Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAM kemur í eldsneytisspá Orku- spárnefndar sem birt var í gær, að á síðasta ári fór notkun bíla á olíuaf- urðum fram úr notkun fiskiskipa í fyrsta sinn, en hlutur bifreiðaflotans nam 43 prósentum meðan hlutur fiskiskipa nam 42 prósentum. Því er jafnframt spáð að hlutur flugsamgangna aukist mjög á næstu árum og áratugum og verði á end- anum í fyrsta sæti. Spáin gerir ráð fyrir hægri aukningu í olíunotkun innanlands næstu 30 árin, eða um fimm prósent, en tvöfaldist nánast, með sem nemur 80 prósenta aukn- ingu, í millilandaflutningum. Spáin endurskoðuð oftar Fram kom í máli Þorkels Helga- sonar, orkumálastjóra, á kynning- arfundi í Orkustofnun, að þrátt fyrir ætlaða aukningu á flutningum milli landa hefði það lítil áhrif á skuld- bindingar þjóðarinnar varðandi los- un gróðurhúsalofttegunda því milli- landaflutningar væru enn sem komið er undanskildir í alþjóða- samningum svo sem í Kyoto-sátt- málanum. Þá sagði Þorkell mikilvægt að gera sér grein fyrir að spáin byggist á fyrirliggjandi tölum og staðreynd- um en taki ekki til fyrirætlaðra framkvæmda og stefnumótunar. Jafnframt sagði hann að í ljósi þess að hversu hratt forsendur gætu breyst væri verið að íhuga hvort ekki ætti að endurskoða eldsneyt- isspána árlega eftirleiðis. Í spánni eru ástæður mikillar aukningar olíunotkunar vegna flutn- inga milli landa helst taldar vera aukinn ferðamannastraumur til landsins sem og aukin ferðalög landsmanna til útlanda. Fram kem- ur að samhliða miklum hagvexti undanfarin ár hafi þessi notkun auk- ist mikið eða um rúm 80 prósent frá árinu 1995. Spáin gerir ráð fyrir lít- illi aukningu í flugsamgöngum milli landa á þessu ári og því næsta, sam- hliða litlum hagvexti en að svo muni lifna verulega yfir þessum þætti að nýju. Gert er ráð fyrir um 90 pró- sent aukningu til loka spátímabils- ins og að fjöldi erlendra ferðamanna á landinu gæti þá verið kominn í rúm 700 þúsund. Útblástur gróðurhúsalofttegunda Orkuspárnefnd fjallar einnig um gróðurhúsalofttegundir í spá sinni og fram kemur að útblástur bifreiða og bruni á olíu, kolum og gasi í iðn- aði og orkuverum hafi leitt til mik- illar losunar koldíoxíðs og hafi styrkur þess í andrúmslofti nú auk- ist um 33 prósent frá upphafi iðn- byltingarinnar. Fram kemur að langstærsti hluti losunar hér á landi sé til kominn vegna brennslu elds- neytis. Spáin gerir ráð fyrir að losun gróðurhúsalofttegunda vegna olíu- brennslu innanlands komi nánast til með að standa í stað næstu þrjátíu ár í um og yfir 2.200 tonnum á ári. Hins vegar eigi losun lofttegunda vegna millilandaflutninga eftir að aukast um 24 prósent á tímabilinu. Spáin gerir ráð fyrir að notkun bíla sem nota aðra orkugjafa en olíu fari hægt vaxandi og verði hlutfall þeirra um 15 af hundraði árið 2030. Þá er gert ráð fyrir að orkunýting bifreiða haldi áfram að batna en þó ekki jafn hratt og sl. tvo áratugi en miðað er við sjö prósent minni elds- neytisnotkun til loka spátímabilsins. Spáin endurskoðuð frá grunni Fram kom að síðasta eldsneyt- isspá nefndarinnar frá árinu 1995 hafi staðist vel hvað varðar innlenda notkun, en notkun íslenskra fyrir- tækja á olíu í millilandaflutningum hafi verið mun meiri en þá var áætl- að. Eldsneytisspáin var nú endur- skoðuð frá grunni og er því nokkuð breytt frá síðustu spá. Til grundvall- ar voru lagðar forsendur um