Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 20
ERLENT 20 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓTTAST er að níutíu og þrír hafi farist þegar sprenging varð í ólöglegri kolanámu í Jiangsu-héraði í Kína á sunnu- dag. Í gær var búið að grafa 16 lík upp úr rústunum og óvíst var um afdrif hinna 77. Björg- unarmenn eru hins vegar svartsýnir á að nokkur þeirra muni finnast á lífi. Námunni var lokað 15. júní síðastliðinn vegna þess hve öryggismálum þar var ábótavant, en eigand- inn opnaði hana í leyfisleysi þann fimmtánda júlí. Eigandi námunnar hefur verið hand- tekinn og bíður þess að verða ákærður. Kramnik sigrar í Dortmund VLADIMÍR Kramnik sigraði á einu sterkasta skákmóti ársins í Dortmund á sunnudag. Úr- slitaskákina háði hann við sam- landa sinn, Rússann Alexander Morozevich. Þetta er í sjötta skipti sem Kramnik sigrar á Dortmund skákmótinu en hann hlaut 6½ vinning. Í öðru sæti hafnaði Búlgarinn Veselín Topalov, einnig með 6½ vinn- ing en færri ELO stig. Heims- meistari FIDE skáksambands- ins, Viswanathan Anand lenti í neðsta sæti á mótinu. Engin hætta á kjarnorku- slysi HOLLENSKT fyrirtæki sem sér um að lyfta rússneska kjarnorkukafbátnum Kúrsk af hafsbotni segir enga hættu á að kjarnaofnarnir tveir í bátn- um muni springa. „Það er búið að slökkva á ofnunum og það er ómögulegt að þeir fari sjálf- krafa af stað aftur,“ sagði tals- maður fyrirtækisins. Norð- menn hafa lýst áhyggjum sínum yfir því að Rússar hafi ekki gert neinar neyðaráætl- anir sem gripið yrði til verði slys á leiðinni til hafnar. Stjórnvöld í Moskvu hafa hins vegar sagt slíkar áhyggjur með öllu tilhæfulausar. Í mesta lagi muni smávegis af kjarn- orkuúrgangi leka út, en ekki í það miklu magni að skaði hljót- ist af. Mannskætt úrhelli í Pakistan AÐ MINNSTA kosti 110 Pak- istanar hafa látið lífið í flóðum og aurskriðum í kjölfar mestu rigninga í landinu í heila öld. Vatnsflóð hafa rutt í burtu heilu þorpunum og rafmagns- og símalínur hafa víða rofnað. Þorpið Dadhar í norð-vestur- hluta landsins hvarf á auga- bragði þegar flóðbylgja skall á því í gær. Að minnsta kosti 65 þorpsbúar létu lífið. Flóðið skar einnig í sundur alla vegi og hafa björgunarmenn því þurft að fara fótgangandi til að koma hinum eftirlifandi til bjargar. Veðurstofa landsins spáði því að óveðrið myndi ganga yfir á um það bil tuttugu og fjórum klukkutímum. STUTT Tugir farast í námuslysi BRESKA lögreglan hefur nú verið beðin að rannsaka fullyrð- ingar þess efnis að milljónir punda vanti í sjóð sem rekinn var af Jeffrey Archer lá- varði, en Archer var í síðustu viku dæmd- ur í fjögurra ára fangelsi fyrir mein- særi. Sjóðurinn var stofnaður til hjálpar kúrdískum flótta- mönnum í Bretlandi sem voru fórnarlömb árása Íraka í Persa- flóastríðinu. Það er fyrrverandi varaformaður Íhaldsflokksins, lafði Nicholson, sem hyggst leggja fram formlega beiðni um rannsókn við Scotland Yard og deild bresku lögreglunnar sem fjallar um alvarleg fjársvik. Haft er eftir Nicholson á fréttavef BBC að af þeim rúmlega 10 milljörðum króna, sem söfnuð- ust undir stjórn Archer lávarð- ar, hafi „nánast ekkert“ borist Kúrdunum. Meirihluti fjárins safnaðist á tónleikum sem Archer skipu- lagði á Wembley-leikvanginum í London þar sem tónlistamenn- irnir Paul Simon og Sting komu fram og 50 milljónir manna víða um heim sáu. Þá hét John Maj- or, þáverandi forsætisráðherra, einnig 1,5 milljarði króna úr rík- issjóði til söfnunarinnar. Hugsanlegt að Archer missi aðalstignina Lafði Nicholson, sem sagði sig úr Íhaldsflokknum árið 1995 og gekk til liðs við frjálslynda demókrataflokkinn, segir að nefnd sem rannsakar útgjöld hins opinbera muni einnig rann- saka þá fjárstyrki sem þáver- andi ríkisstjórn veitti til söfn- unar Archer. „Kúrdunum finnst sem þeir hafi verið sviknir. For- svarsmenn þeirra komu á minn fund og sögðu mér að þeir hefðu nánast ekki fengið neitt af því fé sem þeim hafði