Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                               BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁLAGS- og streitueinkenni eru að verða sífellt meira áberandi í ís- lensku þjóðfélagi. Mörgum finnst erfitt að takast á við daginn, þeim finnst þeir ekki koma nógu miklu í verk, finna fyrir þreytu og verkj- um og sumir kvíða fyrir næsta degi. Aðrir eru á fullu allan daginn en hafa aldrei undan, leggjast ör- þreyttir til svefns en vakna samt fyrir allar aldir með hugann á fullu við að leysa erfið verkefni. Kröf- urnar á vinnumarkaði eru miklar, við erum í ólíkum hlutverkum sem þó skiptast í grófum dráttum í tvennt; á milli vinnu og einkalífs. Starfsmaðurinn þarf að sinna þeim verkefnum sem hann ber ábyrgð á en manneskjan sjálf þarf að hafa tíma fyrir sjálfa sig og eiga gef- andi samskipti við maka og börn ef hún er foreldri. Ör þróun fjar- skipta og upplýsingatækni auð- veldar einnig aðgengi að mönnum og gefur þeim kost á að leysa verkefni heima við sem á vinnustað en hvorutveggja getur verið streituvaldandi ef því eru ekki sett eðlileg mörk. Við systurnar höfðum orðið var- ar við það hjá okkur sjálfum að vinnan var farin að teygja sig yfir mörk einkalífsins. Þar var á ferð- inni ein tegund stjórnleysis en jafnvel vitundin um það nægði ekki til að snúa við blaðinu. Við höfðum báðar eins og svo margir lent í vítahring mikillar vinnu, önn- ur var hætt að synda og hreyfa sig og var orðin alltof þung. En hin glímdi við svefnerfiðleika sem höfðu áhrif á daglegt líf. Við vild- um læra aðferðir til að skilja á milli vinnu og einkalífs og vorum tilbúnar til að gera eitthvað í mál- inu. Fyrir valinu varð streitunám- skeið hjá Heilsustofnuninni í Hveragerði, en dvölin þar breytti talsverðu í lífi okkar og raunar það miklu að við viljum deila því með öðrum. Við fengum alls kyns viðbrögð fyrir og eftir dvölina, sumir hlógu sig máttlausa yfir því að við, full- frískar manneskjurnar, ætluðum á Hælið, aðrir voru mjög áhuga- samir um að fá að vita hvað hefði verið boðið upp á og hvað við hefð- um fengið út úr dvölinni. Markmiðið með streitunám- skeiðum Heilsustofnunar eru: að læra að þekkja eigin streituein- kenni og takast á við þau, að læra aðferðir til að losa um streitu í lík- amanum og að breyta um lífsstíl með því að hafa eftirfarandi þætti í jafnvægi í eigin lífi: hollt mat- aræði, hreyfingu, svefn/hvíld, streitustjórnun, að hafa tilgang í lífinu, að nýta hæfileika sína, að rækta samskipti við aðra og hafa stjórn á eigin umhverfi. Við komuna fengum við stunda- skrá sem var þéttskipuð. Fyrsta morguninn var okkur sýnt hús- næðið og kennt á tækin í tækja- salnum. Næstu morgna voru mis- munandi fundir og meðferð fyrir streituhópinn þar sem sérfræðing- ar á ýmsum sviðum, s.s. hjúkr- unarfræðingur, læknir, næringar- fræðingur, sjúkraþjálfari og sálfræðingur, voru með margvís- lega fræðslu sem þó miðaði öll að því að kenna okkur að ná tökum á því að lifa heilbrigðara lífi. Alla virka daga klukkan 11 var farið í þolgöngu frá Heilsustofnuninni. Að göngunni lokinni beið hádegismat- urinn og þvílíkur matur, við viss- um að hann var góður en hann var betri en okkur óraði fyrir. Eftir matinn var hvíld í klukkutíma og þá gátu þeir sem vildu hlustað á slökunarspólu sem var spiluð í há- talarakerfi inni á herbergjum. Eft- ir hádegi tók við fjölbreytt dag- skrá þar sem margt var í boði en þar má nefna línudans, vatnsleik- fimi, æfingar fyrir háls og herðar, fyrirlestra, slökunarnudd, leirböð, heilsuböð og slökun. Raunar feng- um við í streituhópnum sérmeðferð í slökun þar sem við fengum vand- aða grunnþjálfun sem er ætluð þeim sem eru að byrja að tileinka sér slökun. Við tókum þátt í öllu sem er talið upp hér að framan en fórum aukalega í tækjasalinn sem var opinn frá morgni til kvölds, fórum í sundlaugina í Laugaskarði, fórum í kvöldgöngur í Hveragerði, fengum aukatíma í nuddi og nýtt- um okkur snyrtistofuna þar sem við fengum hand- og fótsnyrtingu. Þetta var ótrúleg vika. Heilsu- stofnunin er fimm stjörnu hótel Hvíldu þig – hvíld er góð Frá Kristínu og Sigríði Baldursdætrum: Heilsuhælið í Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.