Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.07.2001, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. CARL F. Steinitz, sem erprófessor við landslags-arkitektadeild Harvard-háskóla, hélt tvo fyrir- lestra hér á landi í síðustu viku, á vegum Háskóla Íslands og Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, sem rík- isstjórnin hefur ákveðið að ráðast í til að leggja mat á og flokka virkj- unarkosti hér á landi. Fyrri fyr- irlesturinn fjallaði um aðferðir sem notaðar eru við að meta landslag og sá síðari um mat á landslagi á hálendi Íslands. Þann fyrirlestur hélt Steinitz eftir að hafa ferðast í þrjá daga um há- lendi Íslands, heimsótt svæði sem hefur verið raskað vegna fram- kvæmda og önnur sem eru al- gjörlega ósnortin. Steinitz hefur í rúm 30 ár unnið við að leggja mat á gildi landslags, með áherslu á sjónræna upplifun og komið að fjölda verkefna víða um heim þar sem hann hefur lagt mat á hvernig heppilegt sé að leggjast í framkvæmdir á ósnortnu svæði, og hvort náttúran og sú starfsemi sem er fyrirhuguð á um- ræddu svæði geti átt samleið. „Ég hef ferðast hér í þrjá daga, það gerir mig ekki að sérfræðingi en ég hef mikla hliðstæða reynslu annars staðar frá þar sem ég hef hjálpað við að móta umræðuna,“ segir Steinitz. Nauðsynlegt að ráðist verði í heildarmat á hálendinu Í samtali við Morgunblaðið segir Steinitz að í tengslum við Kára- hnjúkavirkjun standi Íslendingar frammi fyrir ákvörðun um hvort þeir ætla að láta hugsanlegan efnahagslegan ávinning til tiltölu- lega skamms tíma ráða ferðinni, eða hvort þeir hyggist líta til menningar- og efnahagslegs ágóða til lengri tíma. Hann segist hafa víða um heim séð staði þar sem framkvæmdir, sem ráðist var í vegna skammtímahagsmuna, hafi haft í för með sér mikil vandamál til langs tíma. Hann tekur sem dæmi að þegar Bandaríkjamenn ákváðu að smíða kjarnorkusprengjur hafi menn vit- að að framleiðslan myndi hafa mikinn úrgang í för með sér. „Fólk vissi að þessi iðnaður myndi valda miklum vandamálum til langs tíma en að til skamms tíma væri hann mikilvægur fyrir þjóð- arhagsmuni. Niðurstaðan er óbæt- anlegt tjón á mörg hundruð fer- kílómetra svæði,“ segir Steinitz. Hann bendir á að þarna hafi ekki verið um að ræða sérstaklega fall- egt landslag, eða sérstakt á nokk- urn hátt og að Bandaríkjamenn hafi vissulega úr fleiri ferkílómetr- um að moða en Íslendingar. Steinitz segist ekki telja að gera þurfi frekari rannsóknir á Kára- hnjúkasvæðinu sjálfu. „Það þarf hins vegar að nýta þá sérfræði- þekkingu á gróðri, dýralífi, jarð- fræði og náttúru sem fyrir er á Ís- landi og ráðast í heildarmat á landslagi á hálendi Íslands. Það þarf að flokka hvaða svæði þarf að vernda og hvaða svæði geti hentað fyrir framkvæmdir og hafa síðan nokkra flokka þar á milli. Það ætti að hefjast handa við þessa vinnu sem fyrst og ekki gera miklar breytingar á svæðinu þangað til heildarmatið liggur fyrir,“ segir Steinitz. Hann bendir á að slíkt mat hafi verið gert í Nýja-Sjálandi, sem er á margan hátt líkt Íslandi, og í Bretlandi. „Það þarf að skilgreina hvert langtímaverðmæti svæðisins er og athuga þá hvaða möguleikar standi til boða til skamms tíma lit- ið. Eins og málum er háttað nú er ráðist í framkvæmdir og síðan at- hugað eftir á hvað stendur eftir. Það er öfugsnúinn þankagangur,“ segir Steinitz. Arðsemisútreikningar ferðamannaiðnaði í hag Fórnarkostnaður náttúrunnar hefur verið nokkuð í umræðunni hér á landi í tengslum við Kára- hnjúkavirkjun. Steinitz segir að margar aðferðir séu notaðar við að