verið lofað. Þeim hafði verið talin trú um að þeir ættu von á miklu fjármagni sem hefði getað hjálpað þeim mikið,“ sagði Nich- olson. Forseti neðri deildar breska þingsins, Robin Cook, staðfesti á sunnudag að ríkis- stjórnin áformi að gera laga- breytingar sem gætu leitt til þess að Archer lávarður missi aðalstignina. Haft er eftir Cook að hann vilji gera þá breytingu á lögum að það verði ekki aðeins þingmenn neðri deildar þingsins sem missi sæti sitt á þinginu við að hljóta dóm, heldur einnig þingmenn lávarðadeildarinnar. Fékk að fara í jarðarför móður sinnar Acher fékk sl. sunnudag leyfi til að vera viðstaddur útför móð- ur sinnar eftir að hafa eytt tveimur sólarhringum í fangelsi. Móðir Archers lést, 87 ára að aldri, aðeins nokkrum dögum áður en dómur var kveðinn upp í máli sonar hennar. Lávarðurinn var fluttur úr fangelsinu í hvít- um sendiferðabíl með skyggðum rúðum en fékk að ganga án handjárna við hlið konu sinnar að líkbrennsluhúsinu þar sem útförin fór fram. Hann var flutt- ur í fangelsið aftur að athöfn lokinni. Nú rannsakar Scotland Yard jafnframt hvort vitnisburður Mary Archer, eiginkonu Archer lávarðar, í meiðyrðamáli hans gegn The Daily Star kunni að vera refsiverður. London. AFP. Jeffrey Archer Archer sakað- ur um fjárdrátt VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, sagði í gær að þeir George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hefðu náð ákveðnum árangri á vettvangi af- vopnunarmála á fundi þeirra í Genúa um liðna helgi. Hvatti hann samn- ingamenn Rússa til að nýta þann ár- angur í komandi viðræðum. „Að sjálf- sögðu var ekki um nein tímamót að ræða,“ sagði Pútín, „en okkur miðar vel áfram.“ Forsetarnir hafa ákveðið að hefja viðræður um fækkun kjarnavopna og munu áætlanir Bandaríkjamanna um að koma upp eldflaugavarnarkerfi verða á dagskrá viðræðnanna. „Okk- ur finnst eðlilegt að þessi tvö málefni verði rædd saman,“ sagði forsetinn. Greiði komi greiða á móti Talið er að með því að samþykkja fækkun kjarnaodda vonist Bush til þess að afstaða Rússa til eldflauga- varnarkerfisins mildist, og að þeir samþykki breytingar á gagneld- flaugasamningnum frá 1972 (ABM) sem kveður á um bann við slíkum kerfum. Það er mikilvægt fyrir Bush að komandi viðræður gangi hratt fyrir sig, þar sem tilraunir Bandaríkja- manna verða komnar á það stig eftir nokkra mánuði að þær brjóta í bága við samninginn og þá þarf nýr samn- ingur að vera tilbúinn. Bandaríkja- menn hafa áður sagt að þeir muni segja samningnum upp frekar en að brjóta gegn ákvæðum hans. Bush og ráðgjafar hans vonast því til þess að samkomulag náist án þess að samn- inganefndirnar dragist út í þras um smáatriði. „Við höfum ekki áhuga á því að endurtaka samningaviðræður kalda stríðsins þar sem það tók fimm- tán ár að ná samkomulagi,“ sagði Condolezza Rice, aðalöryggisráðgjafi Bush. Bush og ráðgjafar hans hafa sagt að markmið þeirra með viðræðunum sé að ná samkomulagi, sem leiði til þess að báðar þjóðirnar fækki kjarna- oddum sínum og fái að þróa raunhæf eldflaugavarnarkerfi. Það er hins vegar ekki víst að Rússar líti sömu augum á málið. Pútín hefur ekki við- urkennt að hann muni samþykkja breytingar á ABM samningnum gegn því að fækkað verði í kjarnorku- vopnabúrum landanna. Hann hefur eingöngu lagt á það áherslu að fækka verði árásareldflaugum, en sagði þó, eins og áður segir, að málefni árásar- og varnarvopna verði rædd í einu lagi. Ekki allir sáttir í Washington Bush sagði eftir fundinn í Genúa að hann vildi breyta hugarfari í heimin- um. „Við erum í raun að segja að kalda stríðinu sé endanlega lokið.