli veltufjármuna og skammtíma- skulda, nú komi ekki lengur inn nýj- ar viðskiptakröfur, sem þýðir að innheimta þarf allar viðskiptakröfur sem félagið á til að greiða skamm- tímaskuldir. „Lánardrottnar veita okkur styttri frest en við þurfum til að inn- heimta kröfur okkar. Þess vegna þurfum við vernd fyrir lánardrottn- um á meðan við erum að innheimta og ganga frá þessum málum.“ Reiknar ekki með gjaldþroti Kristinn segir að samkvæmt bók- um félagsins eigi það fyrir skuldum og reiknar hann fastlega með því að ekki komi til gjaldþrots. Fremur verði gengið til nauðasamninga enda yfirgnæfandi líkur á samningi vegna stöðu félagsins. „Fólk gerir almennt þau mistök að setja samasemmerki á milli greiðslustöðvunar og gjaldþrots því að mjög fáir fara í greiðslustöðvun fyrr en þeir eru komnir út í vonlaust fen. Við teljum að svo sé ekki í þessu tilfelli. Ástæða þess að við grípum til þessara aðgerða er mjög slæm rekstrarskilyrði. Við erum að keyra niður áhættuna hjá okkur til að hætta að tapa peningum. Til að gera það þurfum við frið til að innheimta þessa peninga og ganga frá skamm- tímaskuldum okkar. Þetta eru raunverulega ábyrgar aðgerðir sem eru teknar í tíma til að stemma stigu við því sem blasir við. Við hefðum getað haldið töluvert áfram, það hefði bara ekki verið ábyrgt,“ segir Kristinn. Goði fer fram á greiðslustöðvun Fjárhagur félagsins endurskipu- lagður í kjölfar sölu kjötvinnslna Afkoma Nokia og Ericsson um- fram væntingar NOKIA var rekið með töluvert meiri hagnaði á öðrum fjórðungi ársins en markaðsaðilar höfðu spáð. Hagnaður á tímabilinu nam um 102 milljörðum íslenskra króna og hækkaði gengi bréfa Nokia um 7% á hlutabréfamörkuðum örfáum mín- útum eftir að uppgjörið hafði verið lagt fram. Jorma Oilla, forstjóri Nokia, sagði að með virku kostnaðareft- irliti og góðri fjárstýringu hafi félaginu í senn tekist að halda stöðu sinni sem markaðsleiðandi fyrirtæki í framleiðslu á farsímum og skila miklu veltufé og góðri arðsemi. „Við höfum tröllatrú á langtímamögu- leikum á fjarskiptasviðinu.“ Gengi bréfa Nokia hækkaði enn meira við lokun markaða eða um 14,8% í 19,51 en stjórnendur félags- ins hafa lýst því yfir að hagnaður muni aukast á fjórða ársfjórðungi og búist sé við allt að 5% aukningu í sölu. Tap af rekstri Ericsson á öðrum fjórðungi ársins nam 5,3 milljörðum sænskra króna en á sama tímabili í fyrra var hagnaður félagsins 6,7 milljarðar sænskra. Við tapið nú bætist svo um það bil 15 milljarðar sænskra króna kostnaður vegna endurskipulagningar á rekstrinum þannig að heildartapið nemur 20,3 milljörðum sænskra króna að því er kemur fram í Dagens Industri. Uppgjörið er þó engan veginn með öllu illt og í reynd er nið- urstaðan heldur betri en markaðs- aðilar höfðu vænst en gengi bréfa félagsins hélst þó óbreytt eftir að uppgjörið hafði verið kynnt. Greinileg merki eru um viðsnún- ing í rekstri Ericsson; veltufé frá rekstri var jákvætt um 4,3 milljarða sænskra króna á öðrum fjórðungi en það var neikvætt um 17,7 millj- arða á fyrsta fjórðungi ársins. Í þessu sambandi ber þó að taka tillit til að sala á Enterprise Systems skilaði 3,4 milljörðum. Þegar óreglulegir liðir hafa verið dregnir frá var veltufé frá rekstri þó engu að síður jákvætt um 900 milljónir sænskra. Kurt Hellström, forstjóri Erics- son, segir að félagið verði rekið með hagnaði á árinu öllu og þá fyrst og fremst vegna mikilla sparnaðarað- gerða og aðhalds í rekstri; mark- aðurinn fyrir afurðir Ericsson hafi hins vegar verið daufur og erfitt sé að spá um hve lengi niðursveiflan vari. Ericsson hefur þegar sagt upp tíu þúsund starfsmönnum og til stendur að fækka starfsmönnum um tíu þúsund til viðbótar segir Dagens Industri. Greinargerð Ís- landssíma ekki birt PÉTUR Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Íslandssíma, segir að félagið muni birta endurskoðað milliuppgjör í ágúst. Félagið mun ekki birta op- inberlega greinargerð sem send var til Verðbréfaþings sl. föstudag. Helena Hilmarsdóttir, forstöðu- maður skráningarsviðs Verðbréfa- þings, segir að greinargerðin verði tekin fyrir á stjórnarfundi í dag. Þar séu tveir möguleikar; annars vegar að Verðbréfaþingið fallist á skýring- ar Íslandssíma og hins vegar að ósk- að verði eftir frekari skýringum og upplýsingum frá félaginu og hugs- anlega umsjónaraðila útboðsins, Ís- landsbanka, segir Helena Hilmars- dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.