meta verðmæti landslags út frá hagfræðilegum forsendum. Hann segir að efnahagsleg rök eigi að- eins að hluta til við þegar ákvarð- anir um viðamiklar framkvæmdir eru teknar. Hann segist telja að efnahagsleg rök mæli frekar með uppbyggingu ferðamannaiðnaðar á svæðinu en virkjunum. „Því lengri tíma sem þú tekur með í myndina því sterk- ari eru rökin fyrir uppbyggingu ferðamannaiðnaðar. Uppbygging ferðamannaiðnaðar krefst ekki mikilla fjárfestinga, sem oft er vanmetið. Einhvern tímann í fram- tíðinni verður öll nútímatækni úr- elt, en ég hef aldrei séð að kostn- aðurinn við að fjarlægja verksmiðju eða orkuver sé tekinn með í arðsemisútreikningum slíkra framkvæmda. „Ég hef séð margar yfirgefnar verksmiðjur og mörg yfirgefin orkuver. Landið ykkar er of lítið til að hafa slíkt, en þið munuð standa frammi fyrir þess- um vanda. Það er óhjákvæ segir Steinitz. Hann telur að Ísland h möguleika í ferðaþjónustu er mjög frábrugðið öðru ópulöndum og aust Bandaríkjanna. Á Ísland breytt landslag sem er t ósnortið af nútímatækni eitt atriði af heildinni er stakt út af fyrir sig. Þa stærri gljúfur og hærri f Íslandi. Vatnajökull er einstakur í Evrópu en þa til stærri jöklar annars Enginn annar staður h þessa heild á svæði sem stærra en svo að það býð skemmtun og lærdóm tíma. Verði smám saman k Prófessor við Harvardháskóla telur virkjun við Ká Skammtímah mega ekki rá Horft norður yfir Kringilsárrana, með Jöku Carl Steinitz prófessor segir nauðsynlegt að hálendi Íslands verði metið í heild. Annars sé hætta á að smám saman eyðileggist heildarmynd svæðisins vegna einstakra framkvæmda, sem ráðist sé í með skamm- tímahagsmuni að leið- arljósi. Þetta segir hann, í samtali við Nínu Björk Jónsdóttur, óskynsamlegt. Carl F. Steinitz prófess skóla, hélt tvo AFTARLEGA Á MERINNI SÖGULEGT TÆKIFÆRI Samkomulagið, sem náðist áloftslagsfundinum í Bonn ífyrradag um framkvæmd Kyoto-bókunarinnar við loftslags- samning Sameinuðu þjóðanna, færir ríkjum heims upp í hendurnar sögu- legt tækifæri til að afstýra miklum umhverfisvanda og skila betra búi til komandi kynslóða. Um tíma leit út fyrir að tækifærið myndi glatast; að Kyoto-bókunin um takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda yrði aldrei staðfest vegna andstöðu Bandaríkjanna. Samkomulagið í Bonn ber hins vegar vott um að iðn- ríkin séu upp til hópa reiðubúin að færa fórnir til þess að ná tökum á loftslagsmálunum, þrátt fyrir að voldugasta ríki heims hafi reynt að firra sig ábyrgð. Stjórnvöld í þess- um ríkjum virðast reiðubúin að horf- ast í augu við þær hættur, sem vís- indamenn telja á ferðinni, gerum við ekkert til að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Einangrun Bandaríkjanna í lofts- lagsmálunum er hrópleg eftir fund- inn í Bonn. Bush forseti hefur sagzt ætla að leggja fram tillögur um ein- hliða aðgerðir til að berjast gegn út- blæstri gróðurhúsalofttegunda, en enn bólar ekkert á þeim. Þvert á móti virðist orkuáætlun forsetans gera ráð fyrir meiri útblæstri, a.m.k. til skamms tíma. Samkomulagið í Bonn dregur úr trúverðugleika Bush í utanríkismálum og því verður vart trúað að Bandaríkin muni standa utan þess til langframa. Gera verður ráð fyrir að á næstu árum verði jafnframt leitazt við að fá þróunarríkin til að taka á sig skuldbindingar um minnkun út- blásturs, líkt og iðnríkin hafa nú undirgengizt. Bandarísk stjórnvöld hafa gert kröfu um slíkt, en þau verða að átta sig á að ein forsendan fyrir því að þróunarríkin axli hluta af byrðunum, er sú að Bandaríkin, sem bera ábyrgð á