“ Ekki eru allir Bandaríkjamenn jafnáhugasamir og Bush um fækkun kjarnavopna. Yfirmaður kjarnorku- herafla Bandaríkjanna sagði nýlega við nefnd öldungadeildar Bandaríkja- þings, að óráðlegt væri að kjarnorku- vopnabúr landsins færi niður fyrir 3.500 kjarnaodda, en Pútín vill að rík- in fækki oddunum niður í um 1.500. Bandaríkin eiga nú um 7.000 odda og Rússland um 6.500. Bush og Pútin ákveða viðræður um fækkun kjarnorkuvopna Eldflaugavarnir einnig ræddar Moskva, Washington. AP, AFP. Reuters Vladimír Pútín, Rússlandsfor- seti, hér til hægri á myndinni, hlustar á George W. Bush, Bandaríkjaforseta. LEIÐTOGAR átta helstu iðnríkja heims hétu því á fundi sínum í Genúa um helgina að opna markaði þeirra fyrir þróunarlöndum til að stuðla að hagsæld í fátækustu ríkjum heims og sögðust ætla að halda áfram alþjóða- væðingunni þrátt fyrir mótmæli and- stæðinga hennar. Samþykkt var að draga úr umstanginu vegna leiðtoga- fundanna, sem þykja orðnir of kostn- aðarsamir, meðal annars vegna mikils öryggisviðbúnaðar. Næsti fundur verður haldinn á afskekktum ferða- mannastað í Klettafjöllum í Kanada. Í lokayfirlýsingu fundarins lofuðu leiðtogarnir að takast á við fátæktina í þróunarlöndunum með því að draga úr viðskiptahindrunum og leita leiða til að stuðla að hagsæld í Afríkuríkj- um sunnan Sahara. Ráðgert er að samþykkt verði ítarleg áætlun um að- gerðir gegn fátæktinni á næsta leið- togafundi iðnveldanna að ári. Áætlun- in verður einnig rædd á fundi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Katar í nóvember. Leiðtogarnir viðurkenndu að ágreiningur væri um ýmis mál sem rædd voru á fundinum, m.a. um hvort staðfesta ætti Kyoto-bókunina um að- gerðir til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Þeir lofuðu þó að gera ráðstafanir til að vernda um- hverfið. Lítill árangur Helstu dagblöð Bretlands, Frakk- lands og fleiri Evrópuríkja voru á einu máli um að lítill árangur hefði náðst á leiðtogafundinum og að ber- lega hefði komið í ljós að tilgangslaust væri að halda slíka fundi árlega með miklum tilkostnaði. „Sannleikurinn er að þessar reglu- legu samkomur eru ef til vill gagns- minnsti og dýrasti þátturinn í ríkis- erindrekstri nútímans og mesta tímasóunin,“ sagði breska dagblaðið The Daily Telegraph. „Þátttakend- urnir hneigjast til að missa sjónar á muninum á því sem þeir setja í yf- irlýsingar sínar og því sem er að ger- ast í raun. Sú hugmynd að orð í Genúa breyti lífi Afríkubúa er skelfilegt bull.“ George W. Bush Bandaríkjaforseti og fleiri leiðtogar sögðu að þeir myndu ekki leggja fundina niður þrátt fyrir götuóeirðirnar sem hafa fylgt slíkum fundahöldum síðustu misseri. „Þeir sem segjast tala fyrir hönd hinna fátæku, þeir sem halda því fram að fátæku þjóðirnar hafi hag af viðskiptahindrunum, hafa algjör- lega rangt fyrir sér,“ sagði Bush. Mikill tilkostnaður Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada og gestgjafi næsta fundar, viðurkenndi að umstangið vegna leið- togafundanna væri orðið of mikið. Ákveðið hefur verið að halda næsta fund í kanadíska þorpinu Kananaskis í Klettafjöllum til að torvelda fjöl- menn mótmæli. Allt að níu hundruð manns hafa verið í sendinefndum iðn- veldanna á leiðtogafundunum en næst verða þær takmarkaðar við 35 embættismenn. Ítalska stjórnin áætlar að kostnað- urinn af leiðtogafundinum í Genúa hafi numið andvirði 14,5 milljarða króna, m.a. vegna kostnaðarsamra viðgerða á byggingum fyrir fundinn. Öryggisviðbúnaðurinn kostaði 2,5 milljarða króna. Búist er við að stjórnin leggi borginni til andvirði 4,5 milljarða króna til að standa straum af kostnaði við hreinsun og viðgerðir vegna skemmdarverka þúsunda óeirðaseggja sem mótmæltu fundin- um. Um það bil 200 manns voru hand- teknir í óeirðunum og um 60 þeirra voru fluttir á sjúkrahús. Einn mót- mælendanna var skotinn til bana og rúmlega 430 urðu fyrir meiðslum í átökunum. Lofa að opna markaði fyrir þróunarlöndum AP Vegfarandi virðir fyrir sér brotna rúðu bankabyggingar í miðborg Genúa. Mannlífið í borginni komst í eðlilegt horf í gær eftir miklar óeirðir í tengslum við leiðtogafund iðnveldanna um helgina. Ákveðið að draga úr umstanginu vegna leiðtogafunda iðnveldanna Genúa. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.