þróun mannfjölda, fiskveiða og flutninga á landi, í lofti og á legi auk annarra þátta þar sem eldsneyti er notað. Í spánni kemur fram að um 90 pró- sent af olíunotkun landsmanna sé vegna fiskveiða og samgangna, en afgangurinn fari til iðnaðar og hús- hitunar. Notkuninni er skipt niður á innlenda notkun og notkun ís- lenskra fyrirtækja á olíu við flutn- inga milli landa hvort heldur er með skipum og flugvélum og hvort sem olían er tekin hér á landi eða erlend- is. Nálgast má skýrsluna á Netinu Orkuspárnefnd hefur starfað í aldarfjórðung, að því er segir í spánni, en um er að ræða samstarfs- vettvang nokkurra helstu fyrir- tækja, stofnana og samtaka á sviði orkumála, auk Hagstofu Íslands og Þjóðhagsstofnunar. Á þessum tíma mun nefndin hafa gefið út 17 spár um einstaka orkugjafa, þar af fjalla fimm um notkun eldsneytis, sex um notkun raforku, fjórar um húshitun og tvær um notkun jarðvarma. Skýrslurnar eru gefnar út í nafni Orkustofnunar og hefur hún staðið undir öllum kostnaði við gerð ann- arra spáa en um raforku sem kost- aðar eru af stofnuninni og raforku- fyrirtækjunum. Verkfræðistofan Afl ehf. vinnur að gerð spánna í umboði Orkustofnunar og Orkuspárnefnd- ar. Nálgast má nýjustu skýrslur nefndarinnar í heild sinni á heima- síðunni www.orkuspa.is. Eldsneytisspá Orkuspárnefndar fyrir árin 2001 til 2030 var kynnt í gær Mikil aukning í millilanda- flutningum Morgunblaðið/Jim Smart Þorkell Helgason, orkumálastjóri, segir spána byggða á staðreyndum en ekki stefnumótun líkt og nýleg skýrsla Samgönguráðuneytis. ENGIN slys urðu á fólki er bílstjóri jeppabifreiðar sofnaði undir stýri í Hvalfjarðargöngunum á níunda tím- anum á sunnudagsmorgun með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Lítil umferð var þegar slysið átti sér stað en göngunum var lokað fyrir umferð í báðar áttir í um það bil eina og hálfa klukkustund. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík urðu einhverjar skemmdir á bifreið- inni og á göngunum. Jeppi valt í Hval- fjarðar- göngunum REKSTRARAÐILAR Þjóð- leikhúskjallarans hafa síðustu árin ekki tekið þátt í öðru við- haldi leikhússins en því sem sneri beint að kjallaranum og rekstri hans sem veitinga- og skemmtistaðar, ásamt rekstri mötuneytis leikhússins. Stefán Baldursson þjóðleik- hússtjóri, sem einnig á sæti í byggingarnefnd leikhússins, segir að nefndin hafi nær al- farið staðið að kostnaði við viðhald þessa árs og núver- andi rekstraraðilar kjallar- ans, Forum ehf., ekki komið þar nærri nema að endurnýj- un innanstokksmuna. Þegar Björn Leifsson tók við rekstri kjallarans árið 1993 var ráðist í veigamiklar breytingar á húsnæðinu sem að sögn Björns kostuðu á endanum 25 milljónir króna, um 10 milljónum meira en áætlun gerði ráð fyrir. Björn segir að Þjóðleikhúsið hafi staðið við umsaminn hluta, sem var um 7,5 milljónir króna, en hann greitt afgang- inn. Þá segist Björn hafa fengið greiddan kostnað frá leikhús- inu, þegar hann hætti í fyrra, vegna eldhústækja, raf- magnslagna og frystiklefa upp á rúmar 3 milljónir króna. „Leikhúsið átti klárlega að greiða þann kostnað upphaf- lega en þá fengum við þau svör frá þjóðleikhússtjóra að engir peningar væru til. Þeg- ar við hættum fengum við greiðslu frá byggingarnefnd, án vaxta. Ein ástæða þess að við hættum var sú að enginn vilji var hjá eigendum hússins að halda því við og gera þær breytingar sem til þurfti