fjórðungi alls út- blásturs gróðurhúsalofttegunda, gangi á undan með góðu fordæmi. Byrjað er að undirbúa þátttöku þró- unarríkja í baráttunni við gróður- húsaáhrifin með stofnun sjóðs, sem mun auðvelda þeim að taka í notkun nýja og umhverfisvænni tækni. Eins og mál standa nú, hyggjast Banda- ríkin ekkert leggja af mörkum til sjóðsins. Séð af íslenzkum sjónarhóli er samkomulagið í Bonn ekki sízt ánægjulegt fyrir þær sakir, að þar náðist samstaða um að tekið yrði til- lit til viðleitni ríkja til að binda koltvísýring með skógrækt og jafn- framt landgræðslu. Eins og fulltrú- ar Íslands á fundinum benda rétti- lega á, stuðlar þetta ákvæði ekki einvörðungu að því að auðvelda okk- ur að undirgangast útblástursmörk þau sem ákveðin eru í Kyoto-bók- uninni, heldur hvetur það okkur líka til dáða í baráttunni fyrir endur- heimt landgæða á Íslandi. Enn er óútkljáð hver verða afdrif „íslenzka ákvæðisins“ svokallaða, sem samþykkt var í Kyoto á sínum tíma, um að skoða þurfi sérstaklega aðstæður lítilla hagkerfa þar sem einstakar framkvæmdir geti haft mikil áhrif á heildarútblástur. Það breytir ekki því að niðurstaða Bonn- fundarins eykur líkurnar á því að Ís- land sjái sér fært að staðfesta Kyoto-bókunina. Okkur ber að leita allra leiða til þess að geta staðið með öðrum iðn- ríkjum í þessu máli. Annað væri einkar varasamt, ekki sízt vegna ímyndar og orðspors Íslands á al- þjóðlegum vettvangi. Við þurfum að vera reiðubúin til að breyta lífshátt- um okkar í þágu umhverfisins. Í síð- ustu viku var kynnt skýrsla um það hvernig stefna mætti að minnkun út- blásturs frá sístækkandi bílaflota Íslendinga, m.a. með því að lækka skatta á litlum dísilbílum og með aukinni fræðslu og áróðri. Þetta er dæmi um að við getum náð settu marki með raunhæfum aðgerðum. Við getum ekki skorazt undan sameiginlegri ábyrgð jarðarbúa á lífsskilyrðum næstu kynslóða. Ef við viðurkennum alvöru vandans, er lík- legra að okkur gangi vel að finna viðunandi lausnir á honum. Þróun fjarskiptatækninnar hefurauðveldað samskipti, sparað fólki og fyrirtækjum tíma og pen- inga og gert mörg dagleg verkefni auðveldari og ánægjulegri viðfangs. Það vekur því nokkra furðu þegar opinber stofnun, Bílastæðasjóður Reykjavíkur, hafnar því opinberlega að taka þátt í að þróa tækni til að greiða stöðugjöld með farsíma, seg- ist engan áhuga hafa á slíku og að óvíst sé að slík tækni verði nokkurn tímann tekin í notkun hér, jafnvel þótt hún sé orðin að raunveruleika í nágrannalöndunum. Framkvæmdastjóri Bílastæða- sjóðs segir í samtali við Morgunblað- ið í gær: „Við ætlum ekki að vera í fararbroddi í þessari tækni, við ætl- um að leyfa öðrum að þróa þetta og taka svo í gagnið einhverja tækni sem virkar þegar allir eru tilbúnir.“ Hverjir eru betur fallnir til þess að vera í fararbroddi í þróun tækni af þessu tagi en einmitt Íslendingar? Útbreiðsla farsímatækninnar á með- al almennings er hvergi meiri en hér á landi og fólk er almennt opið fyrir nýjungum á þessu sviði. Hér eru starfandi framsækin hugbúnaðarfyr- irtæki, sem sérhæfa sig í alls kyns farsímalausnum og njóta sum hver alþjóðlegrar viðurkenningar. Þótt ís- lenzki markaðurinn sé smár – eða kannski einmitt vegna smæðarinnar – hefur hann í vaxandi mæli verið notaður sem tilraunamarkaður fyrir nýja fjarskiptatækni. Hver er eig- inlega ástæðan fyrir því að Bíla- stæðasjóður hefur svona lítinn áhuga á að gera viðskiptavinum sín- um lífið auðveldara og kýs fremur að vera aftarlega á merinni í tækni- málum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.