að okkar mati,“ segir Björn. Björn gerði leigusamning við leikhúsið til ársins 2003 en framseldi hann til Forum ehf. í lok síðasta árs. Forum hefur eins og áður segir ekki þurft að taka þátt í viðhaldskostn- aði síðastliðið ár en fjármagn- að smávægilegar breytingar á innanstokksmunum. Sam- kvæmt greinargerð bygging- arnefndar, sem Morgunblaðið greindi frá í síðustu viku, stendur til að ljúka breyting- um í kjallaranum árin 2002 og 2003 en að sögn Stefán Axels Stefánssonar hjá Forum hef- ur ekki verið rætt við þá um þær framkvæmdir. Viðhald Þjóðleik- hússins í ár Rekstrar- aðilar kjall- arans ekki tekið þátt í kostnaði ÁKVARÐANIR um breytingar á starfsaðstöðu tollgæslu verða teknar þegar lögð hefur verið fram þarfagreining og farið yfir hana að sögn Höskuldar Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. Hann segist lítið geta tjáð sig um skýrslu sérfræðinga bresku tollgæslunnar um starfsaðstöðu tollvarða á Kefla- víkurflugvelli þar sem hann hafi ekki séð þær til- lögur um bætta aðstöðu sem þar eru lagðar fram. „Þessi mál eru í ákveðinni vinnslu hér innan dyra milli sýslumannsembættisins og flugstöðvarinn- ar,“ sagði Höskuldur og bætti við að hann ætti erfitt með að tjá sig um endanleg útfærsluatriði fyrr en þarfagreiningin um starfsaðstöðuna af hálfu sýslumannsembættisins lægi fyrir. Fólk vill sjá sína nánustu Höskuldur segir það verða skoðað hvort eðli- legt sé að loka glervegg í komusal flugvallarinns. „Ég veit að hinn almenni borgari hefur lagt áherslu á að geta séð sína nánustu sem verið er að ná í og þess vegna hefur ekki enn verið orðið við óskum um að loka veggnum,“ sagði Hösk- uldur og bætti við að þessar óskir tollgæslu hafi ekki heldur fengið hljómgrunn innan utanrík- isráðuneytisins þegar það fór með stjórn flugvall- arins áður en Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. tók við rekstrinum síðastliðið haust. „Hvað verður síðan ofan á þegar við skoðum breytingar á toll- hliðum og aðstöðu við tollgæslu skal ég ósagt lát- ið. Það verður bara að vega þetta og meta, en komi fram eindregin ósk frá yfirvöldum um að loka þessu og ekki önnur veigameiri rök á móti er alveg ljóst að við verðum við því, en við viljum þá fá formlega beiðni um það frá til þess bærum yfirvöldum,“ sagði Höskuldur. Framkvæmdastjóri Flugstöðvarinnar um lélega aðstöðu tollgæslunnar Ákvarðanir eftir þarfagreiningu OPINN þingflokksfundur Vinstri hreyfingar græns framboðs var haldinn í Þjórsárverum um helgina. Svanhildur Kaaber, framkvæmda- stjóri þingflokksins, segir að um 80 manns hafi sótt fundinn, en stað- urinn hafi verið valinn því að þing- flokkurinn og flokksmenn hafi viljað sjá umrætt landsvæði með eigin aug- um, fræðast um það og fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir og hvaða áhrif þær kynnu að hafa á svæðið. Á fundinum var samþykkt álykt- un um vernd Þjórsárvera og tekið undir tillögur sem fram hafa komið um að friðlandið verði stækkað og mörk þess dregin þannig að sem mest af gróðurlendi svæðisins lendi innan friðlýsingarmarkanna. Þá mótmælti fundurinn harðlega fram- komnum hugmyndum um Norð- lingaöldumiðlun. Ekki verður sagt að opinn þingflokksfundur Vinstri grænna sem haldinn var undir berum himni í Þjórsárverum um helgina hafi verið með hefðbundnu sniði. Þingflokks- fundur VG haldinn í Þjórsárverum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.